Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Side 4
4 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað
Auðlegðarskatturinn löglegur
n Eigandi Stálskipa stefndi íslenska ríkinu
H
éraðsdómur Reykjavíkur
sýknaði á fimmtudag ís
lenska ríkið af kröfum Guð
rúnar Helgu Lárusdóttur,
eiganda og framkvæmdastjóra
Stálskipa, sem krafðist þess að fá
tæplega 36 milljóna króna auð
legðarskatt sinn endurgreiddan frá
ríkinu.
Auðlegðarskattinn hafði hún
greitt á þriggja ára tímabili, gjald
árin 2010, 2011 og 2012.
Höfðaði hún mál gegn ríkinu í
upphafi árs til að láta reyna á lög
mæti auðlegðarskattsins og við
bótarauðlegðarskatts fyrir dóm
stólum. Guðrún Helga byggði kröfu
sína á því að skattastefna um auð
legðarskatt stríddi gegn ákvæði 72.
greinar stjórnarskrár Íslands um
friðhelgi eignarréttarins og jafn
ræðisreglu 65. greinar sömu laga.
Einnig að löggjöfin um auðlegðar
skatt færi í bága við mannréttinda
sáttmála Evrópu.
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst
ekki á þetta og sýknaði í dag ís
lenska ríkið af öllum kröfum Guð
rúnar Helgu. Í dómi héraðsdóms
kemur fram að samkvæmt stjórnar
skránni sé eignarrétturinn sannar
lega friðhelgur. Engan megi skylda
til að láta af hendi eign sína nema
almenningsþörf krefji. „Þrátt fyrir
það er þó heimilt að setja lög um
almennar takmarkanir eignarréttar
sem eigendur verða að þola bóta
laust. Í ákvæðinu er ekki mælt fyrir
um tiltekin mörk, hvorki í fjárhæð
um né á aðra mælikvarða,“ segir í
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. n
mikael@dv.is
Kaupþing
afsKrifaði
2,3 milljarða
hjá ingvari
n Borgaði 200 til 300 milljónir af 2,6 milljarða skuld
Þ
rotabú Kaupþings afskrifaði
2,3 milljarða króna skuld hjá
Ingvari Vilhjálmssyni, fyrr
verandi framkvæmdastjóra
markaðsviðskipta Kaup
þings. Þetta herma heimildir DV.
Þrotabú bankans hefði getað sett
Ingvar í þrot vegna skuldarinnar.
Ingvar borgaði 200 til 300 milljón
ir upp í skuld en eftirstöðvarnar, áð
urnefnd upphæð, voru afskrifaðar.
Ingvar var ákærður fyrir skatta
lagabrot af embætti sérstaks sak
sóknara fyrr á árinu en hann er talinn
hafa sleppt því að telja fram fjár
magnstekjur upp á rúmlega hálfan
milljarð króna og losna þar með við
að borga 50 milljónir í skatt til rík
isins. Vefmiðilinn Kjarninn greindi
frá því á fimmtudag að Ingvar hefði
grætt þennan hálfa milljarð á stöðu
tökum gegn íslensku krónunni fyrir
hrunið árið 2008.
Dæmdur til endurgreiðslu
Ingvar var í árslok 2011 dæmdur til
að endurgreiða þrotabúi Kaupþings
2,6 milljarða króna skuld vegna kúlu
láns sem hann fékk frá bankanum til
hlutabréfakaupa og var í persónuleg
um ábyrgðum fyrir. Rétt fyrir banka
hrunið 2008 var þessari persónu
legu ábyrgð Ingvars, og annarra
háttsettra starfsmanna Kaupþings, á
kúluláninu rift. Komst Hæstiréttur Ís
lands að þeirri niðurstöðu að sá gern
ingur að fella niður ábyrgðina hefði
ekki verið lögmætur. Ingvar var því
dæmdur til að endurgreiða þrotabúi
bankans umrædda 2,6 milljarða sem
hann var persónulega ábyrgur fyrir.
Endurgreiddi 200 til 300 milljónir
Heimildir DV herma hins vegar að í
stað þess að endurgreiða Kaupþingi
umrædda 2,6 milljarða hafi Ingvar
komist að samkomulagi við lög
menn slitastjórnar bankans um að
endurgreiða honum 200 til 300 millj
ónir króna. Eftirstöðvar skuldarinn
ar voru svo afskrifaðar samkvæmt
heimildum DV. Afskriftin á skuldum
Ingvars nam því 2,3 til 2,4 milljörð
um króna en DV hefur ekki orðið sér
úti um nákvæmar heimildir fyrir því
hversu mikið Ingvar greiddi upp í
skuldina, einungis að það hafi verið
á bilinu 200 til 300 milljónir króna.
Með þessari endurgreiðslu slapp
Ingvar við að vera settur í gjaldþrot
af slitastjórn Kaupþings.
Þrátt fyrir þetta á Ingvar veru
legar eignir, miklu meiri eignir en
hann greiddi Kaupþingi til baka.
Ingvar er barnabarn alnafna síns,
Ingvars Vilhjálmssonar, stofnanda
og eiganda útgerðarinnar Ísbjarnar
ins, sem varð að HB Granda árið
1985 með sameiningu við Bæjar
útgerð Reykjavíkur.
Fékk hálfan milljarð í laun
Á árunum 2004 til 2008 fékk Ingvar
á bilinu 5 milljónir til 10 milljónir
króna í laun í hverjum mánuði.
