Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 31
Fréttir 31Helgarblað 30. ágúst-1. september 2013 Björn Jón vill í borgarmálin landsbyggðarinnar. Þetta varðar at- vinnu- og samgöngumál Reykvík- inga enda eru gríðarleg vaxtartæki- færi í flugi og flugtengdri starfsemi. Flugvöllurinn og flugstarfsemin þarf að hafa svigrúm til að vaxa og dafna.“ Af Birni Jóni má skilja að mikil- vægi hafnar- og flugvallarmála stafi ekki síst af auknum umsvifum á norðurslóðum. „Þetta mun hafa í för með sér stórauknar siglingar. Hvað þær varðar er oft talað um stórskipa- höfn á Norðurlandi. En það er bara einn staður á Íslandi þar sem all- ir innviðir eru til staðar, og það er í Reykjavík. Ætlar hún að missa af lestinni, eða njóta ríkulegra tekna af öllum þessum umsvifum?“ Björn Jón bendir á að ýmis tækifæri séu fólgin í þeim höfnum í okkar heims- hluta sem eru íslausar allan ársins hring. „Hafnir á okkar breiddargráðu eru lokaðar almennt á veturnar. Hér er ótrúlega milt veðurfar miðað við breiddargráðu og í því felast tækifæri sem við megum ekki glutra niður.“ Samgöngumálin í ólestri Björn er kannski manna þekktastur fyrir að koma einkabílnum til varn- ar. Í grein sem hann skrifaði á Press- una árið 2011 sakaði hann núver- andi borgaryfirvöld um aðför að einkabílnum og benti á að hér væri um að ræða þann samgöngumáta sem flestir borgarbúar hefðu valið sér. „Samt sem áður eru auðvitað til skynsamlegir möguleikar til að draga úr bílaumferð. Til dæmis mætti skoða svokallað „Car Pool“ eins og þekkist í Bandaríkjunum. Þá eru sér- stakar akreinar fyrir þá sem eru þrír eða fleiri saman í bíl.“ Nefnir hann Miklubrautina í þessu samhengi. „Þar er sérstök akrein bara fyrir strætó sem er oft- ast meira eða minna auð. Mér finnst þetta ekki réttlætanlegt, ef það eru þrír eða fleiri saman þarna í bíl, af hverju mega þeir þá ekki nýta hana líka? Auðvitað ættum við að kapp- kosta að gera umferðina öruggari. Umferðin snýst um að komast af stað A til staðar B með sem skemmstum og öruggustum hætti. Við verðum að gera öllum samgöngumátum jafn hátt undir höfði, ekki upphefja einn á kostnað annars. Þess vegna gengur ekki að borgaryfirvöld semji við ríkið um að ekki verði ráðist í neinar sam- göngubætur til ársins 2022. Meira og minna öll hættulegustu gatnamót á höfuðborgarsvæðinu eru ljósastýrð. Þetta er spurning um líf og dauða – mislæg gatnamót bjarga mannslíf- um.“ En hvað með almenningssam- göngurnar? Nú hefur Björn Jón, sem framkvæmdastjóri Félags hópferða- leyfishafa gagnrýnt Strætó bs. ansi hressilega. „Ég vil trúa því að hægt sé að reka þetta batterí miklu betur. Ef til vill mætti, sérstaklega á fáfarnari leiðum, bjóða út þjónustuna og þá kannski á litlum leigubílum. Því ég lít að miklu leyti á þetta sem umhverfis- mál. Strætisvagn mengar 60 lítra á hundraðið. Og það má vera ansi góð nýting á vagninum til að hann mengi minna en fólksbíll, þegar maður er kominn með fólksbíl sem mengar kannski ekki nema 5 lítra á hundraðið.“ Vill byggð úti á eyjunum Það sem Björn Jón er þó mest spenntur fyrir, og hyggst beita sér fyrir af krafti, er hugmyndin um eyja- byggð. „Ég vil að við dustum rykið af þessum hugmyndum,“ segir Björn sem vinnur að heimildamynd um málið þessa dagana. „Það er svaka- legt landflæmi úti á Sundunum, svo sem í Engey, Akurey, Viðey, Þerney og á Geldinganesinu. Ég vil að það verði byggt á þessum eyjum, enda bjó fólk þarna öldum saman. Það er stutt út í þessar eyjar og með upp- fyllingu og lítilli brú mætti fylla lang- leiðina út í Engey og stækka hana, jafnvel tvöfalda. Þar mætti byggja ýmislegt.