Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Page 44
44 Fólk Helgarblað 13.–16. desember 2013 1 Kim Kardashian Stjörnurnar gráta líka og það veit tilvonandi eiginkona Kanye West. Kim Kardashian hefur margoft grátið í raunveruleika- þætti fjölskyldu sinnar, ýmist af gleði eða sorg. 2 Britney Spears Söngkonan vinsæla þekkir vanlíðan betur en flestir. Britney hefur gengið í gegnum margt á ferli sínum og sokkið djúpt í dimman öldudal þunglyndis. Nokkrum sinnum hefur hún ekki getað hamið tilfinningar sínar fyrir augum almenn- ings – enda engin ástæða til. 3 LeBron James Á vígvelli íþróttanna birtast ýmsar myndir tilfinninga. Það er ekki alltaf hægt að bera sigurorð af andstæðingnum og keppendur taka því misvel. Körfubolta- maðurinn LeBron James grét eins og ungabarn þegar ljóst var að lið hans myndi ekki sigra NBA. 4 Cameron Diaz Ein ást-sælasta leikkona heimsins viðurkenndi það í spjallþætti Jay Leno að hafa brostið í grát eftir klippingu þegar skammt var til jóla. Hárgreiðslumaður- inn hennar misskildi beiðni leikkonunnar og klippti mun meira af hárinu en hún bað um. Óheppilegt. 5 Barack Obama Bandaríkja-forsetinn vinsæli, Barack Obama, hefur oftar en ekki verið tárvotur fyrir augum almennings. Obama varð fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er dökkur á hörund og er mikil tilfinninga- vera. Stjörnurnar elska jólapeysur n Hallærisleg jólatíska heillar fræga fólkið Þ egar líða fer að jólum vilja sumir klæðast í takt við hátíðarnar. Tíska sem hingað til hefur þótt nokkuð hallærisleg hefur verið upp á pallborðið hjá mörgum undanfarið og virðist fólk keppast við að klæða sig í jólaleg föt. Stjörnurnar eru þar engin undantekning og margar hafa látið sjá sig í mis smekklegum jólapeysum undanfarið. Jólagleði Taylor Swift í svartri jólapeysu. Jóla-Bieber Justin Bieber jólalegur til fara. Hress Snoop Dog elskar jólin. Krúttlegur Matt Damon er krúttlegur í jólasveinapeysu sinni. Góður í grænu Eliah Wood í grænni jólapeysu. Jólaleg Hillary kann vel að meta jóla jólapeysu. S jálfsmynd af þeim Barack Obama, forseta Bandaríkj- anna, David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, og Helle Thorning Schmidt, for- sætisráðherra Danmerkur, vakti heimsathygli. Myndin, sem tekin var við minningarathöfn um Nel- son Mandela, þótti mörgum vera ósmekkleg og tekin við óviðeig- andi tilefni og vakti því mikla reiði. Í raun er þó um að ræða mynd, af myndatöku eins og sést hér til hlið- ar. Það var Roberto Schmidt sem tók myndina og birti á samfélags- miðlum, en á henni sést fólkið glað- hlakkalegt að taka myndina. Við hlið þeirra situr svo forsetafrú Banda- ríkjanna, Michelle Obama, heldur þung á brún. Roberto segir gagn- rýni á myndina byggða á miklum misskilning. Hann segir að þegar myndin var tekin hafi Obama ný- verið búinn að halda ræðu þar sem hann sagði Mandela einn merkasta mann mannkynssögunnar. Hann settist síðan með öðrum ráðamönn- um, rétt við hlið Davids Cameron. Schmidt tók þá upp myndavélina og ákvað að fylgjast með fólkinu. „Skyndilega tók konan [Thorning Schmidt, innsk. blm.) upp símann sinn og tók mynd af sér með Camer- on og forseta Bandaríkjanna. Ég tók mynd af þessu,“ segir hann. „Allt í kring um okkur dönsuðu Suður- Afríkubúar, sungu og hlógu til að heiðra minningu leiðtogans sáluga,“ segir Roberto Schmidt. Hann segir að allir hafi tek- ið þátt í gleðinni. „Ég frétti síðar að Michelle Obama liti út fyrir að vera reið á myndinni. Hún var það ekki og myndir geta logið,“ segir hann og segir að stuttu síðar hafi hún verið hrókur alls fagnaðar. „Það var ekkert að því að taka sjálfsmynd, hver hefði ekki gert það í þessum aðstæðum,“ segir Roberto Schmidt. n astasigrun@dv.is Ljósmyndarinn Roberto Schmidt kemur ráðafólki til varnar „Ekkert að því að taka sjálfsmynd“ Sjálfsmyndin Fjölmiðlar voru margir fljótir að birta myndina og töldu margir hana hafa verið óviðeigandi. Grátandi stjörnur topp 5 Sjálfhverfur eftir kynlíf Breska fjölmiðlakonan Lauren Harries sem hefur áður sagst hafa sængað hjá Russell Brand hefur nú talað um hversu sjálfselskur leikar- inn hafi verið. Lauren, sem er ekki síst fræg fyrir að vera kynskipt- ingur, segir að eftir kynlíf þeirra hafi Russell Brand yfirleitt horft á myndbrot með sjálfum sér í tölv- unni sinni. „Þetta var ekkert sérstaklega rómantískt,“ sagði Lauren. „Hann elskaði að horfa á sjálfan sig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.