Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Síða 23
Helgarblað 13.–16. desember 2013 Fólk Viðtal 23
„Magnað að verða pabbi“
var ég meira að segja búinn að sjá
hana á Menningarnótt og spurði
vin minn hvaða stúlka þetta væri,“
segir Jón og brosir þegar hann
hverfur aftur til fortíðar. „Síðan
varð hún mín,“ segir hann.
„Ég spila tónlist fyrir Jón Tryggva
á hverjum degi þannig að það kæmi
mér ekki á óvart að hann fengi
áhuga á því,“ svarar Jón aðspurður
hvar framtíðaráhugasvið sonarins
gæti hugsanlega legið. „Ég fer líka
með hann í Kaplakrika oft í viku
og hann verður orðinn heimavan
ur þar. Síðan kennir mamma hans
ballett þannig að kannski verður
hann bara ballerína.“
Ætlaði að halda
samstarfinu leyndu
Það vakti mikla athygli þegar það
komst í fréttir að Jón hefði undir
ritað samning við útgáfufyrirtækið
Sony í Bandaríkjunum. Frá fregn
um þess efnis hefur hins vegar
minna borið á útgáfu nýs efnis frá
söngvaranum. Eina lagið sem hann
hefur gefið út á samningstímanum
er lagið Feel for You sem kom út
fyrir rúmum mánuði.
„Ég ætlaði að halda þessu
leyndu,“ segir Jón um samstarf
sitt við Sony. „Mér tókst það í tvo
mánuði en þá komst einhver að
þessu. Það var svo sem allt í lagi –
það er gaman að fólk viti af þessu
því þetta er ágætis viðurkenning.
Það hefði kannski verið fínt að
halda þessu leyndu því þá væri fólk
ekki að spyrja frétta. Ég væri al
veg til í að kunna svarið við þeirri
spurningu.“
Lögin skiluðu sér aldrei
En hvers vegna er svo lítið að frétta
eftir undirritun samningsins? „Í
upphafi árs tókum við upp fullt af
hljóðdæmum af nýjum lögum,“ út
skýrir Jón og heldur áfram. „Við
héldum að við hefðum sent það til
útgáfufyrirtækisins. Við sendum
þau á milliliðinn. Síðan kom það
í ljós að lögin skiluðu sér aldrei til
Epic. Nú eru lögin hins vegar kom
in þangað.“
Jón segir að við undirskrift
samningsins hafi hann fundið yrir
mikilli spennu áður en hann fór
að efast um hvort eitthvað gerðist í
kjölfarið. Í dag er hann hins vegar
afslappaður og segir að hann vonist
til að eitthvað gerist. Jón setur ekki
önnur áform á ís vegna samnings
ins heldur lifir lífinu og nýtur sín til
fulls. Eðlilega er hann þó farinn að
þyrsta í að gefa út nýtt efni.
„Sony má ekki vera stelpan sem
heldur mér heitum en byrjar aldrei
með mér,“ segir Jón. „Það er ekki
gott fyrir neinn.“
Æskudraumurinn rættist
En hversu mikla löngun hefur Jón
til þess að slá í gegn sem tónlistar
maður á heimsvísu?
„Ef þú hefðir spurt mig áður en
ég fór að gefa út efni á Íslandi, þegar
ég var nýútskrifaður frá Boston, þá
hefði ég svarað þér allt öðruvísi,“
segir Jón. „En í dag eftir að hafa spil
að fyrir Íslendinga og fengið góðar
móttökur þá þykir manni ótrúlega
vænt um það. Hér eru rætur manns.
