Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 49
Afþreying 49Helgarblað 30. ágúst–1. september 2013 Luther á hvíta tjaldið n Kvikmynd um rannsóknarlögreglumanninn væntanleg A ðdáendur bresku sjónvarpsþáttanna Luther um sam- nefndan rann- sóknarlögreglu- mann, geta glaðst yfir fréttum þess efnis að gera eigi kvik- mynd um Luther. Haft hefur verið eftir höf- undi þáttanna, Neil Cross, að hann stefni á að búa til kvikmyndina á næsta ári en handritið er tilbúið og kallast hún The Calling. Aðdáendur munu fá að kynnast persón- unni Luther betur og af hverju hann er eins og hann er. Þættirnir um Luther hafa verið vinsælir víða um heim en BBC lét einungis gera þrjár seríur. Myndin gerist snemma á ferli Luthers og síðasta at- riðið er fyrsta atriðið í sjón- varpsþáttunum svo hún er eins konar forsaga þáttanna. Fjallað er um þetta á kvik- myndavefnum Svarthöfða. Það er Idris Elba sem fer með hlutverk Luthers en hann er nú orðin þekkt kvik- myndastjarna og lék til dæm- is eitt af aðalhlutverkunum í Pacific Rim og hann leik- ur Nelson Mandela, fyrrver- andi forseta Suður-Afríku, í væntanlegri mynd um ævi frelsisleiðtogann. Þessi fer- tugi breski leikari, sem hefur unnið til Golden Globe-verð- launa fyrir leik sinn í hlutverki Luthers, framleiddi einnig þættina. Haft hefur verið eftir honum áður að hann vilji gera mynd um rannsóknarlög- reglumanninn. Þættirnir hafa verið sýnd- ir á RÚV en voru frumsýndir árið 2011 á BBC. Laugardagur 31. ágúst Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport 08.00 Morgunstundin okkar 08.01 Tillý og vinir (36:52) 08.12 Háværa ljónið Urri (11:52) 08.23 Sebbi (23:52) (Zou) 08.34 Úmísúmí (4:20) 08.57 Abba-labba-lá (4:52) 09.10 Litli Prinsinn (17:27) 09.33 Kung Fu Panda - Goðsagnir frábærleikans (20:26) 09.56 Grettir (45:52) 10.07 Nína Pataló (38:39) 10.14 Skúli skelfir (22:26) 10.25 360 gráður (14:30) e. 11.00 Með okkar augum (2:6) e. 11.30 70 lítil hjörtu e. 12.00 Gulli byggir - Í Undirheimum e. 12.30 Popppunktur 2009 (11:16) (Buff - múm) e. 13.30 Sumartónleikar í Schön- brunn 2013. e. 15.15 Tónleikar frú Carey e. 16.55 Hvað veistu? - Dönsk geim- flaug e. 17.30 Ástin grípur unglinginn 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Golfið e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Ævintýri Merlíns (1:13) (The Adventures of Merlin V) 20.30 Grunnhyggni Hal 5,9 (Shallow Hal) Vitgrannur maður verður ástfanginn af akfeitri hlussu vegna innri fegurðar hennar. Í aðalhlutverkum eru Gwyneth Pal- trow og Jack Black og leikstjórar eru Bobby og Peter Farrelly. Bandarísk gamanmynd frá 2001. 22.25 Endurskoðun málsins 6,3 (All Good Things) David Marks var grunaður um að hafa myrt konuna sína, Katie, árið 1982 en hann var aldrei dreginn fyrir dóm. Í þessari bíómynd er sannleikurinn í málinu leiddur í ljós. Leikstjóri er Andrew Jarecki og meðal leikenda eru Ryan Gosling og Kristen Dunst. Bandarísk bíómynd frá 2010. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 00.05 Leyninafn: Hreinsarinn 4,2 (Code Name: The Cleaner) Ósköp venjulegur maður fær höfuðhögg og eftir það veit hann ekki hver hann er, en fær þá flugu í höfuðið að hann sé leyniþjónustumaður. Í aðalhlutverkum eru Cedric the Entertainmer, Lucy Liu og Nicollette Sheridan og leikstjóri er Les Mayfield. Bandarísk bíó- mynd frá 2007. