Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 30. ágúst–1. september 2013 „Þá tapa ég trausti hans“ n Unglingur á vergangi eftir að hann kærði starfsmann meðferðarheimilis D rengur sem kærði þvingunaraðgerðir starfs­ mannsins á vistheimili í febrúar hefur enn ekki feng­ ið réttargæslumann. Lög­ reglurannsókn á átökum drengsins, sem er fimmtán ára, og starfsmanns á meðferðarheimilinu að Lækjar­ bakka er að auki ekki lokið. Starfs­ maðurinn er kominn aftur til starfa á meðferðarheimilinu eftir leyfi. „Ég get ekki sent barnið mitt aftur til starfsmanns sem hefur verið kærður eftir átök þeirra,“ segir móðir drengs­ ins, Edda Guðnadóttir. Drengurinn flutti því út af með­ ferðarheimilinu og er nú á hálf­ gerðum vergangi í kerfinu. Eina úr­ ræðið sem honum virðist standa til boða er vistheimili á Norðurlandi, Háholt. Þar yrði hann eina ung­ mennið með starfsmönnum. Á fundum foreldra og barna­ verndaryfirvalda hefur margoft kom­ ið fram að drengurinn eigi ekki er­ indi þangað, en nú er rætt um það sem eina úrræðið. „Barn, foreldri og starfsmaður eru öll í lausu lofti,“ segir Edda. Þvingunaraðgerðir Drengurinn var vistaður á með­ ferðarheimili á vegum Barna­ verndarstofu í byrjun þessa árs, en nokkrum vikum eftir komuna þang­ að lenti honum saman við starfs­ mann heimilisins. Í skýrslu starfsmanna og skýrslu sem tekin var af vitnum í málinu, og framburði drengsins og starfs­ mannsins, kemur fram að drengnum og starfsmanninum hafi lent saman. Starfsmaðurinn hafði óskað eftir því að drengurinn væri úti að reykja og stæði ekki í dyragætt heimilis­ ins. Drengurinn tók því óstinnt upp þegar að starfsmaðurinn lagði hönd sína á drenginn. Drengurinn sagði að ef hann kæmi aftur við sig myndi hann bilast. Starfsmaðurinn tók þá í öxl drengsins, þrýsti fast að og bað hann að róa sig. Við það hófust átök þeirra tveggja, en drengurinn mun hafa ráðist að starfsmanninum, sem tók á móti honum og beitti þvingunar­ aðgerðum til að stöðva hann. Drengurinn lá á gúmmímottu, en starfsmaðurinn setti hönd á háls drengsins, hné í andlit hans og drengurinn fékk blóðnasir. Annar starfsmaður kom og tók í fætur drengsins og hélt honum þannig á meðan hinn hélt efri búk hans föstum. Annar starfsmaðurinn segist hafa misst takið á drengnum og rekið olnboga sinn í andlitið á honum. Eftir þvingunaraðgerðina, sem samkvæmt skýrslu tók aðeins um eina mínútu, var drengnum sleppt, en hann hrækti þá í átt að starfs­ manninum sem hann lenti upp­ runalega í átökum við og hafði í hót­ unum við hann. Sama kvöld var haft samband við móður drengsins. „Það hringdi starfsmaður og sagði mér að hann væri í smá áfalli og hvort ég gæti tekið á móti honum. Hann var svo keyrður heim um nóttina,“ segir móðir hans. Hún segir að drengur­ inn sjái mikið eftir hótununum og geri sér grein fyrir því að hann hafi gengið þar of langt. „Hann veit að maður segir ekki svona.“ Kært til lögreglu Í áverkavottorði, myndir má sjá hér til hliðar, kemur fram að drengurinn var tekinn hálstaki, en fingraför voru greinileg vinstra megin á hálsi hans. Hann var með rispur í andliti, kvið, baki sem og á handleggjum. Þá segir læknir að greinileg skóför hafi verið á baki (sem meðferðarheimilið tel­ ur að séu eftir gúmmímottuna, ekki skó) og höfði drengsins. Hann var með bólgu á nefi og eymsli í andliti. Hann var óbrotinn en aumur bæði í öxl og hálsliðum. Læknir tók eftir roðadílum við augu og sagði óvíst hvort það væri eftir högg eða hálstak. „Ég hef þurft að taka á honum áður, til að fá hann til að róa sig og það hafa aðrir líka þurft, en það hefur aldrei séð svona á honum