Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Síða 11
Helgarblað 13.–16. desember 2013 Fréttir 11 „Ég fór og sótthreinsaði þetta, þreif sárið og nálina og saumaði þetta svo. Hann var sofandi og vaknaði ekki einu sinni,“ sagði Davíð Freyr. Hann sagð- ist ekki hafa tekið eftir öðrum áverk- um á Ara en að þrátt fyrir að hafa sjálfur verið „hálfrænulaus“ hafi hon- um „ótrúlegt en satt“ tekist að sauma vörina. Hýddur á Stokkseyri Á mánudagsmorguninn var tekin ákvörðun um að Davíð Freyr og Stef- án Blackburn skyldu fara með Ara í húsnæði á Stokkseyri og sagðist Davíð Freyr sjálfur hafa tekið ákvörðun um það. Hann hafi þekkt húsráðanda og látið vita af komu þeirra, en ekki gert grein fyrir erindinu. Á Stokkseyri hafi hann og Stefán Blackburn sett Ara, sem var bundinn, niður í kjallara þar sem hann var hýddur og klæddur í svartan ruslapoka. „Þeir klæða mig úr öllum fötunum og Stefán Blackburn fer að berja mig með rafmagnssnúrum og belti. Svo klæða þeir mig í svartan ruslapoka og segja sífellt að ég viti ekkert hversu margir hverfi þarna án þess að það komist í fréttirnar og ýja þannig að því að ég eigi ekkert afturkvæmt,“ sagði Ari. Hann sagði Davíð og Stefán hafa sett mél á höfuðið á sér og farið með sig undir húsið þar sem hann hafi ver- ið bundinn við burðarstólpa. „Það var myrkur og ég orðinn útúr- dópaður af pillunum og farinn að sjá ofsjónir. Á þessum tímapunkti var ég búinn að sætta mig við að þetta væri búið hjá mér.“ Hann sagðist á endanum hafa náð M ikið gekk á við aðalmeð- ferð málsins í vikunni þar sem verjendur og ákæruvaldið tókust sí- fellt á og þurftu dómarar að skerast í leikinn, meðal annars til að gera athugasemdir við að spurningar verjenda væru of leið- andi. Þegar aðalmeðferðin hófst klukkan níu um morguninn var Davíð Freyr eini sakborningurinn sem mættur var í dómsal og virt- ist ekki liggja ljóst fyrir hvar hinir fjórir væru niðurkomnir. Sakborninga leitað „Hvar eru sakborningarnir? Á að hefja aðalmeðferð án þess að þeir séu mættir?“ spurði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Stef- áns Loga Sívarssonar, hneykslaður þegar dómari gerði sig líklegan til að hefja skýrslutöku á Davíð Frey. Dómari benti á að aðalmeðferð væri þegar hafin og að skýrslutaka Davíðs skyldi því hefjast auk þess sem verið væri að leita að hinum sakborningunum. Þessu mót- mæltu verjendur ákaft og sögðu það lágmark að vita hvar hinir sak- borningarnir væru niðurkomnir auk þess sem þeir bentu á að það væri í höndum ákæruvaldsins að flytja þá úr fangelsum sínum og yfir í dómsal. „Aðalmeðferð er byrjuð og við vitum ekki einu sinni hvar ákærðu eru,“ sagði Vilhjálmur Hans þá en til nokkurs orðaskaks kom á milli ákæruvalds og verjenda. Dómarar neyddust engu að síður til að fresta aðalmeðferðinni um hálftíma þar sem upptöku- tæki dómsalarins fór ekki í gang en dagskrá dómsins riðlaðist mik- ið þar sem vitnaleiðslur tóku mun lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir. Gert að víkja úr salnum Tuttugu mínútum síðar voru hin- ir sakborningarnir loks færðir í salinn. Áður en skýrslutökur hófust fór ákæruvaldið fram á að ákærðu gæfu skýrslu að öðr- um ákærðum fjarstöddum. Slíkt væri nauðsynlegt þar sem málið byggði að miklu leyti á skýrslutök- um vitna og að skýrslutökurnar yrðu trúverðugri sönnunargögn ef sakborningarnir fengju ekki að hlýða á framburð hvers annars. Verjendur sakborninganna brugð- ust harkalega við þessari kröfu ákæruvaldsins og gáfu frá sér þung andvörp sem sýndu fram á mikla hneykslan. „Miðað við kröfur ákæruvalds- ins þá gæti þinghaldið allt eins verið lokað,“ sagði Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn, og tóku hinir undir það. Þrátt fyrir mótmælin sam- þykktu dómarar kröfu ákæru- valdsins og var sakborningun- um því gert að víkja úr salnum á meðan skýrslutaka yfir Davíð Frey færi fram. Stóð upp og ætlaði að fara Síðar um daginn fór ákæruvaldið fram á að sakborningum yrði gert að víkja úr sal á meðan brotaþol- inn Jón bæri vitni, þar sem hann treysti sér ekki til að bera vitni með ákærðu í salnum. Aftur urðu verj- endur afar hneykslaðir og sýndu það með bæði látbragði og orðum. Dómarar tóku engu að síður undir kröfu ákæruvaldsins. Dagskránni átti að ljúka klukk- an fjögur en þegar klukkan var orðin hálf fimm átti enn eftir að taka skýrslu af brotaþolanum Ara. Réttargæslumaður Ara sagði hann ómögulega komast til að bera vitni daginn eftir og því þyrfti að ljúka vitnaleiðslu hans þennan dag. Þessu mótmæltu verjendur ákaf- lega, með miklum leikrænum til- burðum. „Ég fer bráðum að fá sekt frá bílastæðasjóði,“ sagði Ingi Freyr Ágústsson, verjandi Gísla Þórs og uppskar við það hlátur viðstaddra. „Ég verð að fara að sækja son minn í leikskólann. Því miður,“ sagði Vilhjálmur Hans, verjandi Stefáns Loga, sem stóð hrein- lega upp, klæddi sig úr skikkjunni og hóf að pakka gögnum sínum í tösku. Ekki fyrsta stóra málið „Það verður þá að finna einhvern annan til að gæta hagsmuna Stef- áns Loga Sívarssonar við þessa vitnaleiðslu,“ sagði dómari þá, svo Vilhjálmur klæddi sig aftur í og settist niður. Niðurstaða dóm- ara varð sú að Ari skyldi bera vitni þann daginn og tók aðalmeðferðin því tveimur klukkustundum lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir. Þegar Vilhjálmur Hans hélt áfram að malda í móinn og sagðist aldrei hafa vitað annað eins sagði einn dómarinn: „Þetta er nú ekki fyrsta stóra dómsmálið þitt, Vilhjálmur hæsta- réttarlögmaður.“ Við það uppskar hann hlátur viðstaddra. Þessu svaraði Vilhjálmur: „Nei, en þetta fer sannarlega að vera með þeim sérkennilegri.“ Lögmaðurinn hótaði að fara „Var búinn að sætta mig Við að þetta Væri búið“ n Fórnarlömb lýsa hrottalegum barsmíðum í Stokkseyrarmálinu n Aðalmeðferð hófst á mánudag Vilhjálmur Vilhjálmsson var ósáttur við riðlun á dagskrá dómsins að losa hendurnar og íhugað flótta en að alltaf þegar hann hafi heyrt í ein- hverjum fyrir ofan sig hafi hann sett mélið á sig aftur og haldið kyrru fyrir. Að lokum hafi húsráðandinn á Stokks- eyri boðið honum upp í sturtu og látið hann fá föt og klink fyrir strætó. „Hann segir mér að ég eigi að taka strætó í bæinn og að ef einhver spyr hvað hafi gerst þá eigi ég að segjast hafa verið á sveitaballi og lent í slags- málum.“ Um leið og færi gafst hringdi Ari í föður sinn sem kom og sótti hann á næstu bensínstöð og flutti beint á sjúkrahús. Í kjölfar árásarinnar flutti Ari úr bænum þar sem hann treysti sér ekki til að vera í Reykjavík og sagði fyrir dómi að honum hefði borist til eyrna að hann yrði drepinn ef hann kærði árásina til lögreglu. „Ekkert betur settur en ég“ Ari segist ekki hafa orðið var við að Jón hafi orðið fyrir ofbeldi en að hann hafi séð að hann hafi verið í slæmu ástandi, bæði andlega og líkamlega. „Andlitið var bólgið og það var greinilega búið að tuska hann eitt- hvað til. Hann leit út fyrir að vera mjög hræddur, virtist ekkert vera betur settur en ég.“ Líkt og Ari treysti Jón sér ekki til að bera vitni í málinu nema ákærðu yrði gert að víkja og varð það niðurstaða dómara að svo skyldi vera. Jón sagði Stefán Loga hafa brugð- ist illa við þeim tíðindum sem hann færði honum. „Honum fannst ég hafa svikið sig með því að hafa ekki sagt sér þetta fyrr.