Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Lækkandi tekjur af ferðafólki Tekjur ríkisins af þeim ferðamönn­ um sem hingað til lands koma hafa hríðlækkað síðustu árin samkvæmt nýrri skýrslu þar sem bornar eru saman tekjurnar af ferðamönn­ um árið 2004 annars vegar og 2009 hins vegar. Á þeim fimm árum lækkaði hlutur ríkisins af hverj­ um ferðamanni um tæpar sautján þúsund krónur eða úr 45 þúsund krónum í rúmlega 28 þúsund. Mest lækkuðu tekjurnar árið 2008 þegar virðisaukaskattur á ferðaþjón­ ustuna lækkaði um sjö prósent en upphæðirnar miðast við verðlag ársins 2009. Nýrri tölur eru ófáan­ legar en samanburðurinn nær ekki til þess tímabils sem vöxtur í ferðaþjónustu hérlendis hefur ver­ ið hvað hraðastur og mestur frá ár­ inu 2010. Rekstur WOW yfir væntingum Tæplega 800 milljóna tap varð á rekstri WOW air fyrsta heila rekstr­ arárið en rekstrarhagnaður fé­ lagsins það sem af er þessu ári er jákvæður um 184 milljónir. Þetta er yfir væntingum að því er fram kemur í tilkynningu frá forstjóra og eiganda félagsins, Skúla Mog­ ensen, en áætlanir gerðu frá upp­ hafi ráð fyrir miklum kostnaði við að koma félaginu á fót og því tap­ rekstri fyrstu árin. Þá yfirtók WOW air að hluta til ferðaþjónustu Iceland Express síðastliðinn vetur með tilheyrandi aukakostnaði. Rekstrarhagnaður yfirstandandi árs er mun meiri en 2012 en WOW air tók til starfa í júní það ár. Sameining íþróttafélaga Lagt er til að skipaður verði sérstakur starfshópur af hálfu borg­ aryfirvalda til að fara yfir og meta aukna samvinnu íþróttafélaga í borginni og jafnvel skoða hvort fýsi­ legt sé að sameina einhver þeirra. Tillaga þessa efnis var lögð fram á fundi borgarráðs fyrr í vikunni en starfshópnum er ætlað að meta fjárhagsleg og félagsleg áhrif þess að samnýta eða sameina íþróttafé­ lögin í borginni. Slíkar tillögur hafa áður komið fram og meðal annars hefur reglulega verið rætt á götum borgarinnar um sameiningu félaga á borð við Val og Fram sem staðsett eru í hverfum sem eru hlið við hlið. Slíkar hugmyndir hafa þó aldrei fengið nægt brautargengi til að gera þær að veruleika. Þ að er auðvitað mjög sér­ stakt að það skuli vera með­ ferðarheimili sem er tómt,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barna­ verndarstofu. Ekkert ungmenni er vistað á meðferðarheimilinu að Háholti í Varmahlíð eins og fjall­ að er um í greininni hægra megin á opnunni. Þangað vilja ungur drengur og móðir hans að hann verði alls ekki sendur. Síðastliðinn vetur hafa engin eða fá ungmenni verið þar og eftir sumarleyfi, sem lauk fyrir nokkrum vikum, eru enn engir heimilismenn í húsinu. Hægt er að vista allt að fimm ungmenni á heimilinu. „Eftirspurn eftir meðferð á Háholti hefur verið lítil undan­ farið ár,“ segir Bragi en til umræðu er að gera Háholt að svokölluðu unglingafangelsi og bjarga stofnun­ inni þannig. Er á gálgafresti Ungmenni sem vistuð eru á Há­ holti eiga það sameiginlegt að eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða. Þau hafa oftar en ekki leiðst út í fíkniefnaneyslu, komist í kast við lögin, eiga í vandræðum í skóla og í félagslegum vanda af ýmsu tagi. Þá hafa dvalið þar ungmenni sem dæmd hafa verið til fangavistar. Á Háholti hafa verið allt upp í tuttugu starfsmenn, en undanfarið hefur verið dregið úr starfsmannafjölda og reynt að sameina úrræði. Húsnæðið var byggt sérstaklega fyrir starfsemi heimilisins á sínum tíma, en Háholt tók til starfa árið 1999. Í fyrra voru uppi spurningar um hvort endurnýja ætti samning við rekstraraðila Háholts, en á end­ anum var ákveðið að halda heim­ ilinu opnu og hækka umtalsvert fjárlög til þess. Tíð strok heimilis­ manna og alvarlegar líkamsárásir á starfsmenn vöktu ugg, en auknar fjárveitingar áttu að hjálpa til við að auka öryggi starfsmanna og heimilis manna. Um áramótin var