Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 30. ágúst–1. september 2013 S íðan það var byrjað að skima fyrir ofbeldi á Vogi hefur komið í ljós að um 80 prósent kvenna sem þang- að koma hafa orðið fyr- ir einhverju ofbeldi,“ segir Krist- ín Pálsdóttir, ráðskona Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og vímuefnavanda. „Við leggjum áherslu á þessi tengsl fíknivandamála og ofbeldis og að það þurfi að meðhöndla það jafn- hliða.“ Rótin óskaði þess vegna eftir svörum ráðherra um hvort tillögum sem þáverandi velferð- arráðherra lagði fyrir Alþingi árið 2011 hafi verið fylgt, en þær sneru að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn ofbeldi gegn konum og börnum þeirra auk þess sem þær áttu að hjálpa körlum að binda enda á of- beldisfulla hegðun og voru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar varðandi ofbeldi karla gegn kon- um í nánum samböndum. Í tillögunum fólst meðal annars að meðferðarstofnanir myndu skima eftir körlum sem hafa beitt maka ofbeldi og að meðferð þeirra tæki mið af því. Eins var lagt til að skimað yrði eftir konum sem hefðu verið beittar ofbeldi í nánum sam- böndum og tekið yrði tillit til þess í meðferðinni. Eins og fyrr segir vill ráðið vita hvort þessum tillögum hafi verið fylgt eftir, hvað hafi komið út úr því og hvernig sé unnið úr upplýs- ingunum. Í velferðarráðuneytinu er unnið að svari við þessum spurningum en það liggur ekki fyrir enn. Kynnast ofbeldismönnum „Af því að svona hátt hlutfall kvenna á ofbeldissögu að baki finnst okkur að meðferð eigi að vera kynjaskipt. Það er vitað að konur sem eiga of- beldissögu eru viðkvæmari fyrir valdbeitingu. Það er allt of algengt að konur og jafnvel ungar stúlk- ur fari í meðferð og komi út í sam- bandi við eldri menn.“ Kristín bendir einnig á að hátt hlutfall manna sem fara í áfengis- og vímuefnameðferð hafi beitt of- beldi. „Það fer ekki vel saman að þessir tveir hópar séu saman í meðferð. Svo er annar punkt- ur í þessu líka, grundvöllurinn að því að vinna gegn ofbeldi hlýtur að vera að ná til ofbeldisfólks. Ef þú ætlar að gera það þá eru með- ferðarstofnanir kjörinn vettvang- ur til þess. Þar finnur þú mjög hátt hlutfall af gerendum. Það var að koma einhver könnum um daginn þar sem það kom í ljós að sjötíu prósent fanga voru undir áhrifum þegar þeir frömdu brotið. Við vilj- um að þetta sé skoðað í raunveru- legu samhengi en það hefur ekki verið gert hingað til í meðferðar- bransanum.“ Rótinni hafa einnig borist ábendingar um að konur verði fyrir áreiti í meðferðinni og Kristín segir að það sé vel þekktur vandi á með- al þeirra sem hafa farið í meðferð. „Ég held að flestir hafi heyrt svona sögur. Eitt grófasta dæmið sem ég veit um kom fram í dómi yfir Jens Hjartarsyni sem var dæmdur í átta ára fangelsi vegna grófs ofbeldis gagnvart konum. Hann var 33 ára þegar hann fór inn á Vog þar sem hann hitti 18 ára stúlku. Hún flutti inn til hans eftir meðferðina og hann beitti hana alvarlegu ofbeldi. Okkur finnst algjörlega ótækt að svona geti gerst.“ Virkar ekki á fólk í áfalli Rannsóknir sýna að konur koma mikið brotnari í meðferð en karl- ar, segir Kristín. „Hluti af skýr- ingunni er kannski sá að þær hafa orðið fyrir ofbeldi. Áfengisneysla hefur einnig mismunandi áhrif á konur og karla, neyslumynstrið er ólíkt og sömuleiðis likamleg, fé- lagsleg og andleg áhrif. Almennt eru konur líka viðkvæmari fyrir valdbeitingu. Þær þurfa að fá frið í meðferð til að einbeita sér að sjálf- um sér. Þannig að við teljum mjög óheppilegt að konur og karlar séu saman í meðferð.