Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Síða 6
Hnífurinn fannst
brotinn og boginn
6 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað
„Veðrið ekki góður veiðistjóri“
n Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag og hvatt er til hóflegrar veiði
M
enn eru almennt ánægðir
með að hafa fleiri veiðidaga en
undanfarin ár,“ segir Elvar Árni
Lund, formaður SKOTVÍS.
Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag, föstu-
dag, og stendur yfir í tólf daga. Veiða má
föstudaga, laugardaga og sunnudaga
næstu fjórar helgar. Fyrir komulagið
verður óbreytt til ársins 2015.
Elvar fagnar því að nú geti rjúpna-
veiðimenn séð lengra en út þetta
tímabil. „Menn ganga afslappaðri til
veiða, vitandi að það má veiða næstu
þrjú árin. Þetta léttir af þessum áform-
um manna um að eiga fyrningar á milli
ára,“ segir Elvar. Hann segir að fleiri
veiðidagar gefi mönnum kost á því að
velja sér veiðidaga eftir veðri auk þess
sem búast megi við að færri veiði-
menn séu á veiðislóð hverju sinni. Það
sé jákvætt. „Veðrið er ekki góður veiði-
stjóri.“
Elvar Árni segir að til lengri tíma
litið mætti skoða að koma á fót lifandi
veiðistjórnun sem tæki mið af tíðarfari
á hverjum tíma í hverjum landshluta.
Skipta mætti landinu niður í mörg
svæði og haga seglum eftir vindi á
hverju þeirra. Honum finnst líka koma
til greina að tvískipta tímabilinu. Fyrri
hluti tímabilsins mætti vera í septem-
ber, þegar rjúpan á auðveldara með
að felast og stofninn er sem stærstur.
Svo mætti friða rjúpuna fram í miðjan
október eða nóvember. Þannig mætti
í september veiða fugla sem annars
dræpust af náttúrulegum orsökum.
Umhverfisstofnun hvetur rjúpna-
veiðimenn til að veiða hóflega á kom-
andi veiðitímabili. Stofnunin segir að
stofninn sé á uppleið en tekur þó fram
að talningin í vor hafi leitt í ljós sjöundu
verstu útkomu frá upphafi talninga.
Elvar á von á því að rjúpan geti verið
dreifð um stórt svæði um helgina.
Tíðarfar hafi verið þannig, en eitthvað
hefur snjóað til fjalla og á Norðurlandi
síðustu daga. En hvað ætlar formaður
SKOTVÍS að veiða margar rjúpur í ár?
„Ég ætla að skjóta í matinn,“ segir hann
glettinn. n
baldur@dv.is
n Friðrik Brynjar dæmdur í 16 ára fangelsi n Ótrúverðugt að minnið hafi batnað
F
riðrik Brynjar Friðriksson
var dæmdur til sextán ára
fangelsisvistar í Héraðsdómi
Austurlands á miðvikudag
fyrir að hafa orðið Karli Jóns-
syni að bana á Egilsstöðum í byrj-
un maí á þessu ári. Friðrik Brynjar
banaði Karli með því að stinga hann
ítrekað með hnífi.
Þegar klukkuna vantaði tíu mín-
útur í eitt aðfaranótt þriðjudagsins
7. maí barst lögreglunni á Egilsstöð-
um tilkynning í gegnum fjarskipta-
miðstöð lögreglu þess efnis að mað-
ur, sem hefði kynnt sig sem Friðrik,
segðist hafa lent í átökum við ann-
an mann í íbúð í fjölbýlishúsi á
Egilsstöðum.
Lögreglumenn hittu Friðrik
fyrir utan íbúð á þriðju hæð fjöl-
býlishússins. Sagðist Friðrik hafa
læst sig óvart úti þegar hann hleypti
hundi sínum út. Friðrik sagðist
hvorki kannast við að hafa hringt í
Neyðarlínuna né við að hafa lent í
útistöðum við annan mann. Lög-
reglan tilkynnti þó Friðriki að sím-
talið til Neyðarlínunnar hefði borist
úr símanúmeri síma sem Friðrik var
með í fórum sínum.
Sambýliskona Friðriks sagði lög-
reglu að hún hefði ekki orðið vör
við neitt óeðlilegt. Eftir leit lögreglu
í kringum húsið var það sameigin-
leg ákvörðun lögreglu að ekki væri
ástæða til að aðhafast frekar.
„Ég held ég hafi drepið mann“
Morguninn eftir barst lögreglu til-
kynning um mann sem lægi í blóði
sínu á svölum fjölbýlishússins.
Reyndist það vera lík Karls Jónsson-
ar og þótti ljóst að andlát hans hefði
borið að með voveiflegum hætti. Var
Friðrik Brynjar handtekinn í kjölfar-
ið. Við rannsókn málsins aflaði lög-
regla sér upptöku af símtali Friðriks
Brynjars við Neyðarlínuna. Sam-
kvæmt því símtali gaf Friðrik upp
nafn og kennitölu. „Ég held ég hafi
drepið mann,“ sagði Friðrik Brynjar
við starfsmann Neyðarlínunnar.
Við skýrslutöku sagði Frið-
rik fórnarlambið hafa lýst yfir
kynferðis legum áhuga á börnum
sem hafi leitt til þess að Friðrik
missti stjórn á sér. Samkvæmt dómi
Héraðsdóms Austurlands fram-
kvæmdi lögreglan ítarlega leit bæði
í íbúð fórnarlambsins og á bæ þar
sem hann hafði alist upp og haft að-
gang að. Kvaðst lögregla auk þess
hafa rætt við fjölda lögreglumanna
og fleiri samborgara. Ekkert hafi
komið fram við þá leit eða þau sam-
töl sem stutt gæti þennan framburð
Friðriks.
