Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 22
H agræðingarhópur ríkisstjórn­ arinnar á fyrir höndum eitt mikilvægasta verkefnið á okkar tímum. Þótt ríkis­ stjórnin hafi af örlæti bægt frá sér tekjum vegna auðlindaskatts og auðlegðarskatt er flestum ljóst að fjárhagur íslenska ríkisins er í besta falli afar bágur og í versta falli í kalda­ koli. Ástæðan er það ábyrgðarleysi sem átt hefur sér stað í rekstri fyrir­ tækja og stofnana ríkisins. Í einkafyrirtækjum er málum þannig háttað að taprekstri er mætt með aðgerðum sem duga. Skipt er um þá sem fara með fjármálin ef ann­ að dugir ekki. Hjá ríkinu er undar­ legt umburðarlyndi eins og sjá má hjá embættum sem verða uppvís að því að fara fram úr áætlunum. Sláandi dæmi um slíkt er að finna hjá sýslu­ manninum á Selfossi. Lausatök ein­ kenna fjármálastjórnina og embættið hefur farið fram úr áætlun í nokkur ár. Afleiðingin er sú að ekki næst að halda úti löggæslu eins og ætlast er til. Viðbrögð embættisins eru þau að hrópa eftir meiri fjárframlögum. Lagt er upp í fjölmiðlasirkus þar sem því er lýst að skila þurfi lögreglubílum vegna þess að ekki sé til fé til að ráða lögreglumenn. Og því er haldið á lofti að víðfeðmt lögregluumdæmi sé illa vaktað vegna þess að almenningur skaffar ekki meiri peninga. Sýslumaðurinn, sem ber ábyrgð á óráðsíunni, situr sem fastast þótt hið augljósa sé að hann hefur brugð­ ist. Og ráðuneyti innanríkismála er á útopnuðu að leita að meiri pen­ ingum fyrir óreiðuembættið. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð­ herra hefur sagt að löggæsla í um­ dæminu verði tryggð. Spurningin er hvort hún ætli sér að uppræta meinið eða halda áfram að ausa í hina botnlausu tunnu. Sýslumaður­ inn á Selfossi er ekki endilega barn­ anna verstur en þetta er dæmi um ábyrgðarleysi og ósvífni hjá stofnun sem kann ekki að fara með peninga og kemst upp með það. Hagræðingarhópnum er ætl­ að að stika þá leið að skera niður hjá ríkinu fyrir tugi milljarða. Þar mun þurfa í senn kjark og stað­ festu. Milljörðum er ausið í samtök bænda sem standa meðal annars í fjölmiðlarekstri. Gríðarlegum fjár­ munum er ausið í Ríkisútvarpið sem er að hluta til í samkeppni við fjöl­ miðla sem gera út á sápuóperur. Heilbrigðis kerfið sogar til sín enda­ laust fjármagn þótt þjónustustig­ ið sé lágt. Skólakerfið er á villigöt­ um. Við erum með fjöldann allan af háskólum sem sumir hverjir rísa engan veginn undir nafni. Nemend­ ur á framhaldsskólastigi útskrifast síðar en gerist í samanburðarlöndum okkar. Þar munar jafnvel árum sem er fokdýrt fyrir samfélagið. Samein­ ing háskóla hlýtur að vera eitt af lyk­ ilatriðum til að tryggja námsgæði og skynsamlegan rekstur. Rétt eins og Illugi Gunnarsson menntamálaráð­ herra hefur bent á er nauðsynlegt að auka framlegðina þannig að íslenskir háskólanemendur séu á svipuðu róli og gerist í sambanburðarlöndunum. Frægt voru þau ummæli stjórn­ málamanns að í Seðlabankanum væru menn að naga blýanta. Þetta á við um ótalmörg svið íslenska ríkisins. Úti um allt eru menn að naga blýanta á launum frá fólkinu í landinu. Eftir að stjórnvöld hafa sofið á verðinum í áratugi er ríkið orðið að útblásnu bákni sem er að sliga þann hluta fólks og fyrirtækja sem greiðir skatta og stendur undir ríkinu. Þarna verður að taka til hendinni. Rekum sýslumennina og aðra þá sem ekki fylgja fjárlögum. n Þ ingflokkur Bjartrar framtíðar sendi í vikunni opið bréf til hagræðingarnefndar ríkis­ stjórnarinnar. Í því hvetjum við nefndina til róttækni. Við viljum að hlutverk ríkisvaldsins sé skoðað af dýpt, farið ofan í eðli og tilgang