Í ofanálag hefur tónlistin gefið mér
tækifæri í ótrúlega mörgu öðru,“
segir hann og nefnir ritstjórastarf
Monitor og fyrirlestra um fjármál og
lífið fyrir krakka sem dæmi. „Að geta
verið fyrirmynd og deilt minni sýn
á lífið með fólkinu er eitthvað sem
mig hefur alltaf dreymt um. Æsku
draumurinn um að tala inn á teikni
mynd hefur meira að segja ræst!“
Vill gefa út plötu
„Ég hef alltaf nóg að gera sem tón
listarmaður,“ segir Jón. „Fyrsta
platan var fínasta nafnspjald. „Halló,
ég heiti Jón Jónsson og ég er í tón
list!“ Síðan þá hef ég upplifað ýmis
legt. Ég hef sungið inn á plötu með
Ragga Bjarna og Bó, samið lag fyr
ir þann fyrrnefnda, stigið á svið með
mörgum stórlöxum í íslenskri tónlist,
sungið með Sinfó og ýmislegt meira.
Ég hef haldið fallega tónleika, spil
að á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, á
Menningarnótt og spilað fyrir fimm
þúsund krakka á Samfés þrjú ár í röð.“
Elsta lagið á plötunni Wait for
Fate var samið fyrir átta árum, eða
árið 2005, og því hefur Jón spil
að sum lögin ansi lengi. Hann seg
ir hins vegar að alltaf sé jafn gam
an þegar áhorfendur þekki lögin og
taki undir á tónleikum.
„Við gáfum út All You I um sum
arið 2012 og það átti að vera næsti
„síngúll“ að plötu sem við hefðum
gefið út fyrir jólin sama ár,“ útskýrir
Jón. „Út af samningnum við Sony þá
eiga þeir útgáfurétt á mínu efni. Ég
er því ekki alveg minn eigin herra í
þessu öllu saman. Gríðarlega mikill
léttir var að fá leyfi til að gefa út nýja
lagið okkar, Feel for You, því það er
alltaf gaman að gefa út nýtt efni. Til
að vera alveg heiðarlegur þá hefði
það verið óskandi að geta gefið út
plötu til að senda þessi börn frá sér.“
Var forvitinn um Steinar
Þann 19. desember stígur Jón Jóns
son á svið í Austurbæ og heldur
jólatónleika. Það er orðið töluvert
síðan Jón hélt tónleika í fullri lengd
og því hlakkar hann til. Uppselt varð
á örskotsstund og því var gripið til
þess ráðs að halda tvenna tónleika
sama kvöld.
„Maður veit alveg að maður á
ekkert alltaf eftir að geta selt upp á
tónleikana sína,“ segir Jón. „Þannig
að maður nýtur þess á meðan mað
ur getur það. Maður verður að halda
fólki á tánum.“
Jón hefur fengið nýstirnið Steinar
Baldursson til þess að hita upp fyrir
sig. Steinar gaf út plötuna Beginning
fyrr í vetur og hefur hún notið mik
illa vinsælda.
„Ég var búinn að vera með Up
lagið á heilanum og var forvitinn að
vita meira um þennan strák,“ segir
Jón. „Ég var bara mjög feginn þegar
hann tók vel í þessa hugmynd. Ég sá
hann í Eldhúspartý FM og ég efast
ekki um að hann verði flottur þarna.
Kannski plata ég hann til þess að
koma á æfingu hjá okkur og æfa eitt
jólalag,“ bætir hann við brosandi.
Greinilega eitthvað í pípunum.
Tekur hlutverk sitt sem
fyrirmynd alvarlega
Framtíðin er sem leir í höndunum á
Jóni. Allir vegir virðast honum fær
ir. Jón, sem hefur þroskast, vill halda
áfram í fótbolta og gefa út tónlist.
„Fótboltinn hefur alltaf verið það
mikil ástríða að ég hef aldrei þor
að að hætta eða jafnvel hugsa um
að hætta,“ útskýrir Jón og heldur
áfram. „Þetta er líka það skemmti
legur félagsskapur og skemmtilegur
partur af deginum.“
Eftir að hafa eignast son sinn
segist Jón hafa mannast og þroskast.
„Maður reynir að vera fyrirmynd
sjálfur fyrir ungt fólk og ég held að
ég sé enn ákveðnari í því eftir að ég
varð pabbi.“ n
Nóg að gera Eftirspurn eftir Jóni er mikil, enda vinsæll.