Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Qupperneq 67
Búnaðarskýrslur 1957
65*
þess að gæta, að af þessari aukningu eru 157 778 þús. kr. hækkun á fasteignum og
er það að verulegu leyti hækkun vegna hins nýja fasteignamats, en því miður
er ekki unnt að segja, hve mikill hluti það er. Einnig er um 20% af verðmæti bú-
stofnsins 1957 til kominn vegna bækkunar matsgrundvallarins frá 1954, og nemur
sú hækkun um 135 500 þús. kr. Hér kemur margt fleira til greina og er raunar
ógerlegt að gera sér grein fyrir því í krónum og aurum á grundvelli þessara upplýs-
inga, hvernig efnahagur framleiðenda landbúnaðarvara hefur breyzt á þessu tíma-
bili. En þó er eflaust, að raunverulegar eignir þeirra að frádregnum skuldum hafa
verið talsvert meiri 1957 en 1954.
16. Tekjur og eignir bænda 1957.
Farmers’’ income and assets 1957.
Töflurnar í töfludeild þessa heftis eru margar tvískiptar og merktar A og B.
Töflur merktar A sýna niðurstöður fyrir bændur og búlausa í heild, en í töflum B
eru tölur fyrir bændur sérstaklega. Þar sem ekki er um slíka skiptingu að ræða,
eins og t. d. í töflunum um jarðabætur, er allt, sem í þeim er, eða því nær allt,
hjá bændum einum. Undantekning frá þessu er þó tafla III um kálrækt og gróð-
urhúsaafurðir, en það stafar af því tvennu, að hún er ekki nema að nokkru leyti
byggð á búnaðarskýrslum skattayfirvalda, og svo er eigi komin festa á það hjá
skattayfirvöldunum, hverjir taldir eru bændur af þeim, er einkum stunda kál-
rækt og framleiðslu gróðurhúsaafurða. Þó hefur Hagstofan skipt tekjum af kál-
rækt og gróðurhúsum milli bænda og búlausra í töflum XI A og B eins og eftir
búnaðarskýrslum skattanefnda, en sú skipting er ekki áreiðanleg, þó að ekki þætti
hins vegar fært að hafa hana öðruvísi.
Hingað til hefur aðallega verið rætt um töflurnar í heild og þá raunverulega
um það, er felst í A-hluta tvískiptra taflna og þeim töflum, sem ekki eru tvískipt-
ar. En í þessum kafla verður htið lítið eitt á hlut bændanna sérstaklega, eins
og hann kemur fram í töflum merktum B. Verður þó því nær einvörðungu rætt
um það, er felst í töflum XI B (verðmæti landbúnaðarframleiðslu bænda), XII
B (framleiðslukostnaður bænda), XIV B (hcildartekjur og -gjöld bænda) og XXIV
B (eienir og skuldir bænda).
I 12. yfirliti eru sýndar tekjur bœnda eftir sýslum samkvæmt niðurstöðum
taflna XI B, XII B og XIV B. Þar er, við útreikning meðaltekna, reiknað með tölu
bænda samkvæmt töflu I, en þar er búið að gera lagfæringar á tölu bænda sam-
kvæmt sjálfum búnaðarskýrslunum, sem telja fleiri bændur en rétt er, því að þess
eru nokkur dæmi, að fjölskyldubúum er skipt við framtal milli 2—3 „bænda“.
Þetta breytir þó ekki verulega niðurstöðum um meðaltekjur bænda á yfirlitinu,
því að hvort tveggja er, að þau bú, er þannig telja fram, eru ekki mörg, og svo
mundi koma fram meira kaupgjald til frádráttar, þegar nettótekjur eru reiknað-
ar, ef þau væru talin sem eitt bú.
í þessu sambandi skal enn fremur minnt á það, sem skýrt er frá í 6. kafla
inngangsins, að afurðir eru ekki fulltaldar til búnaðarskýrslu. Talsvert vantar á,
að afurðir af sauðfé séu fulltaldar, og mjólk er eitthvað vantalin. Hins vegar er
óvíst, hversu mikið af því, sem er vantalið, er hjá búlausum, en það er talsvert,
einkum í kaupstöðum og kauptúnum. Þess ber að gæta, að kostnaður við landbún-
aðarframleiðsluna er eitthvað vantalinn líka, einkum vinnulaun. En jafnvel þó að
gert væri ráð fyrir, að hlutfallslega væri jafn mikið vantalið af kostnaði og brúttó-