Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 35
Föstudagur 12. september 2008 35Helgarblað
eitthvað eftir það. Samt fannst mér
óhætt að vera þarna.“
Heim og út aftur
„Ég kom heim eftir bakpoka-
ferðalagið um Asíu og vann í Máli og
menningu í rúmt hálft ár. Eftir það
pakkaði ég niður í bakpoka heilum 11
kílóum og flutti til Kambódíu. Ein. Ég
var búin að finna íbúð í Phnom Penh
og búin að senda munaðarleysingja-
heimili bréf og láta vita að ég væri að
koma að starfa sem sjálfboðaliði við
umönnun barna og enskukennslu.
Að sjálfsögðu var mér vel tekið.
Þetta var á Light House orphanage.
Ég lenti á laugardegi og byrjaði að
kenna á mánudegi. Og hafði aldrei
kennt áður. En það þýddi ekkert ann-
að en að hella sér út í þetta því ég
var sótt klukkan 7 að morgni og mér
sagt að ég væri að fara að kenna. Ég
naut vinnunnar en fór samt burt eftir
mánuð því það var svo mikil spilling á
heimilinu.“
Spilling á munaðarleysingja-
heimili
„Stjórnandinn tók peninga sem
fólk gaf heimilinu og stakk þeim
í eigin vasa. Við sjálfboðaliðarn-
ir spurðum hann til dæmis hvern-
ig hann hefði opnað eigin veitinga-
stað og hann sagði hróðugur að hann
hefði gert það fyrir fjárframlög ferða-
manna. Börnin áttu að fá þessa pen-
inga en þau voru vannærð og bækur
og dót sem þeim var gefið var sett á
markað og selt til að fjármagna líf for-
stöðumannsins. 26 dollarar á dag var
upphæðin sem var notuð í mat fyr-
ir rúmlega 70 börn. Þau voru ekkert
skráð hjá hinu opinbera og þetta var
allt ólöglegt starf.
Ein stelpan á heimilinu veiktist af
malaríu og forstöðumaðurinn gerði
ekkert í því, honum var sama og ef
upp komu hjartagallar eða annað al-
varlegt hjá börnunum var farið með
þau til læknis en forstöðumaðurinn
misnotaði samt fé sem átti að fara í
læknishjálpina. Ég var alltaf beðin um
meiri og meiri peninga í starfið þarna.
Ég gaf 50 dollara í mat og sagði að
börnin ættu að fá almennilegt kjöt og
grænmeti. Það átti að duga í einn dag
fyrir 60 manns og hefði átt að vera góð
viðbót. En það sást ekkert kjöt og pen-
ingarnir lentu í röngum vasa.
Eftir að þetta gerðist í þriðja skiptið
ákvað ég að hætta og settist inn á bar
til að íhuga næstu skref. Ég velti því fyr-
ir mér hvað væri til ráða og hvar væri
þörf fyrir mig. Þá kom inn ungur mað-
ur frá Ástralíu og sagði mér að hann
væri á heimleið og á hans munaðar-
leysingjaheimili vantaði sjálfboða-
liða í hans stað. Þetta gekk strax upp
og ég fór að starfa þar. Einnig fann ég
vinnu hjá nýju hjálparstarfi sem heit-
ir Who Will, en það eru sjálfboðalið-
ar sem störfuðu áður hjá Lighthouse
sem vilja, eins og ég, binda enda á
spillinguna í barnaheimilabransan-
um, ég varð aðstoðarfjáröflunarfull-
trúi fyrir starfið. Við stofnuðum súpu-
eldhús í einu fátækasta hverfi Phnom
Penh og erum að vinna að byggingu á
sjálfbæru barnaþorpi. Sú vinna geng-
ur reyndar hægt en við munum gera
það, eins og slagorðið okkar segir:
„Who will? We will.“
Vinir mínir sáu strax breyting-
arnar á mér við umskiptin, ég varð
miklu léttari og áhyggjulausari. Á nýja
staðnum, Nation Action Culture Ass-
ociation (NACA), gekk ég úr skugga
um að allt væri með felldu. Ég fékk
að skoða bókhaldið og sá að það var
ekki spilling í gangi. Og það var miklu
fallegra hugarfar hjá fólkinu sem ann-
ast heimilið. Hjónin, Phan og Savang,
sem reka það eru kambódísk og búa
þar með fjórum sonum sínum og
ömmum og kokki og tengdadætr-
um sínum, öll í mjög litlu húsi í miðri
borginni. Phan var fræg leikkona í
Kambódíu en fannst hún verða að
snúa lífi sínu við og tileinka sér rekst-
ur munaðarleysingjaheimilis.
