Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Síða 38
Helgarblað 13.–16. desember 201338 Menning É g bjó í Hamrahlíð 1 en ég labbaði alltaf upp Löngu- hlíðina, ég var svo hrædd um að hraunið myndi ná í rass- inn á mér: Öskjuhlíðin gaus í draumum mínum; Reykjanesið gubbar stórt á tíu þúsund ára fresti. Langahlíðin er því eiginlega gatan mín,“ segir Þórunn Erlu- Valdimars- dóttir, sagnfræðingur og rithöfund- ur, þegar hún rifjar upp göturnar í lífi sínu. Hún segist vera „útglennt“ þessa dagana við að kynna nýjustu bók sína: Stúlku með maga. Bara búið í Reykjavík Við byrjum í Hamrahlíð 1 þar sem Þórunn ólst upp og bjó fyrstu átján ár ævi sinnar, þangað til hún flutti að heiman árið 1973. Faðir henn- ar reisti hús yfir fjölskylduna í aukavinnu. „Hann var flugumferð- arstjóri — forkur. Þórunn er á rölti um stræti Reykjavíkur þegar viðtal DV um göturnar í lífi hennar fer fram á hálftíma á þriðjudagseftirmiðdegi í desember. „Eigið þið nokkuð brauð handa brabra, brabrabrauð?“ segir Þórunn við starfsmann verslunar sem hún stekkur inn í meðan segul- bandið gengur og hljóðsetur brot- in úr lífi hennar. „Það er voða skrít- ið að vera orðinn næstum sextugur og hafa næstum bara búið í Reykja- vík, fyrir utan einhver tvö ár. Mað- ur getur eiginlega hvergi gengið fyrir minningum. Partí hér, kærasti þar og skyldfólk hér: Þetta er orðið svona fallegt lifandi minningakort með marglitum litlum jólakúlum. Reykjavík er garður minninganna og það er eins gott að þetta eru næstum bara notalegar minningar.“ Hættur í Hlíðunum Þórunn man skýrt eftir nokkrum minningabrotum úr lífinu í Hlíðun- um. „Við fórum alltaf í hverfisbúð- irnar til að kaupa mat. Einu sinni man ég eftir því þegar ég var í búð- inni með dúkkuvagninn minn og þá réðust vondir strákar á okkur Lilju systur mína og settu dúkkuna mína í öskutunnu. Lífið í Hlíðunum var fullt af hættum.“ Þórunn segir að hún og Lilja systir hennar hafi aldrei vílað neitt fyrir sér þegar þær voru litlar: „Einu sinni ætlaði ég að elta regnbogann með Lilju systur minni og við ætl- uðum að labba inn á Rauðalæk til ömmu. Ég hef aldrei verið hrædd þegar ég hef verið á flótta með Lilju. Ég var fimm ára en hún þriggja ára og ennþá í kerru. Við komumst út að sjó en þá var ég uppgefin að keyra kerruna og ég sá að við kæmumst ekki upp á Rauðalæk til ömmu. Við fengum að hringja í Stórholti hjá ömmubróður mínum. Þangað vor- um við sóttar. Ég hef bara einu sinni fengið kín- verska spádómsköku á ævinni: Það var í New York. Á miðanum með kökunni stóð: You never hesitate to tackle the most difficult problems. Þannig er ég bara: Ekkert nema kjarkurinn, bögglaður í kjöt.“ Eina rassskellingin sem Þórunn upplifði situr líka í henni: Þá hafði hún nappað peningum til að kaupa sér nammi í einni af búðunum í hverfinu. „Ég ætlaði líka einu sinni að stela fjölskyldubuddunni af því að mig langaði í nammi. Þá átti ég eldri systur sem sá mig. Ég komst ekki nema rétt út úr garðinum, var þá gripin og pabbi rassskellti mig og ég átti það skilið. Var þetta í eina skiptið sem ég hef verið spönkuð en mér þykir voða vænt um að hafa verið rassskellt því þá veit ég hvað það er. Mamma var beint á bak við hurðina og huggaði mig. Þetta var fast því pabbi var vestfirskur kappi. Ég er auðvitað ekki sú eina því mjög margir af minni kynslóð voru rassskelltir oft en ég bara einu sinni, því ég var fljót að læra.“ Hippaheimili á Klapparstíg Þórunn og systir hennar fluttu að heiman og í íbúð á Klapparstígnum þegar rithöfundurinn var 19 ára. Hún gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og stundaði nám í sagnfræði í Háskólanum. „Það var æðislegt að flytja að heiman. Mamma var þá gift aftur og mað- ur vildi ekkert vera að íþyngja því heimili. Hún var líka búin að missa hálft andlitið úr krabbameini.“ Hún segir íbúðina hafa verið í anda þeirra og þess tíma. „Þetta var hippaheimili: Við máluðum hverja spýtu á klósettveggnum í sérstök- um lit. Ég var með píanó – mamma átti tvö og ég fékk annað. Við vorum grænmetisætur og keyptum okkur stórar glerkrukkur undir baunir sem þá var hægt að kaupa í sekkjum. Þá var ennþá hægt að kaupa ódýr- an mat. Svo bakaði maður kartöflur, og átti kannski fyrir smjörstykki, og gerði baunakássur. Það var annars skrítið að vera grænmetisæta á þessum árum því það var svo fátt fyrir okkur.