Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 33
Fólk 33Helgarblað 4.–6. október 2013 steinum í hvalina þegar þeir liggja hálfdauðir þar í blóði sínu. „Svo eigum við náttúrulega stóra fjölskyldu þarna líka svo þetta var bara jákvæð reynsla.“ Með orðaforða tíu ára barns Þrátt fyrir ánægjulega reynslu af landinu hefur Jóhannes ekki ver­ ið duglegur að heimsækja Færeyj­ ar síðan hann flutti aftur til Íslands. „Ég fór þangað nokkrum sinnum á unglingsárunum en ég hef ekki farið síðan ég var sextán ára. Sem er fáránlegt því það er svo stutt að fara. Maður er bara einn og hálfan tíma að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli.“ Aðspurður segist Jóhannes tala mjög takmarkaða færeysku. „Ég er með orðaforða á við tíu ára barn því ég var svo ungur þegar ég bjó þarna. Ég reyni að lesa fær­ eyskar fréttasíður og svona en það er ýmislegt sem ég skil ekki. Annars get ég spjarað mig ágætlega þó hreimurinn sé búinn að skolast eitt­ hvað til.“ Jóhannes segir að þrátt fyr­ ir að Íslendingar geri gjarnan grín að færeysku séu þeir einstaklega lélegir í því. „Enginn þeirra Íslendinga sem hafa gert grín að færeysku hefur verið nálægt því að hljóma eins og Færeyingur,“ segir hann og bætir við að sjálfur hafi hann einu sinni tekið að sér slíkt verkefni. „Það var á stóra sviði Þjóðleik­ hússins, í sýningunni Heimsljósi. Þá talaði ég bæði færeysku og ís­ lensku með færeyskum hreim og ég fullyrði að sá „performance“ hafi verið bestur þeirra sem fram hafa komið hér á landi,“ segir hann og hlær. Þoldi ekki álagið í Rúmfatalagernum Eftir heimkomuna frá Færeyjum flutti fjölskyldan aftur í Hafnar­ fjörðinn, þó með stuttri viðkomu í Árbæ. Að loknum grunnskóla lá leiðin í Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem Jóhannes hugðist leggja stund á tækniteiknun. „Ég hafði áhuga á listum og teiknun en komst að því að tækni­ teiknun á fátt sameiginlegt með listrænni teiknun svo það nám var ekki farsælt. Ég var þar í tvær annir því ég vissi beinlínis ekki hvað ég vildi gera. Svo hætti ég í skóla og fór að vinna í hjá Færeyingunum í Rúmfatalagernum, Jákupunum, og var þar í tvö og hálft ár. Ég byrj­ aði sem helgarstarfsmaður, fékk svo að sjá um plastvörudeildina, svo varð ég lagerstjóri og nítján ára var ég orðinn verslunarstjóri Rúm­ fatalagersins í Hafnarfirði. Ég þoldi það álag í þrjá mánuði, þá hætti ég. Ég gat ekki meira. Þetta álag var alltof mikið fyrir unga, viðkvæma listasál,“ segir Jóhannes og hlær. Ætlaði að verða rokkstjarna Þrátt fyrir mikinn áhuga á listum hafði Jóhannes aldrei gert ráð fyrir því að verða leikari. „Mig hafði lengi langað að vera leikari, svona eins og marga krakka langar, en ég leit aldrei á það sem einhvern alvöru möguleika,“ segir hann og bætir við að raunar hafi hann haft allt önnur áform í huga. „Ég ætlaði alltaf að verða rokk­ stjarna. Ég var í hljómsveit frá fjórtán ára aldri ásamt trommu­ leikaranum í Sign, Agli Rafns­ syni. Við vorum ekkert almennileg rokkhljómsveit, bara „cover band“ sem spilaði vinsæl lög eftir aðra. Svo þegar við vorum um tvítugt hætti hljómsveitin og þá héldum ég og söngvarinn, Kjartan, áfram að spila á „pöbbum“ sem trúba­ dorar. Ég gerði það alveg til 2005, þegar ég útskrifaðist sem leikari. Ég spilaði um allar helgar með námi.