Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Síða 16
Helgarblað 13.–16. desember 201316 Fréttir Erlent Þeir ríku verða ríkari Laun launahæstu forstjóra Sví- þjóðar héldu áfram að hækka árið 2012 miðað við árið 2011. Þetta kom fram í úttekt sem Dagens Nyheter birti í vikunni. Launahæsti forstjóri Svíþjóð- ar árið 2012 var Jan Carlson, forstjóri Autoliv sem framleiðir ýmiss konar búnað í bíla, svo sem loftpúða, bílbelti og annan ör- yggisbúnað. Laun hans allt árið námu 46 milljónum sænskra króna, 830 milljónum króna. Óhætt er að segja að hann hafi fengið ríflega launahækkun frá árinu 2011 þegar laun hans námu tæplega helmingi þessarar upp- hæðar. Það sama átti við um þá forstjóra sem komu næstir á eftir, laun þeirra hækkuðu í nánast öll- um tilvikum frá árinu á undan. Auðmaður gefur stórfé Norski auðkýfingurinn Olav Thon, sem samkvæmt úttekt Forbes er ríkasti maður Noregs, hefur ákveðið að gefa 50 millj- ónir norskra króna á ári, tæp- lega einn milljarð króna, til góðra málefna. Sjóður sem Thon stofnaði á dögunum mun úthluta peningunum og munu fjármunirnir að mestu verða nýttir í rannsóknir í lækna- og raunvísindum. Eignir Thon, sem er níræður, eru metnar á 500 milljarða króna. Hann er meirihlutaeig- andi stærsta fasteignafyrirtæk- is Noregs og er eigandi Thon Hotels sem er í hópi stærstu hótelkeðja Noregs. Sleppt eftir hálft ár í haldi Hollensku pari sem var rænt í Jemen þann 8. júní í sumar hef- ur verið sleppt úr prísundinni. Ekkert amaði að Judith Spi- egel og Boudewijn Berendsen þegar þeim var sleppt en þau eru nú komin í öruggt skjól í Hollandi. Judith sagði við hol- lenska fjölmiðla áður en þau lögðu af stað til Hollands að mannræningjarnir hefðu komið vel fram við þau. Judith starfaði sem blaðamaður í höfuðborginni Sanaa þegar henni var rænt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á mann- ráninu og ekki liggur fyrir hvort lausnargjald hafi verið greitt. H ollie Toups mun án efa ekki gleyma þeim degi í bráð, er hún fann nektar- myndir af sjálfri sér á netinu. Hollie var í vinnunni þegar vinkona hennar hringdi í hana og sagðist hafa séð myndir af henni nakinni á vefsíðu. „Ég fór strax heim og hljóp upp í herbergi til að fara í tölvuna mína,“ segir hún. Á vefsíðunni Texxxan. com sá hún svo myndir af sjálfri sér. Myndirnar höfðu verið teknar af henni sjálfri handa þáverandandi kærastanum hennar þegar hún var 24 ára. En myndirnar voru ekki aðeins það sem var að finna á síð- unni heldur nafn hennar, aldur og það tilgreint að hún byggi í Texas. Raunar var nákvæmt heimilisfang hennar tilgreint og fært inn á kort. Þá var búið að hlekkja á Facebook- síðu hennar og Twitter. Hún var al- gjörlega berskjölduð. Ekki kærastinn „Ég grét í marga daga,“ seg- ir Hollie sem er 33 ára. Hún er í hópi margra fórnarlamba svokall- aðs hefndarkláms. Hún var hrædd við að fara út og þegar hún hætti sér í matvöruverslun voru nokkr- ir karlmenn sem komu upp að henni og spurðu hvort þeir hefðu ekki séð myndir af henni á netinu. „Fólk dæmir þig og gerir mann vandræðalegan,“ segir hún. „Þeir sem áður voru ókunnugir þekkja mann skyndilega, þeim finnst þeir gera það og nálgast mann,“ seg- ir hún. Hún ákvað að taka málin í sínar hendur og komast að því hver hefði birt myndirnar. Hún taldi að það hlyti eiginlega að vera fyrr- verandi kærasti hennar, þessi sem fékk myndirnar sendar. En sumar myndirnar voru teknar eftir að sambandi þeirra lauk. Hollie vissi að hún hefði ekki sent neinum þær og þar með vandaðist málið enn meira. Algengt er að tölvuhakkarar sækist eftir slíkum myndum en Hollie telur að myndunum hafi verið stolið þegar hún fór með sím- ann sinn í viðgerð. Fleiri