Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 54
54 Fólk 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað „Allir vitlausir í þessar spár“ n Látinn stjörnuspekingur aðstoðar Sigríði Klingenberg S igríður Klingenberg hefur spáð í stjörnurnar í fjölda ára en nú birtir hún reglulega stjörnuspár sínar á tíska.is við miklar vinsældir. Landinn virðist vera ánægður með spárnar því þær hafa slegið öll met hvað áhorf varðar á tískusíðunni. „Ég geng um gólf á meðan ég tengi mig við löngu látinn stjörnuspeking að nafni Alan Leo. Eva Dögg, eigandi tiska.is skrifar niður spárnar á meðan ég humma þeim út úr mér í eins kon- ar leiðslu. Ég bjóst alls ekki við þess- um vinsældum og það eru í raun allir orðnir vitlausir í þessar spár en þetta er snjallt. Kíktu bara á netið og fáðu leiðbeiningar um líf þitt og slepptu því að panta tíma hjá spákonu, þær kosta hvort eð er svo mikið,“ segir Sigga og hlær sínum dillandi hlátri. Hér er brot úr stjörnuspá fyrir ljónið og gildir hún frá 27. ágúst–10. september 2013: „Þú ert hugmyndaríkur snillingur elsku ljón. Það er alveg sama þótt þú dettir á rassgatið því þú stendur alltaf upp aftur. Fólk skal ekki vanmeta þig. Þú dettur stundum inn í óútskýrt óör- yggi og ferð að hugsa allskyns vitleysu sem á enga stoð í raunveruleikanum. Þú þarft að muna að það er ekki spark- að í hundshræ. Alls EKKI láta skoð- anir annarra hafa áhrif á þig. Þú hef- ur svo frjálsan anda og möguleikarnir eru margir í kringum þig og þetta er AKKÚRAT þinn tími til að blómstra.“ n A lþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal hófst á miðviku- daginn en þetta er í sjötta skipti sem hátíðin er haldin. Opnunarhóf há- tíðarinnar fór fram í Tjarnarbíói þar sem boðið var upp á léttar veitingar áður en frumsýning á nýju leikverki eftir Guðberg Bergsson hófst. Há- tíðin stendur yfir til sunnudags og fara sýningar fram víðsvegur um borgina. Líkt og sjá má á þessum myndum skein gleðin úr andlit- um viðstaddra enda er Lókal í raun upphafið á leiklistarvetrinum og því tilefni til að láta sér hlakka til. Frægir á Lókal n Hófst á miðvikudag með flottu opnunarteiti Útvarpsleikhússtjóri í lestrarham Viðar Eggertsson útvarpsleikhússtjóri sökkti sér ofan í dagskrá hátíðarinnar. Ólétt og alvarleg Ilmur Kristjánsdóttir leikkona lét sig ekki vanta í opnunarhófið en hún gengur með barn undir belti. Reffileg í rauðu Hlín Agnarsdóttir leik- listarfræðingur og leikstjóri mætti og var glaðleg á svip. Þúsundþjalasmiður Kolbrún Halldórs- dóttir lét sig ekki vanta. Hún var á þingi en er ekki síður þekkt fyrir afrek sín í leiklist. Stemning Nokkur fjöldi fólks lét sjá sig á opnunarhófinu. Boðið var upp á léttar veitingar og er óhætt að segja að létt hafi verið yfir mannskapnum. Glöð í bragði Ragnheiður Skúladóttir og Bjarni Jónsson, listrænir stjórnendur hátíðarinnar, ásamt Ragnheiði Hörpu Leifs- dóttur listamanni. Leikhússtjórinn og leikskáldið Magnús Geir og Hrafnhildur Hagalín. m y n d iR t H o R R i@ tH o R R i.S e Hannar enn einn glæsi- staðinn Veitingastaðurinn Cava var opn- aður á dögunum. Staðurinn var hannaður af Leifi Welding sem er þekktur fyrir hönnun sína á nokkrum af flottustu veitinga- stöðum landsins. Staðurinn þyk- ir hlýlegur og er með mexíkósku yfirbragði. Fullsetið hefur verið á staðnum síðan hann var opnaður fyrir skömmu og virðist þetta vera einn af heitustu stöðum borgar- innar um þessar mundir. Leifi hef- ur gengið vel á síðustu árum og hefur hann getið sér góðs orðstírs sem hönnuður enda þykir hann hafa einstakt auga fyrir nýjungum og fylgist vel með því allra heitasta í hönnun í heiminum hverju sinni. Gift í fjögur ár „Fjögur ár í dag síðan við gengum upp að altarinu „wow“ hvað það er mikið búið að gerast á þess- um stutta tíma. Mikil gleði en líka mikil átök. En þannig er nú lífið súrt og sætt. Ávöxtur ástar okkar hún Isabella Kitty kom strax þar sem hún var komin í mallakút- inn þegar við gengum upp að alt- arinu. Við eigum fjögur æðisleg börn samtals. Isabella var inn og út úr spítala og var lögð in 23 sinnum á fyrstu tveimur árun- um sínum en allt endaði það vel. Opnuðum Bombay Bazaar ind- verska veitingastaðinn okkar sem er barnið okkar. Skemmtilegir tímar framundan,“ segir Kitty á Facebook. Sannarlega viðburðarík fjögur ár hjá henni. Kolla á Stöð 2 Kolbrún Björnsdóttir, sem flestir þekkja úr morgunþáttunum Í bít- ið á Bylgjunni, verður með spjall- þátt á Stöð 2 í vetur. Nýi þátturinn hefur fengið nafnið Kolla og stefnt er að því að sá fyrsti fari í loftið í október. Umræðuefni þáttarins verða að ýmsum toga. „Mig langar til dæmis að fjalla um einelti, stjúp- fjölskyldur, meðvirkni og sam- bönd svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Kolla í samtali við Vísi. Hún segist vera mikil bjartsýnismanneskja og ætlar að reyna að fá viðmæl- endur sína til að benda á lausnir á vandamálum. tengist við látinn mann Sigga Kling spáir fyrir landann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.