Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Side 15
Búnaðarskýrslur 1957
13*
lauk, mátti telja, að hann befði verið nærri meðallagi. Meðalhiti í janúarmánuði
og febrúarmánuði var lægri en í meðallagi, en í marz og apríl 0,8° meiri en í meðal-
lagi, og var tiltölulega hlýjast á Suðvesturlandi og um miðbik Norðurlands.
Vorið byrjaði vænlega, og tók jörð að lifna fyrstu dagana í maí, einkum sunnan-
lands. En viku af maí gelck í kalda norðanátt, og 12.—15. maí gekk stórhríð yfir
mestan hluta Norður- og Austurlands og norðanverða Vestfjörðu. Talsverð snjó-
koma var um allt landið norðanvert, einkum næst sjónum. Sunnanlands gengu
víða yfir él, en snjó festi þó eigi í byggðum svo teljandi væri, en veður voru mjög
köld, börkufrost um nætur og norðansveljandi um daga, jafnvel þegar sól skein í
heiði. Allur gróður, er lifnað liafði, sviðnaði, og sums staðar urðu talsvert miklar
kalskemmdir í túnum, þó ekki eins miklar og í fyrstu virtist. Kuldar þessir héldust
fram yfir 20. maí eða í rúmlega tvær vikur. Þá hlýnaði skyndilega í veðri, og voru
veður hlý og góð um allt land rúmlega tvær vikur. Greri þá norðanlands um leið
og jörð kom undan snjó, en sunnanlands tafði það gróðurinn, bve sviðin jörðin var
eftir kuldana um miðjan maímánuð og jarðklakinn mikill. Frá 9. júní til mánaðar-
loka voru veður breytileg, en aldrei mikil til ills eða góðs. Vegnaði gróðri og sprettu
sæmilega, einkum norðanlands. — Hiti í maímánuði var lítils háttar yfir meðallag
á vestanverðu landinu og á Norðurlandi, en tæplega í meðallagi á austanverðu
landinu og miklum hluta Suðurlands, og úrkoma lítil nema um norðausturhluta
landsins. I júnímánuði var hiti 0,7° yfir meðallagi, og var sérstaklega hlýtt í inn-
sveitum, en kaldara við ströndina, einkum á Suðurlandi og Austurlandi. Úrkoma
í júní var í meðallagi.
Um mánaðamótin júní—júlí hófst það veðurlag, er liélzt allt sumarið fram til
miðs septembermánaðar: sunnanátt kaldranaleg og úrkomumikil sunnanlands, en
þurr og hlý norðanlands. Allan þennan tíma þótti veðrátta með ágætum um allt
Austurland og Norðurland vestur fyrir Eyjafjörð og góð um vestanvert Norður-
land og norðanverða Vestfjörðu. Þó þótti stormasamt sums staðar í uppsveitum, þar
sem jörð var mjög þurr — þar voru þrálátir sandbyljir. Um allt Suðurland, austan
frá Mýrdalssandi vestur til Snæfellsnesfjallgarðs, og í vestustu sveitum Barðastrand-
arsýslu voru veður með ódæmum óhagstæð, sífelldar rigningar, svo að varla kom
þurr dagur og mest tveir dagar í senn, og þó ekki nema í stöku sveitum. Sveitirnar
í austanverðri Skaftafellssýslu, við Breiðafjörð og á Vestfjörðum sunnan ísafjarðar-
djúps voru á veðurmörkum. Þar var veðrátta óhagstæð, einkum til heyskapar, en
þó ekki með eindæmum. — Hiti í júnímánuði til jafnaðar á öllu landinu var 0,9°
yfir meðallagi, austan Eyjafjarðar til Austfjarða 2—3%° yfir meðallagi, en um
Suðvesturland 0—1° undir meðallagi. Úrkoma á Suður- og Vesturlandi var 130%
umfram meðallag, en á Norður- og Austurlandi var hún um 50% af meðalúrkomu.
Hiti í júlímánuði var til jafnaðar á öllu landinu 1,3° yfir meðallagi, á Norðaustur-
landi 3—4° meiri en í meðalári, á Suðvesturlandi 0—%° kaldara en í meðalári.
Úrkoma var á öllu landinu 140% miðað við meðalúrkomu sem 100, en á Norðaustur-
landi 70% af meðalúrkomu og á Suðvesturlandi 160%.
Með 12. scptember brá til hægrar norðanáttar. Voru þá mild veður norðan-
lands og austan, en þurrviðri sunnanlands. Þau þurrviðri héldust í 10 daga, og
var góður heyþurrkur í viku í fle6tum sveitum. Náðust þá sunnanlands og vestan
öll hey, er losuð höfðu verið og beðið þurrks, sum frá upphafi sláttar. Gras sölnaði
þá mjög ört og lauf gjörféll af kvisti, og voru þó næturfrost lítil. Norðanlands hélzt
jörð lengur nokkuð græn.
Hinn 22. september hófst að nýju sunnanátt með úrkomu syðra, þó ekki stór-
felldri, og hélzt svo tU mánaðarloka. Eftir það var um allt land mild haustveðrátta