Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað n Ekki hefðbundin kennsla fyrir þá sem ekki fermast B arnið mitt fær ekki hefð- bundna kennslu af því að nánast allur árgangurinn er í fermingarfræðsluferðalagi á vegum kirkjunnar,“ segir óá- nægt foreldri barns í Lágafellsskóla en fimmtudaginn í síðustu viku fóru verðandi fermingarbörn á skólatíma í ferðalag á vegum Lágafellskirkju. Foreldrið er afar ósátt enda sé erfitt fyrir börn á þessum aldri að vera skil- in útundan. Jóhanna Magnúsdóttir, skólastóri Lágafellsskóla, segir að til standi að endurskoða hvernig staðið er að slíkum ferðum á vegum kirkj- unnar. Erfitt að vera skilinn útundan „Barnið mitt ætlar að fermast borg- aralega og svo eru fimm önnur börn sem ekki fóru í ferðalagið. Á fimmtu- daginn voru þau hálfan daginn að aðstoða við kennslu yngri barna í skólanum og hálfan daginn að vinna heimavinnu. Þau fengu ekki að fara í íþróttir eða sérgreinar. Vegna þess að Þjóðkirkjan ákveður að hafa ferðalag á skólatíma!“ segir foreldrið og bend- ir á að hefði fermingarfræðsluferðin verið farin viku síðar hefði hún lent á sama tíma og vetrarfríið í skólanum og þá hefði ekki þurft að mismuna neinum. „Maður skilur ekki hvers vegna ekki var hægt að hafa þetta þá. Mað- ur fær á tilfinninguna að með þessu sé verið að reyna að lokka krakkana til að koma með og svo fermast, enda erfitt að vera skilinn útundan og vera öðruvísi á þessum aldri. Barnið mitt fékk reyndar þau skilaboð í skólan- um að „það mætti koma með“ en forráðamenn fengu aldrei formlega tilkynningu um þetta, hvorki að þetta stæði til né að þeim sem ekki fermast væri boðið að fara með. Á miðviku- daginn kom bara póstur frá skólan- um þar sem stóð að þeir sem ætluðu að senda börn sín þyrftu að sækja um frí í skólanum.“ „Við munum endurskoða þetta“ Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla, staðfestir að ekki hafi verið hefðbundin kennsla fyrir þá krakka sem ekki fóru í ferðalagið. „Prógrammið var þannig að krakkarnir fóru inn í bekki á leik- skóladeildinni og í 1. og 2. bekk og fengu að vera þar sem aðstoðar- menn kennara þar sem þau hjálpuðu yngri börnunum. Svo voru þau inni í stofu með kennara fram til klukkan 12, þegar þó fóru í hádegismat, og þá skipulögðu kennarar sjálfir hvað þeir gerðu með hópnum. Ég veit að þau voru eitthvað að spila og annað slíkt,“ segir Jóhanna og bætir við að málin verði nú endurskoðuð. „Reyndar er þetta í fyrsta sinn sem það eru svona margir sem fara ekki í þessa ferð. Yfirleitt hafa þetta bara verið einn eða tveir nemend- ur og það sem brást kannski svolítið var það að við vissum ekki hvað þetta voru mörg börn sem yrðu eftir. Það varð bara misbrestur í samstarfi skól- ans og kirkjunnar um hvernig eigi að standa að öllum verkferlum í sam- bandi við þessa ferð. En ég hef nú óskað eftir því að fá fund með kirkj- unni vegna þessarar ferðar. Við mun- um endurskoða þetta núna.“ „Hefur verið svona í fjöldamörg ár“ Jóhanna segir lítinn fjölda þeirra barna sem ekki fóru eina af ástæð- um þess að ekki var hefðbundin kennsla. „Við vorum með sex krakka og þau eru ekki einu sinni öll í sama bekk. Reyndin hjá okkur er sú að ef barn fer ekki í einhverja ferð og við still- um upp hefðbundinni kennslu þá sækja foreldrar gjarnan bara um leyfi fyrir krakkana. Ég hugsa að upplifun krakkanna sé sú að það sé verið að refsa þeim fyrir að fara ekki í ferðina af því að hinir eru að gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt og eftir- sóknarvert og þess vegna höfum við nú reynt að láta þau vera í einhverju annars konar námi. Það er auðvitað heilmikið nám sem felst í því að vera aðstoðarmaður inni í bekk.“ En er eðlilegt að það sé farið í svona ferð á skólatíma? „Það er alltaf spurning um hvað er eðlilegt og hvað er ekki eðlilegt. Þetta hefur náttúrulega verið svona í fjöldamörg ár en ég mun leggja það til núna að þetta verði ekki fram- ar á skólatíma og ég hef þegar tjáð sóknarprestinum það.