Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Side 4
Helgarblað 13.–16. desember 20134 Fréttir
Amal Tamimi er fædd og
uppalin í Jerúsalem í Palest-
ínu. Hún var 7 ára þegar
stríðið skall á, 13 ára var hún
fangelsuð af Ísraelsmönnum
og 16 ára var hún gift. Árið
1995 flúði hún heimilisof-
beldi eiginmanns síns og fór
með börnin sín 5 til Íslands.
Flóttinn var ævintýralegur og Amal
hræddist um lif sitt. Nafn Amal merkir von. Von Amal
hefur ávallt verið sú að komið sé fram við hana og alla
aðra eins og manneskjur. Af virðingu og væntumþykju.
Von
Saga Amal Tamimi
Bókaútgáfan Hólar - holabok.is - holar@holabok.is
Hreiðar Már flytur
inn 500 milljónir
Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, hefur haslað sér völl í hótelrekstri á Íslandi
H
reiðar Már Sigurðsson,
fjárfestir og fyrrverandi
bankastjóri Kaupþings,
hyggst flytja inn allt að 500
milljónum króna í gegnum
fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.
Hjá Verðbréfaskráningu Íslands
kemur fram að eignarhaldsfélag sem
er í eigu eiginkonu Hreiðars Más,
Önnu Lísu Sigurjónsdóttur, hafi
þann 9. desember síðastliðinn gefið
út skuldabréf fyrir rúmlega 54 millj-
ónir króna en að heildarumfang út-
gáfunnar sé 500 milljónir króna.
Heimild skuldabréfaútboðsins er
því upp á 500 milljónir en nú nýta
eigendur félagsins sér aðeins 1/10
hluta hennar.
Eignarhaldsfélagið heitir Gistiver
ehf. Eiginkona Hreiðars Más er skráð
persónulega fyrir 99 prósenta hlut
í félaginu. Hreiðar Már er stjórnar-
maður í félaginu og er með prókúru-
umboð þess.
Hreiðar Már fær
afslátt af krónum
Fjárfestingarleiðin virkar þannig að
eignarhaldsfélagið gefur út skulda-
bréf fyrir tiltekna upphæð í gegnum
fjármálafyrirtæki, í tilfelli Gistivers
var MP banki notaður, og svo eru
fjármunir erlendis frá, sem flutt-
ir hafa verið til landsins í gegnum
Seðlabanka Íslands notaðir til að
kaupa skuldabréfin. Sá sem flytur
inn peninga með þessum hætti fær
20 prósenta afslátt af íslensku krón-
unum sem keyptar eru – í viðskiptum
Gistivers fær eigandi fjármunanna
sem fluttir eru til landsins 500 millj-
ónir króna fyrir 400 milljónir út af
afslættinum. Hreiðar Már fær krón-
urnar því á 20 prósenta afslætti;
hann flytur fé til landsins og kaupir
hverja íslenska krónu á 80 aura.
Fjárfestingarleiðin er til þess gerð
að liðka fyrir fjárfestingum erlendra
aðila á Íslandi með því að búa til
hvata fyrir innflutning á fjármagni til
landsins.
Í hótelrekstri í Stykkishólmi
DV hefur áður fjallað um Gistiver
ehf. en félagið á tvö hótel í Stykkis-
hólmi, annað heitir Bænir og brauð
en hitt Hótel Egilsen. Hið síðar-
nefnda er í sögufrægu húsi við Að-
algötu 2, í hjarta bæjarins, og var
byggt um miðja 19. öld. Núverandi
eigendur keyptu húsið af Stykkis-
hólmsbæ um haustið 2011 og hafa
rekið hótel þar síðan, eftir að hafa
gert það upp. Móðir Hreiðars Más,
Gréta Sigurðardóttir, stofnaði gisti-
ver og rekur hótelin.
Í samtali við DV um sumarið 2012
vildi Gréta ekki greina frá því hvort
og þá hvernig Hreiðar Már tengdist
fjármögnun og rekstri hótelanna í
Stykkishólmsbæ. „Þér kemur það
nú bara ekki neitt við,“ sagði Gréta
í samtali við DV. Áhuga fjölskyldu
Hreiðars Más á Stykkishólmi má
rekja til þess að hann er ættaður úr
bænum og alinn þar upp.
Tengist öðru hóteli
Hreiðar Már tengist hins vegar ekki
bara hótelunum í Stykkishólmi
heldur einnig öðru hóteli: Nefni-
lega Hótel Hengli á Nesjavöllum við
Þingvallavatn. Hann er hins vegar
ekki skráður fyrir eignarhlut í hótel-
inu, líkt og DV greindi frá um haustið
2011. Hreiðar kom hins vegar á
hótel svæðið eftir að hafa keypt
hótelið og falaðist eftir ýmsum eign-
um sem voru í eigu fyrri rekstraraðila
hótelsins auk þess sem eiginkona
hans og systir, Þórdís Sigurðardóttir,
hafa opnað útibú frá veitingastaðn-
um HAPP á hótelinu.
