Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 4.–6. október 2013 Helgarblað
H
vað er hægt að hugsa sér
betra en að geta notið ís-
lenska fjallaloftsins sem
lengst eða sjávarlofts-
ins sem er engu síðra?
Lífsgæði sem svo sannarlega eru
ekki alltaf sjálfgefin úti í hinum
stóra heimi og við erum reglu-
lega minnt á í fjölmiðlum varð-
andi loftmengun ýmiss konar. Í
löndum þar sem loftmengunin er
hvað mest, er fólki jafnvel ráðlagt
að halda sig innan dyra með klút
fyrir vitum. Dögum og jafnvel vik-
um saman, á sama tíma og horft
er frá sömu löndum, jafnvel alla
leið frá Kína, til hálendis Íslands
öfundaraugum og þar sem sumir
vilja byggja heilsuhæli.
Tóbaksreykingar
heilbrigðisógn
Hvað sem öllum þessum vanga-
veltum líður eru tóbaksreyk-
ingar, beinar og óbeinar í okk-
ar nærumhverfi, mjög alvarlegur
mengunarvaldur á Íslandi í dag
og telst einnig meðal mestu heil-
brigðisógna framtíðar. Og gleym-
um ekki að börn og unglingar sem
erfa eiga landið, framkvæma fyrr
eða síðar það sem fyrir þeim er
haft í æsku.
Reykingar snerta marga og eru
ekki einkamál neins eins þegar
upp er staðið. Tóbaksreykingar
er tjörusvartur blettur á nútíma
samfélagi sem tengist fíkn, sjúk-
dómum og dauða af eigin völd-
um. Stórum útgjaldalið í heil-
brigðismálunum. Fíkn sem samt
er ótrúlega auðvelt að sniðganga
með réttu hugarfari. Í pólitíkinni
og dægurþrasinu efumst við sí-
fellt um hver hafi rétt fyrir sér og
hvað skipti mestu máli í þjóðfé-
laginu. Í lífinu sjálfu eru nokkr-
ar einfaldar staðreyndir sem all-
ir ættu að getað tekið mark á, sem
kosta oft minna en ekkert. Hreyf-
ing, tóbakslaust líf og hollt matar-
æði, svo einfalt er það.
Hreint loft
Ekkert nema hreint loft kemur í
veg fyrir flestu áunnu lungnasjúk-
dómana í dag. Lungnateppan er
algengust, þar sem samsvörun-
in á ástandi lungnanna getur að
lokum átt við slitinn svamp. Þótt
hann haldi útliti sínu við fyrstu
sýn, heldur hann ekki vatni. Í
lungnaþembu, lokastigi teppunn-
ar, eru lungun líka illa slitin inn-
an frá og halda ekki nýju lofti til
loftskipta. Nýtt súrefnisríkt loft í
lungnablöðrur sem eru sundur-
slitnar, í stað gamla loftsins sem
erfiðara er að losna við. Teppa og
þemba í lungum sem í dag tengist
fyrst og fremst tóbaksreykingum.
Spáð er að algengasta dánar-
orsök mannsins á næsta ára-
tug verði ásamt hjarta- og æða-
sjúkdómum sem einnig tengjast
tóbaksreykingum auk afleiðinga
sykursýkinnar, langvinn lunga-
teppa og þemba. Í þeirri tölu
eru ekki taldar með afleiðingar
lungnakrabbameinsins sem
tengist tóbaksreykingunum síðan
meira en nokkuð annað. Saman-
tekt þriggja kannana árið 2012 á
reyktóbaksneyslu Íslendinga sýna
engu að síður að í aldurshópn-
um 15–89 ára reykja rúmlega 14%
og þar af tæplega 22%, 20–29 ára
karlmanna.
Lungnabilun fyrir aldur fram
Í grein í Læknablaðinu fyrir rúm-
lega ári birtust niðurstöður rann-
sóknar Guðrúnar Dóru Clar-
ke, heimilislæknis á Akureyri, og
félaga um algengi reykinga og
langvinnrar lungnateppu á Ís-
landi. Af þeim sem voru með
sögu um reykingar, höfðu hvorki
meira né minna en 16% merki um
langvinna lungnateppu og þar af
voru 2/3 sem ekki vissu um sjúk-
dóminn þegar hann var stað-
festur með lungnamælingu. Það
alvarlegasta í niðurstöðunum var
þó sú staðreynd að um 70% af
þessum hóp voru með sjúkdóm-
inn á það alvarlegu stigi að hann
stefndi í lungnabilun fyrir aldur
fram eða um 65 ára aldur að með-
altali sem leitt gæti til dauða fyr-
ir 70 ára aldur. Vitað er hins vegar
að líkurnar snarbatna ef strax er
tekin ákvörðun um að hætta reyk-
ingum, því fyrr því betra en sem
aldrei er of seint.
Endastigið getur verið
öndunarvél
Læknar þurfa að vera duglegri að
spyrja um reykingar og fá jafn-
vel alla fullorðna sem reykja til að
mæta í lungnamælingu og athuga
hvort þeir séu haldnir alvarlegum,
en oft leyndum algengum lungna-
sjúkdómi, lungnateppu. Þetta er
hlutverk heilsugæslunnar, alveg
eins og við reynum að leita ein-
kenna annarra alvarlegra sjúk-
dóma í tíma. Við öll í heilsugæsl-
unni þurfum stöðugt að vera á
verði og nota hvert tækifæri sem
gefst til að benda á þær staðreynd-
ir sem skipt geta öllu máli í lífinu
síðar. Eina leiðin til að stoppa
framgang lungnateppu og lungna-
bilun síðar, sem og aðra alvarlega
sjúkdóma tengda reykingum er
að hætta í tíma. Endastigið getur
að öðrum kosti verið öndunarvél
heima í besta falli eða með súr-
efniskút á bakinu fyrir aldur fram,
áður en allt um lýkur. n
Vilhjálmur
Ari Arason
Af sjónarhóli
læknis
„Tóbaksreykingar
er tjörusvartur
blettur á nútíma sam-
félagi sem tengist fíkn,
sjúkdómum og dauða af
eigin völdum.
