Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 30. ágúst–1. september 2013 Þriggja ára brúðkaupsafmæli n Jónína og Gunnar ástfangin í Póllandi D etox-drottningin Jónína Ben og maður hennar Gunnar Þorsteinsson, áður kennd- ur við Krossinn, áttu þriggja ára brúðkaupsafmæli í vik- unni, ef marka má stöðuuppfær- slu sem Jónína birti á Facebook-síðu sinni. Þau eyddu brúðkaupsafmælis- deginum í Póllandi þar sem Jónína rekur fyrirtækið Nordichealth sem sérhæfir sig í detox-meðferðum. Þau rækta einnig trúna þar í landi, enda ávallt í góðu sambandi við Guð. „Við hlustuðum á frábært orð í morgunsárið og erum endurnærð innan um dásamlegt fólk sem gleður okkur alla daga hér í Póllandi. Við eig- um fjölskyldu og vini sem við elskum og lífið getur ekki verið betra. Elsku Gunnar Þorsteinsson takk fyrir ást þína og Guð ég þakka þér hjónaband okkar og hamingju,“ skrifaði Jónína á Facebook-síðu sína í vikunni. Jónína og Gunnar virðast því halda upp á brúðkaupsafmælið sitt oftar en einu sinni á ári því Jónína til- kynnti það einnig á Facebook í mars að þau hjónin ættu þriggja ára brúð- kaupsafmæli. Hjónin létu pússa sig saman í laumi í mars 2010 og tilkynntu um það á Facebook að athöfn lokinni. Þau sögðu engum frá hjónavígsl- unni, ekki einu sinni fjölskyldu sinni og vinum. Þá höfðu þau aðeins verið í sambandi í um hálft ár. Fyrst bár- ust fregnir af sambandinu í október 2009, en þau neituðu í fyrstu. Þau opinberuðu þó ást sína á Facebook áður en langt um leið. n Á Menningarnótt fyrir tveimur árum var einhver útlenskur gaur sem sá okkur sándtékka og tók það upp á símann sinn. Svo var hann alltaf að heyra lagið í útvarpinu meðan hann var hér og á endanum sendi hann það á vin sinn sem er dagskrárstjóri á útvarpsstöð í Fíladelfíu og þeir byrj- uðu að spila Little Talks,“ segir Brynj- ar Leifsson, gítarleikari Of Monsters and Men, í samtali við blaðamann. „Það er frekar súrt að pæla í því að ef við hefðum ekki spilað akkúrat þessa tónleika hefði þetta kannski ekki farið svona. Heppni er pottþétt þáttur í velgengninni; að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma,“ bætir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona og gítarleikari sveitarinnar við. Hljómsveitin sló í gegn svo um munaði fyrir einu og hálfu ári. 230 tónleikum og vel á fimmtu milljón seldra smáskífulaga síðar, eru þau komin aftur heim til Íslands til að hlaða batteríin, leggja drög að nýrri plötu og spila fyrir Íslendinga við Vífilsstaði í Garðabæ á laugardags- kvöld. Húðflúraður texti Þótt skífur Of Monsters and Men hafi selst eins og strokkað smjör og krakkarnir hafi að undanförnu gert fátt annað en að ferðast þvers og kruss um heiminn og komið fram á jafnólíkum stöðum og Ástralíu, Jap- an og Brasilíu, þá eru þeir með báða fætur á jörðinni. Nanna Bryndís er áhugaljósmyndari og hefur áhuga á að bæta við sig þekkingu á því sviði meðan Brynjar hefur verið að læra flug og gæti vel hugsað sér að starfa sem flugmaður. Þau hafa samt dreypt á frægðinni. „Við erum búin að hitta nokkur svona „super-fans“. Það er svolítið skrítið. Þau vita undarlega mikið um mann og hafa kannski grafið upp myndir úr einhverju partíi frá því ég var sextán ára,“ segir Brynjar. „Það kom stelpa upp að mér og bað mig um að skrifa textabrot á hendina á sér. Svo fékk ég senda ljósmynd þar sem hún var búin að láta tattúera það á hendina á sér. Það er vissulega frekar spes að skrifa eitthvað á ein- hvern sem verður þar að eilífu,“ segir Nanna og bætir við: „Ég er að átta mig á því núna að maður verður aðeins að vera á varðbergi. Mér finnst til dæmis ógeðslega gaman á Instagram og ég á litla þriggja ára systur sem mig langar stöðugt að mynda í bak og fyrir. En ég er farin að fatta að kannski er það svo- lítið skrítið að einhver John í Banda- ríkjunum sé að fylgjast með henni daginn út og inn.