Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 40
R annsóknir hafa sýnt að sjálfsmynd stelpna byrjar oft að hraka um 11 ára ald­ ur og sú þróun helst í mörg­ um tilfellum stöðug upp að tvítugu. Þá fer hún yfirleitt að styrkj­ ast á ný,“ segir metsöluhöfundur­ inn Kristín Tómasdóttir sem býður nú upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur á aldrinum 10 til 15 ára. „Við hljótum að geta fyrirbyggt þetta aðeins með fræðslu um það hvað þetta hugtak merkir og hvern­ ig þær geta haft jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd,“ bætir hún við. Þá bendir Kristín á að margir noti hugtakið sjálfsmynd án þess að vita hvað það þýðir í raun og veru. Þess vegna sé gott að kynna það fyr­ ir stúlkum á unglingsaldri. Jákvæð áhrif á sjálfsmyndina Kristín, sem hefur skrifað bækurn­ ar Stelpur, Stelpur A – Ö og Stelp­ ur geta allt, hefur ásamt bókaskrif­ unum haldið fyrirlestra í skólum um sjálfsmynd unglingsstúlkna. Með námskeiðinu vill Kristín fara ítarlegar í boðskapinn til að hann skili sér markvissara til stelpnanna. „Þegar ég hef verið að halda þessa fyrirlestra þá kvikna hugmyndir hjá stelpunum en á námskeiðinu get­ um við unnið meira með þær,“ út­ skýrir hún. Námskeiðin hafa þrjú markmið; stelpurnar læra að þekkja hugtak­ ið sjálfsmynd, læra að þekkja sína eigin sjálfsmynd og læra leiðir til að hafa jákvæð áhrif á sína sjálfsmynd. Þá koma skemmtilegir gestafyrir­ lesarar fram á námskeiðinu og hópurinn eldar góðan mat saman. „Svo hef ég unnið mikið með samstöðu stelpna og þriðja bókin mín fjallaði um það, hvernig stelp­ ur geta frætt hver aðra. Ég vonast til að slíkur kraftur myndist líka á námskeiðinu. Ég kalla þetta sjálfstyrkingar­ námskeið en í grunninn er þetta bara skemmtilegt námskeið fyrir stelpur sem getur haft jákvæð áhrif á þeirra sjálfsmynd.“ Foreldrar líti í eigin barm Kristín segist hafa upplifað það mjög sterkt þegar hún hefur haldið fyrirlestra í skólum að foreldrar og fagfólk sem vinnur með unglings­ stúlkum hefur áhyggjur af sjálfs­ mynd þeirra. „Foreldrum finnst börnin sín auðvitað æðisleg og frá­ bær og vita hvað þau hafa að geyma. En þeir sjá líka að unglingarnir fatta það ekki sjálfir. Ég trúi því að við getum breytt því.“ Þá telur Kristín einnig nauðsyn­ legt að foreldrar líti í eigin barm og skoði sína eigin sjálfsmynd. „For­ eldrar og þeir sem umgangast ung­ linga þurfa að vera mjög meðvit­ aðir um sína sjálfsmynd þar sem þeir eru fyrirmyndir unglinganna. Sjálfsmynd þeirra sem vinna með unglingum er mjög mismunandi og það getur endurspeglast í ung­ lingunum sjálfum.“ Skráning á námskeiðið fer fram á netfanginu stelpur2012@gmail. com eða í gegnum Facebook­síð­ una Stelpur. Þar er einnig hægt að finna frekari upplýsingar um nám­ skeiðið. n 40 Lífsstíll 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári www.lifandimarkadur.is OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Taktu haustið með trompi Bættu heilsuna fyrir þig og þína. HEILSUSPRENGJA Valin bætiefni frá NOW með 25% afslætti Valdar lágkolvetna­ vörur með 20% afslætti G il d ir f rá 2 9. á gú st t il 5 . s ep te m b er 20% afsláttur ! 25% afsláttur ! Skemmtilegt nám- skeið Kristín vonast til að geta haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd stúlkna á skemmtilegu námskeiði. Mynd Sigtryggur Ari Heldur sjálfstyrkingar- námskeið fyrir stelpur Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is n Sjálfsmynd stúlkna byrjar að hraka um 11 ára aldur n Hægt að fyrirbyggja það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.