konur Í ljós kom að fleiri konur sem bjuggu í nágrenni við Hollie lentu í því sama. Afleiðingarnar voru mjög alvarlegar, ein íhugaði sjálfsvíg og önnur missti vinnuna. Þá slitnaði upp úr ástarsamböndum og allar áttu konurnar mjög erfitt eftir þessa opinberun. Þegar þær leituðu til lögreglu eða lögmanna var þeim tjáð að lítið sem ekkert væri hægt að gera. Þær hefðu aldrei átt að taka svona myndir af sér. Það var svo einn sem benti Hollie á einka- spæjara og þá fóru hjólin að snúast. „Það var eins og hann hefði bjarg- að lífi mínu. Mig langaði mest að faðma hann,“ segir Hollie. „Hann var sá fyrsti sem sagði ég get hjálpað ykkur, við getum lagað þetta,“ segir hún. Einkaspæjarinn fann hvaða lög hefðu mögulega verið brotin. Til dæmis voru nokkrar konurnar ekki orðnar átján ára þegar mynd- irnar voru teknar og þar með töld- ust þær vera barnaklám. Einhverj- ar höfðu beðið um að myndirnar yrðu teknar niður af Texxxan.com, en eigandi síðunnar sagðist að- eins gera það ef hann fengi greitt fyrir myndirnar. Þar með var kom- inn grundvöllur fyrir kæru um fjár- kúgun. Það flækti málin að auki talsvert að ekki lá ljóst fyrir hver bæri ábyrgð á myndbirtingunni, sá er setti þær á netið eða sá sem átti síðuna. Rannsókn einkaspæjarans leiddi í ljós að sá sem átti síðuna hafði vandað vel til verka til að nafn hans kæmi hvergi fram – honum var þó sama þótt nöfn kvennanna kæmu skilmerkilega fram. Í ljós kom að þeir sem ráku síðuna bjuggu aðeins steinsnar frá Hollie og hún kannaðist persónulega við annan þeirra. Höfðuðu mál Konurnar höfðuðu mál á hendur eigendum síðunnar og vildu fá bæt- ur vegna myndbirtinganna. Að auki hefur þeim tekist að koma í veg fyrir frekari myndbirtingar eða að mynd- ir af þeim birtist aftur á sömu síðu að sinni. Ólíklegt er þó að þeim tak- ist að halda því til streitu. Þetta snýst þó ekki um peninga í huga Hollie. Fyrst og fremst vill hún að mynd- birtingar sem þessar verði gerðar ólöglegar og refsiverðar. Í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum er unnið að því að gera hefndarklám ólög- legt. Aðspurð hvort hún myndi haga hlutunum öðruvísi og sleppa því að taka af sér nektarmyndir segir Holl- ie ákveðin nei. „Ég gerði ekkert rangt og myndi ekki breyta neinu. Fullt af fólki reyndi að kenna mér um þetta, en ég er mjög ákveðin í því að þetta var það ekki,“ segir hún. Undir þetta tekur Charlotte Laws sem barist hefur fyrir því að það verði gert ólöglegt að birta myndir á þennan hátt. „Fyrir 30 árum tók fólk „polaroid“-myndir. Ef einhver myndi brjótast inn til þeirra og birta myndirnar opinberlega held ég að það væri enginn sem myndi kenna þeim um myndbirtinguna,“ segir Charlotte. Hún segir að lögin eigi eftir að ná tækninni í þessum efnum. n Hvað er hefndarklám Það er kallað hefndarklám (e. revenge porn) þegar nektarmyndir af einstak- lingum eru birtar, án þeirra samþykkis eða vitundar, á netinu. Það er oftar en ekki gert í hefndarskyni, til dæmis þegar slitnar upp úr samböndum. Verði slíkt bannað með lögum þarf samþykki þess sem sést á myndinni. Verði slíkt gert ólöglegt gætu þó saksóknarar átt í erfiðleikum með að sanna að sá sem birti myndina hafi viljað særa eða meiða þann sem er á myndinni og að sá hafi orðið fyrir skaða. Hægt er að hagnast mjög á slíkum myndbirtingum og sá er bar ábyrgð á síðunni Texxan. com sagðist hafa byggt síðuna upp sem viðskiptamódel. „Ég grét í marga daga“ n Nektarmyndum lekið á netið í hefndarskyni n Vilja banna hefndarklám „Ég gerði ekkert rangt og myndi ekki breyta neinu Gerði ekkert rangt Líklega voru myndirnar teknar af síma Hollie þegar hann var í viðgerð. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.