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 Elías 08:00 Algjör Sveppi 09:50 Scooby-Doo! Mystery Inc. 10:15 Loonatics Unleashed 10:35 Mad 10:45 Ozzy & Drix 11:10 Young Justice 11:35 Big Time Rush 12:00 Bold and the Beautiful 12:20 Bold and the Beautiful 12:40 Bold and the Beautiful 13:00 Bold and the Beautiful 13:20 Bold and the Beautiful 13:45 Beint frá býli (4:7) 14:25 Two and a Half Men (4:22) 14:45 The Middle (4:24) 15:10 ET Weekend 15:55 Íslenski listinn 16:25 Sjáðu 16:55 Pepsi mörkin 2013 18:10 Latibær 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir 18:55 Ísland í dag - helgarúrval 19:10 Lottó 19:20 Næturvaktin 19:50 Veistu hver ég var? (3:8) Laufléttur og stórskemmtilegur spurningaþáttur í umsjá Sigga Hlö og mun andi níunda ára- tugarins vera í aðalhlutverki. 20:30 It’s Kind of a Funny Story 7,1 Hugljúf og bráðskemmtileg mynd með Zach Galifanakis úr Hangover í aðalhlutverki og fjallar um ungan mann sem er vistaður á geðsjúkrahúsi fyrir fullorðna. 22:10 Ted 7,1 23:55 Seeking Justice 6,1 01:40 Like Minds 6,2 Sálfræðingur með skyggnigáfu stendur frami fyrir erfiðasta verkefni starfsfer- ilsins þegar hún þarf að meta hvort drengur undir lögaldri ætti að vera ákærður fyrir að myrða skólafélaga sinn. 03:25 Die Hard II 7,1 (Á tæpasta vaði 2) John McClane, rannsóknarlögreglumaðurinn frá New York, glímir enn við hryðjuverkamenn og nú er vett- vangurinn stór alþjóðaflugvöllur í Washington. 05:25 Fréttir Fréttir Stöðvar 2 endur- sýndar frá því fyrr í kvöld. 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:50 Dr.Phil 12:35 Dr.Phil 13:15 Dr.Phil 13:55 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (3:20) 14:25 Judging Amy (2:24) 15:10 Psych (16:16) 15:55 Britain’s Next Top Model 16:45 The Office (21:24) 17:10 Family Guy (19:22) 17:35 The Biggest Loser (10:19) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 19:05 Last Comic Standing (10:10) Bráðfyndin raunveruleikaþátta- röð þar sem grínistar berjast með húmorinn að vopni til að kitla hláturtaugar áhorfenda og dómara. 20:30 Bachelor Pad (5:6) Sjóðheitir þættir þar sem keppendur úr Bachelor og Bachelorette eigast við í þrautum sem stundum þarf sterk bein til að taka þátt í. 22:00 Casino Royale 7,9 Í sinni fyrstu sendiför verður James Bond (Daniel Craig) að vinna hönd í póker í spilavítinu Casino Royale í Svartfjallalandi í þeim tilgangi að uppræta kaupsýslumann sem tryggir hryðjuverkasamtök- um afkomu. 00:25 Rookie Blue (3:13) Skemmti- legur þáttur um líf nýliða í lögreglunni sem þurfa ekki aðeins að glíma við sakamenn á götum úti heldur takast á við samstarfsmenn, fjölskyldu og eiga um leið við eigin bresti. Stjórnlaus maður gengur laus og nýliðarnir þurfa að taka ákvörðun. 01:15 NYC 22 (12:13) Spennandi þætt- ir um störf nýliða í lögreglunni í New York þar sem grænjöxlum er hent út í djúpu laugina á fyrsta degi. Stundum verður maður á láta hjartað ráða för og skilja skynseminna eftir heima. 02:05 Mad Dogs (3:4) Hörku- spennandi og vönduð fjögurra þátta sería um fjóra vini sem einhvernveginn tekst alltaf að kmoa sér og sínum nánustu í lífshættu. 02:55 Upstairs Downstairs (6:6) Ný útgáfa af hinum vinsælu þátt- um Húsbændur og hjú sem nutu mikilla vinsælda á árum áður. Það er sjaldan lognmolla í Eaton Place 165 þar sem fylgst er þjónustufólki og húsbændum á millistríðsárunum í Lundúnum. Lafði Agnes kemst að því sér til mikillar skelfingar að það sé ekki allt með felldu í hónabandinu. 03:45 Men at Work (7:10) Þræl- skemmtilegir gamanþættir sem fjalla um hóp vina sem allir vinna saman á tímariti í New York borg. Þeir lenda í ýmis- konar ævintýrum sem aðallega snúast um að ná sambandi við hitt kynið. Tveir strákanna reyna að fá hjónaafslátt í ræktinni við lítinn fögnuð afgreiðslunnar. 