“ Björn er með sérstakar hugmynd- ir um Viðey. „Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort það mætti ekki gera brú úr Gufunesi og yfir í Viðey og byggja þar hverfi í stíl gamla tímans. Margir vilja búa í gömlum húsum en vandamálið er að í miðbænum finnst hvergi heildstæð gömul byggð. Við hliðina á fallegu gömlu húsi blas- ir oftast við nútímalegt glerhús. Til að skapa gamla byggð í miðbænum þyrfti í raun að rífa ótrúlegt magn af steinsteypukössum. Og varla er hægt að banna fólki að vera á bílum þarna í kring. Hins vegar væri ef til vill hægt að koma til móts við þessar kröfur úti í Viðey. Þar gæti fólk fengið að búa í hverfi með gömlu yfirbragði og lítilli bílaumferð.“ Björn bendir á að fólki þykir vænt um Viðey. „Auðvitað er hún dá- lítið heilög. Við megum ekki rústa henni, fletja hana út eða fylla upp í hana,“ segir hann og minnir á að áður fyrr var þorp í Viðey þar sem heitir Sundabakki. „Það væri gaman að reisa þar aftur heilsteypta byggð í gömlum stíl, bara miklu stærri en áður. Rétt væri að byggja megnið af eystri hluta eyjarinnar en halda vest- ari hluta hennar sem friðlandi, enda er sérstæðara fuglalíf þar.“ Björn sér fyrir sér að lokað yrði fyrir bílaumferð í þessu hverfi. „Mað- ur yrði bara að leggja í útjaðri og svo færi lítill strætó um hverfið.“ Björn bendir á að sú hugmynd hafi oft komið upp að flytja Árbæjarsafn út í Viðey. Honum finnst það ágætis hugmynd en vill ekki síður að fólk fái að byggja hús í eyjunni. „Þetta yrði eins og þorpið í Flatey nema miklu stærra og myndi tvímælalaust laða að túrista. Þarna væri gamla Reykja- vík komin. Þetta væri algjörlega nýr valkostur og mjög spennandi, því það er gaman að búa úti við sjóinn. Mér sýnist á öllu að þetta yrði vel framkvæmanlegt ef áhuginn og vilj- inn væri fyrir hendi.“ Vill frið og sátt í Sjálfstæðisflokknum Eins og áður segir ætlar Björn Jón að bjóða fram krafta sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Björn var vinstri sinnaður sem barn en skráði sig í Sjálfstæðisflokkinn þegar hann var 16 ára. Hann hefur sterkar skoð- anir á því hverju mætti breyta innan flokksins. Aðspurður hverjar stærstu meinsemdirnar í flokknum séu seg- ir hann: „Það er fyrst og fremst þessi heift; hatrið á milli ýmissa hópa í flokknum. Og það hefur ágerst mik- ið undanfarin ár. Ég hef sjálfur viljað leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að stuðla að friði og sátt í flokknum, en því miður er heiftin gríðarleg, ekki aðeins í ungliðahreyfingunni heldur líka meðal eldra fólks.“ Björn telur þetta skaðlegt fyrir flokkinn og kallar eftir því að sjálf- stæðismenn slíðri sverðin. „Hægri- menn eiga bara einn flokk og verða að hætta að berast á banaspjót og standa saman. Það er skaðlegt hvernig fólk kemur fram hvert við annað, hvernig menn innan flokks- ins leyfa sér að tala hver um annan,“ segir hann og bætir því við að hann hafi sjálfur kynnst þessu. „Þegar ég var í framboði til formanns ungra sjálfstæðismanna árið 2011 voru margir ekki vandir að meðölum sín- um og fannst til að mynda í lagi að brjóta lög aðildarfélaga flokksins. Og það versta var að flokksforystan aðhafðist ekkert.