Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 39
 39Helgarblað 4.–6. október 2013 Júní 2008 var makedónski glæpafréttamaðurinn Vlado Taneski handtekinn vegna gruns um morð á þremur konum. Upp komst um Taneski þegar hann skrifaði býsna nákvæmar fréttir af morðunum – svo nákvæmar voru lýsingarnar að grunur féll strax á hann. Daginn eftir, 23. júní, fannst Taneski látinn í fangaklefa sínum. Að sögn lögreglu drekkti hann sér.22 n Fráskilin kona var hundelt af sínum fyrrverandi n Hún skyldi deyja M ánudaginn 11. janúar, 2011, klukkan átta að morgni, gægðist Claude Larsonnier varfærnis­ lega út um framdyr heimilis síns í þorpinu Pournier­ es, suðaustur af Aix­en­Provence í Frakklandi. Í raun var það eðlilegt því hún hafði búið við stöðugan ótta síðan hún hafði skilið við eig­ inmann sinn til þrjátíu ára, Jean Larsonnier. Bifreið hennar hafði verið skemmd, eldur borinn að verslun hennar og henni borist líflátshót­ anir frá Jean. Jean var einn þeirra aumkunarverðu karlmanna sem töldu sig hafa óskorað vald yfir fyrrverandi eiginkonum sínum og hafði hótað henni dauða opinber­ lega þegar hjónaband þeirra rann sitt skeið. Litlum vafa virtist undirorp­ ið að Jean hygðist gera alvöru úr hótun sinni. Hann hafði meira að segja sent syni þeirra hjóna smá­ skilaboð: „Faðmaðu móður þína að skilnaði; þú munt ekki sjá hana nokkurn tímann aftur.“ Í greipum óttans Eftir að Jean hafði skeytt skapi sínu á bifreið Claude hafði hún haft samband við lögregluna. Jean hafði verið handtekinn, fengið tveggja ára skilorðsbundinn dóm auk þess sem hann sætti nálg­ unarbanni gagnvart fyrrverandi konu sinni. Claude velktist ekki í vafa um að Jean myndi hundsa nálgunar­ bannið og greip því til þess ráðs að flytja – til Pournieres. Aðeins systir hennar, örfáir nánir vinir og vinnufélagar fengu vitneskju um búferlaflutningana. Engu að síð­ ur var óttinn svo greyptur í huga Claude að hún fékk stundum vini sína til að skutla sér heim og lá hún þá gjarna í felum aftur í bíln­ um. Þennan mánudagsmorgun var rétt farið að örla fyrir degi og napr­ ir vetrarvindar blésu um Provence. Claude leit upp og niður götuna og fullvissaði sig um að Jean væri hvergi nálægur. Hún settist í Renault­bifreið sína og ók sem leið lá til smábæjarins Rousset þar sem hún rak raftækjaverslun. Bíll í baksýnisspeglinum En Claude var ekki rótt og gjóaði augunum í sífellu í baksýnisspegil­ inn. Hún vissi hvernig bíll Jean var; grár Citroen C4 – en henni til mik­ ils léttis var engan bíl að sjá fyrir aftan hana. En þegar hún beygði inn á aðalveginn sá hún bílinn – gráan Citroen. Hann var kyrrstæð­ ur úti í kanti en þegar hún ók fram­ hjá honum blikkuðu aðalljósin. Í baksýnisspeglinum sá hún að henni var veitt eftirför og ótta­ slegin jók hún hraðan – í 90 kíló­ metra – yfir 100 kílómetra. Lauf­ laus trén virtust þjóta hjá en fram undan var ekkert að sjá nema auð­ an veginn og í baksýnisspeglinum blikkandi aðalljós Citroen­bifreið­ ar fyrrverandi eiginmanns hennar. Á leið sinni til Rousset þurfti Claude að fara um tvö hring­ torg, en sem betur fer var engin umferð og því þurfti hún ekki að hægja á sér og innan skamms sá hún ljósin í Rousset. En Jean hafði dregið á hana og hún varð að taka ákvörðun um hvað gera skyldi. Svo nálægt … en samt Skyndilega mundi Claude að lög­ reglustöðin var nánast innan seil­ ingar, á miðju iðnaðarsvæði, um­ girt hárri girðingu. Claude sá í hendi sér að það yrði ekki einfalt að komast að aðaldyrum stöðvar­ innar því fyrir framan stöðina var bílastæði. Hún yrði að hlaupa yfir það til að komast að dyrunum. Claude snarbremsaði og mátti litlu muna að hún æki á girðinguna. Hún rauk út úr bíln­ um og hljóp eins og hún ætti lífið að leysa – sem var sannleikanum samkvæmt. Jean stöðvaði Citroen­ bifreið sína fyrir aftan Renault Claude og hún heyrði bíldyrnar opnast. Einhvern veginn tókst Claude að komast í gegnum hliðið á girðingunni og dyr lögreglustöðv­ arinnar færðust nær – „aðeins örfáa metra í viðbót,“ hugsaði Claude. Tveir metrar í öryggið Fyrir aftan Claude kom Jean að hliðinu. Á honum var ekkert óða­ got að sjá. Sallarólegur lyfti hann hálfsjálfvirka veiðirifflinum sínum að öxlinni og miðaði. Hann skaut þremur skotum og Claude féll til jarðar og bak hennar litaðist rautt. Hún var í innan við tveggja metra fjarlægð frá dyrum sem hefðu veitt henni öryggi. Lögregluþjónn inni á stöðinni þekkti skothvell þegar hann heyrði hann og rauk til dyra, rétt nógu snemma til að sjá vopnaðan mann hlaupa að Citroen­bifreið á bíla­ planinu. Jean beið ekki boðanna og gaf bensínið í botn. Lögreglu­ maðurinn skaut tveimur skotum að bíl Jean en missti marks. Aðrir lögreglumenn stumruðu þegar þarna var komið sögu yfir Claude, en henni varð ekki lífs auðið og gaf upp öndina áður en sjúkrabíll kom á staðinn. Iðrun, en helst til seint Upphófst mikill eltingarleikur og nú var Jean orðin bráðin. Þess var skammt að bíða að hann yrði króaður af og þegar það gerðist steig hann út úr bílnum með upp­ réttar hendur. En það kjaftaði á honum hver tuska: „Hún var þyrnir í mínum augum. Hún eyðilagði líf mitt.“ Jean hafði fátt sér til málsbóta við réttarhöldin og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar. Sonur Jean og Claude bar vitni og lýsti samviskubiti sínu því hon­ um fannst hann hafa brugðist móður sinni. Sjálfur beygði Jean af og iðr­ aðist sáran, en sú iðrun kom helst til seint – hann hafði nánast bók­ staflega hundelt fyrrverandi eigin­ konu sína og síðan bundið enda á líf hennar. Jean fengi aldarfjórðung til að velta sér upp úr eigin iðrun og vangaveltum. n „Hún var þyrnir í mínum augum. Hún eyðilagði líf mitt. skotin á færi Jean Larsonnier Syndi iðrun við réttarhöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.