Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 29
Óskalisti Moyes
Sport 29Helgarblað 4.–6. október 2013
D
avid Moyes hefur átt erfiða
daga síðan hann tók við liði
Manchester United í sumar.
Þó hann sé með sama leik-
mannahóp, að megninu til,
og forveri hans Alex Ferguson, hefur
þessi reyndi knattspyrnustjóri átt í ba-
sli. Hann var gagnrýndur harðlega eftir
leikinn gegn Manchester City á dögun-
um, þar sem liðið tapaði illa. Ekki tók
betra við um síðustu helgi þegar liðið
tapaði á heimavelli fyrir West Brom,
2–1. Liðsuppstilling Moyes og leik-
skipulag hefur verið gagnrýnt í bresk-
um fjölmiðlum en ljóst þykir að hann
þarf að styrkja liðið í félagaskiptaglugg-
anum í janúar. Vefsíðan Talksport hef-
ur tekið saman lista yfir sex leikmenn
sem gætu hjálpað Moyes og lærisvein-
um hans að snúa genginu til betri
vegar. Það þykir ekki ásættanlegt á Old
Trafford að vinna tvo leiki af hverjum
sex. 12. sæti er ekki eitthvað sem stuðn-
ingsmenn félagsins geta sætt sig við. Ef
gengið batnar ekki í næstu leikjum er
ljóst að Moyes getur fátt annað gert
en að opna veskið í janúar. Þessir leik-
menn gætu verið efst á óskalistanum.
Leighton Baines
Staða: Bakvörður Félag: Everton
Martin Hinteregger
Staða: Varnarmaður Félag: Salzburg
Andreas Iniesta
Staða: Miðvallarleikmaður Félag: Barcelona
Ander Herrera
Staða: Miðvallarleikmaður Félag: Atletic Bilbao
Andrea Pirlo
Staða: Miðvallarleikmaður Félag: Juventus
Daniele De Rossi
Staða: Miðvallarleikmaður Félag: Roma
Samningur þessa stórkostlega leikmanns við Barcelona rennur út árið 2015. Hann hefur verið bendlaður
við bæði Manchester-liðin en hefur þó látið
hafa eftir sér að hann myndi vilja vera áfram
á Nou Camp. Hann gæti þó staðið frammi
fyrir því að verða seldur í janúar ef Barcelona
ákveður að reyna að fá góðan pening fyrir
leikmanninn, sem verður þrítugur í vor. Ljóst
er að Iniesta, sem er heimsmeistari og hefur
þrisvar unnið meistaradeild Evrópu, yrði
hvalreki fyrir hvaða lið sem er.
Nemanja Vidic og Rio Ferdinand eru engin unglömb lengur og fyrirséð að innan fárra ára þurfi breytingar að
eiga sér stað í hjarta United-varnarinnar.
Phil Jones og Jonny Evans hafa staðið sig
ágætlega á köflum en óvíst er hvort þeir
muni skipa stöðurnar til framtíðar. Martin
Hinteregger, sem þykir afburða efni og er
í U-21 árs liði Austurríkis, hefur bæði verið
orðaður við Arsenal og Liverpool auk þess
sem Juventus hefur borið í hann víurnar.
Manchester United var nálægt því að tryggja sér þjónustu þessa öfluga bakvarðar í sumar. Baines
var sjálfur á því að fylgja Moyes til United
en kaupin gengu ekki í gegn. Baines hefur
spilað afbragðs vel á keppnistímabilinu og
skoraði til að mynda tvö mörk úr aukaspyrn-
um í 3–2 sigri á West Ham nýlega. Framtíð
vinstri bakvarðarins Patrice Evra er óljós því
auðkýfingarnir í Monaco hafa borið í hann
víurnar. Annað tilboð í Evra er líklegt til að
líta dagsins ljós.
