Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 46
46 Bílar 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Cadillac ATS -V Túrbo Caddilac ATS hefur hingað til ver- ið talinn einn helsti keppinautur BMW 3-seríunnar í Bandaríkjun- um. Nú er von á flottri uppfærslu í þennan bíl þar sem 3.6 lítra V6- vélin sem hingað til hefur skilað 321 hestafli fæst núna með tveim- ur túrbínum. Eftir þær breytingar verður þessi bíll orðinn 420 hest- öfl í standardútgáfu og skilar togi upp á 430. GM lætur ekki staðar numið þar því einnig mun bætast í hann, frá og með 2014, sex gíra bein- skipting sem ekki hefur verið fáanleg hingað til. Það verður spennandi að sjá þessum fák reynsluekið og ljóst að BMW- þristurinn má vara sig þegar þessir bílar verða bornir saman. 1.750 hestöfl í nýjum ofurbíl Nýjasti ofurbíllinn á markaðn- um, Laraki Epitome, er í raun og veru 1.750 hestafla Corvetta með breyttu boddíi. Þessi bíll mun kosta tvær milljónir dollara í Bandaríkjunum og ætti því með gjöldum hér á landi að detta á númer á Íslandi fyrir um 500 milljónir, ef einhver hefur áhuga. Hönnuður þessa bíls er Abdesslam Laraki en hann not- ar C6 Corvettu-undirvagn og 7 lítra LS7-mótorinn sem grunn í bílinn. Í venjulegum akstri er bíllinn „bara“ 1.200 hestöfl og gengur á venjulegu bensíni en með því að smella einum rofa er hann kominn á varatank sem fylltur er með 110 oktana bensíni, bústið í túrbínunum er aukið og niður- staðan er 1.750 hestafla götubíll. Betri Silverado Í bílaheiminum eru ekki til tryggari viðskiptavinir en pall- bílaeigendur. Þeir taka jafnan ástfóstri við bíla sína og nær undantekningarlaust hengja sig á þá tegund sem þeim þykir best. Þetta eru hollustu viðskiptavinir bílarisanna þriggja; Ford, Chev- rolet og Dodge. Nú hyggst Chevrolet setja á markað mikið bættan Chevrolet Silverado 1.500 fyrir viðskiptavini sína en þeir eiga í dag, á eftir Ford F-150, annan vinsælasta pöllung sem framleiddur er í heiminum. Nýi Chevy-trukkurinn fær upp- færslu á mótor frá fyrra módeli, nýtt boddí og á að vera mun „þægilegri“ í notkun en forveri sinn sem þó hefur reynst mjög vel. Ein helsta framför GM með þessa Silverado-bíla mun vera nýtt tölvukerfi fyrir mótorana en í langkeyrslu munu allir mótorar einungis ganga á fjórum sýlinder- um til þess að spara eldsneyti. C hevrolet Cruze hefur verið fáanlegur hér á landi í nokkurn tíma en nú er kom- inn „station“-útgáfa af bíln- um. „Station“-bíllinn sam- svarar sér vel en það er ekki algilt að smærri bílar haldi sjarma sínum í slíkri útgáfu. Þessi er meira segja bara nokkuð rennilegur. Cruze fær þrátt fyrir breytingarnar fimm stjörn- ur í árekstrarprófunum Euro NCAP, European Car Assessment Program, og er hann jafnframt fyrsti fólksbíl- inn sem hefur náð þeim árangri, í báðum flokkum, síðan Euro NCAP hóf árekstursprófun árið 1997. Vel útbúinn Staðalbúnaður í bílnum er mikill og mun meiri en fæst í sambæri legum bílum sem flestir kosta þónokkuð meira. Hann er mjög rúmgóð- ur að innan og innréttingin skír- skotar vel til ytra útlits bíls- ins. Farangursrýmið er í minni kantinum miðað við „station“-bíl en skottið hef- ur þann kost að gólfið í því er slétt við afturstuðara og auð- velt er því að renna góssinu þar inn. Aftursæti má einnig fella niður til þess að auka pláss- ið en þau leggjast hins vegar ekki alveg alla leið niður. Því er ekki hægt að fá slétt rými fram að framsætum eins og í flestum öðrum bílum. Það er rafmagn í flestöllum