“ „Við erum alveg að lesa þetta“ En velgengninni fylgir líka neikvætt umtal. „Ég las svolítið um okkur í byrjun en ákvað að hætta því. Ef að fólk segist ekki fíla tónlistina þá er það í góðu lagi; mér finnst sjálfri fullt af tónlist vera drasl. Það er þegar hlutirnir verða persónulegir og hafa ekkert með músík að gera sem ég tek það nærri mér,“ segir Nanna. Brynjar bætir við: „Ég sá einu sinni blogg við einhverja frétt um okkur þar sem einhver gæi hraun- aði yfir okkur. Auðvitað má hann al- veg hafa sína skoðun – en hann þarf ekki að vera ljótur. Þetta er á netinu, við erum alveg að lesa þetta.“ Of Monsters and Men stefnir á að taka upp nýja plötu næsta sumar eða haust. Er ekki ógnvekjandi að fylgja eftir svo vinsælli plötu? „Ég held að platan verði léleg ef maður stressar sig á því. Við gerðum síðustu plötu af algjöru sakleysi en svo varð hún að einhverju sem okkur óraði ekki fyrir. Okkur langar að halda í þetta sak- leysi. Svo lengi sem maður gerir sitt og fylgir eigin sannfæringu þá getur maður verið sáttur,“ segir Nanna. Meira rokk Hvernig hljómar þá næsta plata? „Við þykjumst allavega ætla að leggja kassagítarana frá okkur. Allir í bandinu eru búnir að kaupa sér raf- magnsgítar!“ segir Nanna. „Þetta verður bara „feedback!“,“ segir Brynjar og hlær. „Það er margt búið að breytast í músíkinni. Það er meira „overdrive“ í pedulunum. Meira rokk.“ n Hafa hitt nokkra brjálaða aðdáendur Útitónleikar á laugardag Útitónleikar Of Monsters and Men verða haldnir við Vífilsstaði í Garðabæ. Engin bílastæði verða á svæðinu en strætó ekur reglulega án endurgjalds frá Kauptúnssvæðinu (IKEA). Túnið verður opnað kl. 17.00. Auk Of Monsters and Men koma fram Hide Your Kids, Mugison og Moses Hightower. n Grafa upp gamlar partímyndir n „Langar að halda í þetta sakleysi“ Komin heim Hljómsveitin er búin að vera á tónleikaferðalagi um heiminn. Mynd Hörður SVeinSSon Útitónleikar Verða haldnir við Vífilsstaði í Garðabæ á laugardaginn. Æfa göngu fyrir keppnina Keppnin Ungfrú Ísland fer fram á Broadway þann 14. september næstkomandi og eru stúlkurnar í óðaönn að undirbúa sig undir hana. DV leit við á gönguæfingu hjá stúlkunum í vikunni sem fór fram í World Class í Laugum. Keppnin sem hefur legið í dvala undanfarin ár var gagnrýnd snemma í sumar og skráði mikill fjölda kvenna sig til keppni í mót- mælaskyni. Þeirra á meðal voru þær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, Guðrúnu Jónsdóttir, forstöðukona Stígamóta, og Hildur Lilliendahl. Atli Bollason skrifar ritstjorn@dv.is „Heppni er pott- þétt þáttur í velgengninni Manuela þrítug „Ég átti mér persónulegt markmið – að byrja í háskóla fyrir þrítugt. Ég á þrítugsafmæli eftir þrjá daga og er í þessum skrifuðu orðum, á leiðinni á nýnemakynningu og skólasetningu LHÍ. Áfram ég! Lífið er gott krakkar,“ segir Manuela á Facebook-síðu sinni, en Manuela varð þrítug þann 29. ágúst. Manu- ela, sem hefur haft mörg járn í eldinum í gegnum tíðina, hefur nú ákveðið að setjast á skólabekk á ný og bæta háskólanámi í fata- hönnun við þéttskipaða dag- skrána. Snekkjuferð á Menningarnótt Útvarpsstöðin K100 í samstarfi við Vegamót bauð nokkrum heppnum hlustendum í siglingu á Menningarnótt þar sem að allt var flæðandi í góðum veigum og mikil stemming var á lúxussnekkj- unni. Snekkjunni var siglt af stað rétt fyrir klukkan 23.00 og hlé gert á siglingunni á góðum útsýnisstað til þess að gestirnir gætu notið flugeldasýningarinnar. Plötusnúð- ur og barþjónn voru á staðnum til þess að sjá til þess að gestirn- ir skemmtu sér í botn. Útvarps- mennirnir Svavar Örn og Svali létu sig ekki vanta á snekkjuna. Gestirnir virtust vera afar glaðir með vel heppnaða ferð þrátt fyrir smá rigningu á Menningarnótt. Ástfangin Jónína og Gunnar byrjuðu að vera saman á haustmánuðum 2009. Mynd raKel ÓSK SiGurðardÓttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.