United bauð 12 milljónir punda í leikmanninn í sumar en því boði var hafnað. Líklegt verður að þykja, í
ljósi þess að miðjan hjá Untied hefur verið
gagnrýnd mikið í haust, að Moyes geri aðra
tilraun eftir áramót. De Rossi er frábær
alhliða miðjumaður sem myndi styrkja
United mikið. Hann er þrítugur, fullur af orku
og hefur mikla ástríðu fyrir leiknum. Ef til vill
gæti De Rossi orðið lykillinn að bættu gengi
Moyes og United.
Samningur Pirlo við Juventus rennur út undir lok leiktíðarinnar. Hann gæti því komið frítt til United. Þó leikmaður-
inn sé ekkert unglamb, 34 ára, gæti hann
einmitt verið maðurinn til að fylla skarðið
sem Paul Scholes skildi eftir sig á miðjunni.
Yfirsýn hans á vellinum, leiðtogahæfileikar
og afburða sendingageta er einmitt það
sem Manchester United þarf á að halda nú
um stundir – eða þar til framtíðarmaður
finnst í stöðuna.
Rauðu djöflunum mistókst að tryggja sér þjónustu þessa 24 ára miðvallar-leikmanns í sumar. Fréttir voru meðal
annars sagðar af lögmönnum sem villtu á sér
heimildir á meðan samningsumleitanir áttu
sér stað. United bauð að sögn 30,5 milljónir
punda í leikmanninn en af kaupunum varð
ekki. Moyes og stjórnarformaðurinn Ed Wood-
ward eru líklegir til að reyna aftur í jan úar.
Herrera hefur lýst yfir áhuga sínum á því að
ganga til liðs við Englandsmeistarana og gæti
örugglega styrkt miðjuna hjá Moyes mikið.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Wenger boðinn
nýr samningur
Arsene Wenger, knattspyrnustjóra
Arsenal, verður boðinn nýr þriggja
ára samningur á næstunni. Skrifi
hann undir mun hann fá einn og
hálfan milljarð króna í árslaun.
Wenger hefur verið í stjórastól
Arsenal frá árinu 1996 og gengið í
gegnum súrt og sætt á ferli sínum
hjá félaginu. Eftir mögur ár virðist
loks vera farið að birta til hjá Wen-
ger og lærisveinum hans enda
situr Arsenal á toppi ensku úrvals-
deildarinnar þessa dagana.
Stórlið vilja
fá Januzaj
Svo gæti farið að Adnan Januzaj,
einn efnilegasti leikmaður
Manchester United, yfirgefi fé-
lagið á frjálsri sölu næsta sumar.
Samningur leikmannsins við Eng-
landsmeistarana rennur út næsta
sumar og hafa viðræður um nýjan
samning siglt í strand. Umboðs-
maður kappans, Dirk De Vriese,
segir að stórlið um alla Evrópu
fylgist grannt með gangi mála og
má í því samhengi nefna Juvent-
us og Manchester City. Viðræður
um nýjan samning hættu þegar Sir
Alex Ferguson lét af störfum í vor,
en forsvarsmenn liðsins eru von-
góðir um að leikmaðurinn, sem
hefur átt fína innkomu í lið United
í haust, skrifi undir nýjan fimm ára
samning á næstunni.
Juventus
vill Lukaku
Ítalska stórliðið Juventus hefur
áhuga á belgíska ungstirninu
Romelu Lukaku leikmanni
Chelsea. Lukaku er sem stendur
í láni hjá Everton þar sem hann
hefur skorað þrjú mörk í fyrstu
þremur leikjum sínum. Breska
blaðið Mirror greinir frá því að
Juventus muni reyna að nýta sér
þá staðreynd að umboðsmaður
Lukaku sé hinn ítalski Mino Rai-
ola. Raiola er einmitt maðurinn
sem kom Paul Pogba, einum efni-
legasta miðjumanni heims, til
Juventus frá Manchester United á
sínum tíma.
n Miðjan hjá United gagnrýnd í haust n Moyes þarf að versla í janúar
Erfitt Moyes
hefur ekki byrjað
vel með United.