04:10 Excused Nýstárlegir stefnumótaþáttur um ólíka einstaklinga sem allir eru í leit að ást. 04:35 Pepsi MAX tónlist 09:10 Pepsí-deild kvenna 2013 10:50 UEFA Super Cup (Bayern - Chelsea) 12:30 La Liga Report 13:00 Metamót Spretts Beint 18:00 Forkeppni Meistaradeildar Evrópu (AC Milan - PSV) 19:40 Liverpool - Notts County 22:00 Morecambe - Newcastle 23:40 UFC - Gunnar Nelson 02:15 Box - Geale - Barker 11:15 Deutsche Bank Champions- hip - PGA Tour 2013 (1:4) 14:15 Inside the PGA Tour (35:47) 14:40 PGA Tour - Highlights (33:45) 15:35 Deutsche Bank Champions- hip - PGA Tour 2013 (1:4) 18:35 Inside the PGA Tour (35:47) 19:00 Deutsche Bank Champions- hip - PGA Tour 2013 (2:4) 22:00 Deutsche Bank Champions- hip - PGA Tour 2013 (2:4) 01:00 Eurosport SkjárGolf 17:00 Motoring. 17:30 Eldað með Holta 18:00 Hrafnaþing 19:00 Motoring. 19:30 Eldað með Holta 20:00 Hrafnaþing 21:00 Eldað með Holta 21:30 Skuggaráðuneytið 22:00 Björn Bjarnason 22:30 Tölvur ,tækni og kennsla. 23:00 Veiðin og Bender 23:30 Á ferð og flugi 00:00 Hrafnaþing ÍNN 11:30 Astro boy (Geimstrákurinn) 12:00 He’s Just Not That Into You (Hann er ekki nógu skotinn í þér) 14:05 A League of Their Own 16:10 Astro boy (Geimstrákurinn) 17:45 He’s Just Not That Into You (Hann er ekki nógu skotinn í þér) 19:55 A League of Their Own 22:00 Safe House Hörku spennu- mynd með Denzel Washington og Ryan Reynolds . 23:55 Rise Of The Planet Of The Apes 01:40 The Edge (Á bláþræði) 03:35 Safe House Stöð 2 Bíó 08:00 Man. Utd. - Chelsea 09:40 Match Pack 10:10 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 11:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun 11:35 Man. City - Hull Beint 13:45 Cardiff - Everton Beint 16:15 Crystal Palace - Sunderland Beint 18:30 Newcastle - Fulham 20:10 West Ham - Stoke 21:50 Norwich - Southampton Stöð 2 Sport 2 07:00-20:00 Barnaefni (Lalli, Refur- inn Pablo, Svampur Sveinsson, Dóra könnuður, Strumparnir, Mörgæsirnar frá Madagaskar, Ofuröndin, Histeria!, Doddi litli og Eyrnastór, Kai Lan o. fl.) 20:00 KF Nörd (Fjölmiðlafár í Borgarnesi) 20:40 Pressa (4:6) 21:30 Entourage (3:12) (Viðhengi) 22:00 Fringe (11:20) (Á jaðrinum) 22:50 KF Nörd (Fjölmiðlafár í Borgarnesi) 23:30 Pressa (4:6) 00:20 Entourage (3:12) (Viðhengi) 00:50 Fringe (11:20) (Á jaðrinum) 01:40 Tónlistarmyndb. frá Popptíví Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull Uppáhalds í sjónvarpinu „Barnaby á föstudögum“ Ingunn Snædal ljóðskáld og kennari Idris Elba Leikur lögreglumanninn Luther í samnefndum þáttum BBC sem sýndir hafa verið á RÚV. MYND REUTERS Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar. Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi, hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,” segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum. Skrifstofa í henglum Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta brauðið í bænum“ eins og hún orðar það. Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum leirhúsum sem standa lágreist við veginn. Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“ Skemmtilegt að ögra sér Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd- um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“ Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og orðspor samtakanna.“ Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri. „Þetta er svolítið skrýtið líf.” „Ég hringdi í öryggisvörðinn okkar og hann sagði bara: „Bönker!”“ Vaknaði upp við sprengingar í Kabúl Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan. Fáðu meira með netáskrift DV 790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi *fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.