“ Hann sagði Stefán Loga hafa haft sig mest frammi við að beita hann of- beldi en að hinir sakborningarnir hafi verið meðvirkir og svo hafi virst sem þeir hafi viljað ganga í augun á Stefáni Loga með því að taka þátt í ofbeldinu. „Þeir gerðu bara eins og Stefán sagði þeim að gera.“ „Vorum bara að chilla“ Jón sagði mennina hafa haldið sér nauðugum með því að ota að honum eggvopnum auk þess að hafa haft í hótunum og þannig náð að koma honum margoft á milli staða. Allir sak- borningar þvertóku hins vegar fyrir að hafa svipt Jón frelsi og sögðu að hon- um hafi verið frjálst að fara hvenær sem hann vildi. Hinrik sagði Jón hafa verið ágætan kunningja þeirra og ver- ið með þeim í umræddu samkvæmi í Grýtubakka fyrr um kvöldið. „Ef hann var það [frelsissviptur] þá vorum við allir frelsissviptir þarna. Við vorum bara að „chilla“ þarna strákarnir,“ sagði Hinrik. Jón sagði svo ekki vera en viður- kenndi að hafa ekki gert tilraun til flótta. Hann hafi verið hræddur og ekki talið sig eiga möguleika á að sleppa. Eftir barsmíðar í um hálfan sólarhring hafi það svo verið Gísli Þór sem lét hann fá símann sinn, sem hafði verið tekinn af honum í upphafi kvölds, og keyrt hann heim. Þannig hafi hann sloppið úr prísundinni. Fékk martraðir Jón sagðist hafa orðið fyrir miklu of- beldi af hálfu sakborninganna. Hann hafi verið laminn, bæði með hnefum og kylfum, skorinn með skærum og auk þess stunginn með notaðri sprautu sem hann hafði sjálfur not- að til að sprauta sig með sterum. Við þetta hafi hann hlotið mikla áverka. „Ég var kinnbeinsbrotinn og svo var augntóftin brotin. Ég varð hrædd- ur og fékk martraðir um þetta.“ Einnig sagðist Jón hafa orðið vitni að því mikla ofbeldi sem Ari var beittur af hálfu sakborninga. „Hann var barinn mjög gróft og svo hentu þeir honum í gólfið og Stef- án Logi hoppaði með allri þyngd á bakið á honum svo það spýttist blóð út um alla íbúðina. Svo hræktu þeir á hann, börðu og stungu með hníf. Það var risastór blóðpollur á gólfinu,“ sagði hann meðal annars um bar- smíðarnar á Ara. Hann sagði Ara hafa verið „hálfslefandi“, enda hafi hann verið látinn gleypa gríðarlegt magn af pillum, og auk þess rekinn margoft í sturtu til að þrífa af sér blóðið. Hann sagði sakborningana þó ekki hafa reynt að drepa Ara með því að stinga hann á hol heldur hafi þeir eingöngu skorið hann til að valda meiðslum. „Taumlaus neysla“ Skýrslutökur sakborninganna ein- kenndust af miklu minnisleysi og ósamræmi sem flestir sögðu stafa af gríðarlegri fíkniefnaneyslu umrætt kvöld og dagana á undan. „Ég var alveg „mökkdópaður“ á því og man voða lítið eftir þessu,“ sagði Davíð Freyr, meðal annars við skýrslutökuna. Hann sagðist hafa verði „hálfrænulaus“ enda hafi hann verið að neyta fíkniefna á borð við kókaín og rítalín alla nóttina. „Þetta var taumlaus neysla og all- ir í bulli. Það var ekki heil brú í einni einustu manneskju þarna,“ sagði hann um samkvæmi í Grýtubakka, þar sem mennirnir höfðu verið fyrr um kvöldið. Stefán Logi sagði minnis- leysi sitt hins vegar hafa komið til eft- ir árás sem hann varð fyrir í Ystafelli í maí síðastliðnum og Stefán Black- burn sagðist þjást af miklu minnis- leysi eftir árekstur sem hann varð valdur að fyrr á árinu og er einnig ákærður fyrir. Ósamræmi í vitnisburðum Sakborningarnir héldu því allir fram að lögreglan hafi beitt þá mikl- um þvingunum við yfirheyrslur og „matað“ þá á því hvað gerðist og hverjir voru að verki. Sögðu þeir lög- reglumönnum hafa verið mikið í mun að ná Stefáni Loga og Stefáni Black- burn og bendla þá við umræddar árásir. „Þeir ræddu við