Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Page 9
Formáli.
Preface.
Búnaðarskýrslur þær, er kér birtast fyrir hvert áranna 1955—57, eru ekki í
sama formi þessi þrjú ár. Fyrir árin 1955 og 1956 eru aðeins birtar upplýsingar
um bústofn og jarðargróða í árslok, en töflurnar fyrir árið 1957 eru með víðtækum
upplýsingum samkvæmt framtölum bænda og annarra framleiðenda landbúnaðar-
afurða á þar til gerðu framtalseyðublaði, og raunar líka samkvæmt aðalframtals-
skýrslu til skatts. Þær upplýsingar fær Hagstofan frá skattanefndum og skatt-
stjórum á búnaðarskýrslueyðublaði, þar sem talin eru öll bú á landinu ásamt allri
þeirri vitneskju, sem framtölin bafa að geyma um þau, hvert um sig, auk upplýs-
inga um búfjáreign, búsafurðir og jarðargróða í kauptúnum og kaupstöðum. Niður-
staða þeirra gagna eru aðeins birtar fyrir árið 1957, þótt þau séu einnig fyrir bendi
fyrir árin 1955 og 1956, enda er talið nóg að birta fyllri upplýsingarnar fyrir
þriðja hvert ár. Fyrir árin 1953 og 1952 voru bins vegar aðeins fengnar frá skatt-
yfirvöldum stuttar yíirlitsskýrslur um bústofn og jarðargróða, annars vegar fyrir
bændur og hins vegar fyrir búlausa í sveitum og þéttbýli. — Það skal tekið
fram, að jarðabótaskýrslur í þessu befti eru eins fyrir öll þrjú árin.
Töflurnar í þessu hefti eru svo að segja hinar sömu og voru í Búnaðar-
skýrslum 1952—54. Engin tafla hefur verið felld niður og engri nýrri bætt við,
en lítils háttar brcytingar bafa verið gerðar á nokkrum töflum.
Aftan við töflurnar, sem byggðar eru á framtölum, er viðbætir með yfirlitum
um verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar 1955—57. Er þar um að ræða fram-
bald á sams konar yfirliti, sem fyrst birtist í Búnaðarskýrslum 1951 (fyrir árin
1935—51) og síðar í Búnaðarskýrslum 1952—54 (fyrir þau ár).
Hagstofa Islands, í ágúst 1959.
Klemens Tryggvason.