Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 30. ágúst–1. september 2013 Farnir að líkjast sjálfum sér N ú líður að því að hag­ ræðingarnefndin margróm­ aða skili tillögum sínum um sparnað og niðurskurð hjá hinu opinbera. Um svipað leyti lítur fjárlagafrumvarpið dagsins ljós. Fáar vísbendingar eru um hvað í vænd­ um er hvað varðar framlag til sam­ félagsþjónustunnar. Báðir stjórnar­ flokkarnir hafa þó lofað því að styrkja innviði samfélagsins og nægir í því sambandi að vísa til þverpólitískrar vinnu um málefni löggæslunnar sem kynnt var í apríl en niðurstaðan úr þeirri vinnu var sú að auka yrði fram­ lag til löggæslunnar um rúma þrjá milljarða á ári. Öll þekkjum við lof­ orðin um að styrkja heilbrigðisþjón­ ustuna og menntakerfið að ekki sé minnst á loforð og heitstrengingar um niðurfærslu lána, nú síðast ítrek­ að af forsætisráðherra í byrjun vik­ unnar. Hvernig á að fjármagna þær aðgerðir er enn hulin ráðgáta. Frá samfélagi til eignafólks Nú bregður svo við að nánast allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum ganga út á að draga úr fjárhagsgetu ríkissjóðs og þar með að standa við hin sveru loforð. Þannig ákvað stjórnarmeirihlutinn að afsala ríkissjóði auðlindatekjum frá útgerðinni upp á tíu milljarða á yfir standandi ári og því næsta. Það var að sögn gert vegna þess að út­ gerðarfyrirtækin væru skuldsett og aðþrengd. Eflaust er vafasamt að al­ hæfa um stöðu sjávarútvegsfyrir­ tækja og þá einnig af hvaða rót skuldsetning þeirra er. Ein rót efna­ hagshrunsins á sínum tíma var án efa sú að „verðmæti“ af óveiddum afla framtíðarinnar voru færð upp úr sjónum og fjárfest í fjármálafyrir­ tækjum sem síðan fóru í þrot. Kvóta­ veðin voru þannig glötuð og orðin að innistæðulausri skuld. Útgerðar­ fyrirtækin hafa síðan hamrað á því að þetta verði að hafa í huga þegar gjaldtaka fyrir aðgang að sjávarauð­ lindinni er ákveðin. Við hljótum hins vegar að líta svo á að mótun fram­ tíðarstefnu í auðlindamálum verði byggð á heildarhagsmunum og al­ mennri greiðslugetu sjávarútvegsins. Síðan kom það jú í ljós eftir allan harmagrátinn innan þings og utan að ekki eru fyrirtækin eins illa sett og margir vildu vera láta. Þannig greiddi útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum eigendum sínum nýlega arð upp á eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna og frá Samherja berast fréttar af meiri gróða en nokkru sinni! Þess­ ir peningar, sem eru til komnir vegna sameiginlegrar eignar þjóðarinn­ ar, hefðu betur ratað niður í tóman ríkis vasann. Fleiri dæmi mætti nefna um gjaf­ mildi ríkisstjórnarinnar í garð hinna aflögufæru á meðal vor. Þannig var eitt af fyrstu verkum hennar að af­ sala ríkissjóði hálfum öðrum millj­ arði með því að falla frá sköttum af ferðaþjónustu, sem er jú sú atvinnu­ grein sem best blómstrar um þessar mundir. Lítilmagnar ríkisstjórnarinnar Síðan kom auðlindaskattsútspilið. Fjármálaráðherra lýsti því yfir að ekki yrði framhald á því að skatt­ leggja þá sem sitja á miklum eignum með auðlegðarskatti. Málavextir eru þessir: Fyrrverandi ríkisstjórn setti á svokallaðan auðlegðarskatt sem er þannig skilgreindur að einhleyp­ ingar sem