“ Rótin hefur því hug á að stofna nýtt meðferðarúrræði fyrir konur. „Áfengismeðferð hefur fram til þessa verið byggð upp í kringum þarfir karla og út frá rannsóknum á alkóhólisma karla. Það er skortur á mikið víðtækari rannsóknum á neysluháttum kvenna og að með- ferð sé byggð upp í kringum það. Þar kemur þessi ofbeldisþáttur inn af því að það er vitað að ein af- leiðing ofbeldis er aukin neysla. Rannsóknir á áfallastreiturösk- un sýna sterka fylgni milli áfalla, ofbeldis og aukinnar neyslu. Í skýrslu sem UNICEF birti í vor er þetta samhengi afskaplega skýrt, börn sem hafa lent í ofbeldi eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til þess að lenda í vanda vegna neyslu en önnur börn. Þannig að það er eitt af okkar aðalmarkmiðum að fíkn og neyslumynstur sé skoðað í sam- hengi við þær upplýsingar sem við höfum um ofbeldi. Hér hefur hugmyndafræðin verið sú að fyrst þarftu að verða edrú og ná jafnvægi og bata í neyslunni til að geta tekið á öðr- um málum en það sem við segj- um er að ef fólk opnar á ofbeld- issögu þá þarf alltaf að grípa það þegar það er tilbúið til að vinna með það mál. Enda kom það fram í nýlegri rannsókn að áfallameð- ferð virkar fyrir fólk í neyslu en áfengis meðferð virkar ekki á fólk með áfallastreituröskun. Þannig að við viljum að sjá mikið heild- rænni meðferð þar sem unnið er með fleiri þætti.“ n ingibjorg@dv.is Lenti undir hælnum á ógæfumanni í meðferð n Kvartaði undan áreitni en fékk engan stuðning n Byrjaði með ógæfumanni n Gert að sofa hjá fyrir pening Tækifæri til að ná til ofbeldismanna n Vilja kynjaskipta meðferð n Margir eiga sögu ofbeldis „Þessir menn sem um ræðir eru látn- ir í dag en það er ótrúlegt hvað þetta situr enn í mér. „Það er allt of al- gengt að konur og jafnvel ungar stúlkur fari í meðferð og komi út í sambandi við eldri menn. gerði ekki þegar hann var allsgáður. Eitt alvarlegasta atvikið var þó þegar hann dró fram gamla haglabyssu og miðaði að konunni. „Hann hafði drukkið í einhverja daga og tekið pillur í bland og var orðinn mjög ruglaður. Að hans mati var öll illska heimsins mér að kenna sem end- aði með því að hann tók mig föstum tökum, batt mig niður í stól og gróf upp gamla haglabyssu sem hann sagðist ætla að skjóta mig með. Ég gat mig hvergi hreyft en reyndi að halda ró minni því ég hélt að þá myndi hann taka sönsum,“ segir konan sem var skelfingu lostin. „Allt í einu skaut hann og ég fann hvininn af skotunum við hliðina á höfðinu á mér. Höglin dreifðust út um allt og hurðin á bak við mig var útgötuð eft- ir skotið. Ég hélt að þetta væri mitt síðasta, en hann rankaði loks við sér og losaði mig úr fjötrunum.“ Konan segir að áður hafi hann stundum talað um að gera þetta en það hvarflaði aldrei að henni að hann myndi láta það verða að veruleika. „Þarna var hann bara orðinn svo svakalega ruglaður. Ég var nokkra daga að meðtaka þetta en nokkrum dögum seinna fékk ég hálfgert áfall út af þessu. Fyrir vikið varð ég enn dofnari fyrir lífinu.“ Átti að táldraga mann Með tímanum varð neyslan harðari og konan fór að taka þátt í kaupum og sölum á fíkniefnum og pillum með manninum. „Ég kunni þetta orðið allt saman, það hvaða pappír væri best að nota, hvernig best væri að skipta efninu upp og svo fram- vegis. Ég var líka farin að nota þetta sjálf en ég átti náttúrulega engan pening.