Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Side 19
Umræða 19Helgarblað 13.–16. desember 2013
Spurningin
Ég er bara svo löt Ef áfengi kæmi fram í
dag yrði það ekki leyft
Það eru ýkjur að
ég hafi tárast
Á ráðamaður sem
staðinn er að lygi
að segja af sér?
Heiða Rún Sigurðardóttir er í átaki gegn leiðinlegum ávönum. – DV Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. – Kjarninn Hjalti Björnsson hjá SÁÁ um skaðsemi áfengis. – DV
Að jarða eignalaust fólk
Þ
að færist í aukana að vinir
og aðstandendur tekjulágs
fólks taki höndum saman
og safni fyrir útför þeirra.
Þetta má sjá á Facebook
og af samtölum mínum við þá sem
vinna við útfarir má ráða hið sama.
Kostnaður
Samkvæmt upplýsingum sem
ég fékk hjá útfararstofnun er lág-
markskostnaður við útför um
380.000 kr. Þá er reiknað með því að
kista kosti 140.000 kr., útfararþjón-
usta 100 000 kr., organisti við útför
og kistulagning 36.000 kr., sálma-
skrá 35.000 kr., blómaskreytingar
30.000 kr. og auglýsingar 36.000
kr. Í þessu dæmi er ekki er reiknað
með erfidrykkju né annarri tónlist
en orgelleik.
Skyldur samfélagsins
Það hefur löngum verið talið til
meginverkefna samfélagsins að sjá
til þess að eignalaust fólk fái sóma-
samlega útför. Hér áður var þetta
bókstaflega talin skylda hreppanna.
Sveitarfélögum er lögum sam-
kvæmt skylt að veita fjárhagsað-
stoð til framfærslu einstaklinga og
fjölskyldna sem ekki geta séð sér
og sínum farborða. Heimilt er að
veita einstaklingum og fjölskyldum
aðstoð vegna sérstakra aðstæðna,
m.a. vegna heimilisstofnunar, náms
eða óvæntra áfalla. Sveitarfélögin
veita útfararstyrki og Reykjavíkur-
borg hefur löngum veitt aðstoð til
greiðslu útfararkostnaðar þegar
staðreynt hefur verið að dánarbúið
geti ekki staðið undir útför hins
látna.
Hámarksútfararstyrkur frá
borginni er hins vegar aðeins 160.000
kr. en samkvæmt þeim upplýsingum
sem ég hef frá velferðarsviði hefur
styrkupphæðin staðið í stað síðan
árið 2004. Viðmiðunarmörkin hafa
sem sagt ekki hækkað í tíu ár og í því
liggur vandinn.
Mál að linni
Með því að hunsa ábendingar og til-
lögur um að útfararstyrkir fylgi verð-
lagi hefur Reykjavíkurborg í æ ríkari
mæli firrt sig ábyrgð á því sem öllum
þótti svo sjálfsagt: að veita eigna-
lausum sómasamlega útför.
Það er mál að linni. n
Þorleifur Gunnlaugsson
Borgarfulltrúi
Aðsent
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
Eitt lítið eplatré
M
aður nokkur sem var kom-
inn yfir miðjan aldur, tók
einhvern daginn upp þann
ósið að vorkenna sér í tíma
og ótíma. Hann hafði nokkrum árum
áður séð á eftir heittelskaðri eigin-
konu sinni í gröfina og nú voru börn-
in farin að heiman. Hann sat einn
eftir í kotinu og hugsaði öllum stund-
um um hið liðna.
Hann sá engan tilgang í einver-
unni; hið fagra, hið sanna og hið rétta
var ekki lengur til staðar. Ja, ekki nema
í formi minninga. Hann saknaði
barnanna, hann saknaði æsku barn-
anna. Og hann saknaði allra mest jól-
anna, jólanna með börnunum. Hann
eyddi heilu og hálfu dögunum í að
skoða myndir af börnunum. Stund-
um hló hann og stundum grét hann.
En flestir dagarnir liðu hjá með sjálfs-
vorkunn í farteskinu. Og svo voru það
allar áhyggjurnar. Hann var bugaður
af áhyggjum; velti því fyrir sér hvar
börnin væru og hvort barnabörnin
væru hugsanlega lasin. Hann hafði
meira að segja áhyggjur af fyrrver-
andi svila sínum og mági sem báðir
bjuggu í útlöndum.
Söknuðurinn hafði náð að læsa
klónum í sálina.
Þá gerðist það einn morgun, að
hann vaknaði óvenju snemma og
þóttist hafa verk í vinstri öxlinni.
