Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Page 16
16 Fréttir 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Vinsælasti bíll heims á enn betra verði Ford Focus trend edition Ford Focus, söluhæsti bíll í heimi árið 2012, er nú fáanlegur í nýrri útfærslu. 16“ álfelgur eru undir bílnum og sérstakt Trend Edition áklæði á sætum. Loftkæling, öflug aksturstölva, regnskynjari í framrúðu og blátannarbúnaður eru einnig til staðar. Til viðbótar hefur verið hugað að fjölmörgum praktískum atriðum, svo sem sjálfvirkri dimmingu á baksýnisspegli og sniðugri hurðavörn. Komdu og reynsluaktu vinsælasta bíl heims. Ford Focus Trend Edition 5 dyra, 1,0 EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. ford.is 5 dyra FrÁ sTaTion FrÁ Ford Focus 3.390.000 KR. 3.540.000 KR. trend edition Ford_Focus_180x255_08.07.2013_1.indd 1 08.07.2013 14:17:01 L úðvík Örn Steinarsson lögmað­ ur var fyrr á árinu ákærður fyrir stórfelld skattsvik ásamt fjórum öðrum mönnum. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem DV hefur undir höndum. Ákæran er undirrituð 10. apríl síðastliðinn. Aðrir sem eru ákærðir í málinu eru þeir Þor­ geir Jósefsson, Magnús Jónsson, Sig­ urður Hjalti Kristjánsson og Jóhann Guðni Hlöðversson. Fimmenningarnir eru ákærðir fyrir „meiriháttar skattalagabrot“ vegna starfa sinna fyrir einkahlutafélagið S12 byggingar ehf. og fyrir að hafa ekki greitt virðisaukaskatt og stað­ greiðsluskatta til hins opinbera á ár­ unum 2009 og 2010. Þeir voru allir annaðhvort stjórnarmenn eða voru í framkvæmdastjórn félagsins á þess­ um tíma. Skattarnir sem sagðir eru vangoldnir í ákæru nema meira en 80 milljónum króna og skiptast skatt­ greiðslurnar með mismunandi hætti á þessa forsvarsmenn félagsins. Orð­ rétt segir í ákærunni að málið sé höfð­ að fyrir „meiri háttar brot gegn skatta­ lögum“. Hét áður Ris S12 byggingar ehf. hét áður Ris ehf. og var þá meðal annars í eigu athafna­ mannsins Engilberts Runólfsson­ ar sem sat í stjórn þess árið 2007. Ris var verktakafyrirtæki sem var í eigu Kristins Jörundssonar sem félög á vegum Engilberts keyptu árið 2007. Ris átti meðal annars heilsugæslu­ stöðina í Kópavogi sem var seld út úr félaginu árið 2005. Fyrir kaup Engil­ berts á Risi var verktakinn einn þeirra sem nefndur var sem einn af þeim að­ ilum sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. S12 ehf. er gjaldþrota í dag. Í eigu Engilberts Endanlegur hluthafi S12 bygginga var eignarhaldsfélagið Innova sem var móðurfélag verktakafyrirtækja sem voru í eigu Engilberts á árunum fyrir hrun. Samkvæmt síðasta birta árs­ reikningi Innova námu skuldir félags­ ins tæpum sextán milljörðum. Það félag er gjaldþrota í dag. Sá ársreikn­ ingur er frá árinu 2007 þannig að ætla má að skuldirnar hafi aukist mikið síð­ an. Tekið skal fram að þrátt fyrir eignarhald Engilberts á félaginu þá tengdst hann ekki umræddu skatta­ máli sem er fyrir dómi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdastjóra og fyrrverandi stjórnarmenn í fyrirtæki sem hann átti. Þegar Engilbert keypti Ris árið 2007 sagði hann um starf­ semi félagsins í fréttatilkynningu: „Ris hefur vaxið ört undanfarin ár og telj­ um við framtíðarmöguleika félagsins mikla og að þeir samræmist vel okkar framtíðarsýn. Verkefnastaða félagsins er góð og hefur það yfir að ráða öflugu starfsfólki sem er nauðsynlegt í okkar fagi. Við hyggjumst styrkja og efla rekstur félagsins án þess þó að gera á honum stórvægilegar breytingar og lítum björtum augum fram á veginn.“ Krafist refsingar Í ákærunni krefst saksóknarinn Björn Þorvaldsson þess að hinir ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostn­ aðar í málinu auk þess sem slík málaferli fela alltaf í sér endurgreiðslu á skattinum verði hinir ákærðu fundn­ ir sekir um þess sem þeim er borið á brýn. Því er um að ræða umtalsverða fjármuni. Málið er nú fyrir dómi. n Lögmaður ákærður fyrir stórfelld skattsvik n Fimm aðstandendur verktakafyrirtækis ákærðir í rúmlega 80 milljóna skattsvikamáli Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „… meiri háttar brot gegn skattalögum. Ákært fyrir skattsvik Embætti Ólafs Haukssonar hefur ákært fimm menn fyrir skattsvik í rekstri verktakafyrirtækis. Eigandinn Engilbert var eigandi Ris ehf. en hann tengist dómsmál- inu ekkert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.