Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Qupperneq 42
40*
Búnaðarskýrslur 1957
annarra afurða seldist bæði árin með verði samkvæmt verðlagsgrundvelli næsta
árs á undan, 1953 og 1956, en samkvæmt verðlagsgrundvelli þeirra ára hækkuðu
brúttótekjur búsins úr 69 350 kr. í 92 044 kr. eða um 25 694 kr., og er það 38,7%
hækkun. Það lætur því nærri, að aukning verðmætis landbúnaðarafurðanna frá
1954 til 1957 svari til hækkunar á brúttótekjum bús verðlagsgrundvallar land-
búnaðarvara á þessu tímabili. Þessi samanburður er ekki nákvæmur og ýmsum
annmörkum bundinn, m. a. sökum þess, hve erfitt er að gera sér grein fyrir, hve
mikið af afurðum 1954 seldist á grundvallarverðinu frá 1. sept. 1953 — 31. ágúst
1954 og hve mikið af afurðunum 1957 á grundvallarverðinu 1. sept. 1956 til 31.
ág. 1957.
10. Tilkostnaður við framleiðslu landbúnaðarafurða 1957.
Expenditure of agricultural producers 1957.
í töflum XII A og B á bls. 48—51 er sýndur tilkostnaður við framleiðslu land-
búnaðarafurða 1957 eftir sýslum. í 1. dálki töflunnar eru kaupgreiðslur, og um þær
er vísað til skýringa við töflu XIII í 11. kafla þessa inngangs.
Aðkeyptar fóðurvörur eru hey og kjarnfóður, innlent og útlent. Heykaup voru
mjög lítil á árinu. Þau eru ekki talin fram sérstaklega, en ættu að vera jafn mikil
og heysala samkvæmt töflu XI, sem er 893 þús. kr. (8 929 hestar, hver reiknaður
á 100 kr.). Aðkeypt kjarnfóður nemur samkvæmt þessu 77 216 þús. kr. Gengur
það aðallega til nautgripa, sauðfjár og hænsna. Magn kjarnfóðurs er ekki tekið á
búnaðarskýrslu, og eru nokkrir annmarkar á að áætla það eftir verðmæti þess.
Hins vegar hefur Hagstofan safnað skýrslum um keyptar fóðurvörur eftir öðrum
Ieiðum, og samkvæmt þeirri skýrslusöfnun hefur innflutt kjarnfóður og seldur inn-
lendur fóðurbætir, að undanskildu fuglafóðri, verið sem hér segir hin síðustu ár:
Fiskmjöl
Erlent fóður, og 6ÍldarmjöI,
tonn tonn
1. júlí 1954—30. júni 1955 ................ 13 446 4 986
„ „ 1955—,, „ 1956 21 581 6 375
„ „ 1956—,, „ 1957 17 498 5 522
„ „ 1957—,, „ 1958 19 602 5 737
Þess ber að gæta, að tölur þessar eru ekki miðaðar við almanaksár og verða
því ekki bornar saman við tölur um fóðurkaupin 1957 samkvæmt framtali til
búnaðarskýrslu. Ef tekið er meðaltal af fóðurmagni 1956—57 og 1957—58 sam-
kvæmt ofangreindu fást 18 550 tonn erlent kjarnfóður og 5 630 tonn innlent kjarn-
fóður. Samkvæmt verðlagsgrundvelli haustið 1957 ætti heildarverð þess kjarn-
fóðurs að hafa nurnið 55 660 þús. kr. eða 21,5 millj. kr. minna en verðmæti kjarn-
fóðurs samkvæmt búnaðarskýrslum. En þar er meðtalið fuglafóður, sem gæti hafa
numið 110—120 kr. á fugl að meðaltali eða 11—12 millj. kr. Eftir þessu að dæma
er kjarnfóður eitthvað oftahð til búnaðarskýrslu í heild, en ekki verður neitt ákveð-
ið um það sagt, hve miklu það hefur numið.
Rétt þykir að gera nokkra grein fyrir notkun kjarnfóðurs handa hverri tegund
búfjár eftir sýslum 1957, svipað og gert var í Búnaðarskýrslum 1954. Þetta verð-
ur að vísu ekki gert með nákvæmni, vegna þess að búin eru ,,blönduð“ flestum
búfjártegundum um allt land, og munurinn sá einn, að búfjártegundanna gætir
misjafnlega mikið.
Notkun kjarnfóðurs handa sauðfé verður helzt séð og fundið í sýslum, þar
sem hvorki er mjólkursala né eggjasala svo að teljandi sé. Þar er kúm yfirleitt