Hvað mega reyk-
ingar kosta okkur?
10 mínútna eftirréttur
n Hollur og fljótlegur eftirréttur sem auðvelt er að útbúa
Þ
egar gesti ber óvænt að garði
er gott að geta skellt í auðvelt
og fljótlegt góðgæti. Á síð-
unni Oprah eru nokkrar slík-
ar uppskriftir, til dæmis þessi réttur
sem er bakaður í örbylgjuofninum
og er ekki einungis fljótlegur heldur
einnig hollur.
Uppskrift:
n 2 epli
n 2 tsk. púðursykur
n ½ tsk. múskat
n 1 msk. mulinn kanill
n 2 msk. rúsínur
n 2 msk. hunang eða agavesíróp
Leiðbeiningar
Takið kjarnann úr eplunum og sker-
ið þau í stóra bita. Setjið bitana í
skál sem þolir örbylgju og stráið
púðursykri, múskati, kanil og rús-
ínum yfir. Dreifið svo hunanginu
eða sírópinu yfir allt. Setjið lok yfir
og í örbylgjuofninn í þrjár mínútur
eða þar til eplin eru orðin lin. Leyf-
ið þessu að kólna í nokkrar mín-
útur áður en þessa er neytt. Einnig
má toppa þetta með matskeið af
hreinni jógúrt. n
gunnhildur@dv.is
Bökuð epli Með kanil, múskati, púðursykri
og sírópi. Getur ekki klikkað.
Nýtur friðhelgis
í að vera skrýtin
n Ætlar að standa á haus á nýjum stað á hverjum degi n Solla tekur þátt í Meistaramánuði
S
olla Eiríksdóttir, lífsstílsfröm-
uður og margverðlaunaður
hráfæðikokkur, tekur virkan
þátt í Meistaramánuðinum.
„Ég ákvað að gera þrjú atriði
í þessum mánuði. „Ég ætla að standa
á haus á hverjum degi, gera hné-
beygjur þrisvar á dag og svo ætla ég
að hugleiða tíu mínútur á dag,“ segir
Solla milli anna í samtali við DV.
„Ég kaus að gera þetta svona oft-
ast nær á svona óhefðbundnum
stöðum og þannig get ég ekki afsakað
mig fyrir að hafa ekki tíma til að gera
þessar æfingar heldur geri ég þær á
þeim stað sem ég er á þá stundina,“
segir Solla glöð í bragði. Hún segist
hafa lært að standa á haus í sér-
stakri jógastöðu á námskeiði í Kaup-
mannahöfn fyrir rúmlega 30 árum.
„Jóginn sagði við okkur að ef það væri
einhver ein æfing sem maður ætti að
leggja rækt við þá væri það höfuð-
staðan. Þá fer allt blóðflæði til heil-
ans og þetta hjálpar sogæðum lík-
amans og innyflin fá nudd í leiðinni,“
segir Solla um höfuðstöðuna.
Uppátækið gleður nærstadda
Hún segist hafa einsett sér að fara
í höfuðstöðuna daglega í Meistara-
mánuðinum og „Instagramma“
ljósmynd af uppátækinu hvern dag
út mánuðinn bara upp á gamn-
ið. „Fólk sem þekkir mig kippir sér
ekki upp við neitt sem ég geri. Ég er
með svona friðhelgi í að vera skrýt-
in hjá mínum nánustu. En fólk sem
þekkir mig ekki getur orðið svona
ponsu feimið af því að það þekkir
mig ekki,“ segir Solla sem segir að
uppátækið veiti yfirleitt nærstödd-
um bæði innblástur og gleði. „Það
eru alveg tíu manns sem hafa haft
samband til að fá leiðbeiningar um
hvernig þetta er gert,“ segir Solla.
„Ef þú getur ekki gert þetta frístand-
andi á gólfinu þá er hægt að gera
þetta uppi við vegg. Ég get gert þetta
hvar sem er af því að ég er búin að
gera þetta svo lengi, ég þarf bara
eitthvað smá mjúkt, viskastykki eða
eitthvað undir höfuðið. Þetta reyn-
ir á magavöðvana, þú ert að fara
svona hægt upp og niður með lapp-
irnar. Maður notar rassvöðvana
og lokar grindarbotnsvöðvunum,
svona múltí æfing,“ segir Solla sem
segist standa á hvolfi í sirka fimm
mínútur að meðaltali.
Fáránlega gott
„Ég get alveg staðið í hálftíma en
ég hef bara aldrei prufað að standa
lengur,“ segir Solla sem er komin
yfir fimmtugt og orðin amma. Að-
spurð hvernig henni leið eftir hálf-
tíma á hvolfi fór Solla að hlægja.
„Ég var bara í stuði, þetta er svo
Svala Magnea Georgsdóttir
blaðamaður skrifar svala@dv.is
Á haus á borðstofuborðinu Solla
tekur Meistaramánuðinn með trompi og
segist ætla að standa á haus á óvenjulegum
stöðum daglega.
Á haus á hárgreiðslustofunni „Ég
get alveg staðið í hálftíma en ég hef bara
aldrei prufað að standa lengur,“ segir Solla
sem er komin yfir fimmtugt og orðin amma.