Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 28
28 Sport 4.–6. október 2013 Helgarblað
Toppliðin geta slitið
sig frá öðrum liðum
n Arsenal nálgast met yfir flesta útisigra n Manchester United mætir botnliðinu
Viðsnúningur United
S
jöunda umferð ensku úr-
valsdeildarinnar fer fram
um helgina og má segja
að þetta sé umferðin þar
sem toppliðin geta slitið
sig frá öðrum liðum deildarinnar.
Arsenal, Liverpool, Tottenham og
Chelsea eru í fjórum af fimm efstu
sætunum og ættu þau öll að geta
landað þremur stigum um helgina.
Manchester City, sem situr í 7. sæti,
mætir hins vegar Everton, sem situr
í 4. sæti, og er óhætt að fullyrða að
það sé stórleikur umferðarinnar.
City óstöðvandi heima
Umferðin hefst í hádeginu á laugar-
dag þegar City og Everton mæt-
ast. City-vélin hefur hikstað í byrj-
un leiktíðar og átt sérstaklega erfitt
á útivelli. Á heimavelli hefur City
þó verið óstöðvandi þar sem liðið
hefur unnið alla þrjá leiki sína og
er með markatöluna 10–1. Everton
hefur komið á óvart og er liðið
þegar komið með 12 stig.
Liverpool hefur byrjað tímabilið
af miklum krafti og situr í 2. sæti
fyrir umferðina með 13 stig. Liðið
mætir nýliðum Crystal Palace á An-
field á laugardag og ætti að landa
þægilegum sigri. Palace er í 19. sæti
deildarinnar með 3 stig og hefur
liðið tapað fimm af fyrstu sex leikj-
um sínum á leiktíðinni.
Moyes á skilorði
Manchester United hefur verið
í tómu tjóni í deildinni en David
Moyes og lærisveinar hans ættu að
geta snúið taflinu sér í hag þegar
United heimsækir botnlið Sunder-
land. United er með 7 stig úr fyrstu
6 leikjunum og er liðið í 12. sæti
fyrir umferðina. Paolo Di Canio var
rekinn úr stjórastóli Sunderland á
dögunum og voru ákveðin bata-
merki á liðinu í tapleiknum gegn
Liverpool um liðna helgi. Sunder-
land er eina liðið í deildinni sem
enn hefur ekki unnið leik og kemur
ekkert annað en sigur til greina hjá
United. Stuðningsmenn liðsins eru
margir orðnir óþreyjufullir vegna
afleits gengis í síðustu leikjum.
Lundúnaslagur
Tottenham, Chelsea og Arsenal
verða í eldlínunni á sunnudag.
Chelsea heimsækir Norwich sem
vann góðan útisigur gegn Stoke
um síðustu helgi á meðan Chelsea
gerði jafntefli við Tottenham á
White Hart Lane. Chelsea er í 5.
sæti deildarinnar með 11 stig en
Norwich í 14. sæti með 7 stig.
Tottenham og West Ham mæt-
ast í Lundúnaslag og ætti Totten-
ham að geta haldið áfram góðu
gengi sínu í deildinni. Liðið er í 3.
sæti deildarinnar með 13 stig, sama
stigafjölda og Liverpool en lakara
markahlutfall. West Ham hefur
byrjað tímabilið illa og er í 17. sæti
með 5 stig og án sigurs síðan í fyrstu
umferðinni.
Átta útisigrar í röð
Einn af athyglisverðustu leikjum
umferðarinnar fer fram á The
Hawthorns þegar WBA tekur á
móti toppliði Arsenal. WBA vann
verðskuldaðan sigur á Manchest-
er United á Old Trafford um liðna
helgi og virðast Steve Clarke og
hans menn geta unnið hvaða lið
sem er á góðum degi. WBA er þrátt
fyrir það í 10. sæti deildarinnar með
8 stig en liðið hefur fengið sjö stig
af níu mögulegum í síðustu þrem-
ur leikjum sínum. Arsenal hefur
að sama skapi unnið síðustu fimm
deildarleiki sína og hefur liðið nú
unnið átta útileiki í röð. Arsene
Wenger og hans menn eru tilbúnir
í titilbaráttuna. n
Laugardagur
Man. City - Everton 2-2
„Everton hefur farið vel af stað en
City ekki alveg jafn vel. Þeir eru samt
traustir en það er einhver meðbyr með
Everton og þeir ná þarna góðu stigi.