eiga hreina eign umfram 75 milljónir króna borga 1,5% í ríkis­ sjóð og 2% af hreinni eign umfram 150 milljónir króna. Hjá hjónum er eignamarkið 100 milljónir og skal þá greitt 1,5% upp að 200 milljónum en 2% eftir það. Þetta skilaði ríkissjóði rúmum sex milljörðum árið 2012. Munar um minna. Forsíða DV síðastliðinn mánu­ dag sagði sína sögu um þennan auðlegðarskatt. Á myndrænan hátt sáum við fyrir hverja þessi ríkis­ stjórn starfar. Birtar voru myndir af nokkrum greiðendum skatts­ ins, stóreignafólki, skjólstæðingum þessarar ríkisstjórnar. Sér til málsbóta sagði ríkisstjórnin að auðlegðarskatturinn hefði verið tímabundin ráðstöfun en auk þess væri hann ósanngjarn, eignamarkið væri of lágt. Fjármálaráðherrann bætti við að álitamál væri hvort skatturinn stæðist eignarréttar­ ákvæði stjórnarskrárinnar! Öllu var tjaldað til svo verja mætti hina skatt­ píndu lítilmagna. Þessu er til að svara að ef eigna­ mörk skattsins eru of lág þá má að sjálfsögðu endurskoða þau. Sjálfum finnst mér ekki rétt að gera greinar­ mun á einstaklingum og hjónum og fyrir mitt leyti vil ég ekki þvinga einstakling út úr íbúðarhúsnæði eft­ ir fráfall maka. Skatturinn má ekki verða þessa valdandi. En gleymum því ekki að hann kemur aðeins á hreina eign umfram framangreind mörk. Einsklingur sem á 85 milljóna króna hreina eign greiðir þannig að­ eins 1,5% af 10 milljónum, ekki allri upphæðinni. Það gerir 150 þúsund krónur. Vissulega var skatturinn tíma­ bundinn en ég er ekki í nokkrum vafa um að fyrrverandi ríkisstjórn hefði framlengt hann. Á það má benda að niðurskurður á útgjöldum hins opin­ bera var einnig tímabundin ráð­ stöfun. Og til endurmats eins og flest annað. Nú þarf að spyrna við fótum Að sjálfsögðu er eðlilegt að ný ríkis­ stjórn vilji endurmeta sitthvað í tekjuöflun og útgjöldum ríkisins. Hins vegar er hrikaleg vísbending um áherslur þessarar ríkisstjórnar að nánast allar aðgerðir hennar eru í þágu stóreignafólks og á kostnað lágtekju­ og millitekjuhópa. Þetta minnir orðið óþægilega á samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar­ flokks á árunum 1995 til 2007. Skatt­ kerfisbreytingar sem gerðar voru á því tímabili voru undir nákvæmlega sömu formerkjum og nú. Þessir tveir stjórnmálaflokk­ ar, sem öðrum fremur voru ábyrgir fyrir hruninu og þeirri misskiptingu í þjóðfélaginu sem einkenndi árin upp úr aldamótum, eru því miður farnir að taka á sig sína gamalkunnu mynd. Nú þarf fólk að búa sig undir að setja niður hælana og spyrna við fótum. n Í leit að traktor frá 1918 S jaldan hef ég fyllst eins mikl­ um eldmóði eins og í svoköll­ uðu „traktorsmáli“. Þannig var að Bjarni Guðmundsson pró­ fessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hringdi í mig. Hann var að skrifa bók um um fyrstu vélarnar sem leystu mannshöndina af hólmi í landbúnaði hér á landi snemma á síðustu öld. Eitt af því sem sögulegast er í því sambandi var þegar fyrsti traktorinn kom til Íslands, en hann var alltaf kallaður Akranestraktorinn. Ég hafði áður minnst á það við Bjarna að í minni ætt væri alltaf talað um það að langafi minn í föðurætt, Stefán B. Jónsson, hefði flutt inn þennan trakt­ or, en í flestum