Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Page 10
Helgarblað 13.–16. desember 201310 Fréttir
Á
þessum tímapunkti var ég bú
inn að sætta mig við að þetta
væri búið hjá mér,“ sagði mað
ur sem beittur var grófu ofbeldi
í einu stærsta ofbeldismáli síð
ari tíma, hinu svokallaða Stokkseyrar
máli. Aðalmeðferð málsins hófst í
Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag
en þeir Stefán Logi Sívarsson, Stefán
Blackburn, Davíð Freyr Magnússon,
Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór
Gunnarsson eru ákærðir fyrir að hafa
svipt tvo menn frelsi sínu og misþyrmt
þeim á hrottalegan hátt, meðal annars
með því að kýla þá, sprauta með lyfj
um, stinga með eggvopnum og kveikja
í kynfærum. Annar maðurinn var svo
færður í húsnæði á Stokkseyri þar
sem barsmíðarnar og frelsissviptingin
héldu áfram í margar klukkustundir.
Hrottalegar lýsingar
Lýsingar brotaþola á því ofbeldi sem
þeir urðu fyrir eru hrottalegar. Voru
þeir meðal annars lamdir með kylf
um, stungnir með eggvopnum og
sprautunálum auk þess sem kveikt
var í kynfærum annars. Annar brota
þolinn, sem hér eftir verður nefnd
ur Jón, bar Stefáni Loga þau tíðindi
að maður, sem við skulum kalla Ara,
hefði sofið hjá barnsmóður og fyrr
verandi kærustu Stefáns Loga og virð
ist sem þetta hafi verið ástæða árásar
innar. Eftir að hafa fengið símtal frá
ónefndum aðila fóru sakborningarnir
Davíð Freyr, Stefán Blackburn, Hin
rik Geir og Gísli Þór og sóttu Ara, sem
var sofandi á heimili sínu. Hinrik
gaf ekki upp rétt nafn í dyrasímann,
heldur nafn sameiginlegs kunn
ingja hans og Ara, til að opnað yrði
fyrir þeim.
„Honum hefur kannski fundist
honum stafa einhver ógn af þessu,“
sagði Davíð, spurður hvort Ari hafi
verið sviptur frelsi sínu og fluttur
með valdi af heimili sínu. Hann
viðurkenndi einnig að Ari hafi
verið beittur ofbeldi.
„Hann var eitthvað bundinn
og svo var hann eitthvað barinn,“
sagði Davíð og útskýrði svo að Ari
hefði verið bundinn með bæði
hendur og fætur fyrir aftan bak en
kaus að tjá sig ekki um það hver
batt manninn, hver kýldi hann eða
hvernig líkamsmeiðingunum hafi al
mennt verið háttað.
Kveiktu í kynfærunum
Hvorugur brotaþola treysti sér til að
bera vitni nema sakborningar yrðu
látnir víkja úr sal á meðan og var það
niðurstaða dómara að svo yrði, þrátt
fyrir hörð mótmæli verjenda.
Ari var augljóslega mjög stressað
ur þegar hann kom fyrir dóminn og
sagði hvernig málum hefði verið hátt
að. Hann sagðist hafa verið fluttur
að Grýtubakka í Breiðholti þar sem
Stefán Logi beið hans.
„Stefán Sívarsson bíður úti á
bílaplani og er með ógnandi tilburði.
Hann var hálftrítilóður. Hann byrjar
að spyrja „Er þetta hann?“ og fer að
tala um hvað ég sé ófríður og er að
reyna að niðurlægja mig,“ sagði Ari
meðal annars fyrir dómi. Hann sagði
Stefán Loga hafa gefið sér nokkur
kjaftshögg en að síðan hafi verið tek
in ákvörðun um að fara með hann í
íbúð í Trönuhrauni í Hafnarfirði þar
sem Sívar, faðir Stefáns Loga, bjó.
Sakborningarnir bundu Ara á hönd
um og fótum og fluttu hann upp í
Hafnarfjörð þar sem barsmíðarn
ar héldu áfram. Hann sagði ofbeldið
hafa hafist fyrir alvöru þegar Stefán
Logi mætti í íbúðina í Trönuhrauni.
„Þá fór þetta að vera gróft,“ sagði
Ari. Hann sagði sakborningana hafa
klætt hann úr að ofan, hellt yfir hann
rakspíra og borið eld að. Síðan hafi
verið gyrt niður um hann og Stefán
Logi gert grín að kynfærum hans.
„Síðan tekur hann rakspírann af
Stefáni Blackburn, hellir yfir kynfærin
og kveikir í. Ég reyndi að snúa mér á
magann til að slökkva eldinn og þá
byrjuðu þeir að láta höggin dynja á
mér.“
Íhuguðu að klippa vörina af
Ari sagði Stefán Loga hafa rukkað
sig um pening fyrir samskipti sín við
barnsmóðurina.
„Hann segir að ég skuldi honum
fimm milljónir fyrir að hafa sofið hjá
henni,“ sagði Ari. Auk þess hafi Stefán
Logi drepið í sígarettu á andliti hans
og á ákveðnum tímapunkti ákveðið
að láta hann gleypa lófafylli af mis
litum pillum. Auk þess hafi hann
skipað Davíð Frey að sprauta hann í
rassinn með ónefndu lyfi. Þegar Ari
var orðinn alblóðugur var farið með
hann í sturtu þar sem Stefán Logi
skolaði af honum blóðið en síðan tók
Sívar, faðir hans, við þrifunum.
Við barsmíðarnar missti Ari fram
tönn auk þess sem stór skurður kom
á vör hans.
„Stefán Logi kemur með skæri og
setur þau sitt hvoru megin við vör
ina á mér sem var öll lafandi. Þá heyri
ég Davíð segja að hann geti saumað
hana.“
Davíð Freyr viðurkenndi fyrir
dómi að hafa saumað saman vör Ara.
„Það blæddi úr henni og þetta var
það eina sem mér datt í hug, enda
mjög „lyfjaður“ á því,“ sagði hann,
spurður hvers vegna hann hafi gert
það, en viðurkenndi að áður hafi verið
rætt um önnur úrræði.
„Það var eitthvað rætt hvort það
ætti að klippa hana af en svo stakk ég
upp á því að sauma hana.“
Þegar dómari spurði Davíð Frey
hvort hann hefði einhverja kunnáttu í
saumaskap af þessu tagi sagðist hann
hafa tekið námskeið í skyndihjálp og
að saumaskapurinn hafi verið frekar
til gagns en ógagns.
„Var búinn að
sætta mig Við að
þetta Væri búið“
„Þetta
voru
bara eins
og venjuleg
slagsmál á
djamminu
n Fórnarlömb lýsa hrottalegum barsmíðum í Stokkseyrarmálinu n Aðalmeðferð hófst á mánudag
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is Einn mættur
Davíð Freyr var eini
sakborningurinn sem
mættur var í dómsal
á réttum tíma.
Brosir í dómsal
Stefán Logi er
talinn hafa gefið
skipun um árásina.
Myndir Sigtryggur Ari
Sakborningar Stefán Blackburn, Stefán Logi og Hinrik Geir mættir í dómsal.