Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Qupperneq 31
Ekki mikið að þurfa að borga 1.200 kr. Vigdís Hauksdóttir um hið umdeilda legugjald. – Í Bítinu Grænmetisætur eru alveg eins og annað fólk Þetta er mitt einkamál Sigvaldi Ástríðarson er formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi. – DVSteinunn Guðbjartsdóttir staðgreiddi 900 milljóna einbýlishús. – DV Að skila á núlli Spurningin „Mér finnst þetta full mikið. Ef þú þarft að liggja inni ættirðu ekki að þurfa að borga svo mikið.“ Arnar Geir Bjarkason 18 ára barþjónn „Mér finnst þetta einfaldlega út í hött.“ Bjargmundur Ingi Kjartansson 21 árs hljóðtæknimaður „Mér finnst þetta frekar ósiðferð- islegt.“ Sigurður Páll Pálsson 21 árs kokkur „Mér finnst þetta skelfilegt. Allir eiga að geta notað spítalann hvort sem þeir eru fátækir eða ríkir.“ Elísabet Snjólaug Reinhardsdóttir 19 ára nemi „Mér finnst þetta eiga rétt á sér upp að ákveðnu marki, en mér finnst að eftir X marga daga eigi þetta ekki að gilda.“ Tinna Kristjánsdóttir 31 árs húsmóðir Hvað finnst þér um legugjaldið? 1 „Er á batavegi“ Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknar, veiktist mikið að kveldi mánudags. 2 Mamma þarf að djamma Jóhanna Guðrún syngur nýjasta lag Baggalúts. 3 Móðir Baby P gæti losnað úr haldi Var dæmd í fimm ára fangelsi hið minnsta árið 2009. 4 „Þessi flugvöllur þarf að fara“ Bara spurning hvert, með hvaða hætti og hvenær flugvöllur fer úr Vatnsmýri, segir Jón Gnarr. 5 Hávaðarifrildi í Breiðholti Lögregla kölluð til vegna hávaða í heimahúsi. 6 Hundruð þúsunda safnast upp í málskostnað Var dæmd til að greiða Agli Einarssyni 900 þúsund krónur vegna ummæla. Mest lesið á DV.is Allar mínar upplýsingar Þ eir sögðu það, karlarnir í Kana­ veldi, hérna um daginn þegar frægasti uppljóstrari nútímans tjáði sig um þær persónunjósnir sem amerískt ríkisvald stundar, að um­ ræddur uppljóstrari væri afar hættu­ legur; að hann hefði reynt að ráðast að grunnstoðum lýðræðisins og þeim gildum sem samfélög okkar heims­ hluta lofa og prísa. Þeir kalla upp­ ljóstrarann landráðamann og segja að hann hafi skaðað varnir ameríska rík­ isins með því að benda á glæpi þeirra sem með völdin fara. Og þetta er svo yndislega öfugsnúið að manni verður bumbult. Sá sem bendir á glæpinn, er glæpamaður. Sá eini sem virkilega get­ ur talist saklaus, er sekur og eftirlýstur sem hryðjuverkamaður. Það sem við gerum á netinu, er allt skráð og kortlagt. Menn eiga meira að segja auðvelt með að sjá mig á meðan ég vélrita þennan pistil, vegna þess að ég er nettengdur. Allt sem ég hef sett á netið, er þar og verður þar svo lengi sem netheimar verða til. Ég get ekkert gert. Og ef ég set ljóðin mín ekki sjálfur á netið, þá verða þau jafnvel sett þang­ að inn af einhverjum öðrum. Um mig – einsog alla aðra sem netið nota – eru til hundruð blaðsíðna af upplýsingum hjá amerískri stofnun sem hefur það merkilega takmark að fylgjast með mér. Ókei, ókei, ég geri mér grein fyrir því að menn geti kallað þetta vænisýki. En ég er ekki haldinn neinu slíku. Ef menn vilja fá að vita eitthvað um mig, þá mun ég – að sjálfsögðu – útvega blóðprufur, tannlæknaskýrslur og leyfa frjálst að­ gengi að öllum leynilegum upplýsing­ um sem um mig er hægt að finna. Ég hef nefnilega akkúrat ekkert að fela. Ég er meira að segja svo opin bók, að ég segi fólki mínar skoðanir hérna í blað­ inu í viku hverri og dreg ekkert undan. Ég reyni allavega að vera hreinskilinn og ef ég fer yfir strikið, þá reyni ég með línudansi að koma mér aftur á rétt ról. Sá galli er þó á gjöf samfélagsins, að jafnvel þótt ég myndi vilja leyfa mínu samfélagi að lesa um mig allt sem af mér er að frétta, þá er mér meinað að gera slíkt. Þarna kemur við sögu Persónuvernd, sem hefur það verk að vinna, að passa að persónuupplýsingar um mig verði ekki misnotaðar. Það merkilega er þó, að allar þær upplýs­ ingar sem Persónunefnd vill ekki leyfa mér að birta, eru nú þegar fyrir manna og hunda fótum í himnaríki lýðræðis­ ins, sem einnig kallast USA. Ég segi ykkur það, kæru lesendur, að ég á þá von heitasta að samfélag manna hafi úr einhverju öðru að moða en eilíf­ um feluleik fólskunnar. Græðgin hefur kennt mönnum að afla allra hugsan­ legra og óhugsanlegra upplýsinga um einstaklingana, svo hægt verði að finna út hvaða varning megi helst bjóða hverjum og einum. Og við hér á Fróni eigum því láni að fagna, að