Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Blaðsíða 41
Búnaðarskýrslur 1957 39*
1951 1954 1957 Aukning 1954—57
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. %
Hlunmndi 4 624 6 034 6 655 621 10,3
Heysala 1 693 708 894 186 26,1
Heimilisiðnaður 300 233 175 H-58 4-24,8
Uppeldisst>Tkur og afurðatjónsbœtur 11 282 5 453 7 558 2 105 38,6
Ýmsar tekjur 1 304 2 656 2 473 H-183 6,9
Fóðurtaka - 6 679 8 836 2 157 32.3
Þess ber að gæta, að ýmislegt verður til þess að torvelda samanburð á verð-
mæti afurðanna frá ári til árs og jafnvel gera bann villandi. Þannig kemur t. d.
fram óeðlilega btil aukning verðmætis sauðfjárafurða frá 1951 til 1954 og óeðli-
lega mikil aukning frá 1954 til 1957, vegna breytinga á sjálfum bústofninum.
Sauðfé fækkaði lítillega árið 1951, um 4 650, og kom því það ár fram lítils háttar
meira verðmæti sauðfjárafurða (ca 1,5 millj. kr. meiri) en orðið hefði, efsauðfjár-
stofninn hefði verið óbreyttm:. Árið 1954 fjölgaði sauðfénu hins vegar stórlega,
um 92 020 kindur, og kom það ár fram 30—35 millj. kr. minna verðmæti sauð-
fjárafurða en að óbreyttum sauðfjárstofninum. Árið 1957 fjölgaði sauðfénu að
vísu enn stórlega, um 62 485 kindur, en þó ekki eins og 1954. Kom því fram 22—25
millj. kr. minna verðmæti sauðfjárafurða en orðið hefði að óbreyttum fjárstofni það
ár. Ef bústofnsbreytingin hefði verið tahn með í heildarverðmæti sauðfjárafurða,
mundi það hafa numið 89,6 millj. kr. 1951, 143,0 millj. kr. 1954 og 236,0 millj.
kr. 1957. Þessar tölur eru þó ekki nákvæmar — og ekki er unnt að fá um þetta al-
veg nákvæmar tölur — og eru þessar tölur tilgreindar sem dæmi um það, hve miklu
bústofnsbreytingar breyta um verðmæti sauðfjárafurða frá ári til árs. Líku máli
gegnir um afurðir af hrossum, þar sem þau ber nú aðallega að skoða sem slátur-
dýr líkt og sauðféð. — Verðmæti garðávaxta fer svo mjög eftir árferðinu, að þar
er aldrei mikið að marka samanburð einstakra ára, en vissulega benda tölur um
verðmæti garðávaxta 1951, 1954 og 1957 ekki í þá átt, að áhugi á garðrækt sé
vaxandi hér á landi. Hins vegar fer verðmæti gróðurhúsaafurða vaxandi frá ári
til árs, og meira en nemur sjálfri verðhækkuninni. Hækkun á verðmæti afurða af
alifuglum stafar að einhverju leyti af betra framtali 1957. Annars hafa afurðirnar
bæði aidíizt og verð þeirra bækkað.
Með „ýmsum tekjumu er hér að ofan tahn slægjusala, verkfæralán og sala á
vélavinnu. Einnig eru hér með ýmislegar tekjur, sem ekki er nánari grein gerð
fyrir í framtölum og ekki er alveg víst, að allar séu af landbúnaði. „Ymsar tekj ur“
eru minni 1957 en 1954, aðallega vegna þess að framtölin eru betur sundurgreind
og því minna komið í safnflokkinn „ýmsar tekjur“.
Bústofnsauki er reiknaður samkvæmt skattmati 1957 að viðbættu 25% álagi.
Skattmati búpenings hefur aðeins verið breytt fimmta hvert ár, og hefur orðið
mikil verðhækkun á búpeningi síðan það var síðast ákveðið, fyrir framtalsárið
1954. Matið með þessu álagi er líka eflaust lægra en gangverð búpeningsins. Þess
er að gæta, að matið er miðað við verðmæti framgengins búpenings, og er því
aukin fóðuröflun frá næsta ári á undan með í matinu, a. m. k. að verulegu leyti.
Fyrir mati búpenings verður annars gerð fyllri grein síðar, í skýringum við töflu
XXIV.
Samanlagt var fram talið verðmœti landbúnaðarframleiðslunnar 1954 448 927
þús. kr., en 652 530 þús. kr. 1957. Aukningin er alls 203 603 þús. kr. eða 45,4%.
Til samanburðar má geta þess, að brúttótekjur af búi verðlagsgrundvallar land-
búnaðarvara baustið 1954 voru 71 088 kr., en 108 419 kr. haustið 1957. Er þetta
52,5% hækkun. Þess ber að gæta, að nál. % mjólkurafurðanna og nokkur bluti