Þarna voru 32 börn á aldrinum
3 til 17 ára þegar ég kom. Þau fengu
nóg að borða og ég fór að kenna þeim
ensku. Þau voru þakklát fyrir ensku-
kennsluna og krakkarnir báðu meira
að segja um að fá að taka próf og vildu
læra. Ég leigði mér íbúð í 5 mínútna
fjarlægð frá munaðarleysingjaheim-
ilinu. Íbúðin var ágæt, það var alla
vega hrein málning og engin skotgöt
á veggjum, svo hún var tiltölulega dýr
á þeirra mælikvarða. Síðar flutti ég
svo inn í aðra íbúð, með öryggisvörð-
um og gaddavír í kringum húsið, með
kærasta mínum, Justin frá Ástralíu.
Hann starfar við að byggja farsíma-
banka fyrir fátækt fólk í Kambódíu.“
Ástarsagan
„Við Justin kynntumst í sundlaug.
Það var veðmál í gangi um hversu oft
mér yrði hent út í laugina. Í ellefta
skiptið sem vinir mínir hentu mér í
laugina datt maður ofan á mig og við
höfum verið saman síðan. Hann er frá
Ástralíu, ég frá Íslandi og við kynnt-
umst í Kambódíu. Það má segja að
við höfum hist á miðri leið.
Og það er óhætt að segja að ég
upplifði miklar andstæður þarna úti.
Annars vegar vann ég í sjálfboðastarfi
12 tíma á dag en fór svo í frítímanum
að hitta vini mína sem unnu í bönk-
um, á tímaritum og í ýmsum störf-
um og bjuggu við allsnægtir. Það er
svo ör og mikil uppbygging þarna,
millistéttin er nýorðin til og vex hratt,
svo þarna geta fjárfestar grætt vel. Og
þannig fólki kynntist ég. Og ríka fólkið
þarna er viðurstyggilega ríkt. Forsæt-
isráðherrann er með 6.000 lífverði á
meðan fólk sefur á götunni og safnar
plastflöskum til að getað lifað af dag-
inn, það er rosaleg misskipting.
Flestir vinir mínir þarna úti eru frá
Ástralíu og Bretlandi. Og til að byrja
með skildu þau ekkert út á hvað starf-
ið mitt á munaðarleysingjaheimil-
inu gekk. Þau héldu að ég væri bara
að leika mér eitthvað á daginn. En á
heimilinu er maður ekki að leika leiki
við börn heldur er þetta erfitt starf;
umönnun, fjáröflun og kennsla. Það
gat verið erfitt að hlusta á vandamál
barnanna og tilfinningar því aðstæður
þeirra voru svo erfiðar. Ég var uppgef-
in á kvöldin, en vinir mínir skildu það
ekki fyrr en þeir komu og sáu munað-
arleysingjaheimilið með eigin aug-
um. Justin kom og sá 30 krakka sitja
á gólfinu og gráta þegar að kveðju-
stundinni kom og þá skildi hann út á
hvað þetta gekk og að ég var ekki að
„dútla“ heldur vinna.“
Hvers vegna voru börnin á þessu
heimili?
„Mörg þeirra voru munaðarlaus
en sum áttu fátæka foreldra í sveit
eða veika foreldra og ekki var hægt
að hafa þau heima. Þarna voru meiri
möguleikar fyrir þau en í sveitinni.
Þau fengu að borða og læra ensku.
Einn strákur fannst ráfandi innan um
tré tveggja ára gamall og hafði ráfað
um lengi en starfsmaður heimilisins
fann hann og þetta varð hans fjöl-
skylda. Hann braggaðist mikið á þeim
tíma sem ég var þarna. En það var erf-
itt að horfa upp á fátæktina.“
Hver er lausnin?
,,Menntun er lausnin á öllu. Og svo
þarf að gæta þess að peningar sem
eiga að fara í mat handa fátæku fólki
lendi í réttum höndum. Mér gramd-
ist að horfa upp á spillinguna á fyrra
munaðarleysingjaheimilinu sem ég
starfaði á.
