Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Page 4
Rau›arárstíg 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opnun föstudaginn 4. október kl. 20
Trúðmálverk og trúðleikur
Nikhil Nathan Kirsh
4. –13. október
GALLERÍ FOLD
LanghoLtskirkja á
barmi gjaLdþrots
n Safnaðarheimilið mögulega tekið upp í skuldir n Margar kirkjur í sömu stöðu
L
angholtskirkja á í miklum fjár-
hagserfiðleikum og ef fram fer
sem horfir er útlit fyrir að safn-
aðarheimili kirkjunnar verði
selt til að greiða upp skuldir,
en húsnæði safnaðarheimilisins er
afar skuldsett. Hluti af ástæðunni er
fjöldi úrsagna úr Þjóðkirkjunni síð-
ustu ár, en með færri sóknarbörnum
fær kirkjan sífellt minna fyrir sinn
snúð. Þetta staðfestir Guðbjörg Jó-
hannesdóttir, sóknarprestur í Lang-
holtskirkju, í samtali við DV.
Jöfnunarsjóði sókna er heimilt að
taka veð í fasteignum, svo og öðrum
eignum, ef ástæða þykir til, en ekki er
heimild fyrir því að veðsetja kirkjurn-
ar sjálfar með þessum hætti. Kirkj-
an sem slík verður því ekki tekin af
söfnuðinum ef í harðbakkann slær,
en svo gæti farið með aðrar eignir
kirkjunnar að þær verði teknar upp
í skuldir. „Við verðum bara að flytja í
kirkjuna ef í hart fer,“ segir Guðbjörg í
samtali við DV.
Leiga gæti hækkað
Guðbjörg segir alvarlegan fjárhags-
vanda Langholtskirkju að hluta til
sprottinn úr bankahruninu, þegar
skuldir stökkbreyttust svo að segja
á einni nóttu: „Allar okkar áætlanir
brustu algjörlega.“ Hún segir að reynt
hafi verið að beita miklu aðhaldi á
síðustu árum en að það hafi ekki
dugað til. „Það er búið að skera mik-
ið niður bæði í starfsemi og rekstri,
en við erum í sjálfu sér ekki í neinni
aðstöðu til þess að auka tekjur okkar
með neinum hætti.“
Hún segir skuldsetningu safnað-
arheimilisins afar mikla og ekki sé
útséð hvort kirkjan muni hafi efni á
afborgunum. Ýmsir hópar hafa leigt
safnaðarheimilið út fyrir starfsemi
sína, en svo gæti farið að leigan muni
hækka á næstu misserum. Guðbjörg
segir þó að lítið svigrúm sé til hækk-
ana. „Þar eru ákveðin þolmörk, ef þú
hækkar of mikið þá hættir fólk bara
að koma þannig að við höfum í sjálfu
sér ekki getað hækkað það mikið.“
Hún segir leiguna ekkert hafa hækk-
að í nokkur ár, enda sé kúnnahópur-
inn í svipaðri stöðu og kirkjan sjálf,
fólk geti einfaldlega ekki greitt meira.
Fleiri kirkjur í vanda
Fleiri kirkjur á höfuðborgarsvæðinu
eru í sama vanda. Mörgu af starfsfólki
söfnuðanna hefur verið sagt upp á
síðustu árum en það hefur ekki dug-
að til þess að halda fjármálum kirkn-
anna réttum megin við núllið. „Hér,
rétt eins og hjá mjög mörgum öðr-
um söfnuðum, er gríðarlegur fjár-
hagsvandi,“ segir Guðbjörg og bæt-
ir við að ástæðan sé meðal annars sú
að kirkjurnar hafi ekki fengið sóknar-
gjöldin óskert frá hruni. Hún segir
stöðuna langversta hjá stórum kirkj-
um á höfuðborgarsvæðinu: „Þar sem
eru stór húsnæði og hár rekstrar-
kostnaður.“
Búið sé að segja upp þónokkuð af
starfsfólki hjá Langholtskirkju á síð-
ustu árum: „Ég hugsa að það sé búið
að segja upp starfsfólki í öllum söfn-
uðunum í borginni, og það er ekkert
öðruvísi hér.“ Ríkissjóður innheimt-
ir sérstök sóknar- og kirkjugarðsgjöld
fyrir Þjóðkirkju Íslands og greiðir inn
í tiltekna sjóði á vegum kirkjunnar.
Kirkjur fá síðan sóknargjöld greidd
eftir því hversu margir einstaklingar
innan Þjóðkirkjunnar eru skráðir í
sókn þeirra. Ríkisvaldið ákvað í kjöl-
far bankahrunsins að skerða sóknar-
gjöldin tímabundið en sú skerðing er
ennþá til staðar þó minni sé en áður.
Trúir á upprisuna
Þjóðkirkjan hefur legið undir miklu
ámæli síðustu ár en það hefur leitt
til fjölda úrsagna úr kirkjunni. Hluta
ástæðunnar fyrir fjárhagsvanda
kirknanna er að finna þar. Guðbjörg
segir úrsagnir úr Þjóðkirkjunni engu
breyta um yfirstjórn kirkjunnar sem
fái fjármagn sitt úr öðrum sjóðum
heldur komi þær helst niður á eins-
taka kirkjusóknum. „Þegar fólk seg-
ir sig úr kirkjunni vegna þess að það
er ósátt við eitthvað sem biskup-
inn segir, þá hefur það enginn áhrif
á biskupsembættið, heldur einung-
is á söfnuðinn þar sem viðkomandi
er skráður. Það hefur verið svolítið
vandamál.“
Mikið hefur verið fjallað um það
í þýskum fjölmiðlum á síðustu árum
þegar kirkjur hafa verið seldar til
þess að borga upp skuldir. Þannig
hafa birst fréttir af gömlum kaþólsk-
um kirkjum sem breytt hefur verið í
pítsustaði eða líkamsræktarstöðvar.
