Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 37
Til hvers að hefna? 2 Guns eftir Baltasar Kormák Menning 37Helgarblað 30. ágúst–1. september 2013 „Enn meiri vonbrigði“ „Síðasta öskrið“ The Way, Way Back Nat Faxon og Jim Rash To the Bone - Shalala (Reykjavík Dance Festival) Spennandi gítarnám Gítarnám fyrir fólk á öllum aldri. Kennsla fer fram í Kópavogi og Hafnarfirði. Yngstu nemendunum, frá þriggja ára aldri, er kennt eftir Suzuki-aðferð. www.gitarstofan.is GítarStofa SteinGrímS Námskeið hefjast í byrjun september 2013. Nánari upplýsingar í síma 8982263 eða á steingrimur@internet.is Lókal sex ára „Já, þetta eru orðin sex ár,“ segir Ragnheiður og hlær. „Þetta hafa aldrei verið auðveldir tímar. Við, sem stöndum að hátíðinni, erum öll menntuð erlendis og okkur lang- aði að halda tengslum við hinn al- þjóðlega sviðslistarheim auk þess sem við vildum búa til tækifæri til að leiða saman erlent leiklistarfólk og íslenskt. Búa til samtal á milli mis- munandi menningarheima.“ Ragnheiður rifjar upp fyrstu Lókal-hátíðina þar sem ekkert var til sparað. „Nei, gengi krónunnar var auð- vitað mjög hagstætt og nóg af styrkj- um. Hátíðin var glæsileg. Tvö risa- stór kompaní frá Bandaríkjunum komu hingað með sýningar. New York City Players með Richard Maxwell í fararbroddi og Nature Theater of Oklahoma. Við vorum í algerri sigurvímu eftir hátíðina og svo fór allt í hundana. Hrunið gerði það að verkum að við þurftum að hugsa dæmið aftur frá grunni.“ Lókal-hátíðin árið 2009 var því með breyttu sniði. Í stað þess að leggja áhersluna á erlenda lista- menn völdu stjórnendur hátíðar- innar það áhugaverðasta í íslensku leiklistarlífi og sýndu erlendum gestum. Í dag er hátíðin blanda af erlendum og innlendum atriðum auk þess sem hátíðin er byrjuð að panta verk, sérsamin fyrir hátíðina. „Ég er mjög ánægð með hátíðina í ár. Við höfum fengið frábært fólk til liðs við okkur og við vitum að það er ekki tjaldað til einnar nætur. Þessi hátíð er komin til að vera. Við höf- um eflt tengslin við Skandinavíu og bjóðum upp á spennandi sýningar frá Norðurlöndunum. Og við erum stolt af því að kynna verk eftir unga íslenska sviðslistahöfunda eins og Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og Friðgeir Einarsson, sem bæði eru útskrifuð úr Fræði og framkvæmd, og eru með verk á hátíðinni í ár.“ Flutti til Akureyrar Ragnheiður hefur nú sitt annað ár sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akur eyrar en leikfélagið kynnti dag- skrá sína nú í vikunni. Í ár verða þrjú íslensk leikverk frumsýnd á Akur- eyri. Sek, eftir Hrafnhildi Hagalín, Skemmtilegt er myrkrið, barna- verk eftir leikhóp hússins og Söng- ur hrafnanna eftir Árna Kristjánsson sem fjallar um Davíð Stefánsson. Leikfélagið fagnar einnig fjörutíu ára afmæli sem atvinnuleikhús og í tilefni af því verður Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson sett upp sem afmælissýning hússins. Lísa og Lísa, nýtt írskt verk eftir Amy Con- roy, verður síðan sýnt í Rýminu en hinar ástsælu Saga Geirdal Jóns- dóttir og Sunna Borg fara með hlut- verk Lísanna. „Þetta er metnaðarfull dagskrá og ég er ánægð að sjá þessi verk- efni verða að veruleika. Dagskráin í fyrra var rýrari en maður hefði vilj- að vegna bágrar fjárhagsstöðu leik- hússins en við gerðum það besta úr stöðunni. Ég var sérstaklega ánægð með samstarfið við Egil Heiðar sem leikstýrði Leigumorðingjanum í fyrra. Þá komst maður að því hvað leikhúsið getur verið landamæra- laust, þetta var sýning sem skildi mikið eftir sig á sama tíma og hún var frábær afþreying. Við erum stolt að fá Egil aftur norður en hann var nýverið ráðinn sem prófessor við Ernst Bush-leiklistarháskólann í Berlín.