Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 18
E kki hefur verið hægt að bera kennsl á að minnsta kosti tuttugu börn sem létust í efnavopnaárásinni í Sýrlandi á miðvikudag í síðustu viku. Ástæðan er sú að foreldrar og ætt­ ingjar þessara barna létust einnig. Þetta segir kvikmyndagerðarmað­ urinn Humam Husari sem tekið hefur viðtöl við bráðaliða á þeim sjúkrahúsum sem tóku á móti fórn­ arlömbum árásarinnar. Breska sjónvarpsstöðin ITV fékk stiklur úr viðtölum Husari afhentar í vikunni. Stúlka númer 14 „Við tókum á móti um sex hund­ ruð sjúklingum sem urðu fyrir árásinni,“ segir Abu Akram, sjálf­ boðaliði á sjúkrahúsinu í bænum Akram sem er skammt frá höfuð­ borginni Damaskus. Akram segir að af þeim sex hundruð sem með­ höndlaðir voru á sjúkrahúsinu hafi 145 látist; 110 hafi verið hægt að bera kennsl á en 35 hafi ekki enn verið hægt að bera kennsl á. Í þeim hópi eru ung börn sem misstu ætt­ ingja sína í árásinni. „Þessi unga stúlka er númer 14,“ segir Akram og bendir á mynd af mánaðargam­ alli stúlku sem lést í árásinni. „Það hefur enginn getað borið kennsl á hana og því er hún einfaldlega köll­ uð númer 14,“ bætir hann við. Bandaríkjamenn tilbúnir Bandarísk yfirvöld virðast vera viss í sinni sök og telja að sýrlenski stjórn­ arherinn beri ábyrgð á voðaverkinu í síðustu viku. Eftirlitsmenn á veg­ um Sameinuðu þjóðanna komu til Sýrlands í vikunni til að rann­ saka meinta efnavopnaárás betur og safna sönnunargögnum um að efnavopnum hafi verið beitt. Barack Obama Bandaríkjaforseti er sagð­ ur vera að undirbúa árás á Sýrland sem lagst hefur illa í bandamenn Sýrlendinga, þá einna helst Rússa sem eru fastafulltrúar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bandaríski herinn er í viðbragðsstöðu og til­ búinn til aðgerða þegar og ef kallið kemur frá Barack Obama. Framleiða gasgrímur Íbúar í Damaskus virðast vera við öllu búnir ef frekari efnavopn­ um verður beitt. Verksmiðja í Damaskus hóf fjöldaframleiðslu á eins konar gasgrímum til að verj­ ast annarri mögulegri árás. „Það voru margir sem reyndu að hylja vit sín með klútum eða fötum og við reyndum að finna betri lausn. Við ráðfærðum okkur við lækna og von­ andi mun þetta bjarga mannslífum ef önnur árás verður gerð. Þetta er ekki 100 prósent öruggt en mun án nokkurs vafa gera eitthvað gagn,“ segir Abu Ibrahim, starfsmaður í verk smiðjunni. n 18 Fréttir 30. ágúst - 1. september 2013 Helgarblað Fáklæddur Pútín tekinn úr umferð n Listagalleríi lokað í Rússlandi n Pútín og Medvedev í kvenmannsgervi R ússneska lögreglan hefur lagt hald á málverk sem sýnir Vladimír Pútín, forseta Rúss­ lands, og Dmitry Medvedev, forsætisráðherra landsins, fáklædda. Málverkið hefur vakið talsverða athygli enda er Medvedev málaður sem kona; klæddur í bikiní og með löguleg brjóst. Á myndinni er Pútín einnig nokkuð kvenlegur, klæddur í kvenmannsundirföt og með hendurn­ ar í hári Medvedevs. Myndin hafði hangið uppi á mál­ verkasýningu í St. Pétursborg í Rúss­ landi. Ástæðan fyrir því að myndin var tekin niður er sú að hún er talin brjóta gegn rússneskum lögum. Hvaða lög það eru liggur þó ekki fyrir. Lagt var hald á fleiri myndir, meðal annars ádeilumynd sem sýnir Vitaly Milonov og Yelenu Mizulina, rússneska þing­ menn sem barist hafa hart gegn réttindum samkynhneigðra. Málverk af aðstoðarborgarstjóra St. Péturs­ borgar, Vitaly Mironov, hékk einnig uppi á sýningunni en á henni mátti sjá liti regnbogafánans, sem tákna sam félag samkynhneigðra, á andliti borgar stjórans. Í samtali við rússneska fjölmiðla sagði Mironov að myndirnar væru „óviðeigandi„ og „klámfengnar.