Hreiðar Már hefur því haslað sér
völl í ferðamanna- og hótelbrans-
anum og má ætla, miðað við til-
gang Gistivers, að hann ætli að halda
áfram á þeirri braut með þeim fjár-
munum sem hann hefur nú flutt til
landsins. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Flytur inn fé Hreiðar Már
Sigurðsson flytur inn fé í
gegnum fjárfestingarleið
Seðlabanka Íslands og fær
afslátt á íslenskum krónum.
Clint skorar
á yfirvöld
Fjöldinn allur af lykilfólki í kvik-
myndagerð í heiminum hefur
sett nafn sitt á stuðningsyfirlýs-
ingu við íslenska kvikmynda-
gerð og hvetur stjórnvöld til að
viðhalda núverandi fjármagni
til Kvikmyndasjóðs. Bent er á að
öflug íslensk kvikmyndagerð sé
undirstaða og forsenda þess að
hér séu teknar upp erlendar kvik-
myndir. Meðal þeirra sem undir-
rita yfirlýsinguna eru gífurlega
stór nöfn í kvikmyndaheimin-
um; má þar helst nefna leikstjór-
ana Clint Eastwood, Darren Ar-
onofsky og Terrence Malick. Í
stuðningsyfirlýsingu segir meðal
annars: „Að okkar mati eru þeir
íslensku kvikmyndagerðarmenn
sem við höfum unnið með fag-
menn í hæsta gæðaflokki.“
„Þér kemur það nú
bara ekki neitt við.
Í gegnum MP Hreiðar Már flytur pening-
ana inn í gegnum fjárfestingarleið Seðla-
banka Íslands og hefur MP Banki milligöngu
í viðskiptunum.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Finnur Árnason rekstrarhag-
fræðingur hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Þörunga-
verksmiðjunnar á Reykhólum
og hefur hann þegar tekið til
starfa. Hann hefur unnið fjöl-
breytt störf til sjávar og sveita og
komið víða að stjórn og rekstri
fyrirtækja, svo sem í sútun og
harðviðarþurrkun auk þess sem
Finnur var um árabil fram-
leiðslustjóri hjá Slippfélaginu,
málningarverksmiðju. Finnur
starfaði um þrettán ára skeið sem
fjárfestingarstjóri hjá Nýsköp-
unarsjóði atvinnulífsins. Verk-
smiðjan er stærsti einstaki vinnu-
veitandinn í Reykhólahreppi og
starfa þar um 20 manns.
Pólitísk samstaða um gleði
Þingmenn reyna að bæta starfsandann á Alþingi
Þ
ingmennirnir Óttarr Proppé
hjá Bjartri framtíð og Þórunn
Egilsdóttir í Framsóknar-
flokki hafa tekið höndum
saman og komið á fót sérstökum
hópi jákvæðra þingmanna. Bæði
tvö fluttu þau keimlíkar ræður þar
sem þau tilkynntu stofnun hópsins.
„Hver vinnustaður á sér sína menn-
ingu og sínar hefðir sem stundum
koma nýliðum spánskt fyrir sjónir.
Alþingi er mikilvæg stofnun og
ábyrgð okkar þingmanna er mikil.
Alþingi er vinnustaðurinn okkar
þingmanna og vinnustaðamenn-
ingin skiptir máli hér, ekkert síður
en á öðrum vinnustöðum,“ sagði
Óttarr Proppé í upphafi þingfund-
ar á Alþingi á fimmtudaginn. Í
ræðu sinni tilkynnti Óttarr að stofn-
aður hefði verið hópur jákvæðra
þingmanna, sem hann segir vera
óformlegan hóp sem ætlar að koma
saman til að ræða „þau gildi sem
þátttakendur telja vera mikilvæg í
mannlegum samskiptum.“
Í samtali við DV segir Þórunn:
„Þetta snýst um jákvætt viðhorf til
lífsins og að gæta þess að glata ekki
gleðinni í amstri dagsins. Ef maður
er glaður vinnur maður betur.“ Hún
segist hafa orðið vör við gífurleg við-
brögð strax eftir að þau fluttu ræður
sínar. Þingmenn úr öllum flokkum
hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í því
verkefni að bæta starfsandann inn-
an veggja Alþingis. „Þetta er í þróun.
Það er mikil og góð þátttaka hérna,
góð stemming,“ segir Þórunn. Hún
vildi ekki tjá sig mikið um hópinn að
svo stöddu en sagði höfuðmarkmið
hópsins að þingmenn gangi glaðir
til starfa. Óttarr sagði í ræðu sinni að
eitt ráð til að bæta samskiptin væri
að rifja upp kurteisisvenjur. Hann
lagði áherslu á það að þingmenn taki
þátt sem einstaklingar en ekki full-
trúar stjórnmálaflokks. n
hjalmar@dv.is
Vill bæta venjur Óttarr Proppé er annar
stofnenda óformlegs hóps þingmanna sem
ætla að reyna að bæta vinnustaðamenn-
inguna á Alþingi.