“ Í dag lifir Jóhannes gamla drauminn helst í gegnum söngleiki. „Í söngleikjum fæ ég að gæla við gömlu rokkstjörnudraumana. Að fá að syngja fyrir sal fullan af fólki er alveg frábært. Ég hef líka stund­ um fengið að spila á gítar og svona og þá er ég ennþá meira eins og rokkstjarna.“ Myndi taka í hnakkadrambið á sjálfum sér Það var raunar í Rúmfatalagernum sem hugmyndinni um leiklistar­ nám var sáð í huga Jóhannesar. „Í Rúmfatalagernum var einn yfirmaður sem sagði alltaf við mig að ég ætti að hunskast í leiklistarskólann. Ætli hann hafi ekki séð hvað ég var opinn og mik­ ill „extróvert“. Ég var ófeiminn og óheflaður á þessum árum og ég átti það jafnvel til að vera dóna­ legur. Í dag myndi ég nú sjálfur taka í hnakkadrambið á mér.“ Eftir að hafa gefist upp á starfi verslunarstjóra lá leið Jóhannesar í Flensborgarskólann í Hafnarfirði. „Í Flensborg tók ég þátt í Söng­ keppni framhaldsskólanna og lenti í öðru sæti. Þetta var þegar Sverrir Bergmann vann, það átti enginn séns í hann. En ég lenti í öðru sæti og í kjölfarið hafði Guð­ mundur Rúnar Kristjánsson sam­ band við mig. Guðmundur var að leikstýra leikritinu Með fullri reisn, það var skólaleikrit hjá Fjölbrauta­ skólanum í Breiðholti, og sýningin hafði gengið svo vel að þau ætl­ uðu að halda áfram að sýna hana í Tjarnarbíói um sumarið. Einhverj­ ir úr sýningunni voru að fara til útlanda svo það vantaði nýja leik­ ara í stykkið og ég og Gói [Guðjón Davíð Karlsson – innsk. blm.] vor­ um fengnir til að hoppa inn í stað­ inn. Þá fyrst fór ég að hugsa með mér að ég gæti nú kannski alveg orðið leikari og þegar Gói sagði mér að hann væri að fara í inntöku­ próf fyrir leiklistarskólann ákvað ég að prófa það. Svo bara komst ég inn og þar með voru örlögin ráðin.“ Fengu lögfræðiaðstoð til að fá að leika í Grease Þeir Jóhannes og Gói hófu saman nám við Listaháskólann en þar þurftu þeir eitt sinn að taka óvenjulegan slag. „Ég lék stundum í söngleikjum á meðan ég var í skólanum, til dæmis í Grease með Birgittu og Jónsa. Þá var ég á öðru ári í skól­ anum. Svo var ég í Hárinu líka en við Gói þurftum að berjast smá við Listaháskólann því það var alltaf framkomubann hjá nem­ endum í leiklistardeild. Það var þannig að á meðan þú varst í leik­ listarskólanum þá var þér bannað að koma fram en ég og Gói feng­ um hlutverk í þessum söngleik og við vildum meina að þetta væri nú bara mannréttindabrot; að banna fólki að vinna. Þetta er eitthvað eldgamalt úr Leiklistarskóla Ís­ lands þar sem hugmyndin var sú að nemendur skólans fengju að rækta sig sem listamenn og þjálfa sig áður en þeir færu að birtast á sviði. Þetta var náttúrulega algjör forræðishyggja en við vildum nú meina að við gætum staðið á sviði í Grease án þess að það skaðaði okkar listrænu heilindi og nám. Við mættum alltaf í skólann og sinntum öllum verkefnum og þá kemur skólanum í rauninni ekk­ ert við hvað við gerðum þess utan. Við vorum svo fullir af réttlætis­ kennd að við fengum lögfræðing til þess að vinna með okkur álits­ gerð um það að þetta væri mann­ réttindabrot. Og skemmst er frá því að segja að við lékum í Grease.