áður,“ segir Edda og telur að þvingunaraðgerð­ irnar hafi gengið of langt. Missir traust Starfsmaðurinn var í leyfi frá störf­ um í nokkra mánuði, en hefur hafið störf þar aftur. Þegar það kom í ljós var drengurinn tekinn af heimilinu og fór heim. Það sem Edda er sér­ staklega ósátt við er að hún telur sig tapa trausti drengsins sendi hún hann aftur á meðferðarheimili þar sem starfsmaðurinn er við störf. „Ég get ekki gert barninu mínu það að senda hann aftur þangað sem hann var beittur ofbeldi, þá tapa ég trausti hans,“ segir hún. Barnaverndarstofu er hins vegar sniðinn þröngur stakk­ ur þar sem samkvæmt lögum er ekki hægt að segja starfsmanninum upp nema hann verði dæmdur vegna málsins, segir Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu. Ekki viðunandi úrræði Drengnum stendur nú til boða vistun á meðferðarheimilinu Há­ holti og hefur móður hans verið tjáð af barnaverndaryfirvöldum í Kópa­ vogi, að það sé eini kosturinn í stöð­ unni. Þar yrði hann, enn sem komið er, eina ungmennið, en eins og stað­ an er núna er ekkert barn vistað þar. Edda vill hins vegar að hann fái inni hjá Vinakoti í Hafnarfirði og drengur­ inn vill það sjálfur. Vinakot er einka­ rekið úrræði og ekki undir væng rík­ isins, en Háholt er rekið af ríkinu. Kostnaðurinn myndi því falla á sveitarfélagið en ekki ríkið, sem hefur tjáð móður drengsins að hann hafi ekki nægilegar greiningar (sbr. hegðunar­ vandamál eða geðræna erfiðleika) til að fara þangað og kostnaðurinn sé of mikill. Eini kosturinn sé Háholt. „Ég veit ekki hvað verður, hann er mjög ósáttur við þetta og vill alls ekki fara á Háholt,“ segir Edda og óttast framhaldið. Lækjarbakki var lang­ þráð úrræði fyrir drenginn og móður hans sem batt mikla von við að hann gæti fundið sig þar. „Lækjarbakki var síðasta úrræðið sem hentaði syni mínum, en svo er brotið á honum og hvað þá?“ Enn í rannsókn Samkvæmt upplýsingum frá lög­ reglunni á Hvolsvelli sem fer með rannsóknina er hún enn í fullum gangi, en sem áður sagði urðu átök­ in í febrúar. Starfsmaðurinn hefur því ekki verið ákærður og málið ekki látið niður falla. Kópavogsbær lagði fram kæru fyrir hönd drengsins til lögreglunnar og óskaði eftir því að hann fengi rétt­ argæslumann. Sá hefur þó ekki verið skipaður eftir því sem móðir hans kemst næst. Hún hefur undanfarna daga unnið í því að finna réttar­ gæslumann fyrir drenginn og segir það mikilvægt að málinu ljúki sem fyrst. Það á þó ekki að vera í verka­ hring hennar, heldur lögreglunn­ ar og barnaverndaryfirvalda. Eftir stendur þó að drengurinn stendur frammi fyrir því að viðunandi úrræði eru ekki í boði fyrir hann. Dregist úr hófi fram Í samtölum DV við Barnaverndar­ stofu, sem ber ábyrgð á með­ ferðarheimilinu, sagði Bragi Guð­ brandsson að málið hefði tekið langan tíma í úrvinnslu enda hefði það verið talsvert flókið. Hann kvaðst eiga erfitt með að tjá sig um einstök mál en að í þessu máli hefði verið leitað lögfræðiálits víða. Þar sem starfsmaðurinn hafði hvorki verið dæmdur, né ákærður í málinu, var ekki talið eðlilegt að hann yrði lengur í leyfi, samkvæmt lögum og reglum sem gilda um opinbera starfsmenn. Allir eru sammála um að málið hafi dregist úr hófi fram. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is „Ég veit ekki hvað verður, hann er mjög ósáttur við þetta og vill alls ekki fara á Háholt. Hálstak Hér má sjá áverka eftir hálstak. Skóför eða mottuför Læknisvottorði og vottorði Lækjarbakka ber ekki saman um það hvort áverkarnir séu eftir skó eða mottu. För á kolli Hér sást áverkar á höfði drengsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.