“ Það eru bjartir tímar fram undan á Akureyri. Ragnheiður tók þá ákvörðun að setja saman öflugan en lítinn leikhóp sem fengi tækifæri til að þroskast saman á Akureyri. Hún hefur ráðið ungt fólk til starfa, líkt og leikstjórann Ingibjörgu Huld sem er leikstjóri hússins í ár auk þess sem gamlir reynsluboltar líkt og Þráinn Karlsson og Sunna Borg munu stíga á svið – aftur kemur hið stóra sam- hengi upp í hugann. Draumurinn rætist „Maður verður að sjá hlutina í víðara samhengi. Um leið og ég var ráðin á Akureyri sá ég fyrir mér hvernig næstu þrjú ár gætu verið. Mér finnst líka mikilvægt að heildarmyndin sé skýr. Þema þessa leikárs er 40 ára af- mælið og því tekur dagskráin mið af því,“ segir Ragnheiður. Það er fyrsti dagur Lókal-hátíðar- innar – barnið er að verða fullorðið og nú er ábyrgðin komin úr höndum listrænna stjórnenda og yfir til lista- mannanna sjálfra. „Það er frábært að geta núna haldið mig aðeins til hlés. Nú er bara að njóta sýninganna en mig langar að lokum að koma á framfæri þökk- um til allra þeirra frábæru sjálfboða- liða sem hafa í gegnum árin hjálpað okkur að láta drauminn um alþjóð- lega leiklistarhátíð rætast.“ n Leikhússtjóri með stóra drauma Pistill Eiríkur Örn Norðdahl skrifar Ragnheiður Skúladóttir Segir reynsluna frá Bandaríkjunum hafa gagnast henni í lífi og starfi. Þ að er verið að eltast við síðustu fangaverðina úr Auschwitz. Einhverjum þykir langt um liðið – bráðum sjötíu ár frá stríðslokum. Og þá er því bor- ið við að ekki sé eðlilegt að glæpir á við helförina fyrnist – þeir séu ófyrnanlegir í eðli sínu og ófyrirgefanlegir. Það er lík- lega alveg rétt. Ég spyr mig samt hvort að aldurinn geti verið faktor þegar tím- inn er það ekki? Þessir fangaverðir sem verið er að elta uppi núna hafa vænt- anlega flestir verið börn þegar stríð- inu lauk. Ég spyr mig auðvitað að þessu meðal annars sem barnabarn manns sem var kominn í SS-sveitirnar tæplega 17 ára gamall. Og vænti auðvitað einsk- is nema fyrirsjáanlegra svara frá þeim sem hafa gert það að atvinnu sinni að eltast við nasista. Trúi á fyrirgefninguna Ég trúi á fyrirgefninguna; mér finnst sjálfboðið að án hennar sé samfélag- ið ekki starfhæft. En fyrirgefningin er ekki hrein og skýr eða einföld. Það er spurning hvort að fyrirgefn- ing geti komið án iðrunar og spurn- ing um eðli iðrunarinnar og enn önn- ur spurning hvers það er að fyrirgefa – getur samfélagið fyrirgefið einhverj- um í trássi við vilja þess sem hann braut gegn? Hverjir eru snertipunkt- ar persónulegrar fyrirgefningar og samfélagslegrar? En eini raunverulegi valkosturinn við fyrirgefningu er ein- hvers konar stríð. Og mér finnst það ekki spennandi valkostur. Þegar við neitum að fyrirgefa er það yfirleitt undir því yfirskini að okk- ur þyki