“ Þroskaðist upp úr karlrembunni Í leiklistardeild Listaháskólans lærði Jóhannes þó ýmislegt annað en bara leiklist. „Ég var rosaleg karlremba, nokkuð sem ég hef óbeit á í dag. Mér fannst rosa fyndið að slá stelp­ ur í rassinn og vera með ósæmi­ legan orðaforða í návist kvenna. Ég þroskaðist sem betur fer upp úr því, það gera það nú ekki allir,“ seg­ ir hann og bætir við að ástæða þess að þetta óx af honum hafi verið margþætt. „Í leiklistarskólanum vorum við tíu í bekk og þar á meðal fjór­ ar stelpur. Þær eru miklir kven­ skörungar og mér þykir ofboðs­ lega vænt um þessar stelpur í dag, en mér leist ekkert á þær fyrst af því að þær voru svo sterkar að mér fannst mér vera ógnað. En við neyddumst til að vera saman nán­ ast dag og nótt í fjögur ár þannig að þær náðu að ala smá sóma í mér og í þessu námi tók ég nokk­ ur mikilvæg skref sem endanlega komu svo í gegn þegar ég eignað­ ist dóttur 28 ára gamall. Þá fór allur fókus af sjálfum manni yfir á hana; hún varð tilgangur lífsins og al­ gjörlega númer eitt. Þá hugsaði ég hlutina í fyrsta skipti hundrað pró­ sent út frá konum, hvernig sam­ félagið hérna funkerar. Og þá tók ég síðustu skrefin frá hinni myrku hlið feðraveldisins.“ Sér Hellisbúann í öðru ljósi „Þegar maður er í þessari karl­ rembu finnst manni þetta saklaust og það eru rosalega margir sem skýla sér á bak við húmor. Ég sagð­ ist til dæmis alltaf vera jafnréttis­ sinni,“ segir Jóhannes og bætir við að þrátt fyrir að margir bendi á að kynin séu jöfn gagnvart lögum sé það hreinlega ekki nóg. „Það er öll þessi hegðun, öll orðræðan. Þetta er svo samofið í manni og þetta er mjög lúmskt. Maður er bara eins og hress gaur að grínast og maður heldur að maður sé bara flottur á því með einhverja brandara en þetta ristir miklu dýpra en það.“ Hann tekur leikritið Hellis­ búann sem dæmi, en sjálfur lék hann leikritið árið 2009. „Við vorum meðvitaðir um það að vera ekki karlrembur í leik­ ritinu og að gera ekki lítið úr kon­ um en svo þegar ég lít til baka þá fjallar allt leikritið um það að kon­ ur og karlar séu svona ólík út af ein­ hverjum vísindalegum ástæðum; að það sé hægt að rekja ójöfnuðinn til þess þegar við vorum veiðimenn og safnarar og að konur vilji vera í búðum að versla af því að þær séu safnarar í eðli sínu. En ég er alveg á því núna að þetta er miklu frekar út af því hvernig samfélagið hefur þröngvað hlutverkum upp á kynin.“ „Maður hefur forréttindi sem karlmaður“ Jóhannes segist þakklátur bekkjar­ systrum sínum úr leiklistarskól­ anum fyrir að hafa haldið yfir sér ræður um jafnrétti kynjanna. Það sé enn von fyrir karlrembur dags­ ins í dag. „Það er nefnilega von. Þetta tók rosalegan tíma og mikla vinnu en það er hægt að þroskast upp úr þessu.“ En er Jóhannes femínisti? „Já, algjörlega. Þeir sem eru hræddir við þetta hugtak eru þeir sem eru að gagnrýna þetta og kalla fólk „dólgafemínista“ og annað. Fólk sem er bara að benda á sið­ Ætlaði að verða rokkstjarna „Og þá tók ég síðustu skrefin frá hinni myrku hlið feðra- veldisins Mikill fjölskyldu- maður Jóhannes ásamt börn- um sínum tveimur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.