Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Side 14
Ó
líkt flestum herlausum ríkj-
um hefur Ísland ekki enn full-
gilt samninginn um alþjóðlegt
bann við klasasprengjum. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, undirritaði
hann í desember árið 2008 en Ísland
er, að Vatíkaninu undanskildu, eina
herlausa ríkið í Evrópu sem ekki hef-
ur fullgilt hann og ekki er skuldbund-
ið að þjóðarrétti til að virða og uppfylla
ákvæði samningsins. Wikileaks-skjöl
úr sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi
benda til þess að árið 2007 hafi íslensk
stjórnvöld ætlað að leggjast gegn bann-
inu. „Ísland hefur ekki tekið endanlega
afstöðu til klasasprengjumálsins en
vill ekki styðja algjört bann við notk-
un þeirra,“ segir í greinargerð sendi-
herra Bandaríkjanna frá því í maí árið
2007 en þá var ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins að
láta af störfum, þar sem Valgerður
Sverrisdóttir, Geir H. Haarde og Dav-
íð Oddsson höfðu gegnt störfum ut-
anríkisráðherra. Fram kom þó í sendi-
ráðsskjölunum að líklega myndi Ísland
fylgja Norðmönnum að málum og
nokkru eftir að Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir varð utanríkisráðherra tók Ísland
afgerandi afstöðu gegn vopnunum.
Klasavopn mikilvæg fyrir NATO
Í greinargerð sendiráðsins frá 22. maí
árið 2007 kemur fram að á fundi með
starfsmanni utanríkisráðuneytisins
hafi bandarískir embættismenn bent
á að bann við klasasprengjum gæti
haft verulega neikvæð áhrif á starf-
semi Atlantshafsbandalagsins auk
annarra hernaðaraðgerða sem Ísland
hefur lýst yfir stuðningi við. Hér hef-
ur líklega verið átt við Íraksstríðið þar
sem klasasprengjur kostuðu fjölda
óbreyttra borgara lífið. Fulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins sagði íslensk stjórn-
völd standa í þeirri trú að Bandaríkin
væru mótfallin hvers kyns aðgerðum til
takmörkunar á notkun klasasprengja,
en stjórnvöld ætluðu líklega að leggja
áherslu á afvopnunarmál þegar reynt
yrði að fá sæti í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Hins vegar yrði Ísland, sem
aðili að NATO, að horfast í augu við
raunveruleikann þegar hernaðarmál
væru annars vegar.
Mannúðlegar sprengjur
Í júlí árið 2008 virðist lítið hafa breyst
í þessum efnum. Þá var ný stefna
Bandaríkjanna í málefnum klasavopna
kynnt fyrir fulltrúa utanríkisráðu-
neytisins og samkvæmt sendiráðs-
skjali gerði hann engar athugasemdir
við stefnuna. Samkvæmt nýrri stefnu
Bandaríkjanna var áfram litið á klasa-
sprengjur sem mannúðleg og lögmæt
vopn sem gegndu mikilvægu hlut-
verki í hernaði. Jafnframt er tekið fram
í kynningu stefnunnar á vef varnar-
málaráðuneytis Bandaríkjanna að
notkun klasasprengja dragi úr mann-
falli bandarískra hermanna og „geti
bjargað lífi Bandaríkjamanna“. Þá er
sú afstaða Bandaríkjanna tíunduð að
klasasprengjur séu hættulausari fyrir
óbreytta borgara en ýmis önnur vopn.
Samkvæmt stefnunni ber samt hern-
um skylda til að huga að því að klasa-
sprengjur valdi sem minnstum skaða
á óbreyttum borgurum og árið 2018
taka gildi takmarkanir á magni þeirra
ósprungnu klasasprengja sem Banda-
ríkjaher áskilur sér rétt til að skilja eftir
í jörðu. Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld
hafi ekki hreyft sérstökum mótbár-
um við stefnu Bandaríkjanna í þess-
um efnum var Ísland eitt þeirra 125
ríkja sem undirrituðu alþjóðlegan
samning um bann við klasasprengjum
þann 3. desember árið 2008. Ísland tók
þátt í samningaferlinu en með samn-
ingnum var þróun, framleiðsla, notk-
un, birgðasöfnun og afhending klasa-
sprengja bönnuð. Fjölmörg valdamikil
ríki voru mótfallin banninu og skrifuðu
ekki undir sáttmálann, svo sem Banda-
ríkin, Kína, Rússland og Ísrael.
Bitna sérstaklega á börnum
Klasasprengjur eru sérstaklega skað-
legar óbreyttum borgurum í ljósi þess
að þær innihalda margar smásprengj-
ur sem dreifast yfir stór svæði og geta
sprungið árum og áratugum eftir að
átökum lýkur. „Þegar til lengri tíma er
litið stafar óbreyttum borgurum meiri
hætta af þessum vopnum en hermönn-
um,“ segir í pistli eftir John Holmes, að-
stoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna á sviði mannúðaraðstoð-
ar, sem birtist í íslenskri þýðingu á
vef upplýsingaskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi. „Þau eru börn-
um sérstaklega skeinuhætt. Forvitni
er börnum eðlislæg og vopnin minna
oft á leikföng. Þegar smásprengjurn-
ar springa deyja börnin, særast eða
verða fyrir áfalli sem varir alla ævi.“ Ís-
lendingar hafa lagt lóð sín á vogarskál-
arnar þegar kemur að hreinsun svæða
sem menguð eru af klasasprengjum.
Sem þátttakandi í NATO og stuðnings-
aðili Íraksstríðsins hefur Ísland þó lagt
blessun sína yfir stríðsrekstur þar sem
klasasprengjum er beitt. n
14 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað
Vildu ekki banna
klasasprengjur
n Vopnin mikilvæg í hernaðaraðgerðum sem Ísland studdi
Forvarnarstarf
Börn í Líbanon
eru frædd um það
hvernig varast megi
klasasprengjur.
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannpall@dv.is
21. 10. 2013
„ Ísland hefur ekki
tekið endan-
lega afstöðu til klasa-
sprengjumálsins en vill
ekki styðja algjört bann
við notkun þeirra.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
mánudaginn 28. október, kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
Karólína Lárusdóttir
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og
fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17,
sunnudag 12–17, mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Höll undir bandaríska utanríkis-
stefnu Sendiráðsgögn sem afhjúpuð
voru, þökk sé Bradley Manning og
Wikileaks, sýna að ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokksins og Framsóknarflokksins var
mótfallin banni við klasasprengjum.