iðrun þess sem biðst forláts á einhvern hátt ómerkileg. Spurt er: Hvar er „einlæga“ afsökunarbeiðn- in? Og oft er ljóst á bardagastelling- um þess sem spyr að afsökunarbeiðni úr ranni hins seka verður aldrei nógu einlæg – henni verður alltaf ábóta- vant, því sá sem mælir hefur sýnt fram á eðli sitt. Hann er illmenni. Og við vit- um betur en að treysta illmennum. Mikilvægt að málum ljúki Það er samfélaginu mikilvægt að við sendum ekki þau skilaboð til þeirra sem brotið hafa af sér að þeir geti aldrei búist við því að fá uppreisn æru. Meðal annars vegna þess að það er ómannúðlegt að dæma fólk út af sakramentinu, en líka vegna þess að við þurfum á því að halda að fólk geti stigið fram og játað, gengist við því sem það hefur gert af sér í lífinu og beðist fyrirgefningar án þess að eiga á hættu að fórna sjálfu sér samtímis um alla eilífð. Refsingin er ekki bara fyrir sam- félagið og fórnarlambið – sem get- ur vonandi litið svo á að sín hafi ver- ið hefnt, að réttlætið hafi náð fram að ganga – hún er líka er fyrir afbrota- manninn sem fær að sitja af sér synd- ir sínar og snúa aftur til samfélagsins uppréttur og jafn öðrum mönnum. Það er í sjálfu sér óeðlilegt að ætlast til þess að fórnarlambið „fyrirgefi“ – þótt það fari auðvitað eftir umfangi glæpsins og ýmsum öðrum faktor- um – og oft held ég að fórnarlömbum finnist sín illa hefnt, líka þar sem refs- ingar eru mun þyngri en á Íslandi. En fórnarlambið getur hugsanlega að refsingu lokinni sleppt takinu á hinni „almennu kröfu“ um að gerandanum verði áfram refsað eða útskúfað. Mál- inu, hvað snertir samfélagið, er þá lok- ið. Og það er mikilvægt að hlutir taki enda, að sjá megi fyrir endann á þeim, ekki bara fyrir þolendur og gerendur heldur líka fyrir aðstandendur þeirra. Verðum að eiga afturkvæmt Hið persónulega er pólitískt – flestir taka því orðið sem gefnu en horf- ast ekki í augu við að hinu pólitíska fylgir annars konar ábyrgð en hinu persónulega. Við þurfum að læra að ljúka þessum málum – komast að niðurstöðu um hvað séu ásættan- leg endalok. Það er matsatriði í hvert skipti hvenær einhver hefur iðrast nóg, hvenær hann (eða hún) hefur horft nógu stíft í eigin barm, eða – í þeim tilfellum þar sem um lögbrot er að ræða – hvenær hann hefur setið af sér dóm og „greitt skuld sína“ við sam- félagið. En við megum ekki láta einsog svarið sé „aldrei“. Við búum sem betur fer ekki í þeim hluta heimsins þar sem óafturkræfar og endanlegar refsingar eru normal – ríkið stundar þær ekki og þeir sem stunda þær prívat gerast sjálfir brotlegir við lög. Maður þarf ekki að hafa þjónað í SS-sveitunum til þess að eiga skilið að skammast sín. Sá sem kemst í gegnum lífið án þess að gera einhverjum eitt- hvað illt – viljandi og óviljandi – er jafn sjaldséður og sá sem kemst í gegnum lífið án þess að verða fyrir einhverjum skakkaföllum. Hann er næstum ekki til. Lífið er langt og fallegt en það er líka langt og ljótt. Og við verðum að eiga afturkvæmt. n „Við verðum að eiga afturkvæmt“ n Opið bréf um Jón Baldvin Hannibalsson Jón Baldvin Hannibalsson Ráðning hans sem gestafyrirlesara var dregin til baka í Háskóla Íslands eftir kröftug mótmæli í netheimum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.