ákveðið að gefa Háholti árs reynslu­ tíma og sjá hvort það fyndist rekstr­ argrundvöllur fyrir heimilið. Minni eftirspurn Um einu meðferðarheimili frá Barnaverndarstofu hefur verið lok­ að á ári undanfarin fimm ár. Nú eru þrjú starfandi, þar af stendur eitt autt – Háholt. „Við höfum lokað talsvert mörg­ um heimilum og það eru margar og flóknar útskýringar á því. Ein skýr­ ingin er sú að við erum farin að bjóða upp á MST­þjónustu og hún er langvinsælasti kosturinn,“ segir Bragi. MST gengur út á að barnið sé enn heima en tvinnar saman úr­ ræðum Barnaverndarstofu og sam­ vinnu barns og foreldra. Um 90 börn fá slíka aðstoð, en Barnaverndar­ stofa hefur að auki rými fyrir 17–20 börn á aldrinum 13–18 ára á með­ ferðarheimilum sínum. „Þetta er hópur sem var áður inni á þessum meðferðarheimil­ um,“ segir Bragi. Mikil ásókn er í MST, enda er þannig hægt að halda börnum sem eru komin á hálan ís heima. „Þetta hefur dregið úr áhug­ anum á þessum meðferðum.“ Fólk er meðvitaðra um takmark­ anir stofnanameðferða. „Þetta hefur áhrif í samfélaginu, ekki síst í kjölfar umræðunnar, til dæmis um Breiða­ vík. Svo hafa rannsóknir verið gerð­ ar sem sýna fram á þær hættur sem geta falist í stofnanadvöl fyrir börn.“ Líftími á enda? „Nú er spurning hvort að líftími Há­ holts sé kominn á enda. Auðvitað hefur Barnaverndarstofa áhyggjur af því að reka heimili sem er ekki notað. Það er ekkert launungarmál að þetta hefur verið til skoðunar í heilt ár, en það tekur langan tíma að taka svona starfsemi á fót. Við þurfum að vera á tánum því með lokunum skapast ákveðin áhætta,“ segir Bragi og vísar bæði til þess að þá gætu myndast biðlistar á heimilin eða að skyndi­ lega skapist þörf fyrir neyðarvistun. Eftir að barnasáttmáli Sam­ einuðu þjóðanna var lögfestur á Ís­ landi er bannað að vista börn sem hafa brotið af sér í fangelsum með fullorðnum einstaklingum. „Þau verða að afplána sína dóma á barna­ verndarstofnunum en ekki í fangelsi. Við erum ekki í stakk búin til þess að vinna að þessu verkefni að öllu óbreyttu og höfum ekki úrræði fyrir þennan hóp,“ segir Bragi, en í raun eru þetta tveir hópar. Þetta eru ungmenni sem eru viljug að afplána í meðferð hjá Barna­ verndarstofu. „Við getum vistað þau á öllum okkar vistheimilum, svo lengi sem þau vilja taka þátt í meðferðinni,“ segir Bragi. Svo er það hinn hópurinn sem er öllu flóknari viðfangs. „Hinn hópurinn samanstendur af ungmennum sem vilja ekki vera á meðferðarstofnunum okkar og vilja ekki taka meðferð. Ekkert heim­ ilanna okkar er í stakk búið til að halda þeim nauðugum,“ segir hann. Ef það á að vera unnt að fram­ fylgja lögfestingu barnasáttmálans verður þetta úrræði að vera til stað­ ar og þeirri spurningu hefur verið velt upp að Háholt taki þennan hóp að sér. „Þá þarf að gera breytingar í okk­ ar meðferðarkerfi sem gerir okkur kleift að halda föngum, gegn eigin vilja, inni á þessum stofnunum, en það hefur ekki reynst mögulegt að gera það. Við höfum verið að bíða og sjá hvort Háholt getur leyst þetta verkefni. Ef það verður niðurstaða stjórnvalda að það sé, þá kannski skapast hugsanlega rekstrargrund­ völlur fyrir starfsemina. Ef ekki er framtíð Háholts mjög dimm,“ segir Bragi. n HáHolt fær gálgafrest n Engin börn eru vistuð á Háholti n Gæti orðið að unglingafangelsi Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is „Við þurfum að vera á tánum því með lokunum skapast ákveðin áhætta Erfitt viðfangs Bragi segir að erfitt sé að segja til um framtíð Háholts. Erfitt er að halda úrræðinu opnu ef eftirspurnin er engin, en skortur er engu að síður á úrræðum. Unglingafangelsi? Enn sem komið er er ekki hægt að vista börn sem vilja ekki meðferð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Háholt gæti verið sá kostur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.