geta treyst á sópranógutta, sem sleikja allt sem am­ erískt er. Við eigum í dag stjórnarherra sem vita að þeim verður ekki refsað fyr­ ir þann glæp sem þeir stunda. Þeir ætla því að hafa þann glæp, sem núna er verið að fóðra eins og akfeita ófreskju, stærri og meiri en þá glæpi sem áður hafa kjagað um frónska grund. Skatt­ ar á hátekjufólk, veiðileyfagjald, nátt­ úruverndarlög og loforð um úrbætur til handa heimilunum í landinu. Allt er þetta hluti af glæp sem vandlega er skráður hjá þeim sem nenna að njósna um íslenska ríkið. n Vondir menn með vandamál á villigötum reika en upplýst ratar sanngjörn sál sem sýnir heiðarleika. Í einhverri kosningabaráttu var ónefndur flokkur sem hélt því fram að traust efnahagsstjórn væri stærsta velferðarmálið. Undir þá fullyrðingu er vel hægt að taka. Ef vel­ ferðarkerfið fær litla eða enga fjár­ veitingu þá sveltur málaflokkurinn og það snertir okkur öll. Pólitísk forgangs­ röðun ræður síðan mestu um, hversu hátt málaflokknum er gert undir höfði. Nú kom þing saman og fjármálaráð­ herra lagði fram fjármálafrumvarp. Margir áttu von á tíðindum þar sem ný ríkisstjórn hefur þótt heldur verklítil. Sumir héldu að allir kraftar hennar færu kannski í að gera fjár­ lagafrumvarpið sem best úr garði. Það reyndist misskilningur eins og svo margt annað tengt þessari stjórn. Þótt haldið sé áfram með mörg af verkum fyrri ríkisstjórnar er sveigt hraustlega af brautinni. Þannig er hætt við ýmis brýn mál á borð við lengingu fæðingar­ orlofs, byggingu Húss íslenskra fræða og styrki til ýmissa nýsköpunarverk­ efna sem skotið hefðu stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Þau verkefni sem hægristjórnin hefur slegið af eru flest þess eðlis að þeim hefði mátt halda áfram ef ekki hefði verið horfið frá auðlindagjaldi í sjávarútvegi og auð­ legðarskattur framlengdur. Tekjurnar af þessum skattstofnum voru veru­ legar og rýmkuðu möguleika ríkis­ ins á að efla atvinnulífið og styrkja alla velferðarþjónustu. Hins vegar má nú­ verandi ríkisstjórn eiga það að sumu er haldið til haga eins og framhaldi af tímabundnum bótagreiðslum sem fyrri ríkisstjórn kom á. Fjármálaráðherra hefur sagt að meginmarkmið ríkisstjórnarinnar sé að ná jöfnuði á rekstri ríkissjóðs. Mið­ að við fjárlagafrumvarpið verður af­ gangurinn hálfur milljarður. Það er hins vegar sýnd veiði en ekki gefin. Þau eru ófá fjárlagafrumvörpin sem hafa lofað afgangi án þess að niðurstað­ an hafi orðið sú þegar upp var staðið. Þegar við blasa áríðandi verkefni, eins og t.d. vandi heilbrigðiskerfisins, hefði verið lofsverðara að einsetja sér frekar að skila á núlli og nýta allt tiltækt fé til samfélagsuppbyggingar og í þágu al­ mennings. En stefnan er skýr. Velferðin er ekki á dagskrá. Nú er það svo að að Íslendingar veigra sér umfram aðrar Norðurlandaþjóðir við að nota heil­ brigðiskerfið, ekki síst vegna kostnaðar. Sumir leita ekki til læknis fyrr en útséð er með að sjúkdómarnir sem hrjá þá gangi yfir af sjálfu sér. Þeir sem þurfa að spara við sig læknisheimsókn hafa varla efni á spítalavist þegar vanrækti sjúkdómurinn er kominn á hættulegt stig. Kannski verður ástandið hér eins og víða í Bandaríkjunum, að góðgerða­ samtök bjóða fátækustu þegnunum upp á ókeypis læknishjálp þótt ég vilji ekki trúa því að hægristjórnin stefni meðvitað að því hróplega misrétti inn­ an samfélagsins. Fjárlögin sem ríkis­ stjórnin lagði fram spegla fyrst og fremst algjört skeytingar­ og skilnings­ leysi á aðstæðum þorra alþýðu. Í þeim er þrengt að menntun og námsmönn­ um, nýsköpun og rannsóknum, heil­ brigði og framtíð okkar allra. Enn frekari vandamál eiga eftir að hrann­ ast upp þar sem dregið hefur verið úr hvers kyns stuðningi sem skilaði sér síðan aftur með betra samfélagi. Þing­ manna bíður nú hið erfiða verkefni að berja í þessa bresti áður en fjárlögin verða endanlega afgreidd. Það verður þó ekki þannig að „traust efnahags­ stjórn“ verði banabiti velferðarinnar á Íslandi? n Mótmælt Stefnuræða forsætisráðherra og umræður. Nokkur hópur mótmælti utan við Alþingishúsið á meðan ræður voru fluttar. Allt fór friðsamlega fram en hávaði var tals- verður og barst greinilega inn í salinn. Mynd sigtryggur ariMyndin Umræða 31Helgarblað 4.–6. október 2013 Kjallari Líf Magneudóttir „Það reyndist misskilningur eins og svo margt annað tengt þessari stjórn. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.