Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað n Úttekt á stefnuræðu Sigmundar Davíðs n Lýsti hugmynd sinni um fyrirmyndarlandið Andlýðræðisleg stefnu- ræða Sigmundar Davíðs S tefnuræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis­ ráðherra á miðvikudaginn einkenndist meðal annars af því að hann útskýrði fram­ tíðarsýn sína á Ísland. Hvernig hann sæi fyrir sér að Ísland ætti að vera í framtíðinni. Sú sýn Sigmundar geng­ ur út á að viss einangrun Íslendinga sé æskileg, einangrun þar sem þjóð­ menning Íslendinga fær að dafna og mannfæð og hugmyndafræði­ leg einsleitni er ríkjandi. Sigmundur talaði alls ekki fyrir menningarlegri fjölhyggju í stefnuræðunni, alþjóða­ væðingu Íslands eða opnun landsins fyrir umheiminum, erlendum ríkis­ borgurum og erlendum áhrifum. Einn af lykilköflunum í stefnu­ ræðu forsætisráðherrans kom snemma í ræðunni þar sem hann útskýrði sýn sína á „fyrirmyndar­ landið“. Sigmundur lýsti landfræði­ legum og hugmyndafræðilegum staðháttum á þessu fyrirmyndarlandi svona. „Landið væri eyja með skýr landamæri frá náttúrunnar hendi og byggð af einni þjóð með sambæri­ legt gildismat, herlausri þjóð sem býr samt við meiri frið og meira öryggi en flestallar þjóðir heims. Þjóðin í þessu ímyndaða fyrir myndarlandi er ekki fjölmenn og hefur því nóg til skipt­ anna.“ Ísland og Íslendingar Í þessum orðum Sigmundar Davíðs endurspeglast auðvitað í megin­ atriðum sá vilji hans að Ísland standi utan við Evrópusambandið en inn­ ganga landsins í sambandið myndi geta haft áhrif á á þessi „skýru landa­ mæri frá náttúrunnar hendi“ sem hann nefndi. Þá er framtíðarland Sig­ mundar Davíðs byggt af ,„einni þjóð“ en ekki er hægt að skilja Sigmund Davíð með öðrum hætti en að hann telji ákjósanlegt að Íslendingar byggi Ísland fyrst og fremst en ekki einstak­ lingar frá öðrum þjóðum. Ræða hans, heildrænt séð, verður ekki skil­ in með öðrum hætti en að hann vilji að ísland sé fyrir Íslendinga. Það sem Sigmundur Davíð segir síðast í þessum kafla rennir enn frek­ ari stoðum undir réttmæti þessar­ ar túlkunar þegar hann segir að ís­ lenska þjóðin sé ekki „fjölmenn“ og að hún hafi því nóg „til skiptanna“. Með inngöngu Íslands í Evrópusam­ bandið myndu einstaklingar sem til­ heyra öðrum þjóðum sambandsins eiga auðveldara um vik að flytja til Íslands í atvinnuleit, vandamál hafa til dæmis komið upp í Bretlandi og víðar vegna innflutnings Rúmena til landanna, en ef Íslendingar standa utan við Evrópusambandið þá er komið í veg fyrir þetta vandamál. Ef Ísland gengur ekki í Evrópusam­ bandið og fleiri einstaklingar sem eru af erlendu bergi brotnir flytja ekki til Íslands þá verður þjóðin líka alveg örugglega „ekki fjölmenn“ áfram. Önnur jákvæð afleiðing af því að þjóðin sé „ekki fjölmenn“ er svo auð­ vitað sú að þá er meira „til skiptanna“ fyrir Íslendinga í þessu fyrirmyndar­ landi því „útlendingarnir“ taka ekki af þeim atvinnu eða önnur gæði. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um mannfæð þjóðarinnar. Gildismat þjóðar Hið merkilegasta við ívitnuð orð Sig­ mundar Davíðs er hins vegar að hann talar um mikilvægi þess að Ísland sé „byggt af einni þjóð með sambæri­ legt gildismat“. Þessi orð Sigmundar Davíðs hljóma eins og þau séu tek­ in úr ræðu evrópsks, þjóðernissinn­ aðs stjórnmálamanns á millistríðs­ árunum á síðustu öld. Á nítjándu öldinni og eftir fyrra stríð 1918 urðu þjóðríki Evrópu til í nokkurn veginn þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag: Ottómana­veldið í Tyrklandi og Austur­Evrópu leystist upp í öreind­ ir sínar og sömuleiðis Austurríki­ Ungverjaland og í staðinn urðu til ný þjóðríki þar sem þegnarnir börðu sig saman með því á hamra á sérkenn­ um sínum og þjóðareðli. Ísland fór ekki varhluta af þessari þjóðernis­ hyggju enda var landið ósjálfstætt á þeim tíma og sækir Sigmundur Dav­ íð innblástur sinn til þessarar orð­ ræðu sjálfstæðisbaráttunnar. Tíminn fram að seinna stríði var svo tímabil þjóðarinnar í Evrópu; tímabil þar sem stjórnmálamenn, bæði evrópskir og íslenskir, töluðu eins og Sigmundur Davíð gerir nú og andlegur lærifaðir hans, Jónas frá Hriflu, gerði þá. Eftir seinna stríð tók svo við allt önnur hugsun í Evrópu sem gekk út á andstæðu þess þjóð­ ernislega hugsunarháttar sem leitt hafði til seinna stríðs og varð Evrópu­ sambandið til í kjölfar þeirra hug­ myndafræðilegu hræringa sem kenna mætti við alþjóða­ og fjöl­ menningarhyggju. Til þess að þjóð deili „sambærilegu gildismati“ þarf hún væntanlega að vera menningar­ lega einsleit og til þess að vera menn­ ingarlega einsleit þá þarf bakgrunnur íbúanna væntanlega að vera svipað­ ur eða jafnvel eins. Hér daðrar Sig­ mundur Davíð aftur við hugmyndina um „Ísland fyrir Íslendinga“. Andlýðræðislegt daður Bara það að Sigmundur Davíð tali um „þjóð með sambærilegt gildis­ mat“ er afturhvarf til fortíðar. Tal Sigmundar Davíðs um „sambæri­ legt gildismat þjóðar“ gengur líka þvert á eina máttugustu kenningu í stjórnmálaheimspeki á tuttugustu öld. Kenningu um réttlæti eftir John Rawls, sem út kom á áttunda ára­ tugnum. Í þeirri kenningu er teiknuð upp mynd af lýðræðislegu fyrir­ myndarríki þar sem samfélagslegt réttlæti nær fram að ganga í stofnun­ um samfélagsins. Eitt af einkennum þess samfé­ lags er það sem Rawls kallar „skyn­ samlega fjölhyggju“ (e. reasonable pluralism) en samkvæmt þeirri hug­ mynd geta þegnar samfélagsins að­ hyllst þá hugmyndafræði sem þeim sýnist, iðkað þau trúarbrögð sem þeir vilja og svo framvegis en það eina sem þeir þurfa að deila er skiln­ ingur á samfélagslegu réttlæti sem er þannig að hverjum og einum borgara sé gert efnahagslega kleift að kom­ ast til manns með því að ríkið tryggi viðkomandi „félagslegar forsendur sjálfsvirðingar“ (e. the social bases of self­respect). Með öðrum orðum þá deila borgararnir í þessu réttláta „fyrirmyndarríki“ Rawls ekki „sam­ bærilegu gildismati“. Þeir geta verið múslímar, kristnir, búddistar, græn­ metisætur, samkynhneigðir, gagn­ kynhneigðir, tvíkynhneigðir og svo framvegis og svo framvegis. Ríkis­ valdinu kemur ekki við hvaða gildis­ mat borgararnir hafa umfram það að þeir deila skilningi á réttlæti sem á að tryggja hverjum og einum nægjanleg efnisleg gæði til að komast til manns. Af þessu leiðir að það er ekki í