Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 6
Föstudagur 12. september 20086 Fréttir DV
Sandkorn
n Fullreynt þykir að nokkurn tíma
muni skapast full sátt um hinn of-
virka bloggara Stefán Friðrik Stef-
ánsson í netheimum. Stefán hefur
bloggað um árabil og ekki síst sér-
hæft sig í að
endursegja
fréttir mbl.
is á bloggi
sínu af slík-
um móð að
færslur hans
verða iðulega
lengri en
frumtextinn.
Enn eru einhverjir sem nenna að
láta Stefán fara í taugarnar á sér og
þeir hafa nú sameinast á sérstakri
Facebook-síðu gegn bloggi Stef-
áns. Facebook-félagsskapurinn er
sagður settur til höfuðs „bloggum
sem tyggja á sömu hugmyndun-
um færslu eftir færslu, glósa morg-
unblaðsgreinar, innihalda efnis-
lítið blaður en komast samt í efstu
sæti mest lesnu blogga landsins“.
Manifestóinu lýkur svo með þess-
um orðum: „Þetta er komið gott,
Stefán.“
n Stefán lætur þennan skæting þó
ekki setja sig út af laginu og blogg-
ar sem aldrei fyrr. Í samtali við dv-
.is hafði hann þetta um Facebook-
síðuna að segja: „Mér finnst þetta
dæma sig
alveg sjálft og
hef ekkert um
þetta mál að
segja.“ Stefán
þarf heldur
ekki að tjá
sig frekar þar
sem honum
hefur borist
stuðningur
úr heldur óvæntri átt en sjálfur
Jónas Kristjánsson hefur komið
pilti til varnar á sínu bloggi: „Mér
sýnist Stefán vilja vera fjölmiðill,
sem segi fréttir og tjái sig um þær
í leiðinni. Ef einhver er sammála
honum, er þægilegt fyrir hann að
lesa bloggið. Þá þarf hann ekki að
lesa sjálfar fréttirnar. Hann fær allt
á einum stað hjá Stefáni. Þeir, sem
eru ósammála honum, geta hafn-
að honum sem fjölmiðli með því
að hunza vefsvæðið,“ skrifar Jónas
og skilur ekki æsinginn í kringum
Stefán.
n Agnes Bragadóttir hélt stillingu
sinni þegar alþingismaðurinn og
fyrrverandi vinnufélagi hennar af
Morgunblaðinu, Árni Johnsen,
kærði hana fyrir meiðyrði í sinn
garð. Agnes kippti sér ekki held-
ur upp við að Árni skyldi falla frá
kærunni. Hún undrast hins vegar
yfirlýsingu Árna um að Árni viti
ekki „neitt
illt“ á milli
þeirra frá
Morgun-
blaðsárun-
um. Þetta
segir Agnes
á mbl.is og
rifjar um leið
upp gilda
ástæðu fyrir því horni sem hún
hefur í síðu Árna: „...þegar ég var
fréttastjóri á vakt og hann hafði
Morgunblaðið að ginningarfífli
með hreinum lygum í sambandi
við vaxdúkinn góða.“
n Agnesi svíða svik Árna enn
enda var henni nuddað hressi-
lega upp úr dúkafréttunum árið
2001 og má í því sambandi nefna
að gárungar á fréttastofu Stöðv-
ar 2 tóku sig til og sendu Agnesi
fréttasíðuna um dúk Árna úr
Mogganum innrammaða með
hamingjuóskum með árangur-
inn. Það fannst Agnesi ekki fynd-
ið þá og er greinilega ekki enn
hlátur í huga þegar vaxdúkaflutn-
ingar Árna milli lands og Eyja eru
annars vegar.
Davíð Oddsson segir rót efnahagsvanda Íslendinga vera heimatilbúna og sér fram á
aukinn samdrátt á næstunni. Því þurfi stýrivextir áfram að vera háir. Geir H. Haarde
leggur hins vegar áherslu á áhrif erlendra fjármálamarkaða á íslenskt efnahagslíf.
Hann er bjartsýnn á framhaldið og telur að stýrivextir lækki brátt. Pétur Blöndal túlk-
ar orð Davíðs ekki sem gagnrýni á stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
HEIMATILBÚINN
EFNAHAGSVANDI
„Þó utanaðkomandi þættir hafi bæði
jákvæð og neikvæð á hrif á verð-
bólgu, eins og menn vita, er rót okk-
ar verðbólgu fyrst og fremst hjá okk-
ur sjálfum,“ sagði Davíð Oddsson
seðlabankastjóri á fundi Seðlabank-
ans í gærmorgun þar sem hann færði
rök fyrir þeirri ákvörðun bankans að
halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,5
prósentum.
Opið fyrir erlendum áhrifum
Geir H. Haarde forsætisráðherra
svaraði ekki skilaboðum blaðamanns
í gær. Hann sagði hins vegar í þing-
ræðu á þriðjudaginn í síðustu viku
að efnahagsvandi Íslendinga væri tví-
þættur. Annars vegar þyrftum við nú
að glíma við hefðbundinn samdrátt
í kjölfar mikilla uppgangstíma. Hins
vegar væri ljóst að alþjóðleg fjármála-
kreppa hefði alvarleg-
ar afleiðingar
og jafnvel
valdið
gjald-
þroti virtra lánastofnana og áhættu-
fælni fjárfesta sem hefur gert öllum
erfitt fyrir um lánsfjáröflun.
„Augljóst er að slíkt ástand hlaut
að hafa áhrif hér á landi miðað við
hversu opið okkar hagkerfi er orðið
gagnvart fjármagnsflutningum milli
landa og hversu stórir íslensku bank-
arnir eru orðnir miðað við hagkerfið í
heild,“ sagði Geir af þessu tilefni á Al-
þingi og því virðist hann ekki á sama
máli og Davíð um að rót vandans sé
heimatilbúin.
Ekki gagnrýni á ríkisstjórnina
Pétur Blöndal, formaður efna-
hags- og skattanefndar Alþingis, getur
heldur ekki að fullu tekið undir þessi
orð Davíðs. „Ég er ekki alveg sammála
því að þetta sé af innlendum toga. Það
fer eftir því hversu djúpt maður lítur
á þetta,“ segir Pétur sem þó vill ekki
túlka orð seðlabankastjóra á þann veg
að hann sé að gagnrýna stefnu ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum.
Pétur segir ljóst að inngrip bank-
anna á íbúðalánamarkaðinn hafi ver-
ið vegna þess að það var mikið fram-
boð af peningum í heiminum og
lánshæfimat íslensku bankanna
var á þessum tíma nánast það
sama og íslenska ríkisins, en
hvort tveggja var mjög sterkt.
Hann bendir á að í kjölfar-
ið hafi myndast mikil þensla
sem olli því að Seðlabankinn
hækkaði vextina. Það hafði
síðan í för með sér mynd-
un jöklabréfa sem Pétur
telur að sé ein af ástæðum
þess að gengi krónunnar sé
nú óvenju lágt.
Getum ekki vísað
vandanum á bug
Geir Haarde fjallaði einnig um
efnahagsvandann í þjóðhátíðarræðu
sinni. „Ríkisstjórnin tók við góðu
búi, meira að segja óvenjulega
góðu búi. En skömmu eftir að
hún var mynduð hófust miklar
hræringar í efnahagslífi
heimsins,“ sagði hann á Austurvelli í
júní og bætti við: „Hluti þess nýja al-
heimsvanda, sem nú er við að fást,
birtist okkur í stórhækkuðu heims-
markaðsverði á ýmsum nauðsynj-
um, svo sem eldsneyti og matvælum.
Það segir sig sjálft að slíkar breyting-
ar virka sem skattur á þjóðarbú okk-
ar og rýra óhjákvæmilega kjör allra í
landinu.“
Davíð segir að við megum ekki
firra okkur ábyrgð á efnahagsvand-
anum. „Sumt af þessum vanda er al-
þjóðlegur vandi en við getum ekki
vísað vandamálum okkar á bug,“ seg-
ir hann
Samdráttur fram undan
Í samtali við Markaðinn í gær
sagði Geir Ísland ekki vera að
ganga í gegnum kreppu sam-
kvæmt skilgreiningunni og að
krónan sé ekki að sliga íslenskt
efnahagslíf. Hann var einnig
bjartsýnn á framhaldið þegar
blaðamaður mbl.is ræddi við
hann um nýjar hagvaxtartöl-
ur Hagstofu Íslands. Þar sagði
Geir að horfur varðandi fjár-
hag ríkisstjóðs væru jafnvel
enn betri en hann hefði átt
von á og útlit með hagvöxt á ár-
inu líka betra en spáð hafði ver-
ið.
Davíð sér hins vegar fyrir sér að
aukinn samdráttur komi til með að
eiga sér stað áður en leiðin verður
upp á við á ný.
„Samdráttur er óhjákvæmilegur
hluti aðlögunar þjóðarbúsins
að jafnvægi eftir kröft-
ugt hagvaxtar-
skeið og
mun auðvelda Seðlabankanum að
koma böndum á verðbólgu. Aðgerðir
til þess að örva efnahagslífið nú, hvort
heldur með minna aðhaldi í peninga-
eða ríkisfjármálum, eru ótímabærar.
Þær myndu tefja óhjákvæmilega að-
lögun þjóðarbúskapsins að jafnvægi,
veikja gengi krónunnar og stuðla að
meiri verðbólgu og hærri verðbólgu-
væntingum. Að endingu leiðir slík
stefna einnig til meiri samdráttar í
þjóðarbúskapnum,“ segir hann.
Geir Haarde sagði ennfremur í
samtali við mbl.is að hann gerði ráð
fyrir að stýrivextir lækki brátt.
Að sögn Davíðs er hins vegar nauð-
synlegt að stýrivextir verði áfram háir
uns verðbólgan er tekin að minnka og
verðbólguvæntingar að hjaðna í átt að
markmiði. „Afsláttur af þeirri stefnu
yrði öllum til bölvunar bæði í bráð og
lengd.“
Erla HlynSDóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Rót okkar verðbólgu
er fyrst og fremst hjá
okkur sjálfum.“
Bjartsýnn
geir H. Haarde segir erlenda markaði
hafa alvarleg áhrif á íslenskt
efnahagslíf en er bjartsýnn og býst
við stýravaxtalækkun á næstunni.
Svartsýnn
davíð Oddsson segir samdrátt
fram undan og ekki tímabært að
örva efnahagslífið. Það myndi
stuðla að enn meiri verðbólgu.