“ Björn segist vilja snúa af þessari braut. „Ég vil meiri frið og sátt í Sjálfstæðisflokknum,“ segir hann og bætir því við að vissum öflum í flokknum finnist ekkert atriði að hann sé stór, heldur vilji fyrst og fremst fylgja sínum þröngu sjónar- miðum. „Þessum aðilum finnst allt í lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sé lít- ill flokkur, jafnvel elitistaflokkur. Ég vil frekar að við séum stjórnmálaafl sem höfðar til breiðs hóps fólks. Þess vegna hef ég starfað mikið með Verkalýðsráðinu. Ég vil að Sjálfstæð- isflokkurinn verði áfram flokkur allra stétta,“ segir hann. Björn lítur svo á að allar stéttir hafi í grunninn sömu hagsmuna að gæta. „Að ein- hverju leyti hafa sérhagsmunaöfl hertekið flokkinn. Ég vil gamla Sjálf- stæðisflokkinn aftur,“ segir hann og bendir á að sú einstaklingshyggja sem hann aðhyllist sé ekki blind á vald sérhagsmunahópa og klíkna. „Það er ekki nóg að vernda einstak- linginn fyrir ríkisvaldinu. Við þurf- um líka að koma í veg fyrir að sér- hagsmunaöfl og smáklíkur ofsæki einstaklingana.“ Finnst borgarstjórnin afleit Nú víkur umræðunni að lands- málunum. Hvernig líst Birni Jóni á nýja ríkisstjórn? „Ég er bjartsýnn á stjórnarsamstarfið. Sjálfur að- hyllist ég samt frjálslyndari viðhorf og finnst fullmikill framsóknarfnyk- ur af stjórnarsáttmálanum. En þetta er gott fólk. Ef það tekur á vanda- málunum í stað þess að ýta þeim á undan sér hef ég fulla trú á að Ísland rétti úr kútnum.“ Björn Jón var árum saman formaður Frjálshyggjufé- lagsins og aðhyllist frekar róttæka og frjálslynda hægristefnu. Hvernig sér hann fyrir sér að heimfæra megi þá hugmyndafræði yfir á borgarmálin? „Það er fyrst og fremst með miklu lægri sköttum, minna stjórnkerfi og meira valfrelsi. Fólk á að hafa val um það hvar er byggt, hvernig samgöngumáta það notar. Borgar- og skipulagsmálin þurfa jafnframt að taka mið af því hvernig tryggja má öflugt atvinnulíf, hvernig nýta má öll þau óteljandi tækifæri sem okkur bjóðast,“ segir Björn en hon- um finnst borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinn- ar hafa staðið sig illa. „Mér finnst þetta afleit borgarstjórn. Það sést best á því að skatttekjur borgarsjóðs hafa farið úr 50 milljörðum upp í 66 á kjörtímabilinu og á sama tíma hef- ur öll grunnþjónusta verið skorin niður og viðhaldi á eignum borgar- innar ekki verið sinnt. Aukningin fer bara í bruðl, svo sem aukinn kostn- að hjá yfirstjórninni og uppkaup á ónýtum húsum. Skuldir borgarinn- ar aukast á sama tíma. Og þetta er kannski það sem er að á Íslandi og á ekki síður við um ríkisvaldið. Við erum háskattaríki en bjóðum samt upp á miklu verri þjónustu en til dæmis Svíþjóð eða Danmörk. Hér virðast menn vera uppteknir af því að halda uppi einhverjum embætt- ismannaaðli. Allt of mikill peningur fer bara í einhverja vitleysu.“ „Hef bara engan húmor fyrir öllum fíflaganginum“ Í skrifum sínum hefur Björn Jón gagnrýnt Jón Gnarr harðlega og hæðst að honum. Aðspurður hvað honum þyki um hin óvenjulegu upp- átæki Jóns Gnarr síðastliðin ár segir hann að sér þyki áhyggjuefni þegar borgarmálin hætti að snúast um það sem máli skiptir. Bendir hann á að framkvæmdastjóri sveitarfélags hafi ákveðnum skyldum að gegna sam- kvæmt 55. grein sveitarstjórnarlaga. „Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykja- vík, þiggur 15 milljónir á ári fyrir að sinna ekki þeim lögboðnu skyldum sem hann er kjörinn til að sinna. Ég er ekki á móti því sem hann er að gera ef hann myndi gera það í sín- um frítíma. Borgin hefur hins vegar lögboðnar skyldur og fíflagangurinn má ekki vera á kostnað þeirra. Ég vil ekki hljóma eins og ég sé leiðinleg- ur eða gamaldags, en þetta er bara mín afstaða: Við verðum að huga að því sem raunverulega skiptir máli og borgin þarf að sinna lögum sam- kvæmt,“ segir Björn Jón. „Ég hef bara engan húmor fyrir öllum fíflagangin- um í borgarstjóranum. Jón Gnarr er góður leikari, en afleitur í því að leika hlutverk borgarstjórans í Reykjavík. Til að mynda er hann aldrei tilbú- inn að svara fjölmiðlum þegar þeir spyrja um rekstur borgarinnar. Og þegar pólitíkin hættir að snúast um það sem máli skiptir, þá er illt í efni.“ Kynntist Björgólfsfeðgum Björn Jón gaf út sína fyrstu sagn- fræðibók á frekar óheppilegum tíma. Bókin Hafskip í skotlínu var gefin út síðdegis þann 6. október árið 2008. Sama dag hélt Geir H. Haarde sögulegt ávarp sitt þar sem hann bað Guð um að blessa Ísland. „Þetta var líklega versti tími Íslands- sögunnar til að gefa út bók,“ segir Björn Jón og bætir því við að bókin fjalli um átök innan viðskiptalífsins og Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst ákaflega miður hvernig hún hefur fallið í skuggann, því hún hefði get- að orðið þarft innlegg í umræðuna um viðskiptalífið og pólitíkina. Það var nefnilega ömurlegt hvernig menn misnotuðu pólitísk ítök sín til að koma höggi á keppinautana. Sú var raunin í Hafskipsmálinu.“ Bókin á sér nokkra forsögu, en þannig er mál með vexti að Björn skrifaði meistaraprófsritgerð um Hafskipsmálið árið 2006. Þá höfðu fyrrverandi lykilmenn í Hafskip- um samband við hann. „Ég kynnt- ist þeim ágætlega, rannsakaði mál- ið frekar og ákvað að skrifa bókina,“ segir Björn og bætir því við að hann sé sérstaklega ánægður með að hafa kynnst Ragnari Kjartanssyni heitn- um, en Ragnar gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra og síðar stjórnarfor- manns hjá Hafskipum. Björn Jón skrifaði bókina um Hafskip þegar uppgangurinn í íslensku viðskipta- lífi var hvað mestur. Hann kynnt- ist vel Björgólfi Guðmundssyni sem styrkti hann til útgáfunnar. „Þeir Hafskipsmenn skiptu sér ekkert af mér á meðan ég var að skrifa bók- ina. Það sem vakti fyrir þeim var að sjá til þess að sannleikurinn kæmi fram,“ segir Björn. Eftir hrun hefur hann einnig tek- ið að sér ritstörf fyrir Björgólfsfeðga, til að mynda tekið saman skýrslu um fall Landsbankans og Straums- Burðaráss. „Þeir feðgar eru mikl- ir sómamenn,“ segir hann. Hann kveðst þakklátur fyrir að hafa kynnst mörgu skemmtilegu fólki við sagn- fræðirannsóknir sínar. „Það er svo gaman að vita hvað fólk er að gera og hugsa, hver sýn þess er á lífið og tilveruna.“ Þetta segir hann ekki síst eiga við um kaupmennina á Lauga- vegi sem leggi líf sitt og sál í viðskipt- in. Það sama eigi við um rútukarlana víðs vegar um landið. „Það er svo magnað að sjá kraftinn í fólki sem berst í sínum eigin rekstri áratugum saman og þar skiptast á skin og skúr- ir. Það vantar sárlega fólk í pólitíkina með reynslu af atvinnurekstri.