verka­ hring stjórnmálamannsins að hafa áhyggjur af, eða hlutast til um „gildis­ mat“ borgaranna í ríkinu; það er stjórnmálamanninum óviðkomandi. Sigmundur Davíð virðist hins vegar telja þetta „sambærilega gildismat“ vera mikilvægt og þess vert að í það sé haldið og það varið sérstaklega. Gildismat Sigmundar Davíðs Raunar er hugmyndin um skynsam­ lega fjölhyggju einn af hornstein­ um lýðræðisins í stjórnmálaheim­ speki Rawls en samkvæmt henni þá er þessi fjölhyggja eitt af grundvallar­ atriðum allra lýðræðisríkja. Rawls segir að einungis sé hægt að úti­ loka þessa hugmyndafræðilegu fjöl­ hyggju í samfélaginu ef ríkisvaldið beitir „kúgunarvaldi sínu til að inn­ leiða einhverja heildarhugmynda­ fræði“. Slíkt telur Rawls vera ósam­ ræmanlegt lýðræðinu þar sem þessi fjölhyggja sé „varanlegt einkenni á lýðræðislegu samfélagi“. Í lýðræðis­ ríkjum hefur ríkisvaldið einkarétt á að beita nauðung eða ofbeldi með löglegum hætti og er ríkisvaldið orðið fasískt þegar þetta vald er mis­ notað í hugmyndafræðilegum til­ gangi af einhverri ríkisstjórn. Af hverju kemur það Sigmundi Davíð við hvaða gildismat þeir sem búa á Íslandi hafa? Er það hlutverk stjórnmálamanns í lýðræðisríki að hafa áhyggjur af gildismati borgar­ anna? Nei, en það er hlutverk stjórn­ málamanns í gerræðisríki að gera. Þessi orð Sigmundar Davíðs um „sambærilegt gildismat“ eru því dað­ ur við „öfgafulla hugmyndafræði“, svo notað sé orðalag hans sjálfs í stefnuræðunni án þess þó að hann hafi útskýrt hvað hann ætti við með þeim orðum. Vill Sigmundur Davíð beita kúgunarvaldi ríkisins til að viðhalda „sambærilegu gildismati“ meðal borgaranna eða nægir hon­ um að beita til þess pólitísku valdi sínu með því að útiloka „sundrung“? Í fyrirmyndarríki Sigmundar Davíðs er bara til eitt gildismat. Hvað segir það okkur um gildismat hans sjálfs? Hann aðhyllist að minnsta kosti ekki fjölmenningarhyggju, eða það getur varla verið. Alið á „sundrung“ Það sem Sigmundur Davíð á við þegar hann segir að þjóðin deildi „sambærilegu gildismati“ er sjálf­ sagt það að kjósendur ríkisstjórnar­ flokkanna deili slíku gildismati. Þetta er ágiskun hjá mér en þetta kann að vera. Þeir sem ekki deila þessu gildis­ mati eru þá sjálfsagt hluti þeirra sem hann vísar til í lok ræðunnar þar sem hann segir: „En þeir eru til sem hafa ekki trú á Íslandi, þeir sem ala á sundrung og þeir sem aðhyllast öfgakennda hugmyndafræði og líta á hvern þann vanda sem upp kem­ ur í samfélaginu fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða þær öfgar.“ Þetta er auðvitað óskiljanleg máls­ grein hjá Sigmundi Davíð þar sem beinir orðum sínum ekki til neins hóps en kannski á hann við and­ stæðinga ríkisstjórnarinnar og aðra sem hafa gagnrýnt hana. Sigmundur Davíð er því hugsan­ lega að beina þessum orðum sínum til stórs hluta þjóðarinnar, þess fólks sem hefur gagnrýnt hann og ríkis­ stjórnina. Líklega er þetta fólk sem hefur ekki „sambærilegt gildismat“ og sá meirihluti þjóðarinnar sem kaus Framsóknarflokkinn og Sjálfstæð­ isflokkinn; þetta er fólk sem elur á „sundrung“ en ekki „samstöðu“ með því sem hann og meirihluti þjóðar­ innar sem