Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 29
Föstudagur 12. september 2008 29Helgarblað
Singing Bee
Nýr íslenskur tónlistar- og skemmtiþáttur hefur göngu sína á skjá einum undir dyggri
stjórn Jónsa í Í svörtum fötum. Þátturinn sem ber heitið singing bee reynir á þekkingu
keppenda á söngtextum og sönghæfileikar skipta engu máli. Þátturinn er byggður á
bandarískri fyrirmynd sem farið hefur sigurför um heiminn en hingað til hafa verið gerðar
þrjátíu útgáfur af þættinum um víða veröld. Það eina sem þátttakendur þurfa að hafa fram
að færa er að kunna texta við hin ýmsu lög. Hljómsveit þáttarins, buff, byrjar að spila og
syngja þekkt lag en um leið og sveitin hættir að spila þarf keppandinn að taka við og klára
textalínurnar. Nokkrir keppendur spreyta sig í hverjum þætti en einn stendur uppi sem
sigurvegari.
Gaman oG Glæpir Sem betur fer halda sjónvarpsstöðvarnar áfram að bæta leiknu innlendu efni við dagskrá sína. Stöð 2 býður upp á þrjá nýja gamanþætti og RÚV upp á tvo nýja spennuþætti svo eitthvað sé nefnt. Skjár einn heltist úr lestinni með einn nýjan innlendan þátt sem heitir erlendu nafni. DV tók saman yfirlit yfir dagskrá vetrarins
Latibær
Vinsælasta íslenska barnaefni fyrr og síðar er komið á
stöð 2. solla stirða, Nenni níski, glanni glæpur og að
sjálfsögðu Íþróttaálfurinn ætla að skemmta börnum
á öllum aldri í talsettri glænýrri
seríu þar sem ævintýrin halda
áfram í Latabæ. Það þarf ekki að
fara mörgum orðum um þá
sigurför sem magnús scheving
hefur farið með þetta stórmerki-
lega hugarfóstur sitt sem byrjaði
sem leiksýning á Íslandi og er nú
orðið að farsælasta sjónvarpsefni
sem Íslendingur hefur skapað.
sjónvarpsþættirnir hafa verið sýndir í
yfir eitt hundrað löndum og njóta
sívaxandi vinsælda. stöð 2 hóf
sýningar á annarri þáttaröðinni í
ágúst.
Réttur
réttur er fyrsti íslenski
lögfræðikrimminn – ný
leikin spennuþáttaröð sem
gerist í rammíslenskum
heimi lagaflækja og glæpa.
aðalhöfundur þáttaraðar-
innar er sigurjón
Kjartansson en hann var
einn af höfundum pressu,
íslensku spennuþáttanna
sem slógu í gegn
síðastliðinn vetur.
söguhetjurnar eru þrír lögmenn sem allir starfa á
lögmannastofunni réttur. sá fremsti meðal jafningja
er Logi, nýskriðinn yfir fertugt. Hann dansar á
línunni, bæði í einkalífi og í starfi. engu að síður er
hann einn besti lögmaður landsins og oft er hann
beðinn um að taka að sér mörg af erfiðustu
glæpamálunum sem upp koma. ekki hefur
endanlega verið gengið frá því hver leikstýrir
þáttunum né hverjir verða í aðalhlutverkum.
sýningar hefjast í desember.
Ástríður
Ný rómantísk gamanþáttaröð með Ilmi Kristjánsdótt-
ur í aðalhlutverki. Ilmur leikur unga konu sem ræður
sig til vinnu hjá fjármálafyrirtæki. Þótt Ástríði reynist
erfitt að fóta sig í hörðum heimi viðskiptalífsins
gengur henni enn brösuglegar í miklu harðari heimi
ástarlífsins. Þar veit hún sjaldnast í hvorn fótinn hún
á að stíga og veðjar ósjaldan á þann eina ranga –
jafnvel þótt sá rétti sé beint fyrir framan nefið á
henni. auk Ilmar fara með stór hlutverk í Ástríði þau
Kjartan guðjónsson, Friðrik Friðriksson, rúnar Freyr
gíslason, Þórir sæmundsson, Þóra Karítas Árnadóttir,
margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir snær guðnason.
sigurjón Kjartansson hafði yfirumsjón með
handritinu en höfundar auk hans eru þau Ilmur
Kristjánsdóttir, Katla margrét Þorgeirsdóttir og silja
Hauksdóttir sem leikstýrir þáttunum.
Markaðurinn
síðar í haust hefur göngu sína
þátturinn markaðurinn, vikulegur
spjallþáttur í umsjá björns Inga
Hrafnssonar þar sem tekið
verður á hressilegan og
aðgengilegan hátt á því hæsta
sem ber hverju sinni í viðskipta-
lífinu, almannahagsmunum og
þjóðmálunum almennt.
björn Ingi er ritstjóri
viðskiptablaðsins
markaðarins sem
fylgir Fréttablaðinu
á miðvikudögum
en er líklega
þekktastur fyrir
störf sín sem
borgarfulltrúi
Framsóknar-
flokksins.
Innlit/útlit
Game Tíví
Logi í beinni
Sjálfstætt fólk
Kompás
Mannamál
Algjör Sveppi!
Hæðin
Eldsnöggt með Jóa
Fel
Þættir sem snúa aftur
Þættir sem snúa aftur