En ég fékk mikið út úr starfinu
þarna úti. Ég kenndi þeim til dæmis
ballett og indónesíska dansa tvisvar í
viku. Börnunum finnst ótrúlega gam-
an að dansa. Ég var í ballett í mörg ár
og lærði indónesíska dansa í Indón-
esíu og sú reynsla mín féll vel í kramið
hjá börnunum.“
Frítíminn í Kambódíu
„Þegar við vinirnir fórum út á líf-
ið fórum við út að borða, bæði fínt og
mjög lókal og á „Girlie“-bari og mark-
aði. Einnig var hægt að fara á herstöð-
ina og skjóta úr byssum og skjóta úr
sprengjuvörpu gegn gjaldi. Hermenn-
irnir voru oft fullir eða í blaki. Þetta
er dæmi um spillingu og ég er stolt
af því að hafa aldrei skotið úr byssu
þarna jafnvel þótt það gæti virst freist-
andi þegar ég var pirruð á vinnunni.
En þetta var algjörlega á móti siðferði
mínu, því byssurnar voru áður notað-
ar í borgarastyrjöldinni gegn saklaus-
um borgurum.
Við ferðuðumst yfirleitt á mótor-
hjólum. Og svo líka fékk maður sér far
með „tuk tuk“ sem er mótorhjól með
kerru fyrir þrjá.
Ég komst ágætlega inn í menningu
og siði og get haldið uppi einföldum
samræðum á khmer eða kambód-
ísku. Það er auðvelt að mismæla sig
á kambódísku og vinir mínir ætluðu
til dæmis að segja „afsakið“ en sögðu
óvart „brjóst“ í staðinn. Og það var
mikið flissað. Að segja „skál“ vitlaust
getur þýtt að maður sé að biðja um
einnar nætur gaman. Þetta gat verið
mjög fyndið. Og svo var líka gaman
að mamma mín og amma mín, Erna
Erlendsdóttir, komu út í heimsókn til
mín.“
Mæðgur í heimsókn
„Mamma og amma komu að
heimsækja mig í kringum kambód-
íska nýja árið 12. til 15. apríl og þeim
leið vel, fengu að vísu menningar-
sjokk fyrst en þegar fólk kemur til
Kambódíu elskar það landið eða þolir
það ekki. Það er ekki millivegur. Sum-
ir höndla ekki fátæktina en mamma
og amma elska landið og vilja heim-
sækja það aftur síðar eins og ég.
Þær tóku til dæmis eftir því hvað
fólkið er fallegt og svo blítt í framan,
mjúkt. Það er einkennandi að svipur-
inn er opinn og bjartur. Það má skjóta
því að til gamans að Angelina Jolie
keypti sér kambódískt barn.“
Hitinn og loftslagið
„Við þurftum að venjast hitanum
og loftslaginu. Þarna er meira ryk en
við erum vön. Maður getur alveg séð
himininn en það er heitt og þurrt og
ryk út um allt. Maður er alltaf rykug-
ur þarna úti. Kannski ekki síst af því
að það voru 30 börn að klifra upp um
mig alla allan daginn svo ég varð heit
og klístruð. Og maður setti grímu fyr-
ir andlitið þegar maður fór út. Ég átti
grímur í öllum litum og setti þær á
mig áður en ég þurfti að fara í lang-
ferðir í umferðinni til að anda ekki að
mér rykinu og menguninni.
Hitinn og rakinn var ekkert mál,
ég kann mun betur við mig í hita en
nístingskuldanum sem er hér. Vinir
mínir úti gerðu mikið grín að því að
ég væri íslensk að kvarta undan kulda
þegar hitinn fór niður fyrir 25 gráður.“
Loðnar kóngulær og annað
góðgæti
„Ég þurfti að venjast matnum.
Kambódíumenn borða frá því þeir
vakna og þar til þeir sofna, þeir eru allt-
af að fá sér snarl og meðal þess sem
hægt er að kaupa úti á götu er maís,
skelfiskur, sniglar, snákar á priki, kakka-
lakkar, þurrkaðar litlar rækjur, grillaðar
loðnar kóngulær, steiktar tarantúllur og
ristaðar engisprettur.
Ég prófaði allt af þessu. Engisprett-
urnar litlu voru góðar, bara eins og
popp. En þær stóru voru ekki góðar.
