Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Síða 42
42 Lífsstíll 25.–27. október 2013 Helgarblað G ott samspil nærumhverfis og heilsu er nauðsyn­ legt, enda þróast frá upp­ hafi mannkyns. Nærflóran og gerlar í görn eru til að mynda tíu sinnum fleiri en frum­ ur líkamans og sem segir sína sögu. Flóra sem ver líkamann fyrir óvin­ veittum sýklum, þroskar ónæmis­ kerfið og hjálpar að nýta það besta úr fæðunni og upptöku næringar­ efna. Hárfínt og viðkvæmt samband þar sem oft ríkir mikil samkeppni við óhagstæðari örveirur sem vilja komast að, eða sem haldið hefur verið í dvala. Sér í lagi á þetta við eft­ ir oft óþarfa inngrip með sýklalyfj­ um. Sambandið er nátengt hugtak­ inu um hagstætt samband hýsils og sníkjudýra sem flestir þekkja annars staðar í dýraríkinu og sem gagnast báðum. En ekki þegar sníklar breyt­ ast í sýkla, vilja ráða öllu og leggja hýsilinn loks að velli. Nýju samfélagsgeiturnar Svokallaðir klasakokkar (Staphylo­ coccus aureus) sem finnast í nefi okkar flestra, eru algengastir sýk­ ingarvaldar í sárum og kossageitinni sem við flest þekkjum. Jafnvel öðr­ um geitum í hársverði sem voru al­ gengari til forna og þegar töluvert vantaði upp á hreinlætið. En sem nú er aftur farið að bera meira á hjá íþróttafólki tengt svitablautum óhreinum íþróttafatnaði, áhöldum, dýnum og gólfum. Klasakokkarnir geta einnig valdið hættulegum spítalasýkingum í skurðsárum, ekki síst þegar þeir eru orðnir penisillínónæmir eins og algengt er víða erlendis, svokallaðir spít­ ala­MÓSAr (Methylycam Ónæmir Staphylococcus Aureus). Sú þróun tengist mikilli notkun sýklalyfja á spítölum sl. áratugi, ekki síst á gjör­ gæsludeildum og sem eru þá stund­ um ónæmir fyrir öllum sýklalyfj­ um (fjölónæmir). Á síðasta áratug eru svipaðir mósar (ónæmir fyrir penisillínlyfjum) að verða algengir í samfélaginu öllu. Þessir stofnar eru kallaðir samfélagsmósar (CA­ MRSA) og sem valda miklu alvar­ legri húðsýkingum en áður. Nýju samfélagsgeiturnar okkar. Húðsár og sýkingar Samfélag baktería getur líka mynd­ ast í hinum ýmsum vefjum líkam­ ans, þó sér í lagi í alls konar að­ skotahlutum sem mynda óvarinn grunn til að byggja ofan á sem að lokum hagar sér sem smáríki í stór­ ríki líkamans. Bú sem lýtur eigin lögmálum og verkaskiptingu inn­ byrðis. Þessi fyrirbæri hafa verið kallaðar „fléttur“ (biofilms) baktería og sveppa. Sumir eru gerðir út af örkinni til að bera björg í bú, meðan aðrir eru látnir sjá um árásir og frek­ ari landvinninga úti um allan lík­ amann. Samsvörun sem við getum svo sem svo séð víða í samfélaginu öllu í dag. En þar sem varnir okkar sjálfra og hagstæð nærflóra skiptir mestu máli. Húðsár og húðsýkingar hvers konar eru sennilega algengustu meinin sem við höfum fengist við gegnum aldirnar, enda sýnileg með berum augum. Legusárin eru erfið­ ust viðfangs í seinni tíð, ekki síst hjá öldruðum og langveikum. Einmitt í sárameðferðinni er auðvelt að sjá náttúrulögmálin að verki og græðingarmátt sjálfs líkamans. Eins sögunnar, m.a. til notkunar náttúru­ lyfja og grasa í lækningaskyni gegn­ um aldirnar. Húðkrem úr íslensku hráefni Sigríður Einarsdóttir heitir öldruð kona sem í áratugi hefur þróað húð­ krem úr þorskalýsi og repjuolíu með íslenskum frostþurrkuðum lækn­ ingajurtum. Kremið græðir upp legusár og exem, hjá mönnum og hrossum. Sama getur átt við mörg önnur náttúruefni sem verið er að rannsaka hér á landi í svokölluðum sprotafyrirtækjum, úr hvönn, græn­ þörungum og jafnvel með þorskroði og þorskensímum. Sýklalyfjaónæmir samfélags­ mósar eru