að- alstillingum nema á sæt- um en auðvelt er að stilla þau handvirkt. Sætin í bíln- um veita góðan stuðning og við reynsluaksturinn var ekki hægt að finna til þreytu í líkamanum. Aft- ursætin eru eins og oft ekki eins íburðarmikil en þau rúma auð- veldlega þrjá farþega. Hátt er til lofts, meira segja fyrir fullsmíðaða einstak- linga. Armpúði er á milli framsæta en hann er mjög aftarlega og nýtist því eiginlega ekki neitt, nema fyrir geymsluhólfið sem er undir honum. Vélbúnaður Í Chevrolet Cruze Station Wagon er hægt að velja um þrjár vélar; 1,6 lítra bensínvél sem fæst bara í beinskiptri útgáfu, 1,8 lítra bensínvél (eins og er í bílnum sem var reynsluekið) og þá bara með sjálfskiptingu. Að lok- um má fá 2,0 lítra dísilvél sem einnig fæst bara með sjálfskiptingu. Dísilmótorinn er eins og hjá flest- um framleiðendum í dag sá eyðslu- grennsti en samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda notar vélin 5,9 lítra af dísilolíu á hundraðið í blönduð- um akstri. Uppgefnar eyðslutölur á 1,8 lítra mótornum sem var í bílnum eru 7,2 lítrar á hundraðið en það er svolítið langt frá því sem aksturstölva bílsins gaf upp við reynsluakstur. Þar sýndi hún aldrei undir 10 lítra á hundraðið. Sjálfskiptingin sem í boði er sex þrepa en afl bensínmótorsins er fremur lítið og skiptingar því oft ansi skrýtnar. Upplifunin er sú að oft vanti afl eða tog til að taka við næsta gír og því kemur vandræðalegt hik í aksturinn. Þetta gæti þó verið betra í dísilútgáfunni þar sem meira afl er til staðar. Mikið fyrir lítið Þrátt fyrir upptalda galla og svolítið af ódýru og veiklulegu plasti, sér í lagi á geymsluhólfi fyrir ofan aksturs- tölvu, þá er ekki hægt að einblína á það sem ekki er eins og best verð- ur á kosið í þessum bíl. Vissulega er um að ræða góðan bíl af millistærð; bíl í „station“-útgáfu með miklum staðalbúnaði á rétt um þrjár milljón- ir króna. Það er verð sem ekki er hægt að finna á sambærilegum bíl hér á landi. Því verður bíllinn heilt yfir að teljast mjög góður fyrir peninginn. Bíllinn fer vel með mann í akstri, er flottur í útliti og endursala á nýju Chevrolet-bílunum hefur verið mjög góð – ásamt því að söluumboðið fyrir Chevrolet er byggt upp frá grunni í kringum bíladelluna og þjónustan þar afburðagóð. Chevrolet Cruze Station Wagon verður að því sögðu að teljast ljómandi góður kostur fyrir brúksbíl á góðu verði. n Bílar Björgvin Ólafsson bilar@dv.is Chevrolet Cruze ✘ Kostir: Verð, útlit og staðalbúnaður ✔ Gallar: Ódýrt plast, aksturstölva, leiðinlegar skiptingar Eyðsla: 7,2 l/100 (blandaður akstur) Hestöfl: 104 Gírar/þrep: 6 þrepa sjálfskipting Árekstrarpróf: 71,3% Verð: Frá 3.190 þús. Sambærilegir bílar: Ford Focus, Toyota Corolla, Kia Forte, Mazda 3 Umboðsaðili: Bílabúð Benna ECOTECH mótorMeð þessum 104 hestafla 1,8 lítra mótor og sjálfskiptingu er elds- neytisnotkun í blönduðum akstri uppgefin 7,2 lítrar á hundraðið. Stílhrein innrétting Innréttingin er stílhrein og öll stjórntæki fyrir ökumann eru vel uppsett. Svolítið er af ódýru plasti og armpúði milli sæta er mjög aftarlega. Lítið pláss Þó hér sé Cruze í „station“-útgáfu er skottpláss fremur lítið miðað við aðra bíla. Gólfið er þó slétt við stuðara sem er gott, en aftursæti má einnig leggja niður til að auka plássið. Flott útlit Chevrolet Cruze Station Wagon samsvarar sér vel. Myndir BÓ Mikið fyrir lítið n Chevrolet Cruze nú sem skutbíll n Ódýr og góður kostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.