heimildum segir að­ eins að Þórður Ásmundsson, hinn stórhuga kaupmaður Akranesi, hafi keypt fyrsta traktorinn, en hvergi er minnst á þátt langafa. Það sárnaði okkur í fjölskyldunni að sjálfsögðu. Bjarni spurði mig nú hvort það væri nokkur leið fyrir mig að finna heim­ ildir sem sönnuðu mál, þannig að sagan væri rétt rituð í bókinni sem hann hafði í smíðum. Stefán B. Jónsson var mikill fram­ faramaður í sinni tíð. Hann fór ungur vestur til Kanada en ákvað svo að snúa aftur til Íslands og kenna lönd­ um sínum alla þá nýju tækni sem hann hafði kynnst í Ameríku. Svo heppilega vildi til að þegar ég var að gera heimildamynd mína um Vestur­ farana árið 2008 þá fékk ég í hendur mikið magn af gömlum skjölum sem höfðu tilheyrt honum og höfðu varð­ veist í fjölskyldunni. Skjölunum frá langafa hafði ég komið fyrir í fjórum nokkuð stórum plastkössum niðri í geymslu. Eftir símtalið frá Bjarna, þar sem hann sagði mér að hann væri meðal annars að fjalla um komu Akranestraktorsins, var mér hlaupið mikið kapp í kinn. Ég var staðráðin í að rétta hlut langafa míns ef nokkur kostur væri. Koma Akranestraktorsins árið 1918 var gríðarlegt framfaraspor í ís­ lenskum landbúnaði. Nú gátu vélar loksins leyst menn frá hinum ýmsu verkum, sem leiddi til framfara á mörgum öðrum sviðum líka. En aftur að leitinni miklu að heim­ ildum sem sönnuðu frumkvæði og þátt langafa míns í þessu máli. Eftir símtalið við Bjarna fór ég beint niður í geymslu, náði í plastkassana og var ákveðin í að fara í gegnum hvert ein­ asta bréf og pappírs snifsi sem þar var að finna. Í kössunum var mikið af einkabréfum og vinnuskjölum frá því að Stefán bjó í Ameríku, sem og ýmis tímarit sem hann gaf út bæði í Kanada og á Íslandi. Svo voru þarna ógrynni af viðskiptapappírum frá Ís­ landi enda maðurinn umsvifamikill í gegnum tíðina. Mér féllust eigin­ lega hendur. Kannski hafði ég reist mér hurðarás um öxl í þetta skiptið? Fyrsti dagur leitar minnar að uppruna traktorsins skilaði engu. Traktorinn kom til landsins haustið 1918 svo líklega hafði hann verið pantaður snemma árs 1918 eða seint á árinu 1917. Á degi tvö rakst ég hins vegar á bréfabók frá 1916 sem geymdi afrit af viðskiptabréfi á ensku sem Stefán hafði skrifað. En því miður fann ég engar slíka bréfa­ bækur frá 1917 eða 1918. En þegar ég var að leggja bréfabókina frá 1916 frá mér sá ég allt í einu að Stefán hafði skrifað eitthvað í bókina á röngunni, líklega til að nýta pappír­ inn. Og viti menn þar var komið hið mikilvæga bréf dagsett 15. október 1917, sem færði sönnur á Stefán B. Jónsson pantaði fyrst traktorinn hjá Avery Company í Peoria í New York. Traktorinn kom síðan með Gullfossi til Reykjavíkur 12. ágúst 1918, sam­ kvæmt dagbók Stefáns, og var alltaf kallaður Akranestraktorinn. Ég réð mér ekki fyrir kæti, enda orðin heldur vondauf um að mér tækist ætlunar verk mitt. Nýlega kom svo út glæsileg bók eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri sem heitir Frá hestum til hestafla. Þar fær Stefán B. Jóns­ son svo sannarlega að njóta þess heiðurs sem honum ber. n Kjallari Elín Hirst Kjallari Ögmundur Jónasson alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.