Frá þessu er greint í skýrslu rann
sóknarnefndar Alþingis. Árið 2004
var Ingvar með tæplega 5,3 milljón
ir á mánuði eða tæplega 64 milljón
ir króna í árslaun; árið 2005 var hann
með rúmlega 9,5 milljónir króna á
mánuði eða sem nam 114 milljón
um yfir árið; árið 2006 var hann með
tæplega 10,5 milljónir á mánuði með
126 milljónir króna í árslaun; árið
2007 voru launin 8,2 milljónir eða
rúmlega 98 milljónir og árið 2008
voru þau rúmlega 8,5 milljónir eða
sem nam 102 milljónum yfir árið.
Heildarlaun Ingvars á þessu fimm
ára tímabili námu því rúmlega hálf
um milljarði króna. Öll árin var
hann meðal tíu launahæstu starfs
manna Kaupþings, meðal annars
næst launahæstur á eftir Hreiðari
Má Sigurðssyni forstjóra árið 2008.
Endurgreiðsla Ingvars á hluta af
kúlulánaskuldinni nam því um það
bil helmingi þeirra launa sem hann
fékk frá Kaupþingi á árunum 2004 til
2008.
Samningsstaða bankans
Mörg dæmi eru um það eftir hrun að
fjárfestar hafi samið við fjármálafyrir
tæki vegna útistandandi skulda við
þau. Í stað þess að greiða allar skuldir
sínar, eða eignarhaldsfélaga sinna, við
þessi fjármálafyrirtæki er aðeins hluti
skuldarinnar greiddur og eftirstöðv
arnar afskrifaðar. Í mörgum tilfellum
er samningsstaða bankanna ekki góð
í slíkum viðskiptum þar sem um er að
ræða skuldir eignarhaldsfélaga með
takmarkaðri ábyrgð. Þetta á til dæmis
við í tilfelli Bjarna Ármannssonar sem
árið 2009 samdi við slitastjórn Glitn
is um að greiða henni tugi milljóna
upp í um 900 milljóna króna skuld
eignarhaldsfélagsins Imagina Invest
ments við bankann jafnvel þó hann
væri ekki persónulegum ábyrgðum
fyrir þessum skuldum.
Í tilfelli Ingvars Vilhjálmssonar
voru hins vegar persónulegar
ábyrgðir fyrir hendi. Samt slapp
hann við að greiða um 90 prósent
skuldarinnar við bankann. n
Ingvar Vilhjálmsson
Greiddi 200 til 300 milljónir
króna upp í 2,6 milljarða
króna skuld sína við
Kaupþing sem hann
var í persónulegum
ábyrgðum fyrir.
Eftirstöðvarnar voru
afskrifaðar.
„Með þessari endur-
greiðslu slapp Ingvar
við að vera settur í gjaldþrot af
slitastjórn Kaupþings
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Telja spillingu
vera útbreitt
vandamál
67 prósent Íslendinga telja að
spilling sé útbreitt vandamál inn
an íslenska ríkisins. Þetta kem
ur fram í könnun Gallup World.
Íbúar í 108 af 129 löndum sjá
spillingu sem alvarlegt vandamál
hjá þarlendum stjórnvöldum.
Verst þykir það í Tsjad, Bosníu og
Hersegovínu, Tékklandi, Grikk
landi, Kamerún, Hondúras, Indó
nesíu, Keníu, Litháen, Nígeríu og
Tansaníu.
Þúsund fullorðnir einstak
lingar frá hverju landi voru
spurðir í rannsókninni sem var
framkvæmd í fyrra.
Auðlegðarskatturinn löglegur Guð-
rún Helga, eigandi og framkvæmdastjóri
útgerðarfyrirtækisins Stálskia, lét reyna á
lögmæti auðlegðarskattsins.
Ráðgjar á vakt
um helgina
Drekaslóð hefur ákveðið að opna
dyrnar fyrir skjólstæðingum
sínum um helgina. Um hundrað
manns eru á biðlista eftir viðtali
hjá ráðgjafa og stöðugt bætist við
biðlistann. Fjármagn skortir hins
vegar til að bæta við starfsfólki og
því var brugðið á það ráð að opna
vakt um helgar, þar sem þrír ráð
gjafar verða á vakt á milli klukkan
ellefu og tvö á laugardögum. „Ekki
verður hægt að panta tíma fyrir
fram, fyrstur kemur fyrstur fær,“
segir Thelma Ásdísardóttir, ráð
gjafi á Drekaslóð. „Við vitum að
það er vont að vera búinn að taka
ákvörðunina innra með sér og
lyfta upp símanum til að panta
viðtal en þurfa svo að bíða lengi
eftir hjálpinni. Með þessu er fólki
gefinn kostur á að fá að pústa að
eins ef því liggur mikið á hjarta.
Viðtölin verða þó styttri en hefð
bundið er, eða um hálftími.“
Hún bendir þó á að fólk þurfi
ekki að hafa áhyggjur af því að
þurfa að sitja lengi og bíða, verði
aðsóknin mikil, því fólk fær upp
gefinn tíma þegar það mætir.
Innanríkisráðuneytið styrkti
verkefnið, en enn vantar fjármagn
til þess að klára það. „Hugmyndin
var að halda þessari þjónustu úti í
minnst sex mánuði en með þess
um styrk getum við verið til staðar
næstu sex laugardaga. Síðan verð
um við bara að sjá hvað gerist.“