“ Gaman að æfa með þeim bestu Björn Jón er mikill hlaupagarpur. „Ég æfi millivegalengdahlaup með meistaraflokki ÍR, og keppi aðallega í 400 metra og 800 metra hlaupi. Þrátt fyrir að vera ekkert sérstaklega góður hlaupari sjálfur hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að æfa með þeim bestu hér á landi. Þjálfar- ar frjálsíþróttadeildarinnar í ÍR hafa unnið ótrúlegt starf undir forystu Þráins Hafsteinssonar yfirþjálfara,“ segir hann. Nú er langt liðið á daginn og samræðurnar hafa farið út um víð- an völl. Þá er ekki seinna vænna en að vinda sér að persónulegri mál- efnum. Trúir Björn Jón á æðri mátt- arvöld? „Ég er trúaður og hef alltaf verið. Ég er í Þjóðkirkjunni,“ segir Björn sem engu að síður vill aðskilja ríki og kirkju, enda frjálshyggju- maður sem vill ekki að ríkisvaldið varpi skugga á trúarlíf fólks. „Ég held reyndar að kirkjan hefði bara ákaf- lega gott af aðskilnaði,“ segir hann og bætir því við að honum mislíki ótalmargt í fari Þjóðkirkjunnar, sem minni stundum meira á ríkisstofn- un en kristinn söfnuð. Bangsi inn í eldhús Skátahreyfingin hefur haft mikil áhrif á líf Björns Jóns. „Ég tók lengi virkan þátt í skátahreyfingunni og Hjálparsveit skáta, var með frábæra foringja sem héldu uppi öflugu starfi. Það er fyndið að hugsa til þess að ég smakkaði varla áfengi fyrr en á háskólaárunum, því þegar ég var í MR var ég alltaf í útilegum um helg- ar.“ Og nú rifjast upp fyrir Birni atvik sem hann lenti í þegar hann starfaði í Nýju-Mexíkó á vegum amerísku skátahreyfingarinnar. „Við héldum til í skála hátt upp í Klettafjöllunum og einn daginn kom risavaxið bjarn- dýr inn í eldhúsið til okkar. Þetta var rosalegt, eitthvað það mest ógnvekj- andi sem ég hef nokkurn tímann lent í. Hjartslátturinn var ansi ör á tímabili, en nafni minn flúði á brott þegar við öskruðum á hann. Maður lendir ekki beinlínis í því á hverjum degi að það komi bangsi inn í eld- hús til manns,“ segir hann og bros- ir. Þetta er aðeins ein af mörgum skemmtilegum minningum sem hann á frá því að hann var skáti. „Í skátahreyfingunni berast menn ekki á banaspjót heldur starfa saman af heilindum. Stundum óska ég þess að hægt væri að heimfæra þennan hugsunarhátt yfir á stjórnmálin.“ Hefur brennandi áhuga á fólki En hvað getur Björn Jón sagt undir- rituðum um einkalíf sitt? „Ég er ein- hleypur, og það er frekar langt síðan ég hef verið í sambandi,“ segir hann og bætir við hlæjandi: „Kannski er maður bara svona erfiður í sambúð?“ Tekur sagnfræðin og námið sinn toll? Er Björn Jón ef til vill dálítið nörd? „Ja, ég hef að minnsta kosti verið mikill grúskari alla tíð,“ seg- ir Björn sem einbeitir sér heilshugar að borgarmálunum þessa dagana. „Ég hef sem betur fer átt auðvelt með að umgangast fólk og á vini á öllum aldri. Einn þeirra er 92 ára gam- all!“ segir Björn sem hefur augljós- lega brennandi áhuga á fólki. „Og út á það gengur í raun sú hugsjón sem ég aðhyllist, einstaklingshyggjan – manngildið. Manneskjan verður að fá svigrúm til að blómstra, gera það sem hún vill og verða það sem hún óskar sér. Hvort sem ég fæ brautar- gengi í borgarstjórnarkosningunum eða ekki, þá get ég verið sáttur með sjálfan mig svo lengi sem ég er trúr þessari hugsjón.“ n Björn hitti björn „Nafni minn flúði á brott,“ segir Björn um skógarbjörn sem varð á vegi hans í Klettafjöll- unum. Björn starfaði lengi vel með skátahreyfingunni og vill heimfæra hugsjónir hennar yfir á stjórnmálin. Mynd: © dV / KriStinn MaGnúSSon „Jón grann er góður leikari, en afleitur í því að leika hlut- verk borgarstjór- ans í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.