Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Side 2
2 Fréttir 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Sefur í rjóðri 3 „Ég bý ekki beint hér, ég sef bara hérna,“ segir kona á sjötugs­ aldri sem hefst við í rjóðri skammt frá skarkala mið­ bæjarins. Kon­ an er heimilis­ laus og hefur undanfarin 1–2 ár búið í rjóðrinu. Konan hefur um árabil verið haldin söfnunaráráttu sem lýsir sér í því að hún sankar að sér heimilissorpi. Konan er ekki fátæk en vegna söfnunaráráttu sinnar fær hún ekki íbúð leigða því líklega kæra fáir sig um að láta safna heimilis­ sorpi í íbúð sína. Nauðgað í Heiðmörk 2 28 ára karl­maður telur að sér hafi verið nauðgað í Heið­ mörk aðfara­ nótt þriðjudags í síðustu viku. DV fjallaði um mál manns­ ins á mánudag en hann leit­ aði eftir aðstoð lögreglunnar og var fluttur á Neyðarmóttöku eftir hina meintu nauðgun. Honum hefur nú verið úthlutaður réttargæslumaður. Manninn grunar að sér hafi verið byrluð ólyfjan en þegar hann vakn­ aði var hann aumur í rassinum og með brunasár á öxl. Fórnarlömb auðlegðar 1 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er meðal þeirra sem mun losna við að greiða auðlegðarskatt ef hann verður afnuminn. Um þetta var fjallað í DV á mánudag og fleiri dæmi nefnd um einstaklinga sem greitt hafa auð­ legðarskatt. Auðlegðarskattur leggst á einstaklinga sem eiga meira en 75 miljónir króna og hjón sem eiga meira en 100 milljónir króna. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Fá milljónalán út á gull og demanta n Lánar allt að 10 milljónum króna n Neytendastofa fær fyrirspurnir Þ að er að meðaltali einn á viku sem kemur og fær lán hjá mér. Þetta hefur farið frekar hægt að stað,“ segir Sverrir Einar Eiríksson veðlánari. Sverrir segist lána allt að tíu milljónum króna gegn veði í gulli, silfri, demöntum, málverkum, gömlum peningaseðl­ um, vönduðum úrum eða málverk­ um eftir íslenska meistara. Veðlána­ starfsemin hófst í júní. „Lægsta lánið sem ég hef veitt hingað til er 50 þúsund krónur en það hæsta var tvær milljónir,“ segir hann. Fyrir hverja milljón sem fólk fær í lán greiðir það 40 þúsund krónur í vexti á mánuði. „Fólki sem fær lán finnst mjög vel sloppið að borga ekki hærri vexti,“ segir hann. Rolex-úr og demantar „Þetta er ekki langtímafjármögnun. Þetta getur komið sér vel í skamman tíma fyrir suma. Bank­ arnir lána ekki gegn veði í sam­ bærilegum lausamunum og ég geri, ég er sá eini sem geri það. Ég spyr fólk ekki í hvað það ætli að nota peninga. Sumir segja mér það þó. Til dæmis komu ungir strákar til mínum daginn og voru að fjárfesta í fyrirtæki og vantaði peninga strax. Þeir voru að brúa bil þangað til þeir fengju peninga annars staðar frá. Fólk er yfirleitt að koma með mjög dýra gripi, Rolex­úr, dem­ anta fyrir tugi milljóna, gullskart­ gripi og málverk. Munirnir eru oft mun verðmætari en lánin sem það er að biðja um og fær. Hingað til hefur enginn lent í því að geta ekki leyst út munina og greitt uppsetta vexti,“ segir Sverrir. Samkvæmt lánaskilmálum eignast Sverrir þá gripi sem settir eru í pant ef við­ skiptavinirnir geta ekki staðið í skilum. Neytendastofa fær fyrirspurnir Þeir sem fá lán hjá Sverri út á gripi sem þeir eiga fá lánað til 30 daga og borga fjögurra prósenta vexti á tímabilinu, það jafngild­ ir 48 prósenta ársvöxtum. Kerf­ ið virkar þannig að sá sem telur sig vanta fé kemur með verðmæti til Sverris sem hann tekur í pant og fær viðkomandi lán út á. Þegar lánstím­ inn er útrunnin kemur fólk og leysir gripinn út og greiðir vextina um leið. Samkvæmt upplýsingum Neyt­ endastofu hafa ekki borist kvartan­ ir vegna veðlánastarfsemi Sverris en stofunni hafa borist nokkrar fyrir­ spurnir um hvort að starfsemin sé lög­ leg. Neytendastofa segir að lánastarf­ semi Sverris falli ekki undir núgild­ andi lög um neyt­ endalán en í þeim segir að undanþegn­ ir lögunum séu láns­ samningar sem gilda í skemmri tíma en þrjá mánuði. Þetta breytist hins vegar fyrsta nóvember næstkomandi þegar ný lög um neytenda­ lán taka gildi. Í 26. grein þeirra laga segir að ársvext­ ir neytendalána megi ekki vera hærri en 50 prósent að við­ bættum stýrivöxtum Seðlabankans á hverjum tíma. Sverrir er innan þeirra marka þar sem ársvextir sem hann býður upp á nema 48 prósentum. n Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is Einn á viku Sverrir segir að veðlánastarfsemin hafi farið frekar rólega af stað. Veðlán Sverrir Einar Eiríksson lánar fólki út á listaverk, gull og gim- steina sem það setur í pant. Þögul vegna Facebook- upplýsinga „Ég get ekkert sagt til um það. Það er væntanlega í tengslum við rannsókn máls. Það er ekk­ ert hægt að gefa nánari upp­ lýsingar um það,“ sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð­ borgarsvæðinu, í samtali við DV á fimmtudag þegar hann var spurður af hvaða tilefni lögreglan ákvað að óska eftir upplýsingum frá samfélagsmiðlinum Facebook um einn notanda hans. Í gagnsæisskýrslu Facebook kom fram að lögreglan hér á landi hefði óskað eftir þessum upplýsingum og fengið. Stefán gat ekki svarað því hvort lög­ reglan hefði áður óskað eftir upp­ lýsingum frá Facebook en ekki fengið. „Ég er bara er ekki með þær upplýsingar. Þetta er allt í tengsl­ um við rannsóknir mála og byggir á heimildum í lögum eða samkvæmt úrskurði dómara eins og aðrar beiðnir um gögn,“ segir Stefán sem segist heldur ekki geta svarað því hvort þessar upp­ lýsingar hafi nýst lögreglu vel við rannsókn þessa tiltekna máls. Leiðrétting Í DV á mánudaginn kom fram að Bjarni Benediktsson, fjár­ málaráðherra og formaður Sjálstæðisflokksins, hefði greitt auðlegðarskatt upp á tæpar tvær milljónir. Þetta er ekki rétt að hans sögn, líkt og útskýrt er í blaðinu í dag. Þetta leiðréttist hér með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.