stór ógn við samfélag okkar í dag, tilkomnir vegna mikill­ ar notkunar sýklalyfja. Ógn sem við höfum þegar kynnst hér á landi á annan hátt með faröldrum sýklalyf­ jaónæmra pneumókokka (lungna­ bólgubakteríunnar).Við verðum að fara að hugsa öðruvísi, eins og svo reyndar á mörgum öðrum sviðum þegar við svindlum á lög­ málum móður náttúru. Sagan um alla „samfélagsmósana“ og krem­ ið hennar Siggu, er aðeins ein lítil dæmisaga í þessu samhengi, fyrir okkur öll að læra svolítið af. n Innrás „samfélags- mósa“ og kremið hennar Siggu Vilhjálmur Ari Arason Af sjónarhóli læknis „Sigríður Einars- dóttir heitir öldruð kona sem í áratugi hefur þróað húðkrem úr þorskalýsi og repjuolíu með íslenskum frostþurrkuð- um lækningajurtum. Heilsulind á baðinu heima n Magnesíum og kókosolía styrkja líkamann þ ann Nú þegar kuldinn og myrkrið sækir að Frónbúum er mikilvægt að hlúa vel að líkama og sál. Margir gera það að góðum vana að láta streituna líða úr sér í heitapottinum í næstu sundhöll en oft þarf ekki að leita langt til þess að dekra aðeins við sjálfan sig. Kókosolía og epsom-salt Með kókosolíu og epsom­salti einu saman má töfra fram notalega stemn­ ingu sem eykur slökun og vellíðan heima í baðkar­ inu. Þú einfaldlega skellir desilítra af epsom­salti í baðvatnið og leyfir steinefnunum að smjúga inn í húð­ ina. Ekki er verra að hafa kertaljós, gott tímarit eða tónlist við höndina. Virknin frá epsom­saltinu er vís­ indalega sönnuð en saltið er auð­ ugt af magnesíum sem hefur styrkj­ andi áhrif á taugakerfið og slakar á vöðvum. Húðburstun Þá er upplagt að bursta lík­ amann með góðum bað­ bursta og nudda þreytt­ ar fætur í leiðinni til að koma blóðinu af stað og hressa upp á húðina. Eftir baðið er lífræn kókosolía borin á allan líkamann frá toppi til táar til að næra húðina og veita góðan raka. Kókosolía vinnur mjög vel á þurrki og útbrotum. Lífsgæði í hversdags- amstrinu Fyrir fólk sem er mikið á ferðinni getur hugmyndin um slökun virkað fjar­ verandi og tímafrek. Það er þó leikur einn að bæta lífsgæðum inn í dags­ rútínuna. Sturtufólk getur hleypt dekrinu inn í sturtuklefann með ein­ földum hætti. n Blandaðu lófafylli af lífrænni kókosolíu og epsom-salti saman í höndunum og berðu það á allan líkamann. Epsom-saltið nuddar þannig dauðar húðfrumur í burtu ásamt því að næra húðina með magnesíum. Kókosolían nærir húðina og veitir raka. Silkimjúk húð Upplagt er að geyma hárnær- inguna í hárinu á meðan dekrað er við húðina til að gefa hárinu smá kúr. Húðin verður svo silkimjúk þegar búið er að þurrka vel með handklæði á eftir. Gættu þess að bera ekki olíu á fæturna til að renna ekki á botninum. Mósar Klasakokkar geta valdið hættulegum spítalasýkingum í skurðsárum, ekki síst þegar þeir eru orðnir penisillín ónæmir eins og al- gengt er víða erlendis, svokallaðir spítala-MÓSAr. Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is Dekur í sturtuklefanum n Gerðu dekrið að góðum vana Hafðu það gott heima Epsom-saltið er auðugt af magnesíum sem hefur styrkjandi áhrif á taugakerf- ið og slakar á vöðvum. Líf án streitu - lærðu að njóta lífsins Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn. Innifalið: Gisting, ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir. Verð á mann: 121.900 kr. 7 daga heilsudvöl 5. - 12. nóvember Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á vefsíðunni www.hnlfi.is - berum ábyrgð á eigin heilsu Aukadagur fyrir þá sem vilja lengja dvölina er 9.900 kr. pr. sólarhring.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.