Þá vakti það mikla athygli þegar frétt-
ist af kirkjum sem seldar voru á upp-
boðsvefnum eBay. Guðbjörg segir
málin eðlisólík að því leyti að engin
hætta sé á að kirkjur hérlendis verði
seldar upp í skuldir þar sem ekki megi
veðsetja þær. Þá sé kirkjusókn hér-
lendis með ágætum.
Erfið fjárhagsstaða er þó stað-
reynd og framtíð safnaðarheimilis-
ins óljós. En Guðbjörg lætur stöðuna
ekki buga sig, enda trúir hún því að
almættið muni skerast í leikinn. „Við
trúum á upprisuna hér í Langholtinu
þannig að við hljótum að komast í
gegnum þetta,“ segir Guðbjörg á létt-
ari nótunum. n
Slæm staða Guðbjörg Jóhannesdóttir,
sóknarprestur í Langholtskirkju, segir
fjárhagsstöðuna slæma.
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
4 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað
Yfirveðsett Svo gæti farið að
Langholtskirkja þurfi að selja safn-
aðarheimili kirkjunnar til að greiða
upp skuldir. Mynd SigTrYggur Ari
„Við trúum á
upprisuna
hér í Langholtinu
þannig að við hljót-
um að komast í
gegnum þetta
Lögreglan
leitar vitna
Vegna málsrannsóknar lýsir lög-
reglan á Suðurnesjum eftir bif-
reið sem mun hafa verið ekið
um Heiðmerkurveg við Rauð-
hóla ofan Reykjavíkur, skammt
frá Suðurlandsvegi, laugardags-
kvöldið 21. september síðast-
liðinn á tímabilinu frá klukkan
00.30 til 02.00. Talið er að bif-
reiðin sé hvít eða ljósleit jeppa-
bifreið, hugsanlega Toyota Land
Cruiser 100. Bifreiðinni mun
hafa verið ekið inn á útskot/bif-
reiðastæði móts við Rauðhóla og
hafi þá lýst upp rauða fólksbif-
reið sem lagt var á malarslóða út
frá útskotinu/bifreiðastæðinu.
Lögreglan á Suðurnesjum
þarf að ná tali af þeim sem
þarna voru á ferð og biður þá að
hafa samband við lögregluna á
Suðurnesjum í síma 420 1700.
Söfnunin gengur vel
n dæmd til að greiða Agli Einarssyni samtals 900 þúsund krónur
T
æplega sólarhring eftir að söfn-
un hófst á Facebook fyrir Ingi-
björgu Lilju Hafliðadóttur
hafði safnast fyrir allri upp-
hæðinni. Hin tvítuga Ingibjörg Lilja
var í fyrradag dæmd til að greiða Agli
Einarssyni samtals 900 þúsund krón-
ur í miskabætur og málskostnað og
30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs,
vegna meiðyrða. Ummæli sem hún
lét falla á Facebook-hópnum „Gillz
af forsíðunni – krefjum Monitor um
afsökunarbeiðni“ í fyrra voru dæmd
dauð og ómerk í Héraðsdómi Austur-
lands á þriðjudag. Miðað við heildar-
upphæðina sem Ingibjörg Lilja er
dæmd til að greiða vegna meiðyrða-
málsins má reikna út að hvert orð í
hinum ómerktu ummælum hafi kost-
að hana 34 þúsund krónur.
Ingibjörg Lilja er vinkona Guð-
nýjar Rósar Vilhjálmsdóttur sem
kærði Egil og unnustu hans fyrir
nauðgun en það mál var sem kunnugt
er látið niður falla. Guðný Rós ákvað á
miðvikudag að stofna Facebook-hóp
þar sem hún biðlaði til netverja að
styrkja vinkonu sína vegna dómsins.
Í skilaboðum á Facebook-hópn-
um segir Guðný Rós að hann hafi
verið stofnaður klukkan 18 á mið-
vikudag og útvöldum vinum boðið
að taka þátt. „Núna kl 16.30 tæpum
sólahring seinna var takmarki okk-
ar náð og upphæðin var komin upp
í 932.000 krónur Við erum orðlaus-
ar af þakklæti. Þetta sýnir okkur hvað
við getum ef við stöndum saman. […]
Að segja takk finnst mér ekki vera
nóg en ég segi HÚRRA fyrir okkur
og takk öllsömul fyrir ómetanlegan
stuðning.“ n
Safnaði fyrir vinkonu sína Guðný Rós
safnaði á einum sólarhring 900 þúsund
krónum, vegna dóms yfir vinkonu hennar.
Jón Ásgeir á
ekki 365
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfest-
ir og eiginmaður eiganda 365,
hafði samband við DV til að láta
vita af því að hann væri ekki eig-
andi fjölmiðlafyrirtækisins. Þessu
var haldið fram í DV á miðviku-
daginn. Óskaði Jón Ásgeir eftir
leiðréttingu þess efnis þar sem
eiginkona hans, Ingibjörg Pálma-
dóttir, ætti fyrirtækið en ekki
hann. Þetta leiðréttist hér með.
Jón Ásgeir átti 365 sem kunnugt
er þar til eftir hrunið 2008 en þá
eignaðist eiginkona hans það og á
fyrrtækið í dag að stærstu leyti.