“ n Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is „Misbrestur í sambandi skólans og kirkjunnar“ Lágafellskirkja Þeir sem ekki fóru í ferð á vegum kirkjunnar fengu ekki hefðbundna kennslu í skólanum. Myndir Sigtryggur Ari Lágafellsskóli Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla, segir að málin verði endurskoðuð fyrir næsta ár. „Illa farið með börn á skólaskyldualdri“ „Ég hef barist mjög mikið á móti þessum aðskilnaði í almennum grunn- skólum og það er náttúrulega mjög illa farið með börn á skólaskyldualdri að lunginn úr árganginum sé bara tekinn út og hinir séu þá látnir daga uppi í einhverri vitleysu,“ segir Jóhann Björnsson, kennslustjóri borgara- legrar fermingar hjá Siðmennt. Hann segir ekki eðlilegt að fermingar- fræðsluferðir á vegum kirkjunnar séu farnar á skólatíma. „Mér finnst að það eigi að fara þetta í frítímum um helgar af því að kennurum er gert að kenna ákveðinn dagafjölda á ári en þarna eru ein- hverjir dagar, ég held að það séu yfirleitt tveir, sem falla út. En þetta er réttlætt á þeim forsendum að það séu bara foreldrarnir sem séu að fá leyfi fyrir börnin sín og að þetta leyfi sé ekkert öðruvísi heldur en það ef ein- hver þarf að skjótast út á land eða fara til útlanda eða eitthvað svoleið- is. Í slíkum málum er það nefnilega yfirleitt venjan í íslenskum skólum að skólastjórar neita nemendum ekki um frí en þá náttúrulega held- ur kennslan bara áfram eða það er allavega eitthvað eðlilegt skólastarf í gangi. Og þó þetta sé réttlætt eins og hvert annað frí þá er alltaf spurning um það hvort foreldrar hafi í raun samband við skólann og biðji um frí fyrir börnin sín eða hvort það fari bara allir.“ „Við munum endurskoða þetta Ungmenni á landsmóti Um helgina verður landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar haldið í Reykjanesbæ. Fimm hundruð unglingar og á annað hundrað leiðtogar og sjálfboða- liðar taka þátt í mótinu að þessu sinni. Fókusinn á landsmótinu verður á fátækt á Íslandi og krakkarnir ætla að safna fé fyr- ir Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar. Stálheppnir lottóspilarar: Ætluðu að selja til að grynnka á skuldum Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir verið nálægt því að fá 5 réttar í Lottóinu og síðastliðinn laugardag en þá komu 232 miðar fram með 4 réttar tölur. Tölurn- ar sem dregnar voru út voru all- ar mjög lágar en þær voru 3 4 5 7 10 og bónustalan 25. Í tilkynn- ingu frá Íslenskri getspá kemur fram að það hafi komið starfs- fólki þar því töluvert á óvart að einungis 2 miðar voru með allar tölurnar réttar og var annar mið- inn 10 raða sjálfvalsmiði ásamt Jóker en hinn miðinn áskriftar- miði þar sem 3 raðir eru í áskrift. Tvær raðirnar af þremur eru töl- ur sem eigendur dreymdi fyrir og ein röðin er afmælisdagar fjöl- skyldunnar. Vinningsröðin að þessu sinni var röð sem eiganda hafði dreymt fyrir um 20 árum og sett í áskrift og nú skilaði sá draumur sér skemmtilega til baka. Þessi fjöl- skylda var nýbúin að vera með fasteignasala í heimsókn til að verðmeta húsnæði sitt því þau ætluðu að minnka við sig til að draga úr skuldum en nú ætla þau að vera áfram í húsinu sínu og greiða niður áhvílandi skuld- ir og leyfa sér svo jafnvel að fara í einhverja dýra framandi utan- landsferð sem hjónin hefur lengi dreymt um. Hinn vinningshafinn var ung fjölskyldukona frá Akranesi, þriggja barna móðir, sem er með miða í áskrift. En þar sem veðr- ið á Skaganum var svo gott í síð- ustu viku ákvað konan að bóna bílinn, fór í Olís og keypti sér bón og ákvað að taka að auki 10 raðir og Jóker í viðbót við áskriftar- miðann sem hún á. Það var svo sannarlega ferð til fjár. Það var svo á laugardagskvöldið sem hún veitti því athygli að margir vinir hennar á Facebook voru að spyrjast fyrir um hver hefði keypt sér Lottómiða í Olís á Akranesi og unnið pottinn. Konan fór þá út í bíl og náði í miðann sinn og ætlaði ekki að trúa sínum eig- in augum – var hún virkilega sú heppna? – búin að vinna sér inn rúmlega 31 milljón króna og gæti nú keypt sér draumabílinn og fjölskyldan orðið skuldlaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.