Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Qupperneq 19
Búnaðarskýrslur 1957
17
Töðufengurinn hefur nærri sexfaldazt frá aldamótum til 1957. Aukningin
var hæg fyrstu tvo áratugi aldarinnar, meðaltöðufengur áranna 1916—20 jafnvel
minni en meðaltöðufengur hverra 5 ára á undan, en slílct stafaði reyndar af miklum
uppskerubresti eins árs, 1918, sökum ltalskemmda um allt land. Aukning töðu-
fengsins hefur verið mest eftir síðari heimsstyrjöldina og allra mest 5 síðustu árin,
1953—57.
Tvær eru aðalástæður til aukins töðufengs á síðustu árum: Aukin notkun
tilbúins áburðar og stækkun túnanna.
í Búnaðarskýrslum 1954 (bls. 16*—18*) er yfirlit yfir notkun tilbúins áburðar
frá því hann var fyrst notaður hér á landi og til 1955. Vísast til þess. Hér skulu
aðeins birtar tölur um notkun hreinna áburðarefna 3 síðustu árin og — til saman-
burðar — árin 1945 og 1950 (í tonnum):
1945
1950
1955
1956
1957
Köfnunarefni Fosfór Kali
1 206 421 157
2 365 948 885
4 836 2 480 1 839
5 575 2 761 1 935
6 398 3 135 1 791
í Búnaðarskýrslum 1954 er einnig skýrt rækilega frá því, sem vitað er um
stœrð túna (bls. 18*—19*), og er vísað til þess. Því einu skal þar við bætt, að nú
(marz 1959) er verið að mæla öll tún landsins upp að nýju, og er búizt við, að þeim
mælingum ljúki haustið 1960. Þegar er komið í ljós, að túnin reynast við þessar
nýju mælingar nokkru minni en talið hefur verið og lýst var í Búnaðarskýrslum
1954. Því veldur öðrum þræði það, að við liinar nýju mælingar er ekki allt talið
tún, er svo var talið áður, og eru það einkum grýttar útsköfur og brekkur, þ. e.
óvéltækt land með töðugresi, sem ekki er nú talið tún, þó að svo hafi verið áður.
Einnig hefur talsvert af túnum fallið úr rækt á eyðibýlum, og nemur það meiru
en sá túnauki, sem ekki hefur verið mældur sem jarðabætur, þó að nokkur sé.
— Samkvæmt Búnaðarskýrslum 1954 var túnstærðin í árslok 1954 (sem er hin
sama og að vori 1955) 57 468 ha, en við hefur bætzt: Árið 1955 2 474 ha, 1956
3 382 ha og 1957 3 576 ha. Hefðu þá tún átt að vera alls 66 900 ha í árslok 1957.
Túnstærð að vori og töðufengur af hverjum ha er samkvæmt þessari gömlu stærðar-
ákvörðun túnanna sem hér segir:
Túnstærð, Töðufengur af ha,
ha hestar
1954 ............................... 54 836 43,8
1955 ............................... 57 468 40,5
1956 ............................... 59 942 42,9
1957 ............................... 63 324 46,6
1958 ............................... 66 900
Votheysverkun fór vaxandi fram að árinu 1952, en síðan hefur hún tæplega
aukizt í hlutfalli við heildaraukningu töðufengsins. Hér á eftir er sýnt votheys-
magnið umreiknað í þurrkaða töðu og hlutdeild þess í allri töðunni síðastliðin
10 ár:
Vothey, í % af Vothey, f % af
1000 hestar allri töðunni 1000 hestar allri töðunni
1948 131 8,4 1953 272 12,5
1949 150 9,9 1954 280 11,7
1950 217 12,7 1955 325 13,9
1951 209 14,1 1956 308 11,9
1952 208 13,5 1957 343 11,8