Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Síða 18
16*
Búnaðarskýrslur 1957
sýslu og austanverðri Rangárvallasýslu til óþæginda. Eftir miðjan ágúst hélzt
veðrátta hagstæð sunnanlands, en nyrðra tók að mestu fyrir þurrka, og var þar
nokkur úrkoma sums staðar. — Fyrri hluta septembermánaðar hélzt veðrátta
svipuð og verið hafði síðari hluta ágústmánaðar, en þó nokkru kaldari, og komu
þá næturfrost öðru hvoru sunnanlands, er ollu því, að jörð tók mjög að sölna þar
þegar fyrstu daga mánaðarins, en hélzt liins vegar græn nyrðra, því að þokur og
dumbungar vörðu þar fyrir næturfrostum. Meðalhiti var 0,7° fyrir ofan meðal-
lag í Reykjavík í júlí- og ágústmánuðum, en 0,7° fyrir neðan meðallag í september.
Á Akureyri var júlímánuður 0,2° kaldari en í meðallagi, ágÚ6tmánuður 1,5° heitari,
en septembermánuður 0,8° kaldari en í meðallagi. Heyskaparlok urðu ákjósanleg
á Suðurlandi, en erfið víða nyrðra. Á Yesturlandi var sumarið afbragðsgott, en
um mestan liluta Austurlands var það svipað og á Norðurlandi.
Fyrri hluta októbermánaðar var lxausttíð fremur góð um allt land. Síðari hluta
máuaðarins var veðrátta einnig fremur bagstæð á Suðurlandi, en þá var norðan-
átt og óbagstæð veður á Norðurlandi, og var sauðfé tekið í hús þar. Nóvember-
mánuður var veðurmildur um allt land, einkum er leið á mánuðinn. Hélzt og svipað
veðurlag fram eftir desembermánuði, en fyrir miðjan þann mánuð versnaði veðr-
áttan, einkum um vestanvert landið, og sctti þar niður talsverðan snjó víða. Austan-
lands og um austanverða Þingeyjarsýslu liélzt veðrátta mjög sæmileg til áramóta.
— Meðalhiti októbermánaðar var í Reykjavík 0,4° yfir meðallagi, í nóvember 1,6°
yfir meðallagi, en í desember var hitinn þar 0,4° undir meðallagi. Á Akureyri var
hitinn í október 0,4° yfir meðallagi, í nóvember 2,5° og í desember 0,2°. tírkoma
var meiri en í meðallagi sunnanlands alla þessa þrjá mánuði. Norðanlands var
mikil úrkoma I október, mjög lítil í nóvember, en í desember í meðallagi.
Litið á árið sem heild var veðrátta mjög hagstæð bæði fyrir fénað og við
störf úti.
4. Jarðargróði 1955—57.
Production of field crops etc. 1955—57.
Töflur II A og B (bls. 4—7) sýna jarðargróða cftir sýslum, tafla A jarðargróð-
ann alls, tafla B jarðargróðann hjá bændum einum. Tafla III (bls. 8—9) sýnir
framleiðslu jarðargróða undir gleri og kálrækt, sem aðallega er stunduð í sambandi
við gróðurhús.
Frá aldamótum hefur heyfengur landsmanna verið sem segir hér á eftir, talið
í hestum (100 kg). Vothey er talið með töðu og sömuleiðis hafragras, hvort tveggja
umreiknað í þurra töðu: Taða, Othey,
þús. hcstar þús. hcstar
1901—05 ársmeðaltal .............. 524 1 002
1906—10 526 1 059
1911—15 „ ....... 574 1 138
1916—20 513 1 176
1921—25 647 1 039
1926—30 „ ....... 798 1 032
1931—35 .............. 1 001 1 019
1936—40 „ ....... 1 158 1 098
1941—45 1 333 879
1946—50 1 562 633
1951—55 1 986 650
1955 .......................... 2 326 403
1956 .......................... 2 575 413
1957 .......................... 2 949 385