Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Page 50
48*
Búnaðarskýrslur 1957
bótaöld. Fyrstu 2—3 árin vantaði að vísu mjög nýtízku tæki til jarðabóta, en úr
því rættist smám saman, og árið 1948 má telja, að bændur gætu bafíð jarðabóta-
störf af alefli með nýjum tækjum. Hafa þessi störf farið vaxandi með hverju ári
síðan, nema hvað nokkur afturkippur varð 1949 vegna mjög örðugrar veðráttu.
Tala jarðabótafélaga og jarðabótamanna hefur þó ekki orðið eins bá og 1930—
40, er tala jarðabótamanna var rétt um 5 000 að meðaltali á ári. Veldur þar nokkru
það, að bændur eru nú færri en þá, en líka hitt, að jarðabæturnar eru stærri í snið-
unum, og verða bændur því stundum að taka sér hvíld næsta ár eftir mikið átak.
Einnig hafa byggingaframkvæmdir verið svo miklar í sveitum, að sum árin hafa
þær heimtað allt fjármagn og allt vinnuafl, sem tiltækt hefur verið. Síðan 1948
hefur tala starfandi jarðabótafélaga og jarðabótamanna verið sem hér segir:
Félög Jarðabótamenn
1948 ................................ 220 4 239
1949 ................................ 216 3 533
1950 ................................ 216 4 244
1951 ................................ 217 4 267
1952 ................................ 218 4 327
1953 ................................ 217 4 441
1954 ................................ 216 4 481
1955 ................................ 212 4 095
1956 ................................ 217 3 993
1957 ................................ 216 3 962
Breytingarnar á tölu starfandi jarðabótafélaga stafa af því, að sum árin hafa
ekki verið teknar út neinar jarðabætur í suinum kaupstöðum og kauptúnahrepp-
um, enda hefur jarðræktaráhugi sums staðar þar farið þverrandi á síðari árum, og
hefur því valdið bæði mikil atvinna við önnur viðfangsefni og greið dreifing mjólk-
ur og mjólkurafurða.
Minni stund hefur verið lögð á byggingu safnþrða og áburðarhúsa móts við
sumt annað síðan stríðinu lauk en áður var, enda þótt bygging áburðarhúsa
hafi heldur aukizt síðustu árin. Stafar þetta af því, að tilbúinn áburður hefur
verið auðfenginn, ódýr í notkun móts við búfjáráburð, en einkum hefur kostað
minni vinnu að dreifa honum, Hins vegar hafa verið vaxandi örðugleikar á að fá
nægilegt vinnuafl til bústarfanna á þeim tíma, er dreifa þarf áburði. Alls hefur
verið byggt af safnþróm, áburðarhúsum og haugstæðum 1948 og síðan, talið í m3:
Safnþrœr Áburðarhús HaugBtœði
1948 ................... 4 994 9 009 92
1949 ................... 4 139 7 108 652
1950 ................... 3 334 7 358 690
1951 ................... 3 310 8 581 282
1952 ................... 3 945 9 117 342
1953 ................... 2 120 6 559 418
1954 ................... 3 033 13 142 533
1955 ................ 2 926 17 572 1 407
1956 ................... 2 929 18 790 478
1957 ................... 2 440 21 880 400
Nýrœkt túna, túnasléttur og nýir sáðreitir hefur verið sem hér segir síðan
1948 (tahð í ha):
Nýrœkt Túnasiéttur Nýir sáðreitir Samtals
1948 ..................... 1 562 850 43 2 455
1949 ..................... 1 296 568 42 1 906
1950 ..................... 2 196 708 162 3 066
1951 ..................... 2 461 680 92 3 233