fjár­ útláta og virkilega farið í þá vinnu að skipuleggja hvað við ætlum að gera við peningana, hvernig við getum nýtt fjármuni, hæfileika og tíma sem best til þess að gera samfélagið betra og hvernig við getum aflað meiri pen­ inga í sameiginlega sjóði. Alls staðar vantar peninga. Í raun má segja að ríkissjóður hafi þurft að taka tvenns konar lán eftir hrun, annars vegar í beinhörðum pening­ um en hins vegar í of mikilli vinnu starfsfólks, verri starfsskilyrðum og frestun á mikilvægu viðhaldi og fram­ kvæmdum, t.d. í vegakerfinu. Í öllum tilvikum kemur að skuldadögum. Einhvern tímann verður starfsfólk, til dæmis í heilbrigðisgeiranum, einfald­ lega of þreytt. Það er líklega orðið það nú þegar. Áherslurnar Ég leyfi mér að halda því fram að Ís­ lendingar myndu vilja búa við mjög gott heilbrigðiskerfi, með aðgangi að heilsugæslu úti um allt land og vissu um góða innlenda spítalaþjónustu. Ég held að Íslendingar vilji líka geta menntað sig vel og boðið börnum sínum upp á mjög góða skóla. Sam­ göngur og fjarskipti eru okkur mik­ ilvæg, held ég, bæði innanlands og til útlanda. Löggæsla líka. Og öryggi. Við viljum væntanlega að fólk sem þarf aðstoð í lífi sínu – sem alltaf er möguleiki á að maður sjálfur þurfi – fái hana. Við viljum geta notið efri áranna. Mörg okkar vilja að Ísland leggi sitt af mörkum til þróunarhjálp­ ar og taki vel á móti innflytjendum. Svo held ég að flestir myndu sakna menningar, lista, íþróttalífs og af­ þreyingar ef þess nyti ekki. Við viljum örugglega mörg að þjónustan sem við þurfum, t.d. við að sækja um vega­ bréf, sækja um fæðingarorlof, stofna fyrirtæki, kjósa í útlöndum eða guð má vita hvað, sé sem einföldust og aðgengilegust. Við viljum að samfé­ lagið sé réttlátt og laust við spillingu. Flestir vilja njóta óspilltrar náttúru. Svo held ég að margir myndu telja það skynsamlegt að bolmagn ríkisins sé notað, samhliða öðrum kröftum og hvötum, til þess að örva atvinnulíf, úti um allt land, og skapa tækifæri sem síðan skapa vaxtarbrodda sem síðan skapa meiri tekjur í framtíðinni, sem þýðir betri kjör. Það þarf sem sagt að fjárfesta og gera það skynsamlega. Já, og efnahagslífið: Það verður að vera stöðugt og traustvekjandi. Þetta er í fljótu bragði mínar áherslur, rissaðar upp í snatri í tilefni þessara greinaskrifa. Síður en svo þarf allt þetta að vera á könnu ríkisins. Og sumt þarf ekki endilega að kosta mik­ ið fé. Svo er ég örugglega að gleyma einhverju. Ég held ég geti þó fullyrt að ef þjóðfélagið væri nokkurn veginn svona, væri ég sáttur. Hvernig förum við að? Þá blasir við spurningin: Hvernig erum við að gera hlutina núna? Ég held við séum ekki á réttri leið. Björt framtíð hvetur til róttækni. Hvað eig­ um við við? Jú, sjáiði til: Við erum til dæmis með ráðuneyti úti um allan bæ, starfsmenn í þeim öllum, ráð­ herra yfir hverju og einu. Hver ákvað þetta? Af hverju er ekki bara eitt hús einhvers staðar, sem heitir Stjórnar­ ráðið, með þeim starfsmönnum sem til þarf og allt það sem ríkið þarf að sinna haft undir einum hatti með til­ heyrandi hagræðingu? Ef við ættum að byggja upp skóla­ kerfi frá grunni, hvernig myndum við gera það? Hver væru rökin fyrir því að okkar stúdentar ættu að útskrifast, að öllum jafnaði, tveimur árum síðar en stúdentar nágrannalanda okkar? Myndum við hafa Námsgagnastofn­ un? Myndum við láta börnin bera töskur í og úr skóla og innræta þeim ósiði eins og að taka vinnuna með sér heim? Myndum við ekki nýta okkur tæknina til kennslu? Sonur minn lærði grunnatriðin í algebru um síð­ ustu helgi í iPad. Ég held að ég hafi jafnvel lært þau loksins líka. Ef við vildum fjárfesta í matvæla­ framleiðslu, hvernig myndum við gera það ef við ættum að ákveða það núna? Segjum að við hefðum 10 milljarða til þess arna. Köllum saman hóp. Ímyndum okkur fund­ inn. Maður stendur við töflu, með ermar brettar upp, reffilegur: „Ég sé fyrir mér, krakkar,“ segir hann, „að við tökum þennan pening og greið­ um niður framleiðslu á lambakjöti, annars vegar, og hins vegar mjólkur­ afurðum.