“ Mikið gekk á en ekkert var eins vont og þegar iðnaðarmaðurinn kynnti konuna fyrir manni sem hún átti að táldraga fyrir peninga. „Hann virtist hafa áhuga á að gera mig út og kynnti mig fyrir verslunar- eiganda í Reykjavík. Sá var kominn yfir miðjan aldur, var vel stæður og skilinn við konuna sína. Hann til- kynnti mér fljótlega að honum hefði gengið erfiðlega að ná sér í konur og lagði mikla áherslu á að ég stundaði kynlíf með honum. Auðvitað end- aði það með því að ég gerði það, þar sem ég kunni ekki að standa með sjálfri mér á þessum tíma og gerði yfirleitt það sem fyrir mig var lagt,“ segir konan. Hún gerir hlé á máli sínu til þess að jafna sig, endurminningin er erfið. „Ætli honum hafi ekki fundist hann hafa dottið í lukkupottinn þar sem hann fékk þarna unga stúlku sem hann gat notað að vild.“ Þetta varð þó til þess að konan fékk nóg og tókst að losa sig úr sam- bandinu þótt það væri erfitt og það hafi gengið á ýmsu. Treysti ekki meðferðaraðilum Í kjölfarið fór konan aftur í meðferð á Vogi, þar sem sami læknir og hafði áður heyrt af káfi iðnaðarmanns- ins, tók á móti henni. „Læknirinn var undrandi á því að ég væri komin aftur því hann hafði metið það sem svo að ég væri í góðum málum miðað við marga þarna. Ég var með sterkara bakland og meiri stuðning en margir. Eflaust var það rétt en ég hef alltaf verið sannfærð um að það sem mark- aði upphafið að þessari leið minni var hvernig brugðist var við áreitn- inni. Af því að maðurinn komst upp með þetta náði hann tangarhaldi á mér sem hafði víðtækar afleiðingar.“ Meðferðin gekk vel en konan treysti meðferðaraðilum sínum ekki fyrir sögu sinni. „Ég þorði ekki að leggja allt mitt á borðið eins og lagt var til.“ Hún fór aftur á Sogn þar sem hún var í hópviðtölum með konum og körlum. Kvenkyns sálfræðingur stýrði grúppunni og einu sinni sneri hún sér að konunni og spurði hvort hún hefði ekki einhvern tímann nýtt sér það að vera sæt stelpa. „Ég man að ég fraus. Ég var bara hræddur unglingur og þarna voru karlar sem töluðu ekki um neitt annað en kyn- líf. Þetta var hvorki staður né stund til þess að spyrja svona spurninga. Þannig að ég lokaði á þessa reynslu og hef aldrei talað um það sem gerð- ist fyrr en nú. Ég tók bara ákvörðun um að ná mér upp úr þessu rugli og halda mínu striki og gerði það.“ Minningarnar koma alltaf aftur Þótt konunni hafi tekist að snúa við blaðinu og endurheimta sam- bandið við vini sína og styrkja tengslin við fjölskylduna treysti hún sér ekki til þess að segja nokkrum manni frá þessari reynslu. Tæpum áratug eftir að seinni meðferðinni lauk kynntist hún eiginmanni sín- um og eignaðist með honum börn. Þó að hann viti að hún hafi gengið í gegnum ýmislegt á þessum árum þá hafa þau aldrei rætt það nánar sín á milli. Þess vegna kemur hún ekki fram undir nafni núna. Hún segir að hún reyni að njóta verkefna líðandi stundar og gera vel við fólkið sitt. „Ég sá engan tilgang með því að garfa í fortíðinni og draga fram slæmar minningar. Síðan leið tíminn og ég treysti mér ekki til þess að taka málið upp aftur. Ég reyndi að ýta því frá mér en þegar Rótin opn- aði á umræðuna um stöðu kvenna í meðferð þá fann ég mig knúna til þess að segja frá minni reynslu. Það er ekki hægt að bæla svona minningar niður alla ævi, þær koma alltaf aftur til þín á einhverj- um tímapunkti. Þessir menn sem um ræðir eru látnir í dag en það er ótrúlegt hvað þetta situr enn í mér. Ég veit að ég þarf að vinna úr þessu.“ Hún fagnar umræðunni sem hefur skapast og segir að loksins sé farið að tala um þetta. „Það er al- gjörlega frábært fyrir konur, eins og mig, sem hafa þessa reynslu. Ég styð Rótina heils hugar í því sem þar er verið að gera því mér finnst það frábært.“ n Vilja svör Kristín Pálsdóttir er í ráði Rótarinnar sem vill að tekið sé á ofbeldismálum í áfengis- meðferðinni. Mynd KrisTinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.