Ég gæti trúað að City verði í smá basli í
vetur. Það er eitthvað sem segir mér að
núna sé tækifæri Arsenal, Liverpool og
Tottenham að blanda sér af fullum krafti
í titilbaráttuna.“
Cardiff - Newcastle 2-1
„Newcastle-menn vilja kvitta undir tapið
gegn Everton á mánudag en Cardiff-
menn eru sterkir heima og vinna góðan
heimasigur.“
Fulham - Stoke 0-0
„Þetta verður markalaust jafntefli fyrst
þetta er Stoke. Þetta eru lið sem verða í
baráttunni á botninum í vetur. Ég held að
það sé alveg klárt.“
Hull - Aston Villa 2-0
„Steve Bruce, stjóri Hull, er flottur og
hans menn klára þetta nokkuð sannfær-
andi. Hann var góður leikmaður á sínum
tíma og virðist vera góður stjóri.“
Liverpool - C. Palace 4-0
„Liverpool-liðið lítur mjög vel út og þeir
vinna auðveldan sigur. Eigum við ekki að
segja að Steven Gerrard komi sterkur inn
og skori sitt fyrsta mark í deildinni.“
Sunderland - Man.United 1-3
„Ég held að Sunderland komist yfir í þess-
um leik. Svo tekur Moyes hálfleiksræðuna
og fer loksins að ná til sinna manna.
Þarna verður viðsnúningur United á
tímabilinu.“
Sunnudagur
Norwich - Chelsea 0-2
„Chelsea-liðið verður klárlega í titilbar-
áttu en þeir eru samt búnir að vera í smá
basli. Þeir verða traustir með tímanum.
Það verður annarra liða að taka titilinn
af þeim.“
Southampton - Swansea 1-1
„Það er mikið undir hjá báðum liðum og
þetta verður stál í stál.“
Tottenham - West Ham 3-0
„Meðbyrinn er með Tottenham og þeir
vinna þarna 3–0. Gylfi skorar ekki að
þessu sinni en Soldado með tvö mörk og
Eriksen með eitt klára dæmið.“
WBA - Arsenal 0-1
„Arsenal-liðið lítur gríðarlega vel út. Þeir
vinna þetta 1–0 en þetta verður erfitt í ljósi
sigurs WBA á Old Trafford um síðustu helgi.
Özil skorar þarna í öðrum leiknum í röð.“
„Það er
mikið
undir hjá
báðum liðum
og þetta verður
stál í stál
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
G
rétar Sigfinnur Sigurðsson,
leikmaður nýkrýndra Ís-
landsmeistara KR, er spá-
maður umferðarinnar að
þessu sinni. Grétar segist vera hálf-
gerð „liðahóra“ og ekki halda með
neinu sérstöku liði. „Ég er upp-
alinn Liverpool-maður en fór svo
að halda með Chelsea þegar Eiður
var þar og svo fór maður að halda
með United. Ég veit ekki með það
lengur. Ég horfi á allt en er fyrst og
fremst KR-ingur,“ segir Grétar.
Grétar Sigfinnur hefur haldið með Liverpool, Chelsea og United
Vissir þú …
… að ekkert lið hefur átt fleiri sendingar
á tímabilinu (732) en Everton á síðasta
vallarþriðjungnum.
… að Romelu
Lukaku hefur skor-
að 14 mörk á árinu
í úrvalsdeildinni.
Aðeins Benteke (18),
Sturridge (15) og van
Persie (15) hafa skorað fleiri.
… að Gareth Barry
varð á mánudag 10
leikmaðurinn til
að spila 500 leiki í
úrvalsdeildinni.
… að Everton hefur
ekki tapað á mánudegi
í úrvalsdeildinni síðan gegn Liverpool,
3–2, í apríl 2001.
… að Aston Villa hefur nú fengið á sig
1.000 mörk frá stofnun úrvalsdeildar-
innar. Aðeins Tottenham (1.068) og
Everton (1.023) hafa fengið á sig fleiri.
… að Daniel Sturridge
hefur skorað 8 af
síðustu 10 mörkum
Liverpool í úrvals-
deildinni.
… að
enginn leikmaður
hefur farið í fleiri
tæklingar en
Aaron Ramsey hjá
Arsenal, eða 33.
… að Arsenal var síðast 8 stigum á
undan Manchester United þann 11. maí
árið 2005.
… að Chelsea á metið yfir flesta útisigra
í úrvalsdeildinni (11). Arsenal hefur nú
unnið 8 í röð.
Toppliðið Ekkert lið
hefur leikið jafn vel og
Arsenal á tímabilinu. Liðið
er á toppnum en gæti átt
erfiðan leik fyrir höndum
gegn WBA um helgina.