Ekki hægt að tengja hnífinn við
Friðrik
Við rannsókn málsins var ekki
hægt að tengja Friðrik við hnífinn
sem var notaður til að myrða Karl.
Ekki þótti til að mynda fullsann-
að að hnífurinn ætti uppruna sinn
á heimili Karls. Hnífurinn fannst
þó brotinn og boginn í sturtu-
botni á baðherbergi í íbúð brota-
þola. Á skafti hnífsins fannst DNA-
efni úr Karli en jafnframt úr öðrum
einstaklingi, þó ekki í nægjanlegu
magni til að unnt væri að nota það
til kennslagreiningar. Ekki reyndist
unnt að framkvæma fingrafara-
rannsókn á skefti hnífsins samhliða
sýnatöku til DNA-rannsóknar. Þá
fannst blóð af fórnarlambinu á föt-
um Brynjars en ekki þótti fullsann-
að hvernig blóðið komst á fötin.
Framburðurinn skipti mestu
máli
Í dómi Héraðsdóms Austurlands
kemur þó fram að það sem mestu
máli skipti sé að framburður Frið-
riks um atvik í íbúðinni, eftir að hafa
deilt við Karl, hafi verið bæði óljós
og tekið margvíslegum breyting-
um. Segir í dómnum að fram-
burður Friðriks hjá lögreglu hafi
borið veruleg merki um minnis-
leysi hans um atburði næturinn-
ar, sérstaklega við skýrslutöku 16.
maí síðastliðinn. Við skýrslutöku 9.
júlí síðastliðinn þegar einangrun í
gæsluvarðhaldsvistinni hafði verið
aflétt, gaf Friðrik ítarlegri framburð
og kvaðst muna frekar vel það sem
gerðist á framangreindu tímabili
í íbúð brotaþola. Þegar hann var
hins vegar spurður út í aðkomu
sína að Karli látnum og athafnir í
íbúðinni við það tækifæri, kom enn
fram að nokkur eyða væri í minn-
inu frá því er ákærði sagðist hafa
dregið brotaþola eftir gólfinu þar
til hann hljóp út úr íbúðinni.
Fyrir dómi kvað Friðrik minni
sitt um atvik hafa komið til baka
smátt og smátt og taldi sig þar með
hafa samfellda mynd af atburðum.
Ótrúverðugt að minnið hafi
batnað
Dómurinn taldi það þó alls ekki trú-
verðugt að minni Friðriks hafi farið
batnandi svo löngu eftir atburðinn
heldur sé nærtækari skýring sú að
minni ákærða hafi tekið að litast af
samtölum við aðra og lestri máls-
gagna, eins og fram kom í fram-
burði geðlæknis fyrir dómi. Var
framburður Friðriks hvorki talinn
stöðugur né trúverðugur. Þá fannst
ekkert sem benti til þess að annað
dýr en hundur Friðriks hafi verið á
vettvangi og þegar litið var til fram-
burðar blóðferlasérfræðing um hve
skammur tími getur mögulega hafa
liðið frá því að blóðferill á gólfi íbúð-
ar fórnarlambsins myndaðist þar til
dýr á stærð við hund steig í hann, er
ljóst að ráðrúm annars geranda til
að vinna þann verknað sem Friðrik
var dæmdur fyrir, án þess að Frið-
rik yrði þess var er hann sneri aftur,
hefði verið lítið sem ekkert.
Þótti sekt Friðriks því sönnuð og
hann dæmdur til sextán ára fang-
elsisvistar. Þá var hann samkvæmt
dómi skikkaður til að greiða 3,9
milljónir króna í sakarkostnað. n
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
Aðrir sem
hafa hlotið
16 ára dóm
Hlífar Vatnar Stefánsson var
dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í
Hæstarétti Íslands í janúar fyrr á árinu
fyrir að hafa orðið Þóru Eyjalín að bana í
heimahúsi í byrjun febrúar ársins 2012.
Redouane Naou var dæmdur til
sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti
Íslands í apríl í fyrra fyrir að hafa stungið
mann á skemmtistaðnum Monte Carlo í
Reykjavík til bana.
Gunnar Rúnar Sigurþórsson
var dæmdur til 16 ára fangelsivistar í
Hæstarétti Íslands í október árið 2011
fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helga-
syni að bana. Gunnar Rúnar hafði áður
verið metinn ósakhæfur í Héraðsdómi
Reykjaness. Hæstiréttur taldi þó Gunnar
Rúnar sakhæfan og að fullu ábyrgan
gjörða sinna.
Ellert Sævarsson var dæmdur til
sextán ára fangelsisvistar í desember
árið 2010 fyrir að hafa orðið Hauki
Sigurðssyni að bana í Reykjanesbæ
aðfaranótt 8. maí árið 2010.
Bjarki Freyr Sigurgeirsson var
dæmdur til sextán ára fangelsisvistar
í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember
árið 2009 fyrir að hafa orðið Braga
Friðþjófssyni að bana í Hafnarfirði í
ágúst sama ár.
Hákon Eydal var dæmdur til sextán
ára fangelsisvistar árið 2005 fyrir að
hafa myrt fyrrverandi sambýliskonu
sína Sri Rhamawati þann 4. júlí árið
2004.
Þór Sigurðsson var dæmdur til
sextán ára fangelsisvistar árið 2003 fyrir
að hafa orðið Braga Óskarssyni að bana
á Víðimel í Reykjavík í febrúar árið 2002.
Sekur Friðrik Brynjar var
fundinn sekur um að hafa
myrt Karl Jónsson og sést hér í
héraðsdómi. Mynd SigtRygguR ARi
Rjúpur Veiða
má í 12 daga á
þessu ári, og
næstu tvö.