“ Margfætlur í Mexíkó Þórunn flutti til Mexíkó þegar hún var 23 ára gömul og bjó þar í eitt ár í borg sem heitir San Miguel de Allende. „Þetta er gömul silfurborg sem er svo falleg að hún er á lista Unesco yfir gersemar. Þar bjó ég ekki í götu heldur í heilum dal sem hét Happy Valley. Þetta var svona hippa- eitthvað. Kapellan var klósettið og sturtan var altarið í kirkjunni sem var alltaf opin og full af margfætlum sem voru eins og marglitir litlir rútubílar á ferð um gólfin þannig að maður varð að fara varlega til að stíga ekki á þær því þær eru alveg eins og við og finna til ef þær eru slasaðar,“ segir Þórunn sem stundaði nám í sagn- fræði og myndlist í Mexíkó. Þegar hún er spurð nánar út í Mexíkódvölina „ryðjast minn- ingarnar upp“ eins og hún segir: „Við vorum nýlentar við Fríða vinkona mín þegar þjóðhátíðardag Mexíkóa bar upp og við ætluðum í sund með þremur gæjum. Við stálumst óvart í einkasundlaug hjá manni sem var sagður hafa myrt mann sem hafði stolist í sundlaugina hans. Maður- inn kom fyrst með hníf og þá ætl- uðu strákarnir að prútta við hann en hann lét sér ekki segjast. Krakkarn- ir náðu hins vegar að flýja manninn en ég var svo vitlaus að ég var hin- um megin í sundlauginni. Næst kom maðurinn með öxi og ég rétt slapp yfir girðingu og hneig niður í brenni- netluskóg hálfklædd og ég horfði á líkamann titra þó hugurinn væri kúl.“ Þórunn segir að Mexíkódvölin hafi brennimerkt sál hennar því samfélagsástandið hafi verið svo skelfilegt. „Maður þurfti svolítið að ná samband við guðina þarna úti því þetta var svolítið villt. Mér finnst gaman að hafa verið þarna í heilt ár af því að það er fyrst núna á síð- ustu árum sem jafnaldrarnir eru að fara til þriðja heimsins. Það brenni- merkti sálina að vera þarna því fá- tæktin var svo mikil. Ég var reyndar vinstrisinni úr MH en þó ég hefði verið Hannes Hólmsteinn þá hefði ég orðið vinstrisinni við að horfa upp á þetta.“ Heimilið á Bárugötunni Þórunn snéri aftur til Íslands og lauk sagnfræðinámi sínu en fór þá í Hrútafjörðinn og kenndi í eitt ár við Reykjaskóla. Hún segist hins vegar hafa fundið að hún vildi læra meira. „Ég fann hvað það var mikið púl að vera kennari því í þennan skóla voru gjarnan send „óþæg“ börn úr Reykjavík. Þá dreif ég mig í Cand. Mag.-nám og einu sinni á Hótel Borg, þann 13. desember árið 1980, togaði skólabróðir minn í flétturnar á mér aftan frá og höfum við verið saman síðan. Við höfðum þá verið skotin hvort í öðru úr fjarlægð.“ Skólabróðirinn sem Þórunn nefnir er Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur. Næstu árin þar á eft- ir bjó Þórunn við Skaftahlíð í Reykja- vík þar til hún og Eggert keyptu sér íbúð við Bárugötu 5 árið 1989. Þar búa þau enn og tekur Þórunn tvær ungar stúlkur tali í götunni þegar myndatakan af henni fer fram. „Nú er ég orðinn elsti íbúinn í húsinu. Þegar ég flutti inn bjuggu hér gaml- ar ekkjur í húsinu og allt í kring. Ég er eins og tré sem smokrar rótun- um niður í Bárugötu 5. Það er voða gott að hafa miðju en miðjan er alltaf hjartað, sama hvar maður er. Ég bara tek því sem kemur. Ég er forréttinda- kerling og skammast mín fyrir það: Ég á eina hænu, órangútan og fimm börn í Afríku sem ég styrki. Ég er ekki að monta mig en ég vil bara að aðrir geri þetta líka,“ segir Þórunn og vísar til þess að hún láti fé af hendi rakna til þessara góðu málefna. n Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir rifjar upp göturnar í lífi sínu og minningar um eldgos, rassskell og Mexíkó „ryðjast upp“„Þetta er orðið svona fallegt lifandi minningarkort með marglitum litlum jólakúlum. „Miðjan er alltaf hjartað“ Miðja Þórunnar Þórunn Erlu- Valdi- marsdóttir er hér á Báru götunni, þar sem hún býr í dag, ásamt Evu Maríu og Elínu, tveimur stúlkum sem hún tók tali af handahófi. MyndiR sigtRygguR aRi Göturnar í lífi mínu Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur Er nú elst Þórunn er nú elst í húsinu við Bárugötu og nærliggjandi híbýlum. Þegar hún flutti voru gamlar ekkjur ráðandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.