“ Er ekki líklegt að einhverjir yrðu kindarlegir á fundinum? Væri ekki hægt að nota þessa peninga betur þannig að þeir nýttust til þess að skapa ný tækifæri og fjölbreyttari rekstur, þar sem hver og einn byggði á sínum eigin styrkleika, þekkingu og aðstæðum, sem síðan gæti orðið arð­ bær atvinnurekstur sem þyrfti enga styrki? Lykilatriðið er þetta: Við verðum að geta rætt alla hluti án þess að brjálast. Það eru engar heilagar kýr. Í þeim erfiðu fjárhagslegu aðstæðum sem við erum í er tortryggni, ótti við breytingar og skortur á víðsýni það versta veganesti sem við getum haft. Þess vegna skrifaði Björt framtíð opið bréf. n Sandkorn Og hananú! n Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fylgist vel með borgarmálun­ um þótt hún sé í Afganistan, fjarri skarkala Reykjavíkur. Breytingar á Hofsvallagötu eru heitasta málið í dag og margir óánægðir. Ingibjörg segist hafa farið um Hofs­ vallagötu í 20 ár og hún geti vel borið sérstaka hjólastíga. „… En útfærslan er hins vegar bæði flókin og foráttu ljót. Og hananú,“ segir hún á Facebook. Óupplýstir ungliðar n Ungir sjálfstæðismenn hafa gert þá kröfu að ráð­ herrarnir Sigurður Ingi Jó- hannsson og Eygló Harðar- dóttir biðjist afsökunar á því að hafa stutt tillögu um að ákæra Geir Haarde og koma honum fyrir lands­ dóm. Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, bendir á það í bloggfærslu að ung­ liðarnir séu „ekki alveg með hlutina á hreinu“. Þau hafi verið á meðal flutnings­ manna tillögunnar um að draga Geir fyrir dóm. Borgarstjóri tvístígur n Jón Gnarr borgarstjóri er kominn í þann hefð­ bundna póli­ tíska leik að gefa til kynna að hann ætli að fara aftur í framboð en lýsa því þó ekki yfir afdráttar­ laust. Hann virðist hræddur og tvístígandi og hefur gef­ ið upp dagsetninguna 31. október þar sem upplýst verður um áformin. Inn­ an Samfylkingar og Besta flokksins eru vaxandi áhyggj­ ur um að meirihlutinn muni hrynja með látum. Samfylk­ ing er í rúst um allt land og sjá einhverjir það sem einu vonina að sameina flokkinn öðrum. En um það er Besti flokkurinn áhugalítill. REI og styrkir n Leitin að nýjum leið­ toga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stendur nú sem hæst. Hermt er að Guðlaugur Þór Þórðarsson leiti stuðn­ ings víða. Bakland hans er fremur rýrt en hann hefur þó ákveðinn velvilja inn­ an fjölmiðlaveldisins 365 og hjá Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni skuggastjórnanda þess. Margir efast þó um ágæti þess að hann leiði borgar­ stjórnarlistann. Forspáir telja að þá muni kosningabaráttan snúast um styrkjamál hans og önnur spillingarmál á borð við REI­málið þar sem Guð­ laugur kom mjög við sögu. Stuðningurinn við Guðlaug er því afar takmarkaður. Ég er mjög sátt Hef sagt skilið við Hún.is Þórunn Högnadóttir gefur Home Magazine út á prenti. – DV Kristrún Ösp ósátt við samstarfsfólk sitt. – DV.is Rekum sýslumenn„Stjórnvöld hafa sofið á verðinum í áratugi „Við verðum að geta rætt alla hluti án þess að brjálast Opið bréf og heilagar kýr Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is MynD StEFÁn KARlSSon Kjallari Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.