Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Vinsælasti bíll heims á enn betra verði Ford Focus trend edition Ford Focus, söluhæsti bíll í heimi árið 2012, er nú fáanlegur í nýrri útfærslu. 16“ álfelgur eru undir bílnum og sérstakt Trend Edition áklæði á sætum. Loftkæling, öflug aksturstölva, regnskynjari í framrúðu og blátannarbúnaður eru einnig til staðar. Til viðbótar hefur verið hugað að fjölmörgum praktískum atriðum, svo sem sjálfvirkri dimmingu á baksýnisspegli og sniðugri hurðavörn. Komdu og reynsluaktu vinsælasta bíl heims. Ford Focus Trend Edition 5 dyra, 1,0 EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. ford.is 5 dyra FrÁ sTaTion FrÁ Ford Focus 3.390.000 KR. 3.540.000 KR. trend edition Ford_Focus_180x255_08.07.2013_1.indd 1 08.07.2013 14:17:01 L úðvík Örn Steinarsson lögmað­ ur var fyrr á árinu ákærður fyrir stórfelld skattsvik ásamt fjórum öðrum mönnum. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem DV hefur undir höndum. Ákæran er undirrituð 10. apríl síðastliðinn. Aðrir sem eru ákærðir í málinu eru þeir Þor­ geir Jósefsson, Magnús Jónsson, Sig­ urður Hjalti Kristjánsson og Jóhann Guðni Hlöðversson. Fimmenningarnir eru ákærðir fyrir „meiriháttar skattalagabrot“ vegna starfa sinna fyrir einkahlutafélagið S12 byggingar ehf. og fyrir að hafa ekki greitt virðisaukaskatt og stað­ greiðsluskatta til hins opinbera á ár­ unum 2009 og 2010. Þeir voru allir annaðhvort stjórnarmenn eða voru í framkvæmdastjórn félagsins á þess­ um tíma. Skattarnir sem sagðir eru vangoldnir í ákæru nema meira en 80 milljónum króna og skiptast skatt­ greiðslurnar með mismunandi hætti á þessa forsvarsmenn félagsins. Orð­ rétt segir í ákærunni að málið sé höfð­ að fyrir „meiri háttar brot gegn skatta­ lögum“. Hét áður Ris S12 byggingar ehf. hét áður Ris ehf. og var þá meðal annars í eigu athafna­ mannsins Engilberts Runólfsson­ ar sem sat í stjórn þess árið 2007. Ris var verktakafyrirtæki sem var í eigu Kristins Jörundssonar sem félög á vegum Engilberts keyptu árið 2007. Ris átti meðal annars heilsugæslu­ stöðina í Kópavogi sem var seld út úr félaginu árið 2005. Fyrir kaup Engil­ berts á Risi var verktakinn einn þeirra sem nefndur var sem einn af þeim að­ ilum sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. S12 ehf. er gjaldþrota í dag. Í eigu Engilberts Endanlegur hluthafi S12 bygginga var eignarhaldsfélagið Innova sem var móðurfélag verktakafyrirtækja sem voru í eigu Engilberts á árunum fyrir hrun. Samkvæmt síðasta birta árs­ reikningi Innova námu skuldir félags­ ins tæpum sextán milljörðum. Það félag er gjaldþrota í dag. Sá ársreikn­ ingur er frá árinu 2007 þannig að ætla má að skuldirnar hafi aukist mikið síð­ an. Tekið skal fram að þrátt fyrir eignarhald Engilberts á félaginu þá tengdst hann ekki umræddu skatta­ máli sem er fyrir dómi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdastjóra og fyrrverandi stjórnarmenn í fyrirtæki sem hann átti. Þegar Engilbert keypti Ris árið 2007 sagði hann um starf­ semi félagsins í fréttatilkynningu: „Ris hefur vaxið ört undanfarin ár og telj­ um við framtíðarmöguleika félagsins mikla og að þeir samræmist vel okkar framtíðarsýn. Verkefnastaða félagsins er góð og hefur það yfir að ráða öflugu starfsfólki sem er nauðsynlegt í okkar fagi. Við hyggjumst styrkja og efla rekstur félagsins án þess þó að gera á honum stórvægilegar breytingar og lítum björtum augum fram á veginn.“ Krafist refsingar Í ákærunni krefst saksóknarinn Björn Þorvaldsson þess að hinir ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostn­ aðar í málinu auk þess sem slík málaferli fela alltaf í sér endurgreiðslu á skattinum verði hinir ákærðu fundn­ ir sekir um þess sem þeim er borið á brýn. Því er um að ræða umtalsverða fjármuni. Málið er nú fyrir dómi. n Lögmaður ákærður fyrir stórfelld skattsvik n Fimm aðstandendur verktakafyrirtækis ákærðir í rúmlega 80 milljóna skattsvikamáli Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „… meiri háttar brot gegn skattalögum. Ákært fyrir skattsvik Embætti Ólafs Haukssonar hefur ákært fimm menn fyrir skattsvik í rekstri verktakafyrirtækis. Eigandinn Engilbert var eigandi Ris ehf. en hann tengist dómsmál- inu ekkert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.