Og ef maður hugsaði um litlu kakka-
lakkana sem hnetur voru þeir góð-
ir en annars voru stórir kakkalakkar
ekki fyrir mig. Kóngulærnar eru sætar
á bragðið en því miður loðnar. Það er
mikið af próteinum og vítamínum í
þessari fæðu. Og ég held að þetta eigi
eftir að verða vinsælt sem heilsufæði í
vestrænum heimi með tímanum. Nóg
er af þessu og þetta er fullt af hollustu
og próteinum. Sumir innfæddir vilja
ekki borða þetta því það minnir þá á
tímana þegar ekkert annað var að fá
og mikill skortur var.
En úti á götu gat ég fengið „bland í
poka“ fyrir dollar: 5 silkiormar, 1 risa-
kakkalakki, 2 til 3 kóngulær og 5 til 10
litlar engisprettur og kakkalakkar og 3
stórar engisprettur. Þetta er laugardags-
nammi í Kambódíu, bland í poka.“
Haldið heim
„Svo var kominn tími til að halda
heim til Íslands og byrja í háskóla. Það
eru komin tvö ár síðan ég var í námi
og erfitt að fresta því lengur. Ég vildi
vera þarna lengur með krökkunum
mínum og starfið mitt var mikilvægt
en ég taldi ekki ráðlegt að fresta nám-
inu lengur. Í kveðjuhófi sem haldið var
fyrir mig á munaðarleysingjaheimil-
inu var keypt Sprite og epli til hátíðar-
brigða og ég átti að halda ræðu en gat
bara sagt eina setningu og svo fór ég
að gráta. Þá fóru börnin líka að gráta
og þannig sátum við í faðmlögum á
gólfinu. Eigandinn hélt ræðu fyrir mig
og þakkaði mér fyrir störf mín og hafði
á orði að ég kæmi í stað dótturinnar
sem hann aldrei eignaðist. Hann átti
fjóra syni. Svo nú á ég fleiri foreldra og
er velkomin þangað aftur.
Ég var ekki orðin þreytt á þessu
en rétt var samt að fara í nám. Ég er í
Austur-Asíufræðum í Háskólanum og
ætla að klára eitt ár hér á Íslandi og
vonandi get ég klárað félagsfræði og
Suðaustur-Asíufræði í Singapúr, Mal-
asíu eða Ástralíu.“
Hvað lærir maður í Asíufræðum?
„Sögu, menningu, tungumál,
stjórnmálafræði. Þetta er nýtt nám
hér og ekki margir að læra þetta.“
En hvernig sérðu framtíðina fyrir
þér?
„Framtíðin? Ég sé mig í Asíu í
hjálparstarfi, ekki í sjálfboðastarfi
aftur heldur launuðu starfi. Því fólk
vinnur betur ef það er í launuðu
hjálparstarfi. Þá verður metnaðurinn
og ábyrgðartilfinningin meiri.
Ég er komin heim eftir að hafa
dvalið úti og talað og hugsað á er-
lendum tungumálum í 7 mánuði. Það
er gott að koma heim en ég fæ alltaf
menningarsjokk þegar ég kem hing-
að því stressið er svo mikið til dæmis
í umferðinni.
Kærastinn minn klárar sitt verk-
efni í Kambódíu og svo ætlar hann að
koma til Íslands og við bara finnum út
úr þessu.“
Hún elskar Kambódíu, landið og fólkið, og hefur
borðað „bland í poka“ sem samanstendur af kakka-
lökkum, engisprettum, silkiormum og loðnum
köngulóm.
Erna og Sokhly erna og vinir
hennar stofnuðu súpueldhús
og gáfu börnum að borða.
Erfið kveðjustund Krakkarnir reyna að
hugga ernu áður en hún heldur heim.
myndir/ Úr einKasaFni
Bensínstöðin við íbúð Ernu „Flöskur
með bensíni og símaklefi og dekkjavið-
gerð. allt á einum stað.“
Reynslunni ríkari erna komin heim og
slakar á í garðinum hjá ömmu sinni.
Bland í poka fyrir dollar Kakkalakkar,
köngulær og fleira gott. erna smakkaði á
þessu öllu.
Danspartí börnin lærðu kambódíska
dansa af phan, sem er lærður dansari.
Þau bjuggu búningana til sjálf.
Amma og mamma Voru eiturhressar
þegar þær kíktu í heimsókn.