Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Qupperneq 30
28*
Búnaðarskýrslur 1957
það befur nokkru sinni áður verið, og miklu fleira í Skagafjarðarsýslu, Norður-
Múlasýslu, Suður-Múlasýslu, Borgarfjarðarsýslu og báðum Þingeyjarsýslum.
Geitfé sýnist œtla að verða aldauða bér á landi innan skamms. Það var flest
talið liér á landi 1930, alls 2 983 fullorðnar geitur, þar af 2 219 í Þingeyjar-
sýslu. Fram taldar geitur 1957 voru alls 98, þ. e. 17 í Suður-Þingeyjarsýslu, 60 í
Norður-Þingeyjarsýslu, 11 í Norður-Múlasýslu og 10 í Suður-Múlasýslu.
Hrossum hefur mjög fækkað bin síðustu ár. Flest voru þau talin til búnaðar-
skýrslu í fardögum 1943, 62 þús., en í árslok 1957 aðeins 33 þús., og er fækkun
þeirra 1943—57 46,8% og þó líklega meiri, því að fleira mun hafa verið vantalið
af hrossum, er þau voru flest, en nú er. Annars hefur framtal brossa jafnan verið
ónákvæmt bæði í kaupstöðunum og í helztu „hrossasveitunum11. Tala og skipt-
ing hrossa í árslok 1955—57 hefur verið sem hér segir:
1955 1956 1957 Fjölgun 1957, %
Hestar 4 v. og eldri 15 635 15 004 14 641 -^2,4
Hryssur „ „ „ „ 13 437 13 427 13 380 H-0,3
Tryppi 2—3 v 4 544 3 757 3 412 -i-9,2
Folöld 1 601 1 740 1 622 —6,8
Hross olls 35 217 33 928 33 055 -i-2,6
Hryssum hefur ekki fækkað svo, að verulegt megi teljast. Hestum hefur hins
vegar fækkað nokkuð og ungum brossum verulega. Fækkun hrossanna befur verið
hlutfallslega minnst í þeim sveitum, þar sem þau hafa áður verið flest, þ. e. í Húna-
vatnssýslum, Skagaf jarðarsýslu og Rangárvallasýslu.Er þetta vegna þess, að mest
not bafa verið fyrir hross til kjötframleiðslu.
Svín hafa verið talin fram til búnaðarskýrslu 5 síðustu árin:
1953 565 1956 746
1954 707 1957 709
1955 657
Alifuglar bafa verið taldir fram síðustu 5 árin sem hér segir, en allmikið mun
skorta á, að tölur þessar séu tæmandi:
Hænani Endur Gæsir
1953 ................... 78 170 243 254
1954 ................... 80 376 265 276
1955 ..................... 93 449 193 250
1956 ..................... 95 019 202 220
1957 ..................... 97 943 215 127
Refir og minkar voru ekki taldir fram 1957, og virðist refa og minkarækt
lokið sem búgrein að sinni.
6. Búsafurðir 1957.
Livestock products 1957.
Töflur VIII A og B á bls. 34—37 sýna búsafurðir eftir sýslum 1957, tafla
VIII A búsafurðir í heild, en tafla VIII B búsafurðir hjá bændum sérstaklega.
Til eru hjá Hagstofunni skýrslur um búsafurðir 1955 og 1956, en ekki þótti ástæða
til að prenta þær. Hins vegar eru birtar einstakar tölur úr þeim hér í innganginum.
Síðan Hagstofan tók að safna skýrslum um búsafurðir, hefur fram talið mjólk-
urmagn verið sem hér segir: