Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Page 42
Þ egar ólýsanlega erfið sorg nístir fjölskyldur er mis- jafnt hvernig fólk tekst á við missinn. Sorg getur sameinað fólk en hún get- ur líka sundrað og tætt upp sé hún ekki gerð upp. Líf Heru Karlsdóttur og fjölskyldu hennar breytist á einu augabragði þegar eldri bróð- ir hennar deyr af slysförum. Fjöl- skyldumeðlimir takast allir á við sorgina í sínu horni og mótar hún líf þeirra. Hera er 12 ára þegar bróð- ir hennar deyr og kennir sjálfri sér um hvernig fór fyrir bróður sínum. Hugarró finnur hún í þungarokki og á sér þann draum heitastan að verða rokkstjarna. Fjölskyldan er nokkuð týpískt íslensk sveita- fjölskylda á tíunda áratug síðustu aldar. Fyrir utan auðvitað það að dóttirin er af flestum talin snarbil- uð enda gerir hún lítið annað en að hlusta á þungarokk og gera allt vit- laust í sveitinni. Henni er þó flest fyrirgefið því þó ekki sé talað um það þá vita allir hvað gerðist. Hin mikla sorg litar líf þeirra allra og hefur gert alveg frá því bróðirinn féll frá. Hera er leikin af Þorbjörgu Helgu Karlsdóttur og ferst henni hlutverkið afar vel úr hendi. Þetta er ekki auðvelt hlutverk að túlka, hálf geðveik rúmlega tvítug kona sem er með þungarokk á heilan- um og hagar sér yfirleitt eins og asni. Ég hugsa að það hefði verið mjög auðvelt að klúðra þessu hlut- verki, ofleika það eða leika það illa en Þorbjörg Helga gerir þetta full- komlega. Maður finnur til samúð- ar með henni en á sama tíma skil- ur maður á tímabili ekki af hverju enginn er búinn að koma henni undir læknishendur. En Hera er ekki eina persóna sögunnar sem er áhugaverð. Reyndar er öll persónu- sköpun afskaplega góð og sann- færandi. Foreldrar Heru eru leiknir af þeim Halldóru Geirharðsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni sem fara afar vel með sín hlutverk. Aukaleikararnir standa sig líka vel og þá finnst mér sérstaklega vert að minnast á besta vin Heru, leikinn af Hannesi Óla Ágústssyni, sem er skemmtilega fyndin sveitatýpa. Á heildina litið er myndin virkilega góð og vel gerð. Hún er í senn átakanleg og sorgleg en líka mjög fyndin. Kvikmyndatak- an sjálf fannst mér ótrúlega flott, tónlistin sem var í höndum Péturs Ben, rammaði vel inn myndina og veitti henni aukna dramatík á köfl- um auk þess að vera bara ótrúlega vel gerð. Í myndinni er greinilega vel pælt í öllum smáatriðum og stemmingin skilar sér vel til áhorf- enda. Ef það er eitthvað sem ég hef út á að setja þá fannst mér nokk- ur atriði enda kannski heldur stutt- aralega, sérstaklega í seinni hluta myndarinnar og ekki nægilega vel gerð grein fyrir af hverju hlutirnir fóru svona (ég vil ekki segja of mik- ið svo ég kjafti ekki frá mikilvægum atriðum). En mér fannst það samt ekki koma það mikið að sök að það gengi ekki upp. Heilt yfir er þetta með betri íslenskum myndum sem ég hef séð og hvet ég alla til þess að sjá hana í bíó. Reyndar spái ég líka rokkæði meðal ungra stúlkna á Íslandi. Ég fann allavega hjá mér áður óþekkta löngun til þess að hlusta á þungarokk og læra á bassa eftir að hafa horft á þessa mynd. n Bifreiða- og vélaverkstæði • Álhellu 8 Hafnarfirði • Sími 577 6670 • velras.is Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn? Allar almennar bílaviðgerðir – Gírkassa- og vélaviðgerðir. Yfirförum, gerum við og förum með í skoðun sé þess óskað. Fljót og góð þjónusta. Metanbreytingar HÁTÆKNIBÚNAÐUR EINN VIRTASTI FRAMLEIÐANDI METANBÚNAÐAR Í EVRÓPU HRINGDU STRAX OG FÁÐU UPPLÝSINGAR Sparaðu bensín! Metanvæddu bílinn! Málmhaus Hera finnur huggun í sorginni í þungarokki. Málmhaus Leikstjóri og handritshöfundur: Ragnar Bragason Aðalhlutverk: Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Sveinn Ólafur, Hannes Óli Ágústsson Tónlist: Pétur Ben Kvikmyndir Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Virkilega góð og vel gerð „Hún er í senn átakanleg og sorgleg en líka mjög fyndin 42 Menning 4.–6. október 2013 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.