mig í einrúmi og mig minnir einmitt að einn hafi sagt orðrétt að hann vildi ræða við mig „off the record“,“ sagði Davíð Freyr og Hinrik Geir hélt því fram að hann hafi meðal annars verið tekinn í yfir- heyrslu í fangaklefanum sínum, að lögfræðingi sínum fjarstöddum. Sak- borningarnir gáfu því lítið fyrir það sem þeir höfðu sagt um málið í öðrum skýrslutökum en talsvert ósamræmi var á milli lögregluskýrslna annars vegar og vitnisburða fyrir dómi hins vegar, og átti það raunar einnig við um framburð brotaþolanna. „Þetta er ekkert stórmál“ Sakborningarnir neituðu allir alfarið að tjá sig um aðkomu hinna að mál- inu og svöruðu einungis spurningum er fjölluðu um gjörðir þeirra sjálfra. Ákæruvaldið vitnaði í lögregluskýrslu þar sem Hinrik var beðinn um að raða sakborningunum upp í röð eftir því hver beitti mestu ofbeldi. Sam- kvæmt skýrslunni hafði Hinrik sett Stefán Loga í fyrsta sæti, Stefán Black- burn í annað, Davíð Frey í það þriðja og Gísla Þór í fjórða. Þessu neitaði Hinrik hins vegar við skýrslutökuna á mánudag. „Í fyrsta lagi þá bað lögreglan mig um að stilla upp einhverju hand- boltaliði, ekki hver hefði gert mest. Og í öðru lagi var lögreglan að þvinga mig til að gefa svör,“ sagði Hinrik sem hélt því fram að fyrrnefnd upptaln- ing hafi því verið uppröðun á því hver væri bestur í handbolta. Auk þess gerði Hinrik Geir lítið úr málinu og sagði fjölmiðla annars vegar og lög- regluna hins vegar „blása upp“ at- burði kvöldsins. „Þetta var ekkert gróft, það er bara verið að uppblása þetta til að láta þetta hljóma eins og eitthvað svaka- legt. Þetta voru bara eins og venjuleg slagsmál á djamminu. Þetta er ekkert stórmál.“ Flissaði yfir íkveikju Ljóst er að Hinrik er ekki eini sak- borningurinn sem fannst atburðir kvöldsins léttvægir. Þegar Davíð Freyr var spurður hvort kveikt hafi verið í öxl og kynfærum Ara á ákveðnum tímapunkti flissaði hann en neitaði. Spurður hvort hann teldi að hann myndi muna eftir slíku atviki, í ljósi þess að hann hefði að eigin sögn ver- ið „hálfrænulaus“ svaraði hann: „Já, ef það hefði verið kveikt í ein- hverju kvikindi.“ Og hló. Við þetta brást einn dómaranna þriggja ókvæða við og ávítaði Davíð Frey fyrir að sýna óvirðingu. „Það er alveg óþarfi að hlæja þó þér finnist þetta broslegt. Þú skalt sýna virðingu,“ sagði dómarinn. „Ég er enginn guð“ „Ég veit ekkert um þetta mál, ég man ekkert eftir þessu,“ sagði Stefán Logi Sívarsson er hann var færður fyrir dómara á mánudag. Hann sagði að það „gæti vel verið“ að hann hafi ver- ið í íbúð á Grýtubakka umrætt kvöld „á einhverju fylleríi“ en sagðist „efast um“ að hann hafi beitt brotaþolana Jón og Ara ofbeldi. Hann hafi verið handleggsbrotinn á báðum höndum og því ekki verið fær um slíkt. „Ég man voða lítið eftir þessa líkams árás sem ég varð fyrir. Það er hægt að spyrja mig út í hvaða dag sem er, ég man ekkert eftir þeim frekar en þessum.“ Stefán Logi kannaðist ekki við að hafa fyrirskipað árás á Ara umrætt kvöld. „Ég er enginn guð. Ég get ekki sagt fólki að gera eitt eða neitt,“ sagði hann. „Ég hef ekki gefið nein fyrirmæli. Ég veit ekki hvernig ég á að geta gefið fyrirmæli eins og einhver konungur. Ég er bara ég.“ Stefán sagði að sér dytti helst í hug að félagar hans hafi reynt að ganga í augun á honum með árásinni. „Það eina sem mér dettur í hug er að strákarnir hafi verið að reyna að ganga í augun á mér með því að gera eitthvað. Þeir virða mig alveg en þeir hlýða mér ekkert. Þetta eru bara vinir mínir.“ n „Ég er enginn guð. Ég get ekki sagt fólki að gera eitt eða neitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.