Þegar hann skoðaði öxlina, sá hann
að einhver nabbi, einsog varta hafði
komið sér haganlega fyrir á öxlinni.
Svo stækkaði vartan og varð að strýtu
sem teygði sig upp úr öxlinni. Hann
fór til læknis og lét fjarlægja vörtuna.
Svo gerðist það nokkrum dögum
síðar að aftur var komin strýta sem
reis uppúr öxlinni. Okkar maður fer
til læknis og læknirinn segir að best
muni vera að bíða og sjá.
Okkar maður bíður og leyfir
nokkrum dögum að líða. En vaknar
síðan við það einn góðan veður-
dag að uppúr öxlinni hefur vaxið
myndarlegt perutré.
Já, PERUTRÉ!
Hann lenti strax í miklum vanda
með að klæða sig; erfitt var að fá föt
sem sniðin voru að þörfum manns
sem hafði perutré á öxlinni. En hann
gafst ekki upp; allar flíkur hans fengu
að þola tilheyrandi breytingar. Hann
gekk um borgina og þar sem hann
gekk, starði fólk á hann og hann vakti
yndislegt umtal hvar sem hann kom.
Læknar vildu ekki saga tréð og
þeir sem rannsökuðu manninn töl-
uðu um hann sem eitt af undrum
veraldar. Honum var boðið hlutverk í
amerískri bíómynd og boðið að mæta
í virtan sjónvarpsþátt þar vestra.
Svo gerðist það eitt haustið, að
perur féllu af trénu. Maðurinn ann-
aðist tréð og reyndi að hlúa að því
eins vel og hann mögulega gat.
Ávextina færði hann vinum sínum og
vandamönnum og alltaf virtist tréð
geta gefið af sér nóg af gómsætum
perum.
Svo gerðist það eina dimma nótt
í námunda við jólin, að okkar mað-
ur sat einn í myrkrinu og hugleiddi
hversu lánsamur hann væri. Hann
hafði fengið að njóta alls hins besta
í lífinu. Og það næsta sem gerðist,
var að ljós kviknaði á perunum, rétt
einsog um ljósaperur væri að ræða.
Um fagra nótt þú færð þitt hrós
úr fylgsnum gæsku þinnar,
þá veistu að það lifir ljós
í logni sálarinnar.
„Já, það veltur þó aðeins á lyginni. Ef
hann lýgur hvað varðar embættisstörf
á hann hiklaust að segja af sér.“
Garðar Þór Þorkelsson
24 ára nemi
„Einfalt já, hiklaust.“
Stefán Þór Jónsson
40 ára bílstjóri
„Ef hann er staðinn að því, og það eru
sannanir fyrir því, þá á hann að gera
það.“
Erla Gísladóttir
29 ára móttökuritari
„Já, maður í opinberu starfi á ekki að
ljúga að þjóðinni. Þeir verða að taka
ábyrgð á gjörðum sínum.“
Kristín Hlöðversdóttir
24 ára vinnur við aðhlynningu
„Já, það er mjög ábyrgðarmikið að
vera í opinberu starfi. Sérstaklega ef
hann er að saka aðra um lygar.“
Hildur Hlöðversdóttir
24 ára nemi
1 Brottrekinn tæknimaður: „Ættir að skammast þín“ Tæknimaður á RÚV
hjólaði í starfsmannastjóra stofnunarinnar
í tölvupósti.
2 Prófessor segir að Sigmundur eigi að víkja úr embætti ef hann sagði
ósatt Svanur Kristjánsson stjórnmálafræði
prófessor um skuldaniðurfellingu Sigmundar
Davíðs.
3 Táraðist á dramatískum þing-flokksfundi Framsóknar Elsa Lára
Arnardóttir, þingmaður Framsóknar, sögð
hafa orðið fyrir vonbrigðum með skulda
tillögur ríkisstjórnarinnar.
4 Leynigögn: Svona ætlaði ríkis-stjórnin að lækka bætur Minnisblað
sem Bjarni Ben. sendi Vigdísi Hauksdóttur,
formanni fjárlaganefndar.
5 Sigurður ríkasti Kópavogsbúinn Sigurður Sigurgeirsson er ríkasti íbúi Kópavogs
samkvæmt úttekt DV.
6 „Ég er agalega viðkvæm mann-eskja“ Elsa Lára tók fyrir það að hafa tárast
á þingflokksfundi Framsóknarflokksins.
Mest lesið á DV.is
Myndin Jólaljós Það er óneitanlega hátíðarblær á höfuðborginni, nú þegar borgarbúar hafa flestir dregið fram jólaseríurnar og hvíta hulan er yfir borg og bý.
Mynd SiGtRyGGuR ARi