“ Eigandi gallerísins er Alexand­ er Donskoy og segir hann að lögregla hafi ekki einungis lagt hald á mynd­ irnar heldur einnig lokað galleríinu. „Þetta er ólöglegt,“ sagði hann um aðgerðir lögreglunnar, í samtali við Reuters. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með þá ákvörðun efri deildar rússneska þingsins í sumar að banna það sem kallað er áróður fyrir samkyn­ hneigð og hafa rússnesk stjórnvöld verið mikið í umræðunni vegna um­ deildra laga sem sett voru í landinu og draga verulega úr réttindum samkyn­ hneigðs fólks. n einar@dv.is Þrjátíu dagar fyrir nauðgun Dómari í Montana í Banda­ ríkjunum hefur ákveðið að skil­ orðsbinda 15 ára fangelsisdóm yfir kennara sem sakfelldur var fyrir að nauðga fjórtán ára nem­ anda sínum, Cherice Morales. Stúlkan framdi sjálfsvíg eftir að málið komst upp. Dómurinn hefur vakið reiði margra en sam­ kvæmt honum þarf kennarinn, Stacey Dean Rambold, aðeins að sitja inni í 30 daga. Atvikið átti sér stað árið 2008 og játaði kennarinn að hafa haft samræði við nemandann í eitt skipti. „Það hefur enginn getað borið kennsl á hana og því er hún ein- faldlega kölluð númer 14. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Geta ekki borið kennsl á börnin n Foreldrarnir látnir n Við öllu búnir og fjöldaframleiða gasgrímur Tómlegt Það hefur verið tómlegt um að litast í þeim hverfum sem urðu fyrir barðinu á efnavopnum í síðustu viku. Númeruð Ekki hafa verið borin kennsl á þessi börn. Ástæðan er sú að foreldrar þeirra létust að öllum líkindum í árásinni. Gasgrímur Verksmiðja í Damaskus hefur hafið fjöldaframleiðslu á eins konar gas­ grímum. Þó þær séu ekki 100 prósent öruggar veita þær allavega einhverja vörn. Myndin Hér má sjá myndina sem gerði það að verkum að galleríinu var lokað. Rukkað fyrir tómatakast Tómatahátíðin La Tomatina hófst með pomp og prakt í bænum Bunol á Spáni á miðvikudag. Þessi hátíð trekkir þúsundir gesta að á hverju ári en há punkturinn er án efa tómatakastið þar sem gestir kasta tómötum í hvern annan í drykklanga stund. Spán­ verjar glíma við mikinn fjár­ hagsvanda og það kostar sitt að halda hátíðina. Í fyrsta skipti í sögu tómata kastsins var r ukkað sérstakt þátttökugjald að þessu sinni. Þetta er gert vegna þess hversu kostnaðarsamt það er að þrífa eftir tómatakastið og að sjálfsögðu fer því fjarri að tómatarnir sjálfir séu ókeypis. Hörmulegt slys í Svíþjóð Ellefu ára stúlku blæddi út þegar hún hljóp á glerhurð í af­ mælisveislu í Malmö síðastliðinn sunnudag. Samkvæmt sænska blaðinu Expressen varð slysið þegar stúlkan var að hlaupa til dyra eftir að dyrabjöllu var hringt. Stúlkan sá ekki gler­ hurðina sem splundraðist þegar hún hljóp á hana. Stúlkan skarst illa á hálsi og var úrskurðuð látin þegar á sjúkrahús var komið. Fjöldi barna var í afmælisveisl­ unni og var þeim veitt áfallahjálp í kjölfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.