stendur á bak við hann í ljósi kosninganna hugsa og vilja. Sigmundur Davíð vill ekki gagn­ rýnar umræður á Íslandi, hann vill ekki „sundrung“, hann vill ekki hug­ myndafræðilega fjölhyggju; hann vill þögn, hann vill ógagnrýna „sam­ stöðu“, hann vill „sambærilegt gildis­ mat“ og hann vill einsleita „þjóð­ menningu“, einhyggju. Hann sjálfur, í krafti meirihlutavalds sín í gegn­ um Alþingi og ríkisstjórnina sem á endanum er komið frá kjósend­ um, virðist vilja leggja línurnar um það hvernig fólk á að vera og hugsa í þessu ríki fámennis, „einnar þjóðar“ með „skýrt afmörkuð landamæri“ sem hefur „sambærilegt gildismat“ í „samstöðu sinni“ um að gera Ísland að „fyrirmyndarlandi“ eins og hann segir í lok ræðunnar: „Nú stöndum við, rúmlega 300.000 manna þjóð, frammi fyrir tækifæri til að gera landið okkar að sannkölluðu fyrir­ myndarlandi, framfarasinnuðu landi þar sem hugað er að velferð allra, þar sem auðlindir eru nýttar í sátt við náttúruna og samheldið og ham­ ingjusamt fólk lifir í öryggi alla sína daga.“ Er þetta fyrirmyndarland? Það sem er kannski hvað mest trufl­ andi við þessa ræðu Sigmundar Dav­ íðs er að þetta er lýsing hans á fyr­ irmyndarlandi: Svona lítur útópía, ekki dystópía, forsætisráðherra Ís­ lands út árið 2013. Þetta er truflandi af því í ræðunni daðrar hann við þjóðernishyggju, þjóðrembu, ein­ angrunarhyggju, einræðistilburði, andlýðræðislegar hugmyndir sem ganga þvert gegn menningarlegri fjölhyggju og skoðanafrelsi og reyn­ ir að ala á andúð á gagnrýnum um­ ræðum með því að kalla slíkar sam­ ræður „sundrung“. Mér finnst eins og Sigmundur Davíð telji að þeir sem eru ósammála „samstöðu“ hans eigi ekki heima á því „fyrirmyndarlandi“ sem hann hefur nú boðað. „Sundr­ ungaröfl, vík burt“. Ef við viljum skýra hugmynd um samfélag þar sem ríkja andstæðar hugmyndir en þær sem Sigmundur Davíð er að lýsa í ræðunni þá er Sví­ þjóð gott dæmi: Land sem hefur tek­ ið við miklum fjölda innflytjenda og „integrerað“ þá frekar vel inn í sam­ félagið; land sem einkennist af fjöl­ menningu en ekki „þjóðmenningu“ og „sambærilegu gildismati“. Aðrir valkostir að fyrirmyndarlandi en sá sem Sigmundur Davíð teiknar upp eru í stöðunni. Honum hugnast þeir bara ekki, af því þessir valmöguleik­ ar samræmast ekki gildismati hans sjálfs. Það er eins og Sigmundur Davíð hafi sofnað í pontu á einhverjum fjöldafundi árið 1930, í einhverju ríki á meginlandi Evrópu, og vakn­ að aftur á Alþingi á Íslandi árið 2013 og byrjað að tala eins og ekkert hafi gerst á Íslandi eða í heiminum í 80 ár. Ísland fyrir Íslendinga – Ísland best – Í átt til fyrirmyndarlandsins með „þjóðmenningu“ og „sambæri­ legt gildismat“ að vopni. Enn og aftur daðrar Sigmundur Davíð og Fram­ sóknarflokkurinn hans við andlýð­ ræðislega öfgahyggju. n „Landið væri eyja með skýr landa- mæri frá náttúrunnar hendi og byggð af einni þjóð með sambærilegt gildismat. Við setningu Alþingis Í stefnuræðu Sigmundar Davíðs er enn og aftur daðrað við andlýðræðislega öfgahyggju. MynD SiGtryGGur Ari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Greining
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.